Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1984, Blaðsíða 9
DV. FÖSTUDAGUR 30. MARS1984.
9
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
j
.
Gary Hart hefur verið óvæginn í auglýsingaáróðrinum gegn Mondale sem
varð misklíðarefni hjá þeim í sjónvarpskappræðu.
Hart grimmur
í áróðri
gegn Mondale
— eykur fylgi á kostnað Mondale
Skoöanakannanir í New York
benda til þess aö Gary Hart vinni á
Walter Mondale í fylgi fyrir forkosn-
ingarnar sem veröa þar á þriðjudag-
inn.
Skoöanakönnun ABC-fréttastof-
unnar gefur til kynna aö Mondale
hafi enn forystu meö um 40% fylgi á
meöan Hart hafi 35% og Jackson 16
en 9% séu óráðin. — Skekkjumörk
eru þó 5% svo að þess vegria getur
Mondale veriö meö 10% meira fylgi
en Hart eða Hart jafnmikið fylgi og
Mondale.
Fylgisaukning Harts síöustu daga
er rakin til sigurs hans í forkosning-
unum í Connecticut, þar sem hann
„burstaði” Mondale, eins og sagt er
á íþróttamáli: — Fram að því haföi
hlaupið einhver snuröa á upphaflega
velgengni Harts í f orkosningunum.
A miðvikudagskvöld leiddu fram-
bjóðendumir saman hesta sína í
sjónvarpssal og hitnaöi þeim Hart og
Mondale í hamsi en Jackson tók að
sér hlutverk þess sem gekk á milli.
Misklíðarefnið var auglýsing sem
kosningabrallarar Harts hafa haldið
úti í sjónvarpi, þar sem myndavél er
beint að kveikjuþræði í sprengju á
meðan þulur gefur til kynna að þeir
báðir, Mondale og Reagan, vilji gera
út bandariskt herlið í Mið-Ameriku.
— „Munið Víetnam,” segir þulurinn.
„Synir okkar notaðir sem spilapen-
ingar. Ætlum við aldrei að læra ? ”
Mondale krafðist þess að útsend-
ingu þessarar áróðursauglýsingar
yrði hætt. — „Hvers vegna auglýsir
þú aö ég reyni að láta drepa ung-
menni? ” spurði hann Hart.
Fylgiskannanimar í New York
vom gerðar áður en þessi sjónvarps-
deila kom upp.
Umferðar-
lögreglan
stórtæk
í mútum
Umferðarlögregluþjónn í Georgíu í
Sovétríkjunum var dæmdur í fimmtán
ára fangelsi, fundinn sekur um aö hafa
þegið mútur, samtals um 158 þúsund
rúblur (nær 6 milljónir króna).
Hann er yfirmaður í umferðardeild
lögreglunnar og þykir hafa misnotað
aðstöðu sina til þess meöal annars
að þiggja einkabíl með torfengnum
varahlutabirgðum.
I júní síðasta sumar viðurkenndi
lögreglumálaráðherrann Vitaly Fe-
dorchuk að umferðardeild lögreglunn-
ar væri spillt og þægi mútur. Lýsti
hann yfir hreinsunarherferð innan lög-
reglunnar.
Bresk her-
skip höfð
tiltæk hjá
Persaflóa
Fjögur bresk herskip, sérbúin til
tundurduflaslæðingar, em lögð af stað
til Miðjarðarhafsins þar sem þau eiga
aö vera tiltæk til aðstoðar á Persaflóa,
ef þörf þykir, eftir því sem breska
vamarinálaráðuneytið segir.
„Brinton”, „Cavinton”, „Kirklist-
on” og „Wilton” eiga öll að taka þátt í
nato-flotaæfingum á Miðjarðarhafinu í
maí en þau eiga að vera síðan áfram á
þessumslóðum.
Bretar hafa haldið úti tveim her-
skipum á Indlandshafi sem skamma
siglingu eiga í Persaflóann. Er það
tundurspillirinn „Glamorgan” og frei-
gátan „Brazen”.
D'Aubuisson veitist að
morðsveitunum illræmdu
Roberto D’Aubuisson, forsetafram-
bjóöandi hægri öfgaafla í E1 Salvador
— og stundum orðaður við morðsveit-
Roberto D’Aubuisson, forseta-
frambjóðandi hægri aflanna, hefur á
stundum þótt varla mega opna
munninn til að gagnrýna einstakling,
án þess að sá hinn sami fyndist þá ekki
síðar myrtur.
imar illræmdu — hefur veist harka-
lega að ESA, eins og þessi leynilegu
morðsamtök kalla sig, fyrir að hafa í
hótunum um að refsa þeim er kalla
megi ábyrga fyrir ringulreiðiimi í
kosningunum síðustu helgi.
A blaðamannafundi í höfuöborginni i
gær viðurkenndi hann um leið sigur
kristilegra demókrata og Jose Napole-
ons Duarte forsetaframbjóðanda
þeirra í fyrri umferð kosninganna og
óskaöi Duarte til hamingju meö þann
áfangasigur.
D’Aubuisson spáði því samt að í
úrslitaumferðinni mundi hann sigra
Duarte með miklum mun.
Fréttir af talningu atkvæöa benda til
þess að Duarte hafi hlotið yfir 40% at-
kvæða en D’Aubuisson rúm 30. — Einn
frambjóðandi þurfti að fá 50% atkvæða
eöa meir til þess að fyrri umferðin yrði
bindandi ella verður kosið aftur milli
tveggja atkvæðamestu.
D’Aubuisson sagði að nær
þriðjungur kjósenda landsins hefði
ekki getað neytt atkvæðisréttarins
með því að nöfn þeirra hefðu ekki verið
'innanleg á kjörskrá. Vill hann að í
;ðari umferðinni verði hætt að styðj-
st við svo ófullkomna kjörskrá.
SAUMASTOFAN - HLÉGARÐI
EFTIR KJARTAN RAGNARSSON MOSFELLSSVEIT
SÝNINGAR: FIMMTUDAGA, FÚSTUDAGA OG SUNNUDAGA KL. 21.00.
MIÐA- OG BORÐAPAIMTAIMIR í SÍMUM: 66822 - 66860 OG 66195.
\«vö