Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1984, Blaðsíða 8
8
DV. MÁNUDAGUR 9. APRIL1984.
TRÚLOFUNARHRINGAR
FRÁ
JÓNI OG ÓSKARI
ÞAÐ
ER RETTA LEIÐIN
FRÁBÆRT ÚRVAL
GÓD
adstaoa JÖN og ÖSKAR,
Laugavegi 70, 101 fíeykjavik, simi24910.
GRJOTGRINDUR
Á FLESTAR TEGUNDIR BIFREIÐA
KVORT
KÝST ÞÚ
GATEÐA
GRIND?
BIFREIÐA
SKEMMUVEGI 4
KOPAVOGI
SIMI 77840
Kverkstæðið
nastós
Eigum á lager sérhannaðar grjót-
grindur á yfir 50 tegundir
bifreiða!
Ásetning á
staðnum
SÉRHÆFÐIR f FIAT 06
Þjónusta
byggó
áþekkingu
SklpacLeild Sambandsins Jlutti í Jyrra um 450
þúsund lestirajalls kyns vörum milli 106 hajna
innan lands og utan — allt Jrá Grænlandi til
Nígeríu.
Sambandsskipin sigla reglulega tilJjölda hajna
í Evrópu og Ameríku — en þjónusta okkar nær
um helm allan með samvinnu við sérhæjða
Jlutningsaðila á sjó og landi.
Þaijtu að koma vörumJráAkureyri tilAbuDhabi
eða Jrá Barbados til Borgarness? Við sjáum um
það.
Þjónusta okkar er byggð á þekkingu.
SKIPADEILD
SAMBANDSINS
SAMBANDSHÚSINU REYKJAVÍK SlMI 2B200
Útlönd Útlönd Útlönd
Tjemenko heimtar
nýju eldflaugam-
ar burt úr Evrópu
Konstantin Tjemenko, leiðtogi
Sovétríkjanna, segir að vangaveltur á
Vesturlöndum um breytta stefnu
Sovétmanna í vígbúnaðarmálum eigi
sér enga stoð og aö þaö standi upp á
Bandaríkin að skapa skilyröi til þess
að vopnatakmörkunarviöræður geti
hafistaðnýju.
I fyrsta viötalinu, sem Tjemenko
veitir, síðan hann tók við af Andropov
— og birtist dagblaðinu Pravda —
segir aö Moskvustjórnin láti ekki af
þeirri kröfu sinni að nýju bandarísku
eldflaugarnar verði fjarlægðar úr
Evrópu, áður en til viðræðna verði
gengið um kjarnorkuvopn. ■
I Washington sagöi talsmaður
Reaganstjórnarinnar að ekki kæmu til
greina neinar eftirgjafir til þess aö
lokka Sovétmenn aö saraningaborðinu.
— Vitnaði hann í ummæli Reagans for-
seta á föstudaginn þar sem hann ræddi
utanríkisstefnu Bandaríkjastjórnar og
sagði að það jafngilti því að verölauna
Sovétmenn fyrir aö slita samningavið-
ræðunum í vetrarbyrjun ef þeim yröu
boðnar eftirgjafir fyrir það eitt aö
mæta til viöræðna.
Tjernenko áréttaði þá afstöðu
Krelmstjórnarinnar aö fjarlægja
þyrfti Pershing—2 og stýriflaugarnar,
sem fluttar vom til Evrópu fyrir
áramót, því að ella stæðu Sovétmenn
ekki jöfnum fæti að samningum.
Hann hafnaöi ágiskunum um að
Moskvustjórnin væri að tefja tímann
þar til eftir forsetakosningarnar í
Bandaríkjunum í nóvember.
Áskorendaeinvígið í Vilnius:
Attundi vinning-
urinn í höfn
— Kasparov vann 12. skákina og þarf nú aðeins eitt jafntefli í viðbót
til þess að tryggja sér sigur
Möguleikar Smyslovs á því aö
verða heimsmeistari á nýjan leik eru
nú því sem næst úr sögunni, því að
Kasparov jók enn við forskot sitt um
helgina meö því að vinna 12. skákina.
Nú hefur hann átta vinninga gegn
fjórum vinningum Smyslovs og þarf
aðeins hálfan vinning til viöbótar til
þess aö tryggja sér sigur í einvíginu.
Fram að þessu hefur Kasparov ekki
tapað skák og má því fastlega búast
við aö 13. skákin, sem tefld verður í
dag, verði jafnframt sú síðasta.
Skákin á laugardag var spennandi
og skemmtileg og var haft á orði í
Vilnius að Smyslov hefði ekki fyrr í
einvíginu komist svo nálægt því að
vinna. Hann endurbætti taflmennsku
sína gegn Tarrasch-vörn Kasparovs
og tókst að sprengja upp stöðuna á
miðborðinu. Flestir töldu stöðu
Kasparovs lakari en honum tókst
með öflugum biskupsleik að tryggja
sér nægileg mótfæri. Smyslov
fórnaði skiptamun og fékk tvö peð en
með slyngri vörn náði Kasparov að
bægja hættu frá. Að sögn „sérfræð-
inga” í Vilnius lenti Smyslov í tíma-
hraki undir lok setunnar og lék niður
jafnteflisvoninni. Gafst upp eftir 40
leiki.
Hvítt: Vassily Smyslov
Svart: Garrí Kasparov
Tarrasch-vörn.
1. d4 d5 2. Rf3 c5 3. c4 e6 4. cxd5
exd5 5. g3 Rf6 6. Bg2 Be7 7. 0—0 0—0
8. Rc3 Rc6 9. Bg5 cxd410. Rxd4 h6 11.
Be3 He812. a3 Be613. Rxe6! ?
Að því hlaut að koma, því að eftir
13. Khl, eins og Smyslov hefur leikið
í síðustu skákum í þessu afbrigði,
hefur biskupinn vikið sér undan til
g4. Þetta er svipaö og Kortsnoj gerði
í 2. skákinni við Kasparov í London.
Hann lék 13. Db3 Dd7 og þá fyrst 14.
Rxe6. En drottningin var ekki sér-
lega sterk á b3-reitnum og fór síðar
tii a4.
13. —fxe6 14. Da4 Kh8 15. Hadl Hc8
16. Khl
Ekki gengur strax 16. f4, vegna 16.
—Rg4. Smyslov ætlar bersýnilega aö
ráðast aö miöboröinu með f-peði sínu
en Kasparov freistar þess að ná
gagnfærum á drottningarvæng.
16. -a617. f4 Ra518. f5 b5! 19. Dh4
Eini leikurinn. Eftir 19. Dc2 e5 er
riddarinn á c3 leppur og 19. Df4 er
einnig svarað með 19. —e5! því ef 20.
Dxe5, þá 20. — Bc5 og vinnur liö.
19. —Rg8
Leiki svartur nú 19. —e5? þarf
hann ekki að óttast biskupsfórn á h6,
vegna 20. —Rh7! en hins vegar
hrynur miðborðið eftir 20. Rxd5!
Rxd5 21. De4! og peð fellur í leiðinni.
20. Dh3 Rc4 21. Bcl
21. —Bg5!
Biskupinn á cl er mikilvægur
hlekkur í hvítu stöðunni því hann
valdar viökvæma bletti — peðiö á b2
og e3-reitinn. Uppskiptin stórbæta
stöðu svarts.
22. fxe6 Bxcl 23. Hxcl
Eftir 23. Hxd5 De7 24. Hxcl Rxb2 á
svarturgotttafl.
23. —Re3!
Skák
Jón L. Ámason
Annar erfiður leikur. Nú er 24. Hf7
d4! óþægilegt fyrir hvítan. Smyslov
afræður að fóma skiptamun.
24. Rxd5!? Rxfl 25. Hxfl Hf8 26. Rf4
Re7
Hér stendur riddarinn afar vel —
valdar mikilvæga reiti og heftir för
frelsingjans. Kasparov nær smám
saman yfirhöndinni. Og Smyslov á
aðeinsl5mín. eftir
27. Dg4 (?) g5! 28. Dh3 Hf6 29. Rd3
Hxfl+ 30. Bxfl Kg7 31. Dg4 Dd5+ 32.
e4
Ovænt endalok hefðu verið 32.
Bg2?? Hcl+! 33. Rxcl Ddl+ 34. Bfl
Dxfl mát. En kannski var 32. Kgl
betra, því peðið á e2 styrkir riddar-
ann í sessi. J
32. — Dd4 33. h4 Hf8 34. Be2 De3 35.
Kg2 Rg6 36. h5??
Mun betra er 36. hxg5, því 36. —
Dxg5 37. Dxg5 hxg5 38. Rc5 þarf
hvítur ekki að óttast og 36. —hxg5
getur hann svarað með 37. Dh5 og ef
hrókurinn víkur sér af f-línunni kæmi
38. Df3. Hvítur hefur þá allgóða
jafnteflismöguleika.
36.—Re7 37.b4
37. —Kh7!
Leikþröng! Hann getur aðeins
leikið kóngnum. Eftir 38. e5 Kh8!
blasa sömu vandamálin við.
38. Kh2?
Tapar strax. Betra er 38. Khl, því
38. — Hd8 39. Rc5 Hd2 strandar á 40.
Df3! og hótar þráskák. Svartur ætti
þóaðvinna eftir39. —Dxa3.
38. —Hd8 39. e5 Hxd3 40. Bxd3 Dxd3
— Og Smyslov gafst upp.