Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1984, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1984, Blaðsíða 17
DV. FÖSTUDAGUR 30. MARS1984. Lesendur Lesendur Lesendur Faceofthe80’s Var boöin sjónvarp- inu til sýningar Guðrún Osk Stefánsdóttir, fulltrúi Islands í Face of the 80’s keppninni. Katrín Pálsdóttir, umboðsmaður Ford Models á Islandi, hringdi: Eg rak augun í lesendabréf sem birtist í þessum dálki þann 20. mars. Var efni þess ósk um að fyrirsætu- keppni Ford Models yrði sýnd í sjón- varpinu hér. Segir í lok lesendabréfsins að DV hafi innt tvo af yfirmönnum dagskrár- deildar sjónvarpsins eftir því hvort keppnin hafi verið boðin þeim til sýn- ingar og seg ja þeir að svo sé ekki. Nú vill svo til að ég bauð sjónvarpinu þessa keppni til sýningar. Lagði ég inn videoupptöku af þættinum en tók fram að keypt yrði ný kópia ef af sýningum yrðL Þess má geta að þessari keppni, sem kölluð er Face of the 80’s, var sjónvarpið um öll Bandaríkin og meðal gesta var Irene Cara sem söng þrjú lög. Meðal þeirra var Flashdance sem naut fe ikilegra vinsælda á þeim tíma. Fleira var um kunna skemmtikrafta, auk þess sem fulltrúi Islands, Guðrún Osk Stefánsdóttir, var meðal keppenda. Get ég ekki séð annað en þáttur sem þessi ætti að vera nógu góður til aö leyfa Islendingum aö njóta hans. Gíróseðlar og bankavextir Hann vildi koma á framfæri athuga- semd vegna lesendabréfs sem birtist í síðustu viku. Var það vegna vaxtataps sem bréfritari hafði orðið fyrir. Hann mun hafa iagt peninga inn á hlaupa- reikning sinn með gíróseðli á pósthúsi. Segir hann að það hafi tapast tveggja daga vextir vegna þess að seðillinn var tvo daga á leið niður i banka. Þetta sagði Þórður ekki alls kostar rétt. I fyrsta lagi tæki það aðeins einn dag að fara með gíróseðlana í bankana og í öðru lagi ættu vextir að reiknast frá og Þórður Sigurðsson hjá Póstgíróstof- unnihringdi: með deginum sem reikningseigandi fyllir út gíróseðilinn. Til stuðnings þessu vitnaði Þórður í handbækur Reiknistofnunar bankanna. - V A AKUREYRI er að margra dómi glæsilegasta verslunarmiðstöð landsins. SUNNUHLÍÐ Þar er, auk fjölda annarra verslana. í Tónabúðinni fást meðal annars hátalarar á ótrúlega hagstœðu verði. P 40 musik power, 50 vött, kr. 1,995,00. P 60 musik power, 80 vött, kr. 2,990,00. P 100 musik power, lOOvött, kr. 3,550,00. Póstsendum hvert á land sem er. EV-SALURINN í FIATHÚSINU Það er ekki að ástæðulausu að aiiir bíiar seijast jafnóðum íEV- SALNUM því okkar landskunnu EV-KJÖR eru ALLRA KJÖR — kjör sem fíestallir ráða við — því við bjóðum jafnvei ENGA ÚTBORGUN — við lánum í 3, 6, 9, eða jafnvel 12 mánuði — þú greiðir ENGAN bifreiðaskatt af bíi sem þú kaupir í EV-SALNUM — þúgreiðir ENGIN sölulaun af gamla bílnum sem við tökum upp í — meira að segja LÁNUM við þér ábyrgðartryggingu allt lánstímabilið — jafnvel kasko Hka. ÞÚ ÁTT NÆSTA LEIK EV-KJÖR ERU LÁNSKJÖR SEM BYGGJAST Á TRAUSTI 1929 notoðir bílor í eigu umbodssins - ALLT Á SAMA STAÐ EGILL , - SÍFELLD ÞJÓNUSTA VILHJALMSSON 1984 YFIR HALFA 0LD. Smiðjuvegi 4c — Kópavogi — Sími 79944—79775

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.