Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1984, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1984, Blaðsíða 36
VISA ISLAND V/SA í öllum viðskiptum. Austurstræti 7 Slmi 29700 KAFFIVAGNINN GRANDflGARDI 10 _ GLÆNÝR SPRIKLANDI FISKUR BEINT UPP UR BAT GLÆSILEGUR SÉRRÉTTARMATSEDILL BORÐAPANTANIR I SÍMA 15932 97022 auglýsingar SÍÐUMÚLA 33 SMÁAUGLÝSIIMGAR AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11__ RITSTJÓRN _________SÍÐUMÚLA 12-14 AKUREYRI SKIPAGÖTU 13 AFGREIÐSLA (96)25013 BLAÐAMAÐUR (96)26613 86611 FÖSTUDAGUR 30. MARS 1984. Albert hótar lögum borgi Flugleiðir ekki Albert Guömundsson fjármálaráö- herra og forráðamenn Flugleiöa eru komnir í hár saman. Þá greinir á urn hver eigi aö greiöa 65 milljón króna lán sem tekið var áriö 1982 vegna tap- reksturs Flugleiða. Sigurður Helgason, stjómarfor- maöur Flugleiða, sagði í gær að félagið myndi ekki greiöa lánið enda hefði Al- þingi ákveðið annaö. Sagði hann fjár- málaráðherra ekki hafa heimild til að breyta því. Albert Guðmundsson fjármálaráðherra: Þurfum að ná 1,400 millj- óna sparnaði „Það koma athugasemdir úr öllum áttum en þaö er ekki farið að reyna á þaö hvort við náum samstöðu. Fyrir því er þó mikill vilji. Mér sýnist útilok- að að loka fjárlagagatinu alveg og myndi sætta mig við að þær 400 milljónir sem áætlaðar vom í halla á f járlögum stæðu áfram. Samt þurfum við að ná 1.400 milljóna spamaði,” sagði Albert Guðmundsson fjármáia- ráðherra í morgun. En hvað meö nýja skatta? „Þeir em engin lausn, aðeins framlenging á þeirri skaðlegu pólitík að eyða umfram efni. Eg held viö getum komist alveg hjá þeim. En hert skattheimta getur vafalaust skilað talsverðu.” Þá sagði ráðherrann að um leið og unnið væri við gatið þyrfti að loka ríkissjóði sem sjálfvirkri lánastofnun, eins og fyrir Innheimtustofnun sveitar- félaga vegna meðlaga. Aðeins hennar vegna skuldaði ríkissjóður nú 200 milljónir í Seðlabankanum á refsivöxt- um. HERB LUKKUDAGAR 30. MARS. 20205 MYNDSEGULBANDSTÆKI FRÁ FÁLKANUM AÐ VERÐMÆTI KR. 40.000. Vinningshafar hringi í síma 2 LOKI Má/ið verður útkljáð með vatnsbyssum. Albert Guðmundsson virðist hins vegar staöráðinn í að láta Flugleiðir borga. „Ef það er rétt hjá Flugleiðamönn- um að það þurfi lagabreytingu til eö þeir borgi sínar eigin skuldir þá mun ég leita eftir henni,” sagði Albert í samtali við DV í morgun. „Það er tími til kominn að loka ýms- um svikamyllumsem binda ríkissjóði sjálfkrafa útgjöld, sem eru með engu móti réttmæt,” sagði ráðherrann. -KMU. Vatnsútf lutningurinn frá Sauðárkróki: SKOTHELDIR VATNSSAMNINGAR segir Jón E. Jakobsson lögfræðingur, fulltrúi kanadíska vatnskaupandans „Eg skil ekki þennan taugaæsing í bæjarstjórnarmönnum á Sauðár- króki, þó svo þeir hafi ekki fengið að sjá vatnssölusamninginn, það er mál Hreins Sigurðssonar. Sem fulltrúi kanadíska kaupandans hér á landi var ég viöstaddur undirritunina og er með afrit af samningunum hér í töskunni minni,” sagöi Jón Einar Jakobsson, lögfræðingur sem rekur innflutningsf yrirtækið Bústof n. Eins og fram kom i fréttum DV i gær er uggur í bæjarstjómarmönn- um á Sauðárkróki vegna vatnsölu- samninga Hreins Sigurðssonar, einkanlega vegna þess að engínn hefur fram aö þessu fengið að sjá samningana. Kanadíski kaupandinn er fyrir- tækið Cam Nick International í Toronto sem verslar meö byggingar- og neysluvörur. Að sögn Jóns Einars er það rekiö af Vestur-Islendingnum ThorNicolaison. „Þetta eru skotheldir samningar og tveir kanadískir bankar eru reiðu- búnir til aö gangast í ábyrgð fyrir greiðslum strax og framleiðsla hefst á Sauðárkróki,”sagði Jón Einar. „Því miður hef ég ekki heimild til aö nefna nöfn bankanna né sýna samn- ingana en það er klárt mál að engin flaska verður send utan án banka- ábyrgðar.” -Em. Ólafsfjörður: Lyftarinn not- aðuráveggi og hurðir Brotist var inn í fiskverkunarstöð Garðars Guðmundssonar á Olafsfirði í nótt og unnar þar töluverðar skemmdir. Þjófamir stálu vömlyftara og óku á honum um stööina. Voru þeir búnir að keyra niður vegg og skemma hurðir þegar lögreglan handtók þá. -klp- Aðalsteinn Aðalsteinsson, skipstjóri hjá Eimskip, skoðar tré í garðinum hjá sér sem voru skorin niður með beittum hnífum. Alls voru 13 tré eyðilögð og aðeins þau fallegustu valin. DV-myndir: S Skemmdarverk unnin í Flatahverfi í Garðabæ: Skotið á hús og tré skorin „Við sátum hjónin í rólegheitum og vomm að horfa á sjónvarpið. Skyndi- lega heyrðum við þennan ógnarhvell og annan aftur skömmu síðar. Við stóöum strax upp og athuguðum hvaö hefði gerst. I ljós kom að búið var að skjóta á tvær rúður í húsinu okkar. Þaö er talið að strákar með loftriffil hafi verið að verki.” Þannig sagðist Stefaníu frá er viö heimsóttum hana í fyrradag að heimili hennar að Markarflöt 49 Garöabæ. Lýsing hennar er ófögur. En því miður, hún er ekki einsdæmi fyrir þann óknyttaskap sem við- gekkst í Flatahverfinu í Garöabæ í síðustu viku. Það var skotiö á hús Stefaniu og eiginmanns hennar, Krístjáns Friðrikssonar, á þriðjudagskvöldið um klukkan hálfníu. Ekki er vitaö hverjir voru þar á ferð en þau hringdu strax í lögregluna og til- kynntu um skotárásina. Tveimur dögum áður, á sunnudeginum, hafði kona sem býr við Sunnuflötina orðið fyrir því að unglingar óðu um á lóðinni hjá henni og eyðilögðu garðvegg. Skelltu honum niður. Þeir höfðu sig á brott er hún varð þeirra vör. Eyöileggingarsagan er þó ekki búin. I garðinum á lóöinni númer 31 við Sunnuflötina vom eyðilögð 13 tré. Þau fallegustu urðu fyrir barðinu á skemmdarvörgunum. Trén vom skorin með hnifum. Og hnífunum var beitt á fleira, því þakrennumar á húsinu vom einnig skomar. Þessi skemmdarverk urðu uppvís síðastliðinn föstudag er heimilisfaðirinn, Aðalsteinn Aðal- steinsson, skipstjóri hjá Eimskip, komúrsiglingu. Að sjálfsögöu brá honum að horfa upp á hluta af tíu ára starfi í garðin- um eyðilagt af mönnum með skemmdarfýsn. -JGH FKETTA- SKOT/Ð 68-78-58 Hafír þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá í síma 68-78-58. Fyrir hvert frétta- skotf sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta frétta- skotið i hverri viku. Fuiirar nafnieyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum aiian sólarhringinn ísíma 68-78-58. SÍMINN SEM ALDREI SEFUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.