Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1984, Blaðsíða 5
DV. MÁNUDAGUR 9. APRIL1984.
5
„Deilan snýst um
samningsbrot
skipafélaganna”
— segir f ormaöur Skipst jóraf élagsins
„Deilan snýst fyrst og fremst um
samningsbrot skipafélaganna,” sagöi
Höskuldur Skarphéöinsson, formaöur
Skipstjórafélags Islands, en félagiö
hefur boöaö verkfallsaögeröir síðar í
þessummánuði.
„I samningum okkar hefur veriö í
áratugi ákvæði um fæöispeninga til
skipstjóra, geti þeir ekki matast um
borö. Kjaradómur fjallaöi um þetta
ákvæöi áriö 1979. Urskurður dómsins
varð okkur í hag. Þrátt fyrir þetta hafa
útgerðir aldrei virt þetta ákvæöi. Nú
ætlum viö aö láta reyna á það,” sagöi
Höskuldur.
Hann mótmælti þeim staöhæfingum
Vinnuveitendasambandsins aö hann
sem skipherra hjá Landhelgisgæslunni
mætti ekki hafa afskipti af kjaradeil-
unni.
„Eg tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu
um verkfallsheimild frekar en aörir
skipherrar Landhelgisgæslunnar. Eg
er aöeins aö framfylgja skyldum
mínum sem formaöur félagsins og
framkvæma ákvarðanir sem aörir
hafa tekið,” sagöi Höskuldur.
Aratugir eru liðnir frá því
Skipstjórafélagiö boöaöi síöast til
verkfalls. Skýringin er meðal annars
sú aö í lögum félagsins eru mjög þröng
ákvæði um verkfallsheimild. Tveir af
hverjum þremur í félaginu þurfa aö
greiða atkvæði. Af þeim þurfa þrír af
hver jum f jórum aö samþykkja.
-KMU.
HÖRD ÁKEYRSLA
Á EGILSSTÖÐUM
Hörö ákeyrsla varö á Egilsstööum
sl. föstudag er bifreiö af gerðinni
Toyota lenti á ljósastaur.
Engin slys uröu á mönnum en
bifreiöin er illa farin, þó hún geti varla
talist ónýt.
Aö sögn lögreglunnar á Egilsstöðum
voru tildrög slyssins þau aö ökumaöur
bifreiöarinnar sneri sér aftur til aö tala
viö farþega í aftursæti. Afleiöingam-
ar uröu þær aö hann missti stjórn á bif-
reiöinni og hún skall á næsta ljósastaur
ó mikilli ferö.
Ekki var um ölvun viö akstur aö
ræöa en hins vegar mun ökumaöur
hafa verið aö blússa um þorpiö á tals-
veröri ferö um hríö áður en leikurinn
varöaöalvöru.
SigA
MALLORCA
AMSTERDAM
serra en
GRIKKLAND -
AMSTERDAM
Glæsilegar íbúðir og
hótel í SAIMTA
PONZA, MAGALUF
og ARENAL.
Brottför alla
þriðjudaga
Feröaskrifstofan
Við bjóðum hinar vin-
sælu OASIS-íbúðir og
HOTEL REGINA
MARIS við GLYFADA-
ströndina, skammt
fyrir utan AÞENU.
Fáið nanari
upplýsingar á
skrifstofu okkar
Laugavegi 66 Simi: 28633
„771...772...773...
hve mörg forrit eru
eiginlega til fyrir
IBM PC einkatölvuna?”