Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1984, Blaðsíða 13
DV. FÖSTUDÁGUR 3Ó.'MAfö 1984. 13 Gegn Alþingi fermetranna Getur málamiðlun um mannrétt- indi verið réttlætanleg? Þessari spumingu hefur mikill meiri- hluti alþingismanna svarað játandi. Röksemd þeirra er (opinberlega) fyrst og fremst sú að fleira sé mannréttindi en jafn kosningaréttur, t.d. jafn aögangur allra landsmanna að þjónustu ýmiss konar. Auk þess segja þeir að misvægi atkvæða komi í veg fyrir meiri búferlaflutninga en þegar hafa átt sér staðá þessari öld. Um þessa röksemdafærslu er •þaö að segja að búseta í dreif- ibýli og þéttbýli hlýtur alltaf aö hafa ákveöin sérkenni, kosti og galla. Almenn þjónusta hlýtur t.d. alltaf að vera mun f jölbreyttari þar sem fólkið er flest. Annaö væri stór- furðulegt, enda þekkist það hvergi í veröldinni. A hinn bóginn hefur þétt- býliö ákveðna ókosti, svo sem hávaða, þrengsli, dýrt húsnæöi, fjarlægö frá vinnustaö, árekstra og alls kyns ónæði. Pólitískt brask með atkvæðisrétt manna fær aldrei breytt þessum ofur eðlilegu einkenn- um. Ómagar ársins 1984 Sú fullyrðing er alröng að búseta fólks í dreifbýli eða þéttbýli sé ein- hver mælistika á lífskjör þess. í Reykjavík eru t.d. hlutfallslega stærstir hópar láglaunafólks, ein- stæðra foreldra, fatlaðra, sjúkra og aldraðra. Þetta fólk er stór hluti þeirra Islendinga sem stjórnmála- mennirnir treysta ekki fyrir fullum atkvæðisrétti. Jafnvel þótt satt væri að lífskjör fólks réöust af því hvort það byggi í dreifbýli eða þéttbýli er ekki þar með sagt að atkvæöavægi eigi að ráðast af því. Jafn kosningaréttur hefur í gegnum tíöina verið eitt helsta baráttumál lýðræðissinnaöra stjórn- málamanna. Þeir telja skoðanir sínar ekki svo heilbrigðar og réttar að þeir vilji þröngva þeim upp á fólk með ólýðræðislegum aðferðum. Þvert á móti vilja þeir knýja baráttumál sín í gegn með því aö afla þeim meirihlutafylgis. Ef viö teljum rétt eða hagkvæmt að ríkið reki einhverja tiltekna byggöastefnu þá gerum viö það ein- ungis með því að afla þeirri skoðun okkar nægilegs fylgis. Ef við viljum að ríkiö aðstoði einhvern tiltekinn hóp einstaklinga þá gerum viö þaö ekki með því að margfalda atkvæða- vægi þess hóps heldur með því, og því einu að afla þessari skoðun okk- ar meirihlutafylgis. Þetta er algjört grundvallaratriði. Áður fyrr var kosningaréttur manna háður efnahag og kynferði. Víða erlendis var hann, og er sums staðar enn, bundinn ákveðnum litar- hætti. Nú í ár er nákvæmlega hálf öld liöin síðan fátækir menn, svokallaðir sveitaómagar, fengu kosningarétt. Enn í dag, 50 árum síðar, höfum viö ekki horfið frá því siðleysi að úthluta borgurunum ójöfnum atkvæðisrétti. Þegar til kosninga kemur eru Islend- ingar flokkaöir í fullgilda kjósendur og undirmálskjósendur. Sumir Islendingar eru taldir hæfarl en aðr- ir til að haga sér skynsamlega í kjör- klefanum. Dómarar í eigin sök Samkvæmt stjórnskipan íslenska ríkisins eru þingmenn aöeins kjörnir til að setja landinu almenn lagafyrir- mæli. Þeir eru ekki, samkvæmt regl- um stjórnskipunar, kjömir til að bæta aðstöðu ákveðinna hópa með hagsmunapoti. Þó ekki væri nema af þessari ástæðu einni geta misjafnir eiginleikar eða búseta aldrei veriö grundvöllur misjafns atkvæðisrétt- ar. Verkefni alþingismanna er að takast á um skoðanir og löggjöf, um rétt og rangt. Annað er í verkahring borgaranna. Staðreynd er að minnihluti þjóðar- innar hefur meirihluta á Alþingi. Þegar þessi þingmeirihluti fjallar um atkvæðisrétt er hann öðrum þræði að f jalla um eigin stöðu og at- vinnu. Það er því alls óvíst, þótt það sé ekki aöalatriöi málsins, hvort þessir menn eru að tjá tilfinningar og skoðanir umbjóðenda sinna. En jafn- vel þótt svo kynni að vera þá stendur alltaf eftir sú staðreynd að þessi meirihluti talar ekki í umboði meiri- hluta þjóðarinnar. Til að leita svara við því hvort meirihluti þjóðarinnar vilji að minni- hlutinn hafi áfram meirihlutavald verður aö spyrja hana sjálfa í kosningum þar sem hver maður hef- ur eitt og jafnt atkvæði. Þessi aðferð er betri þótt ekki sé hún fullkomin því að áhöld eru um hvort það sam- rýmist lýðræðislegri stjórnskipan að meirihlutinn geti ákveðið leikreglur sem kveða á um aö minnihlutinn eigi að ráða. Aöferð þessi er þó augljós- lega skárri en sú að selja þingmönn- um sjálfdæmi í málinu, enda er þaö löngu viðurkennd réttarregla að menn dæmi ekki í eigin sök. A Alþingi hafa fulltrúar gömlu flokkanna gert samkomulag um áframhaldandi atkvæðamisvægi. Þeir eru að versla með grundvallar- 'mannréttindi. Ennþá skal meirihlut- inn eftirláta minnihlutanum að ákveða leikreglurnar. Sú spurning hlýtur að vakna hvers vegna meiri- hluta þjóðarinnar er ekki treystandi fyrir meirihluta á þingi. Hvaða skoðanir meirihlutaus eru svo óheil- brigðar og vitlausar að þær mega ekki verða að lögum? Við þessari spurningu krefjumst við undan- bragðalausra svara. Brot á mannréttindasátt- mála Kjami málsins er sá að misvægi atkvæða er mannréttindabrot og mannréttindabrot má ekki binda í stjórnarskrá. I 21. grein mann- réttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna, sem samþykkt var á Alls- herjarþinginu 1948, segir svo orð- rétt: „Vilji þjóðarinnar skal vera grundvöllur að valdi ríkisstjómar. Skal hann látinn í ljós með reglu- bundnum, óháðum og almennum kosningum, enda sé kosningaréttur jafn og leynileg atkvæðagreiðsla við- höfö eöa jafngildi hennar aö frjáls- ræði.” Tii þessarar skýru og tæpitungu- lausu yfirlýsingar er ennfremur vísað í inngangi að mannréttinda- sáttmála Evrópu sem fullgiltur var af Islands háifu þann 29. júni 1953. Okkur ber því skylda til að haga lög- gjöf okkar í samræmi við þennan sáttmála. Þessu til viðbótar má til fróðleiks minna á dóm sem hæstiréttur Bandaríkjanna kvað upp áriö 1964. Fjallaö var um hvort misvægi at- kvæða eftir búsetu fengi staðist í kosningum til löggjafarþings í Ala- bama. I forsendum dómsniðurstöðu segirm.a. svo: „Þingmenn á löggjafarþingi eru fulltrúar fyrir fólk, ekki fyrir tré eða akra. Þingmenn eru kosnir af kjós- endum, ekki bóndabæjum eða efna- hagslegum hagsmunum.” — „Eigi þátttaka allra borgara í stjórn ríkis- ins að bera fullan árangur, hlýtur þess að verða krafist að rödd sér- hvers þeirra hljómi jafnsterkt við val fulltrúa á löggjafarþing ríkisins. Þetta og ekkert minna er forsenda fyrir nýtískulegum og lífvænlegum Kjallarinn GARÐAR SVERRISSON, STARFSMAÐUR ÞINGFLOKKS BANDALAGS JAFNAÐARMANNA stjórnarháttum og þessa og einskis minna krefst stjórnarskráin.” Fulitrúar fermetra gegn fólki Fulltrúar gömlu flokkanna vilja málamiölun um mannréttindi. Af persónulegum og pólitískum hags- munaástæðum vilja þeir ekki taka afstöðu meö þeim grundvallarmann- réttindum að sérhver íslenskur kjós- andihafi jafnankosningarétt. Ojafn kosningaréttur gengur þvert á allar heilbrigðar hugmyndir um jafnrétti og lýöræði. Þetta misrétti er einnig í æpandi mótsögn við algengustu hugmyndir manna um valddreifingu. Með valddreifingu hljóta menn að eiga viö það aö völd- um sé dreift til fólks en ekki í holt og hæðir. Við hljótum að krefjast þess að þingmenn séu fulltrúar fyrir fólk enekkifermetra. Það er lágmarkskrafa að allir borgarar ríkisins hafi jafnan rétt gagnvart lögum og leikreglum. Við megum ekki lengur láta fulltrúa fermetranna þvælast fyrir lýðræði á Islandi. KVÓTAKERFW ER SAMSÆRITIL ÞESS AÐFRIÐA KJÓSENDUR EN EKKIFISK Síðan hér var stofnað lýðveldi árið 1944, hefur því óspart veriö haldið að Islendingum, að þeir væru sjálfstæð þjóð, sem ætti föðurland og ærinn auð, eins og það heitir á því hátíölega máli, sem gjaman er gripið til, þegar skáldskapur er hentugri en staðreyndir. Já, og við sem létum rigna á okkur á Þingvöllum árið 1944, höfum svo sannarlega orðið þess vör, að viö áttum land, vötn og ár fullar af fiski og auðug fiskimið fyrir landi. Líka hveri og straumþung fljót, sem biðu þess eins að fá að sjá okkur fyrir pen- ingum, sem var nánast það eina, sem ekki var til á þeirri tíö. Þó hygg ég, að það hafi verið tiltölulega fljótlega, sem við gerðum okkur þó grein fyrir því, aö í raun og veru átti þjóöin ekkert land, heldur voru það bændur, eða þá peninga- menn, sem voru þá á eftir laxi, eöa hrossum, sem áttu lönd. I þau einu skipti, sem við fundum fyrir landi, það var, ef eitthvað þurfti aö borga. Landið mátti ekki fara í auðn. Þetta var þó okkar land. Það kallaöi á síma, líka raflínur, vegi, þjóðar- gjöf, útflutningsuppbætur og land- búnaðarstyrki, sem nú munu nema um 450 þúsund krónum á hvert sveitaheimili í landinu, ef allt er reiknað. Aö öðru leyti áttu þeir svartengismenn og deildartungu- menn þetta land, það er að segja, þegar hægt var að græða á landi og menn, sem áttu fjöll, fengu sérstakt göngulag; sérstaktfas. En þótt því fylgi viss hamingja að eiga land þykjast, jafnvel þótt það kostaöi það aö borga undir mikla byggðastefnu, þá held ég að allir hafi í raun og veru verið nokkuö ánægðir með hlutskipti sitt og þá óbifarúegu staðreynd, að þessi þjóð átti ekkert land í raun og veru. Þó var það ef til vili ein auðlind, sem við héldum þó að ailir Islendingar ættu saman, en það var fiskveiöilandhelgin, með smávægilegum frávikum um land- nót og rekabálk. En því er nú aldeilis ekki að heilsa, og eru nýjar reglur um kvótaskiptingu á botnfiski dæmi umþað. Til skamms tíma virtist misræmi milli héraða á pólitíska sviðinu eink- um varða kosningar til Alþingis. Menn í vissum landshlutum hafa fengið aö kjósa meira en aðrir, hafa þannig haft þrjú til fjögur atkvæði, meðan við á Suðvesturlandinu höfum bara eitt. Þaö er því dálítiö fróölegt aö virða fyrir sér hvernig þorski er nú skipt niður á landsmenn, og til Reykja- víkur, sem lengi var höfuðstaður þil- skipaogtogara. Samkvæmt haldbærum tölum munu togarar landsmanna fá að veiða 108.294 þúsund lestir af þorski á þessu ári. Af þessum afla mun aðeins 7.851 lest koma í hlut Reyk- víkinga, san eru um 80.000 manns af 230 þúsundum, eða um þriöjungur þjóðarinnar. Ef farið væri eftir höfðatölunni, ættu Reykvíkingar því að fá að veiða um 36.000 lestir (33%) en ekki 7.851 lest (7,2%). Ef á hinn bóginn væri farið eftir skipafjölda þá eiga Reykvíkingar 15 (16?) skuttogara, en togarar lands- ins eru um 100 talsins. Þá ætti Reykjavík að fá í sinn hlut af þorskinum 16—17.000 tonn (15,5%) en ekki 7.851 tonn eins og byggða- stefnan skammtar. Hvað fá aðrir? I landshiutum, þar sem menn hafa mikil afsöl og kjósa meira en fóikið á Breiðholtsjökli og á Kópavogshálsi, viröist nokkuð annaö vera uppi á teningnum. Þannig fær Utgerðarfé- lag Akureyringa (sem er bæjarút- gerð Akureyringa) að veiða 4.300 tonn af þorski á fjögur skip (og kvartar), en hefði fengið að veiða 2000 tonn ef fyrirtækið hefði fengið svipaða útreið og Bæjarútgerð Reykjavíkur fékk. En ef reykvísku togararnir (allir) hefðu fengiö sama kvóta og UA , þá.hefðu Reykvíkingar fengið 16.700 tonn í staöinn fyrir 7.851 tonn af þorski. Þó er þess aö geta, að Akureyring- ar virðast fá nákvæmlega rétt magn miðað við togarafjölda sína (ívið meira þó), en íbúafjöldi er um 12.000. Þá er það athyglisvert, að nýverið var haldinn rækjufundur Vestur- Húnvetninga, sem telja sig eiga allt sitt líf undir rækju. Þó eru togarar líka á þessu svæði og einnig fiskibát- ar, sem ganga til botnfiskveiöa, þótt hljóttfari. A Hólmavík er togari sem heitir Hólmadrangur, merkilegt skip. Hann fær í þorskveiðikvóta 1143 lestir. (Búr-togari 470 lestir). Á Hólmavík búa 397 manns. A Skagaströnd (íbúar 676) eru tveir togarar, Orvar, sem fær að veiða 1282 tonn af þorski, og Arnar, sem fær að veiða 1353 tonn. En þrátt fyrir þetta örlæti og mikla rækju- vinnslu þá hefur verið frá því greint, að það séu hugmyndir um það í Húnaflóa að gjöra rækjumiðin þar að kjördæmamiðum, þannig að skip með einkaleyfi fái ein að veiða rækju, ekki önnur skip. Þeir óttast nefnUega um „sína” rækju, vegna þess að búið er að setja kvótakerfi á þorskinn. Og maður spyr sig því, hvað Norðanmenn hefðu sagt ef togarar þeirra hefðu fengið sama og Reykja- vík. Þá hefðu þeir ekki fengið 3778 tonn út á þrjú togskip heldur 1520 tonn (Hólmavík og Skagaströnd). Af framansögðu verður naumast annað ráðið en að ráðgert sé að leggja togaraútgerðina af í Reykja- vík, og reyndar á SV-horninu yfirleitt (t.d. í Hafnarfirði). Þetta er því póli- tisk aðför, en ekki aðferö til friðunar og réttlætis. Ef jafnt hefði verið skipt, miöaö við fólksfjolda, eða a.m.k. togskip, þannig að allir hefðu fengið jafnt, (sbr. skiptingu síldar í Noregi, bar sem öll skip fengu jafnan veiðirétt), væri vitaskuld ekkert við kvótakerfið að athuga. En þegar sú skiptaleiö er JÓNAS GUÐMUNDSSON RITHÖFUNDUR valin, sem svo bersýnilega verður til þess að útgerð frá Reykjavík og frá Stór-Reykjavíkursvæðinu mun bera nær alla þjáningu af samdrætti í þorskveiðum, gegnir öðru máli, því þá er í raun og veru verið að svipta okkur, hina landlausu, öllum réttind- um, eða hinum sameiginlega rétti til hafsins líka. Kvótakerfið er sumsé gjört með þaö fyrir augum að hygla landsbyggöinni á kostnaö höfuö- borgarsvæðisins. Og það er eins gott fyrir okkur hér á SV-hominu aö gera okkur grein fyrir því, áður en að lengra verður haidið. Byggðastefnan hefur glatt okkur framsóknarmenn á margan máta, en ef ætlunin er að svipta okkur endanlega lífsbjörginni, þannig að vort haf verður tekiö inn í samsæri og göngulag manna, sem eiga fjöll, þá spyr maður sig: Eiga Reykvík- ingar enga menn á þingi?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.