Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1984, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1984, Blaðsíða 23
DV. MANUDAGUR 9. APRlL 1984. íþróttir íþróttir „ÁNÆGDUR AÐ SIGUR ER í HÖFN” — sagði Geir Hallsteinsson eftir að FH hafði sigrað Val „Ég er mjög ánægður með að sigur- inn er í höfn á Isiandsmótinu, — mjög ánægður. Við höfum byggt upp þetta lið á fimm árum og nú er árangurinn kominn í ljós. Við höfum æft mjög vel og erum með miklu heilsteyptara liö en önnur félög,” sagði Geir Hailsteinsson, þjálfari FH, eftir að lið hans hafði sigr- að Val með eins marks mun, 23—22, í tvisýnum ieik í Laugardalshöll á laugardag og þar með tryggt sér ts- landsmeistaratitilinn i handknattleik 1984. Það var mikil spenna í leik FH og Vals í lokin og þegar Jakob Sigurðsson flaug inn úr horninu, fékk knöttinn, þremur sekúndum fyrir leikslok virtist sem FH mundi í fyrsta skipti í vetur tapa stigi. Allt opið en Sverrir Kristinsson varði snilldarlega gott skot Jakobs. Þar með var sigur FH í höfn en naumara gat það ekki verið. Framan af benti fátt til þess að um jafnan leik yrði að ræða. FH byrjaði svo miklu betur. Skoraöi f jögur fyrstu mörkin og loks á sjöundu minútu tókst Val að skora sitt fyrsta mark, Július Jónasson. En það breytti ekki miklu. FH hélt áfram sínum sterka leik og eftir 12 mín. var staðan orðin 8—2 fyrir FH. Hafnfirðingar virtust stefna í öruggan sigur. En Valsmenn voru á ööru máli, jafn- fram því sem nokkurt kæruleysi fór að einkenna leik FH. Munurinn minnkaöi — Valur skoraði fjögur mörk í röð og allt í einu var orðinn tveggja marka munur, 9—7. Og áfram héldu Vals- menn. Eins marks munur í hálfleik, 12—11 fyrir FH, og þó hafði Sverrir Kristinsson, markvörður FH, átt stór- leik. Varði 11 skot í hálfleiknum. Valsmenn jöfnuðu í 13—13 strax í byrjun síðari hálfleiks og jafnt var 14— 14. Þá kom góöur kafli hjá FH, þrjú mörk, 17—14, og tveggja til þriggja marka munur var fram yfir miðjan hálfleikinn. Þá fóru Valsmenn aftur aö sækja í sig veöriö. Munurinn minnkaði í 19—18 og þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka var jafnt, 22—22. Hart barist en Kristjáni Arasyni tókst að rífa sig úr gæslunni og skora 23. mark FH. Þrjár mínútur eftir en fleiri urðu ekki mörkin og Valsmenn fengu fleiri en eitt tækifæri til að jafna. Markvarslan var aðall þessa leiks, svo og sterkur varnarleikur. Sverrir varði 15 skot í leiknum þannig að FH fékk knöttinn og Einar Þorvarðarson varði 13 skot. Þá áttu þeir Þorgils Ott- ar og Kristján snjallan leik með FH en nokkurrar þreytu virtist gæta hjá sum- um leikmönnum liðsins. Valsliöið var mjög jafnt í þessum leik en Þorbjöm Guðmundsson hvað skæðastur í síðari hálfleiknum. Hann heföi vissulega átt að fá tækifæri til aö reyna sig fyrr. hsim. FH-Valur FH-VaIurES-22 (13-12) Nokkrar tölur úr leiknum. 4—0, 8—2, 9—7 og 13-12 í hálfleik. 13-13,17-14,19—17,22- 19, 22—22 og úrslit 23—22. Mörk FH skoruðu Kristján 6/2, Þorgils Ottar 5, Pálmi Jónsson 4, Sveinn Bragason 3, Atli Hilmarsson 3/2, Val- garð Valgarðsson 1 og Guðjón Árnason 1. Mörk Vals skoruðu Þorbjörn Guðmundsson 5/2, Stefán Halldórsson 4, Júlíus Jónasson 3, Jakob Sigurðsson 3, Steindór Gunnarsson 3, Valdimar Grimsson 2, Ölafur H. Jónsson 1 og Þorbjörn Jensson 1. Dómarar Guðmundur Kolbeinsson og Þor- geir Pálsson. FH fékk 6 vítaköst, Valur 4. Fimm leíkmönnum FH var vikið af velli, 'tveimur Valsmönnum. Bretarfengu berfættu Zolu Zoia Budd, hlaupakonan snjalla frá Suður-Afríku, fékk sl. föstudag breskan ríkisborgararétt samkvæmt frétt frá bresku rikisstjórninni. Zola, sem er 17 ára, er nú á Englandi og von- ast til að komast í breska ólympiuliðið á leikana í Los Angeles í sumar. hsím. Stjarnan rændi stigi — jafnaði þremur sekúndum fyrir leikslok gegn Val Stjarnan rændi stigi af háifvæng- brotnu Valsliði í leik iiðanna í úrslita- keppni 1. deildar i Laugardalshöll á föstudagskvöld. Þremur sekúndum fyrir leikslok sendi Gunnlaugur Jóns- son knöttinn i mark Vals eftir hraðupp- hlaup og jafnaöi í 25—25. Valsmenn hefðu löngu fyrr átt að vera búnir að tryggja sér sigur. því heppnin var ekki með Stjörnumönnum lengi vel. Þeir áttu sex stangarskot fyrstu fjórtán minúturnar. Valur — Stjarnan Valur-Stjaman 25-25 (13-11). Nokkrar tölur úr lelknum. 4—4, 6—4,12—8 og 13-11 í hálfleik. 13-13, 19-15,24—19,24— 23 ogúrslit 25-25. Mörk Vals skoruðu Júlíus Jónasson 6, Stef- án Halldórsson 5, Ölafur 4, Valdimar 4, Stein- dór Gunnarsson 3 og Þorbjörn Guðmundsson 3. Mörk Stjömunnar: Gunnar 9/2, Bjarai Bessason 4, Eyjólfur Bragason 4, Guðmundur Þórðarson 2, Gunnlaugur Jónsson 2, Sigurjón Guðmundsson 2, Hcrmundur Sigmundsson 1 og Magnús Teitsson 1. Dómgæsla þeirra Öla Olsen og Sigurðar Baldurssonar var hagstæð Stjörnunni. Stjarnan fékk 3 víti, Valur 1. Fjórum sinnum var leikmönnum Vals vikið af velli, cngum úr Stjörnunni. I heild heldur slakur leikur og áhugi leikmanna lengstum í lágmarki. Valur var án landshðsmanna sinna, Þor- björns Jenssonar og Jakobs Sigurðs- sonar. Þá léku þeir Jón Pétur Jónsson og Brynjar Haröarson heldur ekki með. Jafnt var upp í 4—4 en síðan fóru Vals- menn að síga fram úr. Komust í 10—7 og tveggja marka munur var í hálfleik, 13—11 fyrir Val. Stjaman jafnaði í 13— 13 en síðan sigu Valsmenn fram úr á ný, 17—13, 20—16, og virtust stefna í nokkuð öruggan sigur. 24—19 fyrir Val þegar rúmar tíu mín. voru eftir. En Valsmönnum tókst aðeins að skora eitt mark til viðbótar og Stjarnan fór smám saman að vinna upp muninn. Þó 25—23 fyrir Val, þegar þrjár mín. voru eftir, en Stjörnunni tókst aö jafna. Sem áöur var Stjömuleikmaöurinn Gunnar Einarsson í sérflokki. Hreint frábær leikmaður og engu gleymt þó hann sé ekki í toppþjáifun. I Valsliðinu var Valdimar Grimsson bestur, vex í hverjum leik, og Olafur H. Jónsson, gamli landsliðsfyrirliðinn, var mjög drjúgur. hsim. SPARTAINGOLFSSTRÆTI8 SIM112024 SPARTA LAUGAVEGI49 SÍMI23610 Patrick Keegan 7, nr. 28—43, kr. 697,- - til 866, Patrick Professional nr. 38-41, kr. 1.326,- Patrick Soccer, mjög sterkir en mjúkir ó mölina, nr. 35-46, kr. 1.078,- Adidas Tango, besti malarskórinn fró Adidas, nr. 37-44, kr. 1.170,- Adidas world cup winner, nr. 36—46, só mýksti, kr. 1.564,- Jassballettskór nr. 33—43, svartir og hvitir, kr. 750,- Frjólsiþróttaskór, nr. fró 36, margar tegundir. Adidas jogging allround nr. 40-47, kr.1.855,- Adidas top ten, nr. 36-50, kr. 1.734,- Berlin, nr. 30-45, kr. 784,- 30% AFSLÁTTUR af öllum vetrarvörum og skíðafatnaði — heldur ófram til 15. apríl. Adidas Trx training, nr. 36-46, kr. 1.343,- f ->***.. Adidas New York, nr. 36-54, kr. 2.992,- Póstsendum — ——--.opið laugardaga Karategallar, nr. 150-200, kr. 1.249,- til 1.647, Póstsendum. SPORTVÖRUVERSLUNIN stretchbuxur skíðabuxur úlpur vatthúfur hanskar lúffur skautar eyrnaskjól skiðasett skíðaskór kuldaskór skíðahjálmar Laugavegur 49, simi 23610. Ingólfsstræti 8, simi 12024 Fótboltar nr. 4 og 5, m.a. Select king, Viking super og Tango J ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.