Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1984, Side 45

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1984, Side 45
iRpt TH-t'íA fcí f?itr»íniiT.fíT«d vn DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. APRIL1984. 45 Dæmalaus Veröld Dæmalaus V'ERÖLD Dæmalaus Veröld Sigursteinn og Týra: Hún ermeð 4 eyru þó svo það sjáist ekki glöggt á myndinni. Tíkmeð fjögureyru Flestum hundum nægja tvö eyru en ekki Týru á Akureyri, hún hefur vísi aö tveimur til viðbótar. „Eg var aö baöa hana um daginn og þá fann ég þetta,” sagöi eigandinn, Sigursteinn Kristinsson. ,,Ég hélt fyrst að þetta væru einhver æxli og fór með hana til dýralæknis, Knudsen vildi endilega fá að sjá hana. Hann sagöi að þetta væru aukaeyru og aö þau hlytu aö hafa veriö fyrir hendi þó þau væru fyrst núna aö vaxa. Þaö gæti vel verið aö þetta yrði ekkert meira en svo gæti eins veriö aö þetta færi i fulla stærð, enda tíkin aðeins árs- gömui og ekki alveg búin aö taka út vöxt.” Sigursteinn sagöi einnig aö dýralæknirinn heföi ekki vitað nein önnur dæmi um svona aukaeyru á hundum. Svona lagað gæti þó alltaf gerst og væri hliöstætt dverg- spenum á kúm. Þetta myndi örugg- lega ekki há tíkinni neitt. Ennþá eru eyrun ekki þaö stór að þau sjáist. Þetta er helst eins og hníflar neðan viö eyrun. Hnúöurinn hægra megin er meira eyralagaður en sá vinstrá megin. Tíkin kom sem litill hvolpur fyrir um ári frá Matthíasi Eiössyni á bænum Brún sem er fyrir ofan Akureyri. Hún hefur þroskast full- komlega eölilega hingaö til en eitthvað virðist hún vilja bæta heyrnina, blessuö skepnan. -JBH/Akureyri. Fótbrotinn gráhegri Þessi myndariegi gráhegri fannst fótbrotinn og grindhoraður úti á Laugarnestanga fyrir svo sem 10 dögum. Lá hann þar fiatur og gat sig ekki hreyft þegar menn gengu að honum. Að sögn Ævars Petersen, sem hér heldur á sjúklingnum, eru gráhegrar algengir hér á landi á veturna en hingað koma þeir frá Norðuriöndum. Gráhegrinn dvelur nú i góðu yfiriæti á Náttúrufræðistofnun, fótbrotið er að gróa og étur hann karfa eins og heitar lummur. Þykir hann góður og skemmtilegur félagi þar á skrifstofunum þó svo starfsmenn verði að mæta um helgar tilað fæða hann. „Það er fyrir mestu að hann hressist, "sagði Ævar Petersen. D V-m ynd Bjarnleifur. Þannig litur Kadilakkinn út að utan. Nýi bfllinn hans Reagans Ronald Reagan er búinn aö fá sér öfund viö að lesa eftirfarandi sem hefja má skothríð meö vélbyssum nýjan bíl. Og þaö er enginn venjulegur upptalningu: ef þannigstendurá. bíll, aukabúnaðurinn er þess eölis að — örsmá.göf á hliöum bílsins, vart — Flugbeittir hnjfar stingast út úr sjálfur James Bond yrði grænn af sjáanleg með berum augum, þaðán bílnum, neðariega, ef mugurinn ætlar aö reyna að troöast yfir tækiö. — Sérstakir hjólbarðar sem springa ekkiþótt skotiðséáþá. — Afturstuðara má breyta í pall fyrir lífverðina til aö stökkva upp á ef slys hendir. Pallinum fylgir handriö. — Rúöur eru tvöfaldar og skotheld- ar og bíllinn á aö þola sprengjuárásir líkar þeim sem tíökast í Beirút þessa dagana. Þá er ekki nefndur sá lúxus sem fylgir bílnum innvortis en eintakiö 'ar sérstaklega lengt til að gera þaö þægi- legra. Bíllinn er af Cadilac-gerð og rúllar um á sérgeröum, stórum dekkjum sem þurfti að sérhanna þannig aö bíllinn þyidi'allan aukábúriaöiriri. HEIMSLJÓS Rokkí Stokkhólmi Roger Waters, bassaleikari, söngvari og lagahöfundur í Pink Floyd, heldur hljómleika í Stokkhólmi 16. júní nk. Með honum leikur Eric Clapton á gítar. Menguní Miðjarðar- hafí Miftjarðarhafið er svo mengað af kvikasílfri að tún- fiskur og kræklingur sem þar veiðist er vart mannamatur. Svo segir í skýrslu frá um- hveríismálanefnd Sameinuðu ijóðanna. Ofrískar konur eru varaðar við að neyta skelfisks úr hafinu enda sýna rannsóknir að aðeins 4% af honum séu innan neyslumarka. Hlaupari slærmet Zola Budd, 17 ára millivega- lengdahlaupari frá Suður- Afríku hefur fengið breskan ríkisborgararétt á mettíma — eða aðeins 10 dögum. Hefur það valdið deilum í breska þinginu og formælandi stjórna- andstöðunnar segist viss um að hæfileikar hennar sem hlaup- ari og hvítur húðlitur hafi hér skipt miklu. Budd mun hlaupa fyrir hönd Bretlands á ólym- píuleikunum. Víetnam- stríðið á stofuborðinu Bandarískur háskólakenn- ari, Nicholas Karp, sem er sér- fræðingur í styrjöldum Róm- verja hefur hannað nýtt spil um Víetnamstyrjöldina. Sam- anstendur það af 780 einingum sem endurspegla átökin eins og þau voru her- og stjórnfræði- lega. Annar keppandinn er fuli- trúi Bandarikjanna og Suður- Víetnama á meðan hinn spilar fyrir Norður-Víetnama og Þjóðfrelsisfylkinguna. t flókn- ustu útgáfum sinum getur spil- ið varað í 100 klukkustundir. Snjómaður- inn ógurlegi Vadim Ranov, einn virtasti visindamaður í Sovétríkjunum hefur krafist þess að starfsfé- lagar hans hætti leitinni að snjómanninum ógurlega sem staðið hefur lengi og verið tek- in alvarlega í sovéskum fjöl- miðlum. Segir Ranov rök leit- armauna hrcina fjarstæðu og reyndar uppfundin af þeim sjálfum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.