Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1984, Blaðsíða 4
Menning
Menning
Menning
Menning
\oc r utra a. p uwriKCV’rs t ir,
DV. MÁNUDAGUR 9. APRlL 1984.
49da
stræti/
Broadway
Þjóðleikhúsifl:
Gœjar og píur,
söngleikur - „a musical fable of Broadway"
— saminn eftir sögum Damon Runyon af
Frank Loesser, lög og Ijóö; Jo Swerling og Abe
Burrows, saga og samtöl. Þýðingu gerði Flosi
Gunnlaugur Ólafsson.
Leikstjórar: Benedikt Árnason og Kenn Old
field.
Dansar: Kenn Oldfield.
Búningar: Una Collins.
Leikmynd: Sigurjón Jóhannsson.
Lýsing: Kristinn Daníelsson.
Hljómsveitarstjóri: Terry Davies.
Þrjár, nei! — fjórar ástæöur
veröa til þess að Gæjar og píur
heppnast ágætlega í Þjóðleikhúsinu.
Sú fyrsta er aö leikurinn er
byggöur á frábæru söguefni Damon
Ruyon, persónusköpun hans og sam-
talsstíl, heiminum sem hann skóp í
skrifum sínum. Hér á landi eiga
lesendur aö þekkja til þýöinga Páls
Skúlasonar á sögum hans. Og ekki er
loku fyrir það skotið aö hinn dular-
fulli sögumaöur, sem alltaf talar í
nútíö í sögum Runyon, hafi haft þó
nokkur áhrif á suma sem eru enn
skrifandi á íslensku, ég nefni engin
nöfn. Hvergi er götumáliö jafnyndis-
lega ekta og hjá fólkinu hans Damon,
þó þaö sé óttalegt skítapakk, margt
af því. En alltaf viröir þaö leikregl-
urnar — enda fjaUa sögurnar hans
gjaman um siöræn vandamál — eins
og Gæjar og píur.
Onnur er sú aö til kom Frank
Loesser með munnstykkiö sitt,
keðjureykingar og talent og kom
smíöi söngleiksins í gang. Ljóöin
hans eru dýrðleg, lögin svo sem ágæt
líka og í sama anda unnu piltamir
sem hann fékk meö sér.
Þeir em til, ég þekki þá suma,
sem fitja uppá nefið og segja söng-
leiki ómerkUegt drasl og Þjóöleik-
húsinu tU vansæmdar aö setja þá á
sviö. Þar skorti lágmarkshæfUeika í
dansi og söng í ofanálag. Eg segi
alltaf aö þaö sé iUa vaninn maður í
menningarlífinu ef hann nýtur ekki
tilfinningavellunnar, tára og tón-
listar, tjalda, búninga og dansa, en
umfram allt þess einfaldleika sem
söngleikurinn nærist á.
Þetta vissu þeir Loesser, Jo og
Abelíka.
Nýjungar og hefð
Þriðja ástæöan fyrir skemmtun
kvöldsins er hefðin sem býr aö baki
þessari sviösetningu, þannig er Kenn
Oldfield höfundur dansa í sýning-
unni, en margt fær hann frá Michael
Kidd sem samdi dansana fyrir kvik-
mynd Mankiewitz 1955, hann sótti þá
í Broadway-frumsýninguna 1950. Þá
minnumst viö ekkert á áfangastaö-
inn London á þessari leiö en hafi
maöur séð sviðsetningu Eyre á Guys
and Dolls fyrir National í London,
auk filmunnar meö Brando og
Sinatra þá kemur manni margt
kunnuglega fyrir sjónir. Söngvaút-
setningar t.d., hljómsveitin meö
sínum frábæra brasshljóm. Eg er
ekki aö segja að þetta sé slæmt, þaö
ætti aö tryggja topp-árangur, þó
vissulega takmarki ríkjandi hefö
frumleg vinnubrögö.
Stjarna kvöldsins
Fjóröa ástæöan? Góðir spilamenn
eiga alltaf ,,ás í holunni” eins og
Upphæöa-Skæ segir í leiknum. Ásinn
í sýningu Þjóðleikhússins er hávaxin
pia, falslaus, hjartahrein og blátt
áfram. „Gasalega lekker” eins og
þeir segja og þegar hún gengur á
sviöiö, svo leikandi létt í f asi, örugg á
öllum brögöum, sem hún beitir,
syngur og talar af fimi og skýrleika,
þegir meö áherslum, hóstar, hnerrar
og snýtir sér — alltaf á réttum
stööum — þá hugsar maður bara
meö sjálfum sér: mikið voru þeir
heppnir aö hafa Sigríði Þorvalds-
dóttur. Hún er einfaldlega „tops” —
stjarna kvöldsins og ber af öörum í
þessari sýningu.
Nú er þaö víst sannað, svona sagn-
fræðilega, aö Adelaide, dansmærin í
Heita pottinum, hefur löngum stoliö
senunni frá öörum stórstjömum sýn-
ingarinnar: Skæ Masterson, Nathan
Benedikt og Kenn stýra fleyinu
farsællega í höfn. Eg minntist áöan á
ríkjandi hefðir, engu aö síöur þarf
vel aö gæta þess aö enginn liggi á liöi
sínu, ekki aðeins æfingartíma og
fyrstu helgi, heldur næstu vikur og
mánuöL
Leikurinn á eftir aö laga sig aö
viötökum áhorfenda. Leikendur aö
átta sig á stökum hlátrum sem
spretta fram því þýöing Flosa er
meinfyndin og leynir víöa á sér.
Ljóöaþýðingar hans takast misvel,
sumar ágætlega, aðrar miöur, þynn-
ast út i ekkert þar sem fyrir var
margræöur, fyndinn texti. Enda
sumir óþýöanlegir, svo ekki er von
aö Flosi geti þýtt þá. Verra þótti mér
hvað þeir heyrðust illa, söngvamir í
samsöng, t.d. í tríóinu í upphafi, í
Tindahornafúgunni.
Glás af skeini
Margir fara illa á veömálum og
spilum. Halda illa á þeim eöa veöja
of hátt, stundum á rangan hest.
Dirfska er nauösyn í leikhúsi, bein-
línis skylda. Þar er ekki hægt aö
spila lengi með fölsuðum teningum.
Meö þessari sýningu hefur Þjóöleik-
húsið sett eftirminnilegan endapunkt
á daufan vetur. Oska ég stjórn húss-
ins til hamingju meö þennan áfanga,
sem og öllu starfsfólki, áhorfendur
koma brátt í löngum rööum. Enda er
mikið lagt undir.
Þykir mér rétt, fyrst þessi söng-
leikur tókst svo vel, aö vandlega
veröi hugaö að áframhaldi álíka
starfs, í þeirri vissu aö það skili
sjóöum hússins fé, áhorfendum y
ómældri skemmtan og listamönnum '
Þjóðleikhússins nokkrum þroska.
„Gasalega lekker" pia — Sigriður Þorvaldsdóttir.
Detroit og Söru Brown. Aö ekki sé
minnst á stirnin: Benna, Rusty,
Næslí, Harry Hross, Stóra Júlíus
„from the Rockies” aö ógleymdum
glennunum sem vinna á Heita pottin-
um. Þetta kann aö valda andköfum
hjá hinum og þessum persónum sem
málið er skylt, en þeir eru nú svo
vanir andköfum á Hverfisgötunni.
Hinir og þessir guðjónar
Nú er ekki svo aö skilja aö aörir
standi sig ekki líka vel. Bessi Bjama-
son er sækinn í hlátra alla sýninguna
og vinnur Nathan skemmtilega,
Egill Olafsson er afbragösgóöur í
söngnúmerum og mætur sem Skæ á
köflum, en því er ekki aö leyna aö í
millispili þeirra Ragnheiöar Stein-
dórsdóttur þótti mér skorta nokkuð á
„kemíuna” sem er margnefnd í
enska textanum, en breytist í „líf-
fræöi” hjá Flosa, en í mínum gaggó
en víða í sýningunni eru flottar smá-
myndir, augnablik, andartök,
persónusköpun á heimsmælikvaröa:
Randver Þorláksson, ErlingurGísla-
son, sem segir ekki eina dauöa setn-
ingu allt kvöldið, Andri Clausen og
Guöjón Petersen, Siguröur Sigurjóns
og Hákon Waage, Flosi og
Guömundur Olafssynir. Og ein-
stakur vitnisburöur er t.d. senan í
ræsunum um fágaöa og kröfuharða
atvinnumennsku. Enda leynir sér
hvergi aö karlaflokkurinn er góöur
vinnuhópur.
Stelpumar eiga líka marga ágæta
leiki, t.d. í upphafi og endi. Dauöir
blettir era samt sýnilegir hér og þar,
stundum áberandi. Og mikill munur
er á líkamsburði stúlknanna úr
Dansflokknum og hinna: Ásdís
Magnúsdóttir, Guömunda Olafs og
Helga Bernhard skara fram úr, þar
er „sjónarmunur” eins og Rusty
segir.
Páll Baldvin
Baldvinsson
var umtalsveröur munur í þessum
fögum. Skæ og Sara era vandasöm
hlutverk, þeim hættir svo til aö síga í
gryfju til annarra sviplausra
elskenda, sem er synd því bæði búa
yfir þokka — þrautin er aö galdra
hann fram.
Svo eru öll stirnin, nafnaþula
segir enga sögu, sjón er sögu ríkari,
Bossarnir
Gatnamót á 49 og Broadway,
götur og torg í Havana, Heiti
potturinn, trúboösstööin og ræsin,
þetta er stór og mikil leikmynd sem
Sigurjón Jóhannsson ber ábyrgö á
sem oft áöur á þessum vetri. Henni
er haganlega fyrir komiö, hún er
glæsileg og átti skilið klapp frá
áhorfendum oftar en í tvígang á
framsýningunni. Búningar Unu
íburöarmiklir og smart: hún tekur
þann kostinn að halda períódunni
skömmu fyrir seinna stríð sem mér
sýnist líka gert í leikmynd og hljóm-
sveitarstílnum, en ekki í texta og
betur heföi þýöandi samræmt það
misræmi.
I dag mælir Dagfari
I dag mælir Dagfari
I dag mælir Dagfari
Framsóknarmenn styðja jóga og mangósopa
Mikiö verölagsstríð er hafið vegna
söluskatts- og vörugjaldsálagningar
á aöskiljanlcgar drykkjarvörur. Er
nú allt í einu fariö að tala um ýmsa
góðdrykki, sem maður hefur aldrei
áður heyrt minnst á, svo sem jóga og
mangósopa, og allt ætiar um koll að
keyra þegar fjármálaráöuneytið
leggur til að þessir drykkir ásamt
meö kókómjólk veröi verðlagðir eins
og aðrar sambærilegar vörur.
Kókómjólk hefur maöur sosum
drukkiö þegar ekkert annaö hefur
verið til í ísskápnum á morgnana og
fengiö ákúrur fyrir þaö seinna um
daginn aö hafa drukkið skólanestið
frá blessuðum börnunum að þeim
forspurðum. Skilst manni aö skóla-
börn á íslandi nærist á þessari kókó-
mjólk og var sú drykkjarvenja tekin
upp þegar lýsistökur voru aflagðar
sem skyldufag í barnaskólum. Nú
græöir enginn á því aö framleiða lýsi
og þess vegna óþarfi að mati skóla-
yfirvalda aö pina lýsiö ofan í skóla-
æskuna. Það þótti líka betri kostur
fyrir þjóðarbúið að losa sig viö um-
frambirgðir af mjólkurfram-
leiöslunni meö því að blanda þær
meö kakói og telja barnaheimilunum
í landinu trú um aö sú blanda væri
hollustufæða. Síöan er drukkin kókó-
mjólk í öUum friminútum i samræmi
við þá landbúnaðarpólitík aö offram-
leiðslan skuli oní þjóðina, hvaö sem
kostar.
En meðan kókómjólkin er þannig
orðin að þjóöardrykk hjá skólaæsk-
unni veröur aö viöurkenna að jógi og
mangósopi eru minna þekktir svala-
drykkir, jafnvel þótt þeir séu fram-
leiddir af sjálfri Mjólkursamsölunni
og þjóni göfugri landbúnaðarstefnu.
Yfirleitt hefur maður haldið aö
jógar ættu uppruna sinn í Indlandi og
stunduöu einbeitingu hugans en væru
ekki drukknir við þorsta uppi á
íslandi. Svona er maður ófróður um
neysluvenjur nútimafólks.
Mangósopinn gæti hins vegar átt
ættir sínar að rekja til Afríku þar
sem menn dansa mangó og tangó
eftir villtum takti. Kemur það satt
að segja á óvart að Mjólkur-
samsalan, sem lifir á hráefni úr
Flóanum, skuli láta sér til hugar
koma svo frumlegt heiti á ekki
merkilegri drykk. En sennilega er
það rétt hjá Tómasi aö það er fleira
en hjörtum mannanna sem svipar
saman í Súdan og Grímsnesinu.
Það verður aö minnsta kosti ekki
sagt um þá, landbúnaöarforkólfana,
að þá skorti hugmyndaflug þegar
MANGÓ
MYSUDRYKKUR k lltrf
nmrni
Svall
APPaST^ÆJRYKKUR
AMi5M.£AfA
mmm
m
m
þeir þurfa að pranga óseijanlegri of- landslýðinn.
framleiðslu inn á þorstafenginn Nú ætlar sem sagt allt vitlaust að
verða þegar þessir öndvegisdrykkir
eru verðlagðir til samræmis við
svala, sem einnig er nýtilkominn
tískudrykkur, og mun eiga það sam-
eiginlcgt með þeim fyrrnefndu aö
vera soginn með röri úr
pakkningunni. Eru menn hættir að
súpa af stút, hvað þá að drekka úr
glasi, og er þessi drykkjumenning
liður í uppeldi vegna þess að enginn
má lengur vera að því að þvo upp. En
það er nú önnur saga.
Þetta verðlagsstríð er komið á svo
alvarlegt stig að landbúnaðar-
ráðherra, sem er óþekktur fyrir
annað en að vera framsóknarmaður
og hefur vit á því að hafa sig ekki í
frammi, hefur vaknað til lífsins og
látiö þess getið opinberlega að hann
standi með kókómjólkinni. Það þýðir
einnig að ráðherrann hefur þá skoðun
að jógi og mangósopi eigi einnig að
njóta verndar fyrir söluskatti og
vörugjaldi. Hlýtur þaö að vera
fagnaðarefni fyrir bændastéttina
þegar sjálfur landbúnaöarráðherr-
ann telur það tilheyra landbúnaði að
sjúga svaladrykki með röri en án
söluskatts. Kannski framsóknar-
menn geri mangósopann að næsta
kosningamáli sínu? Það yrði harður
kosningaslagur. Dagfari.