Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1984, Blaðsíða 16
16 DV. FÖSTUDAGUR 30. MARS1984. Spurningin Vilt þú láta breyta aflakvóta bátanna, að fenginni þeirri reynslu sem komin er? (Spurt á Hellissandi.) Eiður Guðnason alþingismaður: Já, ef það heldur áfram að aflast eins og að undanförnu, þá held ég að það sé á- stæða til þess að endurskoða kvótann og þaö sem allra fyrst. Alexander Stefánsson, félagsmála- ráðherra: Þessi aflakvóti er aðeins tilraun og að fenginni reynslu núna þarf auðvitaö aö miða aðgerðir við hana. Og ég legg sérsaka áherslu á aö þessir staðir, sem eiga allt sitt undir fiskveiðum, verði skoðaðir sér- staklega. Þaö er númer eitt. Valdlmar Indriöason alþingismaður: Þorskveiðikvótinn hefur sína galla sem þarf að leitast við að leiðrétta. En á hagkvæmari aðferðir til að stjórna þessum veiðum hefur ekki verið bent að minu mati. Rögnvaldur Olafsson, framkvæmda- stj. Hraðfrystihúss Hellisands: Þessi kvóti er settur í tilraunaskyni á þessu ári og ég tel það varasamt að breyta honumnú. Friðjón Þórðarson alþingismaður: Ef ég gæti svaraö þessari spumingu, þá væri ég mjög ánægður, sérstaklega ef það gæfi vonir um framtíðina. En þetta er allt á tilraunastigi hjá okkur svo að enginn veit hvað er framundan í raun og veru. SkúU Alexandersson alþingismaður: Já, ég tel að það eigi að breyta afla- kvótanum. Sú uppsetning sem nú er í gangi getur ekki gengið, m.a. tel ég nauðsynlegt að bátar séu ekki stoppaðir, eins og hér við Breiðafjörð þar sem nægur fiskur virðist vera. Fyrirspurnir til Guömundar Hallvarðssonar, formanns Sjómannaf élags Reykjavíkur: Gengið á kiör sjómanna PáU Þorgeirsson skrifar: Undanfarin 4 ár hefi ég að mestu leyti starfaö á togurum, stærri gerð, frá Reykjavik. A þessu tímabili hefur markvisst verið gengiö á kjör sjómanna, t.d. með lækkaðri skipta- prósentu, lækkun á kassauppbót o.fl., o.fl., að ekki sé nú minnst á fiskverðið og minnkandi afla sem reyndar er mjög stór liöur og svo stór að sjómenn mega aUs ekki samfara minnkandi afla una því að í hvert skipti sem einhverjar svokaUaðar ráðstafanir í sjávarútvegi eru gerðar miði þær ætíð aö því sama, þ.e. að rýra kjör sjómanna. Um þetta mætti ræða margt en ég læt það bíða betri tíma. Við sem erum starfandi sjómenn eigum oft á tíöum þess ekki kost að mótmæla þessum aðförum að okkur vegna þess aö við heyrum þetta bara í fréttum þegar allt er skeð. Og þá kem ég að kjarna málsins. A þessum 4 árum sem ég hefi starfað til sjós hefur ríkt algjört sambands- leysi milli forystumanna sjómanna og þeirra sem eru viö störf, svo algjört að það er til skammar og sýnir okkur að viö eigum, svo vægt sé til orða tekið, mjög dughtla forystumenn, svo dug- litla að stjórnvöld og útvegsmenn geta nánast gert hvað sem þeim dettur í hug. Hafa reyndar komist upp meö furðulegustu hluti sem fáir, jafnvel engir, létu bjóða sér nema sjómenn. Þetta komast þeir upp með vegna slappleika forystumanna sjómanna- stéttarinnar. Vegna langvinnrar fjar- veru er engri stétt þýðingarmeira aö eiga dugmikla forystumenn en sjó- mönnum en því miður er því ekki aö heúsa og því standa mál svo í dag aö burtséð frá minnkandi afla hafa kjör sjómanna ekki staðiö í stað á und- anfömum árum heldur versnað verulega. Eg held að sjómönnum sé nú að verða ljóst að það er við fleiri en stjórnvöld og útvegsmenn að sakast enda get ég sagt þér, Guðmundur, að ég veit ekki um einn einasta af skips- félögum mínum síöastliðin 4 ár sem ekki vill breytingar á forystuliði sjómanna og ég efast um að þú værir núverandi formaður Sjómannafélags Reykjavíkur ef starfandi sjómönnum heföi verið gert kleift að neyta at- kvæðisréttar síns í frjálsum kosningum í sínu eigin félagi. Því hefur ekki veriö að heilsa en því skal veröa breytt þannig að sjómenn á hafi úti geti greitt atkvæði. Að lokum nokkrar spurningar til þín, Guðmundur. Sjómaður að störfum. Páll Þorgeirsson ritar Guðmundi Hallvarðssyni, formanni Sjómannafélags Reykja- víkur, opið bréf. 1. Hvað eru margir meðlimir í Sjómannafélagi Reykjavíkur? 2. Með hvað mörgum atkvæðum varst þú kosinn formaður árin 1980—’83? 3. Hvemig er auglýsingum fyrir aðal- fund háttað? 4. Hve marga sjómenn telur þú hafa sótt þessa aðalfundi? 5. Fyrir hvem situr þú í útgerðarráöi BUR og telur þú heppilegt að sitja beggja vegna borðs þar? 6. Hvaða laun greiðir Sjómannafélag Reykjavíkur þér og eftir hvaöa taxta? 7. Ert þú tilbúinn að boða til fundar í Sjómannafélaginu þar sem frammi- staða þín og fleiri forystumanna sjómanna yrði aðalmál á dagskrá? 8. Hyggur þú á endurkosningu? Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Bréfritari kvartar um óborgaða næturvakt sem hann á inni hjá varnarliðinu. Varnarliðið: Leföindi vegna launamála Keflavíkursjónvarpið: Ódýr oggóö lausn Svava skrlfar: Eg vil taka undir bréf frá sjónvarpsnotanda frá 23. mars sl. þar sem hann lýsir yfir óánægju með hugsanlegar sendingar á norska sjónvarpinu. Norska sjónvarpiö er það lélegt að það má alveg missa sig, auk þess sem við myndum hætta áð ná útsendingum frá því þegar íslenska sjónvarpið hefst og þá er búið aö útiloka okkur frá bestu þáttunum frá Noregi. Það eina sem við fengjum að sjá er bamaefni og íþróttaþættir. Og í staðinn verðum við að þegja og þykjast ánægð með að fá aöra stöö. En ég held að það sé betra aö nöldra i nokkur ár og fá þá góða og fjöl- brey tta stöð í staðinn. Odýrasta leiöin fyrir okkur er að fá Keflavíkursjónvarpið aftur. Þaö er með góða dagskrá með miklu uppbyggjandi og fræðandi bama- efni. Þaö veitir víst ekki af því hjá okkur með alla þessa lélegu austan- tjaldsþætti sem hægt er að skammast sín fyrir án þess að eiga nokkra hlutdeild að. Mér þætti fróðlegt aö heyra frá einhverjum sem hefur vit á málunum hve mikill kostnaður yröi af því að fá Keflavíkursjónvarpið annars vegar og hið norska hins veg- ar. Allir vita að sjónvarpið stendur ekki í stykkinu en til hvers þarf að vera að bæta fyrir það meö miklum kostnaði þegar slikt fæst fyrir lítið? Af hverju ekki aö notfæra sér veru . hersins á meðan hann er ennþá hér? Eg vil hvetja fólk til að láta í sér heyra varðandi þetta mál. 8104—3581 hringdi: Sagði hann aö á vinnustað hans á Keflavíkurflugvelli hefðu skapast nokkur leiöindi vegna launamála. Þannig er mál með vexti að hann, ásamt tveimur öðrum mönnum, komst ekki á vinnustað vegna veðurs og gat því ekki tekið sína vakt. Samkvæmt samningum ættu hann og hans félagar engu að síður að fá borgaða þessa næturvakt en það hefði hins vegar ekki gerst og er þó liöinn rúmur mánuður síöan þetta geröist. Er hann hefði spurst fyrir um þetta hjá sínum atvinnurekanda, varnar- liðinu, hefðu svörin verið út í hött og ekkert virtist ætla að gerast í þessum málum. Sagði hann þetta leiðindamál sem ekki kæmi oft upp en þess væru þó dæmi og væri vissulega bagalegt að svona gæti gerst, sérstaklega þar sem samningar segðu til um rétt launþega. Fólkið vill fækkun tting- manna Gamall farmaður, 7046—9588, skrif- ar: Hvers vegna er f jöldi þingmanna á Islandi u.þ.b. fjórfalt meiri en t.d. í Danmörku og mörgum öðrum ná- grannalöndum miðað viö fóiks- fjölda? Ef til vill eru ástæðumar meðal annars stærð landsins, dreifbýlis- búseta og erfiðar samgöngur (sem þó eru orðnar allvel viöunandi nú á dögum). Nú eru enn á döfinni áform um að fjölga þessum umboðsmönnum kjós- enda þrátt fyrir mjög greinilega and- stöðu við þá ráðagerö. Það er skoðun undirritaðs að ágreiningsmál landsmanna verði betur leyst með því að hafa hópinn ekki ofstóran. Um sjónvarpið Undirritaður er sammála bréfrit- ara lesendasíöu DV sl. föstudag, 16.3., um gagnrýni hans á viðtöku norska sjónvarpsins hér á landi. Sennilega mun hugmyndin að baki þeirrar nýjungar aö veita Islendingum möguleika á að ná norskum sjónvarpssendingum vera sú aö styrkja menningartengslin milli Norðurlanda. Iþróttaþættir norska sjónvarpsins eru góðir margir hverjir, en annað efni er síst betra en er hér á boðstólum í íslenska sjónvarpinu. Undirritaöur hefur horft á sjónvarpssendingar í Austur- og Vestur-Evrópu, Ameríku og víðar og eftir þann samanburö virðist ekki fara á milli mála að jafnaðarlega besta og skemmtilegasta sjónvarps- efnið kemur frá bresku sjónvarps- stöðvunum BBC og ITV, að öðrum ólöstuöum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.