Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1984, Blaðsíða 8
DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. APRIL1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Telja sig hafa ráð- ið gátuna um AIDS Ónæmisbæklunin rakin til blóðkrabbaf rumu eða hvítblæðisvíruss. Aðferð þróuð til að greina AIDS í blóði í blóðbönkum. Bóluef ni naumast væntanlegt fyrr en eftir tvö ár Vísindamenn í Bandaríkjunum telja sig nú hafa uppgötvað hvaö valdiö hafi ónæmisbækluninni „AIDS”. Telja þeir hugsanlegt aö innan tveggja ára veröi búiö að finna upp bóluefni gegn þess- um sjúkdómi, sem m.a. hefur mikiö herjaöá kynvillinga. Margaret Heckler heilbrigöismála- ráöherra tilkynnti þetta í gær en ekki kom fram í þeirri tilkynningu hvort heilbrigöisstofnunin í Washington eöa Pasteur-stofnunin franska ætti heiöur- inn af þessari uppgötvun. Báöar eru taldar hafa komist að svipaöri niður- stööu í sínum rannsóknum á sjúk- dómnum. Meðal samtaka kynvillinga er þess- ari frétt tekið meö fögnuöi en því kviðið um leið aö margir eigi eftir aö deyja ef þaö tekur tvö ár aö finna mót- efni. Heckler skýröi frá því aö innan hálfs árs yrði búiö aö finna aðferð til þess aö greina AIDS í blóöi svo aö skilja megi frá í blóöbönkum blóö óhæft til blóö- gjafar. Danskur AIDS-sjúklingur sem veikin dró til bana. Ofnæmisvarnirnar brugöust og maðurinn hafði ekki mót- stöðu gegn kvillum. m > ÁKÆRDIR FYRIR MANNDRÁP VEGNA HÆTTULEGRAR KVIKMYNDUNAR Kvikmyndaleikstjórinn John Landis og tveir starfsbræður hans veröa sóttir til saka fyrir manndráp af vangá þegar þeir voru aö taka eitt atriöi myndarinnar Twilight Zone, en það kostaði leikarann Vic Morrow og tvö börn h'fiö. Verði þeir fundnir sekir eiga þeir Helvítis-engill berÓI-eldinn Einn af félögum bifhjólaklúbbs- ins „Hells Angels” í Kaliforníu mun bera ólympíueldinn kílómetra spotta á leiðinni yfir Bandaríkin í sumar til leikanna í Los Angeles. Klúbburinn skaut saman 3000 dollurum, sem er gjaldið fyrir að bera kyndihnn shkan spotta. yfir höfði sér allt aö sex ára fangelsi. — Meö Landis eru ákæröir þyrluflug- maður og brellumeistari hans. Mikil gagnrýni hefur komið fram vegna keppninnar um eihft hættulegri atriði í kvikmyndum svo aö lífi starfs- fólks er stefnt í voða. — Morrow (53 ára) og bömin tvö, sex og sjö ára, fórust í júh 1982 þegar þyrla hrapaöi niöur á þau viö töku atriðis sem gerast átti í Víetnamstríöinu. Morrow var á hlaupum meö börnin sitt undir hvorri hendinni, í sprengjugný, en þyrla sveif yfir þeim. Ein sprengjubrellan varð til þess aö þyrlan missti hæö og kramdi þauundirsér. Landis hefur veriö tahnn leikstjóri á uppleiö. I fyrra fórst fahhlífarstökkvari þeg- ar fallhhf hans opnaðist ekki viö gerö myndarinnar The Right Stuff. Af 4.000 Bandaríkjamönnum sem tekið hafa sjúkdómínn síöan hann upp- götvaöist fyrst 1981 hafa 1700 dáiö. AIDS helst einkum í vessum líkamans, þar á meöal blóðinu, og berst auðveld- lega á mihi einstaklinga viö kynmök. Einnig hefur hann lagst á fíkniefna- neytendur og þá aöallega þá sem sprauta sig, eöa fólk sem ekki gætir nægilegs hreinlætis og á því hefur vUjaö bera töluvert sums staöar í þriðja heiminum, meöal örsnauöra. Vísindamenn hjá krabbameinsstofn- uninni bandarísku segjast hafa rakið AIDS tU afbrigöis af blóökrabbafrumu, svonefndrar t-frumu — hvítblæðis- víruss. Þessi vírus ræðst á t-frum- umar, sem eru mikUvægur þáttur í ónæmisvömum líkamans. GaUo, forstööumaður stofnunarinnar, sagöi fréttamönnum aö franska Pasteur- stofnunin heföi rakið veikina tU víruss sem kallaður væri LAV en hugsanlega gæti veriö um sama vírusinn aö ræöa. Frakkarnir munu hafa verið fyrstir aö gera sína uppgötvun. NÍGERÍA SKIPTIR UM GJALDMIÐIL Herstjórnin í Nígeríu hefur stigiö nýtt skref tU þess aö herja á spiUing- una í landinu og ætlar að skipta um gjaldmiöU. Fær enginn aö skipta meiru en 200 þúsund krónum af gömlu mynt- inni öðruvísi en að gera fulla grein fyrir peningaeigninni. Landamæmnum hefur verið lokað fram að 6. mai á meðan gjaldmiöils- breytingin fer fram, svo aö þeir sem eiga leynisjóöi erlendis geti ekki smyglaö peningunum heim til þess aö skiptaþeim. Það er vitað aö margir auömenn í Nígeríu treysta iUa bönkum og er taliö aö margir þeirra kæri sig htt um að skýra hvemig peningar þeirra eru tU komnir. Annars er vitaö að alþýða manna í landinu geymir peninga sína og sparifé heldur heima hjá sér en í bönkum. Búist er viö aö mikiö hamstur hef jist í verslunum. Páfinn hefurekki gleynvt Einingu Jóhannes PáU páfi annar lýsti því yfir um helgina aö baráttu Einingar, hinnar óháöu verkalýöshreyfingar í Póllandi, yröi ekki gleymt 'né hún þurrkuöút. I viöræðum viö pólska pílagríma sem heimsóttu Vatíkaniö um páska- helgina lagöi páfinn áherslu á þetta at- riöi. ,,Maður verður að hugsa meö virðingu um þessar stórkostlegu tilraunir pólsks anda sem nýtur viður- kenningar víöa um heim undir nafni Einingar,” sagði páfinn. Hann sagði einnig að PóUand vildi sjálftráðaframtíðsinni. „ÞjóöinvUl lifa sínu eigin lífi og taka eigin á- kvarðanir á óhkum sviðum lifsins, svo sem félagslegum, menningarlegum, efnahagslegum og stjómmálalegum,” sagöi hinn pólski páfi. Rómversk-kaþólska kirkjan hefur löngum verið tahn dyggur stuðnings- maöur Einingar í PóUandi og þá ekki síst fyrir orð Jóhannesar Páls páfa annars. Walesa kannast ekkivið leyni- fundinn Lech Walesa, formaöur hinna bönn- uðu verkalýðssamtaka Einingar í PóUandi, hefur boriö til baka fréttir frá Einingu um að hann hafi átt leynifund með Czeslaw Kiszczak, innanríkis- ráðherra PóUands, í siöustu viku. Samkvæmt frétt Einingar haföi Walesa farið tU Varsjár síöastUðinn miðvikudag frá Gdansk og átt leynUegan fund meö innanríkis- ráðherranum. Er Reuters-fréttastofan bar þessa frétt undir Walesa kannaðist hann ekki viö að hafa átt fund með ráöherr- anum og sagðist einungis hafa hitt liösmenn Einingar aö máli í Varsjá. Samkvæmt frétt Einingar hafði fundurinn átt sér stað meö samþvkki rómversk-kaþólsku kirkjunnar í land- inu sem gert hefur sér far um aö miöla málum á miUi stjórnvalda og hógvær- ari leiðtoga i Einingu. Kunnugir segja aö þaö þurfi ekki aö koma á óvart aö Walesa vUji ekki kannast við aö slíkur fundur hafi átt sér stað vegna þess hversu viökvæmt þetta mál sé í augum stjórnvalda. Margaret Trudeau gengin í hjónaband aðnýju Margaret Trudeau, fyrrverandi eiginkona Pierre Trudeau, forsætis- ráðherra Kanada, gekk fyrir helgina í heilagt hjónaband öðru sinni. Hún gift- ist þá kaupsýslumanninum Fried Kemper. Ekki var gengið endanlega frá skUnaöi Trudeau-hjónanna fyrr en 2. aprU siöastliöinn en þá höfðu þau veriö skiUn aö boröi og sæng í sjö ár. Skilnaöur þeirra vakti mUda athygU á sínum tima og þá ekki síður hegðun forsætisráöherrafrúarinnar fyrrver- andi en hún tók upp mjög „frjálslegt” lifemi eftir aö hún sagöi skiUö viö bónda sinn. Voru stöðugar fréttir af henni i flestum vikublööum heimsins. Þrír synir þeirra voru viðstaddir brúökaup móöur sinnar en forsætis- ráöherrann Iét hins vegar ekki sjá sig enda óvíst aö hann hafi verið boðinn þangaö. Kemper er 35 ára gamall eins og Margaret og hefur veriö stöðugur fylginautur hennar síöastUðna 15 mánuði. HeimiU þeirra verður í Ottawa þar sem Margaret sér um sjónvarpsþátt. Walter Mondale vannstór- sigurí Missouri Walter Mondale vann mikinn yfir- buröasigur í forkosningum Demókrataflokksins í Missouri i síðustu viku. Þegar taliö haföi verið upp úr kjörkössum á skírdag var ljóst aö Mondale haföi hlotiö 62 prósent at- kvæða en Gary Hart, aöalkeppinautur hans, haföi ekki hlotið nema 21 prósent og Jesse Jackson 13 prósent. Talið er að Mondale hafi nú tryggt sér um 1100 kjörmenn á landsfundi Demókrataflokksins sem velur fram- bjóöanda flokksins í júU. Hart hefur rúmlega 600 kjörmenn og Jackson 172. Oháöir eru 345. „Viö gerðum okkur aldrei neinar vonir í Missouri vegna þess hve verka- lýðshreyfingin er sterk þar og vegna þeirra yfirburöa sem Mondale hafði í skipulagningu þar. En viö eigum okkar bestu ríki eftir,” sagði David Landau, talsmaöur kosningastjórnar Harts, er úrslitin voru kunn. En jafnvel þó Hart eigi sín bestu ríki kannski eftir þá trúa því fáir áö þaö nægi honum til að vinna upp forskot Mondales. Umsjón: Guðmundur Pétursson og Gunnlaugur A. Jónsson Reagan segirþá ríku ekki sleppavið skattinn Reagan Bandaríkjaforseti, sem væntanlegur er til Kína í opinbera heimsókn á fimmtudag, sagöi um helgina aö þaö væri rangt aö skatt- byröi ríkra Bandaríkjamanna heföi minnkað á kostnað hinna fátæku á stjórnartímabili hans. Vitnaði for- setinn í tölur máli sínu til stuðnings. Því hefur oft verið haldiö fram aö á stjórnartíma Reagans hafi hinir ríku orðiö ríkari í Bandaríkjunum og hinir fátæku fátækari. Forsetinn sagöi þetta vera rangt. Reagan sagði aö tölfræðilegar staöreyndir sýndu aö „auðugustu Bandaríkjamennirnir bæru nú stærri hluta af heildarskattbyrðinni heldur en áður”. Þetta kom fram í ávarpi Reagans á laugardag. Sovétmenn neitaenn aðláta Rudolf Hess lausan Sovéska fréttastofan Tass hafnaöi á föstudag möguleikum á aö Rudolf Hess, fyrrum staögengill Hitlers, yröi látinn laus úr fangelsi og gagnrýndi samtímis Helmut Kohl, kanslara Vestur-Þýskalands, fyrir aö fara fram áþaö. „Stríðsglæpamenn nasista eiga ekki rétt á sakaruppgjöf,” sagöi í frétt Tass og þar sagði einnig að ef Hess yröi látinn laus myndi það hafa í för með sér aö nýnasistar í Vestur-Þýska- landimyndueflast. Hess, sem verður 90 ára 26. apríl, situr í Spandau fangelsinu í Vestur- Berlín. Hann er eini fanginn í Spandau og hans er gætt af bandamönnum úr síðari heimsstyrjöldinni, þ.e. Sovét- mönnum, Frökkum, Bretum og Banda- ríkjamönnum. Sovétmenn einir standa í vegi fyrir því aö hann verði látinn laus. Blökku- maðurinn Gantín valdamikill íVatíkani Bernardin Gantin, 61 árs gamall blökkumaöur og kardínáli frá litla Afríkuríkinu Benin, var á dögunum hækkaöur í tign innan Vatíkansins og gegnir nú einu af þremur valdamestu embættunum þar. Gantín hefur eftir stööuhækkunina vald til að skipa biskupa í flestum heimshomum þó páfi veröi raunar aö staðfesta skipanir hans áður en þær öðlast gildi. Gantín nýtur mikilla vinsælda í Afríku og kom það berlega í ljós er Jóhannes Páll páfi annar var á ferð í Benin fyrir tveimur árum. Þá var Gantín fagnað betur en sjálfum páfan- um og mun þaö einsdæmi á fjöl- mörgum feröalögum páfa víðs vegar umheiminn. Gantín var á sínum tima fyrsti blökkumaöurinn til aö gegna yfir- mannsstööu í einhverri af stærri deildum Vatíkansins. Stööuhækkun hans nú var liður í umfangsmiklum breytingum sem páfinn gerði innan Vatíkansins. Með breytingum þessum hefur Itölum fækkaö mjög í hópi valda- mestu manna þar en „útlendingum” aö sama skapi fjölgaö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.