Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1984, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1984, Síða 10
10 DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Umsjón: Gunnlaugur A. Jónsson Árangur spænsku ríkisstjórnarinnar lætur á sér standa: Veikja árásirnar stöðu Likud? En aðrir telja að því muni verða öfugt farið. Þeir segja að árásirnar muni veikja stöðu Likud vegna þess að þær sýni að PLO hafi alls ekki verið brotið á bak aftur með innrás- inni í Líbanon sem kostað hefur líf 600 ísraelskra hermanna og millj- arðadollara. Shamir sjálfur hefur raunar látið þau orð falla aö árásir skæruliða nú séu afleiðing innrásarinnar í Líban- on. „Nú þegar hryðjuverkamennirn- ir hafa misst stöð sína í Beirút þá snúa þeir sér aftur að örvæntingar- fyllri aðferðum eins og þeir notuöu snemma á síðasta áratug,” sagöi Shamir í ísraelska útvarpinu um leið og hann hét því aö uppræta skæruliðahringina. David Magen, borgarstjóri í Kiryat Gat og einn dyggasti stuðningsmaður Sharons, sagöi í samtali við Reutersfréttastofuna að árásir skæruliða myndu ekki hafa nein áhrif á kosningabaráttuna en þær myndu minna Israelsmenn á nauðsyn þess að þjóðin ætti trausta leiötoga í varnarmálum eins og Sharon. Skæruliðar vilja hægri menn við völd Það hefur vakiö athygli manna að allar árásir skæruliða að undanfömu eiga rætur sínar að rekja til róttækari 1 hópa innan PLO en ekki til Fatah- fylkingar Yasser Arafats. Ýmsir telja að hópar innan PLO séu aö reyna að ögra Arafat sem leitast hefur viö á undanförnum árum að gefa PLO betri ímynd í augum umheimsins með því að snúa af braut hryðjuverka. Ezer Weizman sem er talsmaöur sáttargjörðar viö araba í baráttu sinni fyrir því að verða forsætisráö- herra ísraels sagði við Reuter að skæruliöar vildu með árásum sínum nú sjá til þess aö hægrimenn yrðu áfram við völd í Israel. „Þeir vilja engar samningaviðræöur. Þeir vilja hafa skýrt markaö hver óvinur þeirra er,” sagði hann. „GERDU Ein- HVAÐ, FELIPE” Yitzhak Shamir: „ör- væntingarfyllri aöferðir skæruliða.” Ariel Sharon sýndi svo ekki varð um villst að hann á framtíö fyrir sér í stjóm- málum ísra- els. Verða öryggismálin enn á ný aðalmál kosninganna í Israel? Árásir skæruliða PLO gætu breytt kosningabaráttunni Aukin athafnasemi Palestínuskæruliða innan ísraels að undanfömu kann að verða þess valdandi að öryggis- mál þjóðarinnar og hemámið í Líbanon hafi meira að segja í nýhafinni kosningabaráttu ísraelskra stjóm- málamanna heldur en gert hafði verið ráð fyrir. Það var hinn bágbomi efnahagur Israels sem varö þess valdandi að rikisstjóm landsins varð að fallast á kröfur um aö kosningar fæm fram í júlímánuði næstkomandi. Ef áfram- hald verður á árásum skæruliða eins og þeir hafa raunar hótað þá gæti svo farið að það yröu öryggismálin en ekki efnahagsmálin sem yrðu aðal- mál kosninganna. Sharon ekki dauður úr öllum æðum Samtímis því sem skæraliöar Palestínumanna höfðu náð ísraelskri langferðabifreið á sitt vald í síðustu viku var Ariel Sharon, fyrrum vamarmálaráðherra og kunnur harölínumaður í ísraelskum stjórn- málum, að sýna svo ekki yrði um villst að dagar hans sem stjómmála- manns væru engan veginn taldir. Við formannskjör í Herat-flokkn- um fékk Sharon meira en fjörutíu prósent atkvæða á móti Shamir for- sætisráöherra og með slíkt fylgi að baki verður ekki framhjá honum gengið í ráðherrastól ef Likud- bandalagiö og þar meö Herut- flokkurinn ættu aðild að ríkisstjórn á ný eftir kosningarnar 23. júlí næst- komandi. Skoöanakannanir hafa bent til þess að stjórnarandstaðan sé sigur- stranglegri í kosningunum en eftir er að sjá hvort árásir skæraliöa breyti þeirri stöðu. öryggismálin eru nátengd deilunni um hersetu Israelsmanna í suður- hluta Líbanons sem réttlætt er með því að verið sé að bægja frá hættunni af skæruliðum PLO. Fleiri vilja kalla herinn heim Daglegar árásir á ísraelska her- menn í Líbanon og aukinn kostnaöur við hersetuna þar hafa gert það að verkum að gagnrýnin hefur aukist heima fyrir og sífellt fleiri era þeirr- ar skoöunar að rétt sé að kalla ísra- elska herliðið heim. Verkamanna- flokkurinn hefur lofaö að láta verða af því komist hann til valda. Likud-bandalagið, sem nú fer með stjóm í Israel, hefur hins vegar staðiö fast við að hersveitirnar verði ekki kallaðar heim fyrr en nægilegt öryggi hefur verið tryggt. Stjómin heldur því fram að hersveitirnar verði aö vera í Israel til að halda hættunni af PLO í lágmarki. Sumir fréttaskýrendur halda því fram að árásir skæraliða að undan- fömu muni gera það að verkum að sjónarmiö Likud-bandalagsms fái aukinn hljómgrunn á ný. Vandamál Baska, atvinnuleysi, afbrot og eiturlyf, eru helstu áhyggjuefni ríkisstjórnar jafnaðarmanna á Spáni frá því að hún tók við völdum fyrir tæpu einu og hálfu ári. Tíu milljónir atkvæða tryggðu Felipe Gonzáles, leiðtoga jafnaðar- manna, hreinan meirihluta í þinginu. I fyrsta skipti í sögunni fékk Spánn ríkisstjóm sem eingöngu var skipuð jafnaðarmönnum. Felipe, eins og hann er kallaður í daglegu tali, hafði lofað breytingum. Miklar vonir voru bundnarviðhann. Upp á síökastið hafa hneykslismál innan flokks hans gert það aö verk- um aö mesti dýröarljóminn er að hverfa af honum. Mútuhneyksli Mesta athygli vakti er fylkisstjór- inn í Andalúsíu varð að segja af sér vegna mútuhneykslis. Þá eru lög- reglumenn teknir að kvarta undan því að innanríkisráðherrann sé að troða fulltrúum hersins inn í sveitir lögreglunnar og reka í þeirra staö á brott metnaðarfulla lögregluþjóna. Á slíku áttu menn síst von frá ríkis- stjórn j af naðarmanna. Atkvæðagreiðsla lætur á sér standa Atkvæðagreiðsla, sem lofað hafði verið um aðild Spánar aö Atlants- hafsbandalaginu, lætur á sér standa. Samtímis því sem flokkurinn virðist hafa breytt um stefnu og sé nú fylgj- andi aðild þá er almenningsálitið eft- ir sem áður á móti aðild. Síðasta lof- orð stjómarinnar um þetta efni er að kosið skuli um máliö einhvem tíma á fyrsta ársf jórðungi næsta árs. Fyrir lok septembermánaðar næstkomandi skal lokiö samninga- viöræðum um aðild Spánar aö Efna- hagsbandalaginu og rætt er um inn- göngu Spánar þar 1986. En árangurs- lausar samningaviðræður í Brússel á dögunum valda stjórninni í Madrid áhyggjum vegna þess aö hún gerir sér vonir um að aðild að Efnahags- bandalagmu muni hleypa nýju lífi í spænskt efnahagslif. Fiskistríðiö við Frakka, sem meðal annars leiddi til þess að franskir fallbyssubátar skutu á spænska fiskibáta í lögsögu Efnahagsbandalagsins, hefur fengið almenningsálitið á Spáni til aö snú- ast gegn Efnahagsbandalaginu. Allt þetta hefur gert það að verk- um aö bjartsýnin sem ríkti í upphafi valdaferils jafnaðarmannastjórnar- innar hefur snúist upp í óánægju. Hefur haldið hernum í skefjum En hefur þá ríkisstjórn Gonzáles engu góðu komið til leiðar? Því myndu flestir svara játandi. Hún hefur til dæmis haldið hernum í skefjum meö því að hafa beitt mjög harðri stefnu gagnvart Böskum og skæraliðahreyfingu ETA samtímis því sem gerðar hafa verið umbætur innan hersins. Þá er að geta um verðbólguna sem jafnaðarmönnum hefur tekist að kveða í kútinn að miklu leyti. En fjárfestingamar láta þó á sér standa. Spænska f jármagnið heldur áfram að streyma úr landi eins og ýmis bandarísk risafyrirtæki. „Rotnunin í samfélaginu eftir fjöratíu ára einræðisstjórn er miklu dýpri en við höfðum gert okkur grein fyrir og efnahagurinn var enn bág- bornari en við héldum,” segir einn spænsku ráðherranna. Felipe Gonzáles er aðeins 41 árs og er hann yngsti þjóöarleiðtogi í Evrópu. Spánverjar binda enn við hann vonir þó vaxandi óþolinmæði sé tekið að gæta. Vonir enn bundnar við Fel- ipe Enn er langt til næstu kosninga. Þær era fyrirhugaðar 1986. En eitt og hálft ár er ekki svo langur tími þegar gera þarf mjög róttækar breytingar og mörgum finnst sem ástandið nú um stundir minni á það sem var í upphafi fjórða áratugarins. Þess vegna biðja margir Spánverjar þess nú einlæglega sem oröað var þannig í leiðara eins spænsku dagblaðanna nýlega: „Gerðu eitthvað, Felipe!” Því að þrátt fyrir allt vilja fæstir hrekja hann frá völdum. I hugum flestra Spánverja er hann tákn um ný jan Spán.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.