Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1984, Blaðsíða 9
DV. MÁNÚDaG'ÚR 9. APRÍL1984:' Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd MERKI URSMIÐAFÉLAGS iSLANDS TRYGGIR GÆÐI OG PJÓNUSTU MERKI ÚRSMIÐAFÉLAGS ÍSLANDS TRYGGIR GÆÐI OG ÞJÓNUSTU Shirley MacLaine þykir eiga mikinn möguleika til þess aö veröa loks valin besta leikkonan viðóskarsverölaunaafhendinguna íkvöld. Óskarsverö- launin af- hent i kvöld Shirley MacLaine, ein af endingar- meiri leikstjörnum HoUywood, er talin líkleg til þess aö hreppa loks óskars- verölaunin, þessa eftirsóttustu viöur- kenningu kvikmyndaiönaðarins. Hin árlega verðlaunaafhending fer fram í kvöld. MacLaine hefur fimm sinnum áöur verið tilnefnd til verðlauna en aldrei hlotið þau. Að þessu sinni er upp á henni stungið sem bestu leikkonunni fyrir túlkun hennar á móðurinni í myndinni „Terms of Endearmet”. En samkeppnin er hörð og jafnsterk- lega þykir koma til greina að viður- kenna Debru Winger bestu leikkonuna fyrir leik hennar í sömu mynd. Aðrar, sem einnig hafa verið nefndar, eru breska leikkonan Julie Walters fyrir leik hennar á móti Michael Caine í myndinni „Educating Rita”, Jane Alexander fyrir leikinn í myndinni „Testament” og Meryl Streep fyrir leik hennar í myndinni „Silkwood”. Leikarinn Robert Duvall þykir afar líklegur til að hljóta viðurkenninguna sem besti karlleikarinn fyrir túlkun sína á drykkfelldum „country”-söngv- ara í myndinni, .Tender Mercies”. Fjórir Bretar veita honum þó haröa keppni: Tom Conti úr myndinni „Reuben, Reuben”, Michael Caine í myndinni „Educating Rita” og þeir Albert Finney og Tom Courtenay fyrir leik þeirra beggja í myndinni „The Dresser”. Helstu kvikmyndirnar sem tilnefnd- ar eru sem bestu myndir eru „The Big Chill”, „The Dresser”, „The Right Stuff”, „Tender Mercies” og „Terms of Endearment”. Felldu25stjórn- arhermenn Skæruliöar veittu einum herbíl stjórnarhersins fyrirsát inni í miðju E1 Slavador í fyrradag og felldu 24 her- menn. Þykir þetta eitt mesta afhroð sem stjórnarherinn hefur beðið af hendi skæruliða þetta árið. I annarri fyrirsát í San Vincente- héraðinu í síðasta mánuði voru 25 stjórnarhermenn felldir. Herflokkurinn var á leið í fyrradag til þess að leysa af hermenn, sem gæta þjóðvegarins milli San Martin og Suchitoto, þegar á hann var ráðist. Komust fyrirsátursmenn undan áður en liösauki barst. ER GOÐ OG NYTSÖM GJÖF Leitið til úrsmiðsins, hann býður aðeins vönduð úr í mörgum verðflokkum, auk þess tryggir hann örugga þjónustu. Merkið er í glugga fagmannsins. LÍTILL VINNUÁHUGIVIÐ NJÓSNIRNAR Hlerunarstöð bresku leyniþjónust- unnar í Cheltenham er sögð meira og minna lömuö af því að starfsfólk vinn- ur sér hægt og með hangandi hendi. Vinnuhugur þess er sagður hafa daprast mjög út af deilunni sem spratt upp þegar því var bönnuö aðild að stéttarfélögum. I hlerunarstöðinni er fylgst með loft- skeytum Sovétmanna og annarra rikja og þar eru um 8000 manns að störfum. Þegar Thatcherstjórnin setti þessu fólki í janúar i vetur tvo kosti, hætta aðild að stéttarfélögum eöa hætta störfum, neituðu 140 að segja sig úr sínum verkalýðsfélögum. Þeir eru þó enn við störf, á meðan dómstólar f jalla ummáliö. Hægagangurinn í vinnunni er ekki sagður vera skipulagður til mótmæla, heldur einfaldlega finnist fólki það hafa hlotiö harkalega meðhöndlun og vinnuáhuginn hafi dofnaö. Opnunartímar verslana í Breiðholti Mánudaga, þriöjudaga, miövikudaga og fimmtudaga kl. 9—19, föstudaga kl. 9—19.30, laugardaga kl. 9—16. V/SA VERIÐ VELKOMIN Í VERSLANIR OKKAR 1 Breiðholtskjör Arnarbakka Valgarður Leirubakka Ásgeir Tindaseli Kjöt og fiskur Seljabraut Straumnes Vesturbergi Hólagarður Lóuhólum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.