Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1984, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1984, Blaðsíða 19
DV.'FÖSTUDÁGUR 30. MÁRS1984.' 27 ittir Iþróttir íþróttir íþróttir íþróttir okkar ilyf’ sagt um þaö hvort þetta er notaö hér á landi. Eg á bágt meö aö trúa aö svo sé,” sagði Ingi Þór Jónsson. -SK. imtvo taðhafa heima” arum sprautuað segir Guðmundur álfariífrjálsum Þórarinsson, þjálfari í frjálsum íþrótt- um, er við ræddum við hann í gær. „Eg hef tvisvar orðið var við að þessi efni væru notuð hér á landi. I öðru tilvikinu var um sprautu að ræða en í hinu t ilfellinu var ef nið tekið í pillu- formi. Þessir tveir frjálsíþróttamenn sem þetta gerðu eru nú báðir hættir keppni.” Nú hefur það komið fyrir að ýmsir frjálsíþróttamenn okkar hafa náð prýðisárangri á minni mótum en síðan ekki staðið sig sem skyldi þegar á stærstu mótin var komið. Eiga hor- mónalyfin einhvern hlut að máli? „Eg trúi því ekki. Það er alltaf erf- itt fyrir fólk í f rjálsum að vera á toppn- um tvisvar á ári og ef frjálsíþrótta- menn eru í þessum lyfjum þá ætti það að auðvelda þeim mikið að ná topp- árangri tvisvar á ári. ” Heldur þú að þessi lyf séu notuð af íþróttamönnum í f lokkaíþróttum? „Eg hef enga vissu um þetta hér- lendis í flokkaíþróttunum. En ytra hafa lyfjaprófin sannað svo ekki verð- ur um villst að þetta er til. Það er ekki mjög langt síðan tvær danskar hand- knattleikskonur féllu á lyfjaprófi,” sagði Guðmundur. -SK. írslit áÍBK, 74-72 allan tímann. En KR-ingar voru sterk- ari á lokasprettinum og náöu aö sigra í þessum mikilvæga undanúrslitaleik. Mæta þeir því annað hvort Haukum eða Val í úrslitaleik 5. apríl. Páll Kolbeinsson átti mjög góðan leik hjá KR í gærkvöldi, skoraði 18 stig og lék einnig vel í vörn. Þá var Jón Sigurðsson góður að vanda og skoraði 16 stig. Garðar Jóhannsson hitti mjög vel og skoraði 14 stig og Kristján Rafnsson var mjög traustur í leiknum. Þessir leikmenn voru bestir hjá KR en þeir sem eftir eru léku einnig vel og skoruðu dýrmæt stig. Hjá Keflavík var Jón Kr. Gíslason mjög góður og skoraði 24 stig, þar af 18 í fyrri háifleik. Þorsteinn Bjarnason lék einnig vel í sínum siðasta leik með IBK. Hann skoraði 16 stig. Þá áttu þeir Guðjón Skúlason og Björn Víkingur Skúlason ágætisleik og skoruðu 12 stig hvor. Leikinn dæmdu þeir Kristinn Albertsson og Davíð Sveinsson og dæmdu ágætlega. -emm/SK. Verðlaunamenn i svigi karla. Frá vinstri: Atli, Daníel og Stefán Geir. DV-mynd: Kristján Möller. Bikarmót á Siglufirði: GULUÐ DREIFÐIST Frá Kristjáni Möller, fréttamanni DV á Siglufirði. Bikarmót Skíðasambands Islands var háð á Siglufirði um síðustu helgi. Keppt var í Sigluf jarðarskarði en þar verður unglingameistaramót Islands háð um helgina með 180 þátttakendum. Urslit í bikarmótinu urðu þessi: Stórsvig karla 1. Guðm. Jóhannss. Isaf. 112,35 2. Atli Einarsson, Isaf. 114,40 3. Daníel Hilmarss. Dalv. 114,73 Svig karla 1. Daníel Einarss. Dalv. 99,59 2. Atli Einarsson, Isaf. 101,65 3. Stefán G. Jónss. Húsav., 103,36 Svig kvenna 1. Guðrún Kristjánsd., A, 2. Nanna Leifsdóttir, A, 3. Tinna Traustadóttir, A, Stórsvig kvenna 1. Nanna Leifsdóttir, A, 2. Anna Malmquist, A, 3. Tinna Traustadóttir, A, 104,57 105,02 105,74 94,94 96,72 97,49 Islandsmótið í sundi hef st í kvöld: Sex keppendur erlenais frá — og meðal þeirra Þórunn og Ragnar f rá Danmörku sem settu íslandsmet um síðustu helgi „Þetta verður eflaust besta Islaudsmót sem hóð hefur verið i sundinu. Mikil gróska og allt besta sundfólk íslands með. Sex eru komln erlendis frá og hafa náð mjög góðum árangri að undanförnu. íslandsmetin fallið, sagði Guðmundur Amason, stjórnarmaður í SSI, þegar DV ræddi við hann en í kvöld hefst Islandsmeist- aramótið innanhúss í Sundhöllinni kl. 20. Síðan verður keppt á laugardag kl. 15 og sunnudag kl. 16. Systkinin Þórunn Kristín og Ragnar Guðmundsson koma frá Danmörku en þau náðu snjöllum árangri á danska meistaramótinu um síðustu helgi. Ragnar setti Islandsmet í 400 m og varð annar á eftir hinum frábæra sundmanni Dana, Benny Nielsen. Hann sigraði á 4:07,17 mín. en Ragnar synti á 4:07,46 mín. Eldra Islandsmet hans var 4:09,10 mín. Þá setti Ragnar ísl. piltamet í 200 m skriðsundi, 2:02,65 mín. Þórunn setti Islandsmet í 800 m skriðsundi 9:40,17 mín. en eldra metið var9:41,40mín. Vestmanneyingurinn Arni Sigurðs- son kemur frá Bandarikjunum, þar sem hann hefur æft í Kalifomíu. Árni synti fyrir nokkru 100 jarda bringu- sundá 1:02,0 mín. og 200 jarda á 2:17,0 mín. en það samsvarar vel innan við Ragnar Guðmundsson setti Islands- met á danska meistaramótinu um síð- ustu helgi. 1:10 og 2:35 mín. í 100 og 200 metram. Tryggvi Helgason frá Selfossi og Ragnheiður Runólfsdóttir, Akranesi, koma frá Svíþjóð og reikna má með að keppni Tryggva og Arna Sigurðssonar verði einn af hápunktum mótsins. Þá kemur Vestmanneyingurinn Smári Haraldsson frá Danmörku en hann stundar nám í íþróttakennaraskóla í Oðinsvéum. Þá verður allt besta sundfólkið hér heima meðal keppenda eins og Ingi Þór Jónsson, Akranesi, Eðvarð Eðvarðsson, Njarðvík, Guðrún Fema Agústsdóttir, Ægi, Bryndís Olafsdóttir, Þorlákshöfn, svo örfáir séu nefndir. Ásgeir fyrir ofan Völler og Rummenigge — hefur verið valinn sex sinnum í lið vikunnar hjá „Kicker” og hefur tekið stefnuna á lið ársins íV-Þýskalandi Ásgeir Sigurvinsson, sem var maður leiks Kölnar og Stuttgart um sl. helgi í Köln, var valinn í lið vikunnar hjá hinu víðlesna íþróttablaði Kicker og var það í sjötta sinn sem Ásgeir var i liði vikunnar hjá blaðinu. Ef hann heldur á sömu braut þá tryggir hann sér sæti í liði ársins hjá Kicker. Þess má geta að leikmenn eins og Karl-Heinz Rummenigge, Rudi Völler og Lothar Matthaus hafa ekki verið eins oft í liði vikunnar. ElfdesTages Franke (4) Eintracht Braunschweig Borowka (1) Bor. Mönchengladbach Hupe(2) Jakobs (4) Hamburger SV Ellmerich(l) Eintracht Braunschweig Lameck(1) VfLBochum Reichert(1) VfB Stuttgart Sigurvinsson(6) VfB Stuttgart Mill (4) Bor. Mönchengladbach Raducanu (3) Borussia Dortmund Völler(4) Werder Bremen In Klammern die Anzahl der Berufungen in die „Elf des Taget*. Asgeir hef ur verið valinn sex sinnum í lið vikunnar. Rummenigge hefur fimm sinnum verið í liðinu, Völler, markaskorarinn mikli hjá Bremen, hefur fjórum sinnum verið í liðinu og Mattháus, miðvallarspilarinn hjá „Gladbach”, sem er á förum til Bayem Miinchen, hefur fjórum sinnum verið í liðinu. Ásgeir hefur leikið mjög vel að undanfömu og sagði hann í viðtali við Kicker að aðeins herslumuninn vanti — smáheppni — til að dæmið gangi upp hjá Stuttgart. — Við verðum að vinna sigur yfir Bielefeld á laugardaginn (á morgun) til að standa sem best að vígi þegar við leikum gegn Bayern Miinch- en í Munchen 7. apríl. Sá leikur er mjög þýðingarmikiil fyrir okkur, sagði As- geir. -sos Barnes vill f rá Leeds Peter Barnes er óánægður hjá Leeds og hefur farið fram á að vera seldur frá félaginu. Barnes, sem kom til Leeds frá Real Betis á Spáni, hefur ekki náð sér á strik í vetur. Hann er 26 ára og hafa nú þegar nokkur félög áhuga á að fá hann. -SOS Sigrún varð norskur meistari Frá Jóni Einari Guðjónssyni — frétta- manni DV í Noregi: — Islensk stúlka, Sigrún Bergmundsdóttir, varð norskur deildar- meistari i handknattleik þegar félag hennar, Gjerpen, vann yfirburðasigur i úrslita- keppninni í handknattleik. Sigrún lék með Val áður en hún hélt til Noregs. Hún varð fyrir þvi óhappi fyrr í vetur að ristarbrotna. Norsku blöðin sögðu frá þvi að þetta væri i fyrsta skipti sem Islendingur væri meistari með norsku handknattleiksliði. -JEG/-SOS Meistaraslag- urinn heldur af ram i kvold — Valsmenn mæta þá Víkingum íKópavogi ogFH Stjörnunni Onnur lota mcistaraslagsins í handknatt- leik hefst í kvöld í nýja íþróttahúsinu í Kópa- vogi og má búast við f jörugum leikjum, eins og um sl. helgi i Seljaskóla. Valur mætir Islandsmeisturum Víkings kl. 20 í kvöld og strax á eftir leika FH og Stjarnan. Víkingar hituðu upp á Akranesi á miðvikudagskvöldið, þar sem þeir unnu stórsigur, 40—18, yfir Skagamönnum í bikarkeppninni. Keppnin heldur áfram á morgun kl. 14.15 í Kópavogi. Þá leika Stjaraan og Valur og síöan mætast Víkingur og FH. Það þarf ekki að fara mörgum oröum um að sá leikur verður tvímælalaust mjög fjörugur. Annarri umferö aukakeppninnar lýkur siðan á sunnudagskvöldið. FH leikur gegn' Val kl. 20 og strax á eftir leika Stjarnan og Víkingur. STAÐAN Staðan er nú þcssi í úrslitakeppninni um Islandsmeistaratitilinn í handknattleik. FH 3 3 0 0 78-66 6 Víkingur 3 2 0 1 71—66 4 Valur 3 1 0 2 61-62 2 Stjarnan 3 0 0 3 56—79 0 Markhæstu menn: Gunnar Einarsson, Stjörnunni 24/10 Kristján Arason, FH 22/8 Viggó Sigurðsson, Víkingi 22/4 Sigurður Gunnarsson, Vikingi 18/2 AtU Hilmarsson, FH 17 Stefán Halldórsson, Val 16 Hans Guðmundsson, FH 15 Dukla vann með f jórum mðrkum — ífyrri úrslitaleiknum við Sabac Dukla Prag sigraði Mctaloplastica Sabac, Júgóslavíu, í fyrri úrslitaleik liðanna í Evrópukeppni meistaraliða, 21—17, eftir 9— 8 í hálfleik. Leikið var í Prag. I IHF-keppn- inni var fyrri leikur HG og GrosswaUstadt í Danmörku. Þýska liðið náðl góðri forustu í fyrri hálfleik, 9—6, en í þeim siðari náði HG með danska landsliðsfyrirUðann Morten Stig Christensen fremstan í flokki forustu. En það nægðl ekki. GrosswaUstadt sigraði 16-15. hsim. Amsterdamferð í verðlaun Annar hluti úrslitakeppninnar um Is- landsmeistaratitilinn í handknattleik hefst í íþróttahúsinu í Kópavogi í kvöld. Eins og í fyrstu umferðinni geta áhorfendur keypt sér miða á öll þrjú leikkvöldin og kostar miðinn kr. 200. Miðarnir eru númeraðir og gilda þeir sem happdrættismiðar. Vinningurinn að þessu sinni er Amsterdamferð. Það verður dregið í happdrættinu á sunnudags- kvöldið í Kópavogi, eða strax eftir leik Stjömunnar og Víkings. Eins og í fyrstu umferðinni velur sérstök dómnefnd mann leiksins eftir hvern leik og fær sá leikmaður sem verður útnefndur glæsilegverðlaun. -SOS íþróttir íþrótt ir í [þróttii r Í íþróttir Iþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.