Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1984, Blaðsíða 28
36
DV. FIMMTUDAGUR 29. MARS1984.
Andlát
Margrét Jónína Jakobsdóttir lést 19.
mars sl. Hún fæddist á Fossi í Vestur-
hópi 8. maí 1892 og voru foreldrar
hennar hjónin Jóhanna Eggertsdóttir
og Jakon Danielsson. Margrét giftist
ekki og eignaðist ekki börn en ól upp
þrjú börn ásamt bróður sínum. Utför
hennar veröur gerð frá Breiðaból-
staöarkirkju í dag kl. 14.
Aðalheiður Jóhannsdóttir lést 23.
mars sl. Hún var fædd 10. september
1922. Dóttir hjónanna Málfríðar
Sigurðardóttur og Jóhannesar
Gunnlaugssonar. Aðalheiður giftist
Amóri Sigurðssyni. Þau eignuðust
fimm börn. Utför hennar verður gerð
frá Hallgrímskirkju í dag kl. 15.00.
Sigurjón Jónsson múrarameistari,
Hvaleyrarbraut 5 Hafnarfirði, and-
aðist aðfaranótt 29. mars í St. Jósefs-
spítala í Hafnarfirði.
Lúðvik Jóhannesson lést á Hrafnistu í
Hafnarfiröi 28. mars.
Fjóla Júníusdóttir er látin. Jarðar-
förin hefur fariö fram í kyrrþey.
Hanna Marinósdóttir, Kveldúlfsgötu
22 Borgamesi, verður jarðsungin frá
Borgameskirkju laugardaginn 31.
mars kl. 14.
íþróttir
Framkonur
verða með tiskusýningu í Framheimilinu
mánudaginn 2. apríl kl. 20.30. Vonumst eftir
að sjá sem flestar. Stjórnin.
Árshátíðir
Talstöðvarklúbburinn Bylgj-
an
heldur árshátíð sina i Lindarbæ laugardaginn
7. april nk. Hátíðin hefst með borðhaldi kl.
19.00, síðan verða skemmtiatriði af ýmsu tagi
og að lokum mun dansinn duna fram eftir
nóttu. Að lokinni hátíðinni verða svo rútu-
ferðirheim.
Skemmtinefnd B-klúbbsins, Hamraborg 5,
Kópavogi.
NÆRFATNAÐUR
SVISSNESK GÆÐAVARA
Siglingar
í gærkvöldi
í gærkvöldi
Áætlun Akraborgar
Frá Akranesi Frá Reykjavík
Kl. 8.30 Kl. 10.00
Kl. 11.30 Kl. 13.00
Kl. 14.30 Kl. 16.00
Kl. 17.30 Kl. 19.00
Lestunaráætlun
Hull/Goole: Gautaborg:
Jan .19/3 Francop.... .27/3
Jan ..2/4 Francop.... .10/4
Jan .16/4 Francop.... .24/4
Jan .30/4 Francop.... ..8/5
Rotterdam: Kaupmannahöfn:
Jan .20/3 Francop.... .28/3
Jan ..3/4 Francop.... .11/4
Jan .17/4 Francop.... .25/4
Jan ..1/5 Francop.... ..9/5
Antwerpen: Svendborg:
Jan .21/3 Francop.... .29/3
Jan ..4/4 Francop.... .12/4
Jan .17/4 Francop.... .26/4
Jan ..2/5 Francop.... .10/5
Hamburg: Aarhús:
Jan .23/3 Francop.... .30/3
Jan ..6/4 Francop.... .13/4
Jan .19/4 Francop.... .27/4
Jan ..4/5 Francop.... .11/5
Helsinki/Turku: Falkenberg:
Mælifell.... .22/3 HelgafeU ... .11/4
Hvassafell.. .31/3 Ship .25/4
Hvassafell.. .26/4
Larvik: Gloucester, Mass.:
Francop.... .26/3 SkaftafeU... .24/3
Francop.... ..9/4 JökulfeU.... .13/4
Francop.... .23/4 SkaftafeU... .25/4
Francop.... ..7/5
Halifax, Canada:
Skaftafell.... 26/3
Skaftafell.... 26/4
Tónleikar
Tónleikar Belcanto kórsins
Belcanto-kórinn í Garðabæ heidur tónleika í
Garðakirkju í kvöld, fimmtudaginn 29. mars
nk. kl. 20.30.
A efnisskránni eru madrigalar frá ýmsum
löndum, kórlög eftir íslensk og erlend
tónskáld á 20. öld og negrasálmar. Stærsta
verkið á tónleikunum er Hymn to St. Peter
eftir Benjamin Britten. Þar leikur Gústaf
Jóhannesson á orgel en einsöngvari er Marta
G. Halldórsdóttir.
Stjómandi Balcanto-kórsins er Guðfinna
Dóra Olafsdóttir.
Golf
Æfingatímar
Golfklúbbur Reykjavikur hefur fengið að-
stöðu til inniæfinga í Tranavogi 1. Hefur þar
verið komið fyrir netum til að slá í og sett upp
lítil púttbraut.
Aðgangur verður ókeypis en kylfingar
þurfa sjálfir að koma meö bolta og kylfur.
Opiö verður þriðjudaga og fimmtudaga frá kl.
16—22, laugardaga kl. 10—16 og sunnudaga kl.
13-19.
Fundir
Kvenfélag
Langholtssóknar
boðar fund þriðjudaginn 3. apríl kl. 20.30 i
Safnaðarheimilinu. Dagskrá: venjuleg fund-
arstörf, bingó og kaífiveitingar.
Stjómin.
Styrktarfélag vangefinna
Aðalfundur félagsins verður haldinn í
Bjarkarási við Stjömugróf laugardaginn 31.
mars nk. kl. 14. Venjuleg aðalfundarstörf.
Kaffiveitingar.
Stjóraln.
HÁLFGERT HALLÆRI
Það verður að segjast eins og er,
útvarpið á fimmtudögum er hálf
hallærislegt. Það er aö minnsta kosti
fátt sem höfðar til manns þegar litið
er á dagskrána í blöðunum. Það
hefur oft verið bent á það að undar-
legt má heita hvað útvarpið gerir
lítiö í því að nota sér eina sjónvarps-
lausa dag vikunnar.
Það er trauðla góö dagskrárstjóm
að útvarpa tónleikum Sinfóníuhljóm-
sveitar Islands á besta tíma fimmtu-
dagskvöldsins. Nú skal ekki amast
við hljómsveitinni. Hún er ágæt út af
fyrir sig og nauðsynlegur þáttu í
menningu þjóöarinnar. En slikir tón-
leikar höfða ekki til fjöldans. Þeir
eiga að vera á miðvikudögum eða
föstudögum. Þá geta þeir sem ekki
hafa hug á tónleikunum hallað sér að
sjónvarpinu. Ahugamenn um tón-
leikana sleppa þá sjónvarpinu og
hlusta á tónleikana. Ef þessari skip-
an yrði komið á væru líkur á því að
menn hættu að hallmæla útvarpstón-
leikum þessarar ágætu sveitar.
Sá þáttur útvarpsins sem leit út
fyrir að vera áhugaverður, var
fimmtudagsumræða Krístinar Jóns-
dóttur og Stefáns Jóhanns Stefáns-
sonar. Þar voru námslán til umræöu.
Þátturinn stóð fyrir sínu þótt engin
stórtíöindi kæmu fram. Það var hins
vegar miður hve hann var seint á
dagskrá kvöldsins eða fram undir
miönætti. -Jónas Haraldsson.
Kvenfélag Háteigssóknar
heldur fund þriðjudaginn 3. apríl kl. 20.30 í
Sjómannaskólanum. Gestur fundarins verður
sr. Bernharður Guömundsson. Mætið vel.
Tilkynningar
Frá Breiðfirðingafélaginu
Síðasta spilakvöld vetrarins verður í Domus
Medica laugardaginn 31. mars kl. 20.30. Dans
á eftir.
Áhalda- og vélaleiga
Um miðjan janúar var opnuð að Funahöfða 7 í
Reykjavík áhalda- og vélaleiga, Höfðaleigan.
Meðal þess sem fyrirtækið leigir eru
jarðvegsþjöppur, steypuhrærivélar og hita-
blásarar. Vélarnar eru allar nýjar. Eigandi
Höfðaleigunnar er Orn Felixson og starfs-
maður er Pétur Guðjohnsen.
Saurbæingakvöld
Saurbæingar úr Dalasýslu og þeirra fólk,
skemmtikvöld verður í Félagsheimili Kópáú
vogs nk. laugardagskvöld, 31. mars, kl. 21.00.
Mætum öll stundvíslega. Upplýsingar í sim-
um 76932 og 74974.
Vorfagnaður Borgfirðinga-
félagsins
Borgfirðingafélagið í Reykjavík verður með
vorfagnað í Síðumúla 35 laugardaginn 31.
mars kl. 21.00. Mætið vel og takið með ykkur
gesti.
|önL'V'»KiLKii
.. >
K ' r
Samvinnan
1. hefti 1984, er komin út. Þar er að finna
viðtal við Erlend Einarsson, forstjóra SIS,
grein um Þorvald Skúlason eftir Björn Th.
Bjömsson, grein um greiðslukort eftir
Margeir Danielsson, Sigríður Haraldsdóttir
fjallar um auglýsingar og vöruverð og Hjört-
ur Pálsson skrifar bernskuminningu:
Drengurinn og ströndin. Einnig eru fleiri
greinar.
Kvennaráðgjöfin
er opin á þriðjudögum kl. 20—22 í Kvennahús-
inu, Vallarstræti 4. Síminn er 21500.
Náttúrufræðistofa
Kópavogs:
Opiö á miðvikudögum og laugardögum kl.
13.30-16.00.
Flóamarkaður
Kattavinafélagsins
Flóamarkaður verður á Hallveigarstöðum
sunnudaginn 1. apríl kl. 14. Góðar vörur, gott
verð. Kattavinafélagið.
Kattaeigendur
Merkið kettiykkar.
Kattavinafélagið.
Munið minningarsjóð SÁÁ
Hringið í síma 82399 og við sendum minn-
ingarkortin fyrir yður. Minningarkortin eru
einnig seld í versl. Blóm og ávextir, Hafnar-
stræti 3, sími 12717, og skrifstofu SAA, Síðu-
múla 3—5 Reykjavík, simi 82399.
Skrifstofa Al Anon
Aöstandendur alkóhólista, Traðarkotssundi 6.
Opið alla laugardaga kl. 10—12. Sími 19282.
Fundir alla daga vikunnar.
Minningarspjöld
Sölustaðir minningarkorta
Hjartaverndar
Rcykjavík:
Skrifstofa Hjartaverndar, Lágmúla 9,3. hæð.
Reykjavíkurapótek, Austurstræti 16,
Skrifstofa DAS, Hrafnistu,
Dvalarheimili aldraðra, Lönguhlið,
Garösapótek, Sogavegi 108,
Bókabúðin Embla, Völvufelli 21,
Árbæjarapótek, Hraunbæ 102 a,
Bókabúð Glæsibæjar, Álfheimum 74,
Vesturbæjarapótek, Melhaga 20—22,
Kirkjufell, Klapparstíg 27.
Hafnarfjörður:
Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31,
Sparisjóður Hafnarf jarðar, Strandgötu 8—10.
Keflavík:
Rammar og gler, Sólvallagötu 11,
Samvinnubankinn, Hafnargötu 62.
Kópavogur:
Kópavogsapótek, Hamraborg 11.
Akranes:
Hjá Sveini Guðmundssyni, Jaðarsbraut 3,
og Kristjáni Sveinssyni, Samvinnubankan-
um.
Isafjörður:
Póstur og sími.
Siglufjörður:
Verslunin Ögn'
Akurcyri:
Bókabúðin Huld, Hafnarstræti 97,
Bókaval, Kaupvangsstræti 4.
Raufarhöfn:
Hjá Jónínu Osk Pétursdóttur, Ásgötu 16.
Strandasýslu:
Hjá Rósu Jensdóttur, Fjarðarhomi.
Lítil flugvél á
HvolffBorg-
arfirðinum
Litilli einkaflugvél af Super Cub
gerö hvolfdi í flugtaki á flugvellinum
viö Stóra-Kropp í Borgarfiröi um
miöjan dag í gær. Flugmaðurínn var
einn í vélinni og slapp hann ómeiddur
frá, en nokkrar skemmdir urðu á vél-
inni. Flugvélin er frá Borgarfirði.
-GB
Biðskákir kláraðar
I gær voru tefldar biðskákir á skák-
mótinu á Neskaupstað og fór svo aö
Lombardy vann Margeir Pétursson,
Dan Hansson vann Guðmund Sigur-
jónsson og Guðmundur vann síðan
McCambridge. Við þessi úrslit breytt-
ist staðan á mótinu eilítið. Helgi Olafs-
son er enn efstur með 6,5 vinninga en
Lombardy er nú í ööru sæti, meö 5,5
vinninga. Þeir Jóhann Hjartarson og
Wedberg eru síðan í þriðja og fjórða
Kópavogur.
Strangteftirlit
— vegna ölvaðra
bflstjóra og
óskoðaðra bfla
ölvaðir bílstjórar og óskoðaöir bílar.
Þetta er það sem lögreglan í Kópavogi
ætlar að beina augum sínum sérstak-
lega aðum helgina.
Um síðustu helgi voru alls 15 öku-
menn teknir grunaðir um ölvun. Þetta
er mikil aukning frá hinum „venjulega
fjölda” ökumanna sem tekinn er um
helgar. Þess vegna verður eftirlitið
hert með von um að menn aki ekki
ölvaðir.
Næsta fimmtudag, 5. apríl, er síð-
asti skoðunrdagurinn í Kópavogi. Nú á
aö vera búið að skoða aila bíla sem eru
með númer upp áð tæpleg Y—11000.
Bílar eru skoðaðir alla daga aö
Hamraborg 3 (bak við Blómahöllina).
Vonast lögreglan í Kópavogi til þess að.
ökumenn sem eiga að vera búnir að
láta skoöa bíla sína kippi þessum mál-
umí laghið fyrsta.
-JGH
Afmæli
70 ára er í dag, 30. mars, frú Regína
Metúsalemsdóttir, fyrrum snyrti-
sérfræðingur, nú vistmaðuraðElli-og
hjúkrunarheimilinu Grund. Hún ætlar
að taka á móti gestum á Gunnarsbraut
• 40 hér í bænum eftir kl. 17 í dag.
BELLA
sæti með 5 vinninga.
10. umferð mótsins verður tefld í dag
og lokaumferðin síöan á sunnudag.
Tveir keppendur eiga möguleika á
stórmeistaraáfanga, þeir Helgi Olafs-
son og Wedberg. Helgi teflir við
Schiissler í dag en Wedberg við
Guðmund Sigurjónsson. I síðustu
umferðinni tefla þeir síöan saman
Helgi og Wedberg.
óbg
Það er óttalegt að
brjóstahaldararnir skuli vera að
komast í tísku aftur — ég sem er
alveg brjóstalaus.