Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1984, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1984, Blaðsíða 20
LeifurSveinsson: Ásakar arkitekta um klíkuskap Á fundi hjá byggingarnefnd borgar- innar nýlega voru lögð fram mótmæli Baldvins Halldórssonar og Leifs Sveinssonar vegna fyrirhugaðrar byggingar parhúss á lóðinni nr. 33 við Suðurgötu. Segir Leifur Sveinsson að með bréfi byggingarfulltrúa hafi honum verið gefinn kostur á að tjá sig um fyrirhugaða byggingu samanber reglugerð um grenndarrétt. Segir Leifur að fyrirspumum og óskum ákveöins aðila um að byggja á umr-addri lóð hafi verið þverneitað en nú beri svo við að tveir arkitektar fái áhuga á lóð þessari til að reisa þar parhús. „I Borgarskipulagi eru kolleg- ar þeirra allsráöandi og þó gegnir allt öðru máli en ef almennir borgarar hefðu átt í hlut. Arkitektar virðast standa saman ef setja þarf kíkinn fyrir blinda augað. Svona stéttahroki mun vera einsdæmi á Islandi og er „víta- verður”,” segir m.a. í bréfi Leifs Sveinssonar til byggingarnefndar. Guörún Jónsdóttir, þáverandi for- stöðumaður Borgarskipulags, sat umræddan fund en forstöðumaður Borgarskipulags á seturétt í byggingarnefnd. Oskaöi Guðrún Jóns- dóttir að bókað væri um að hún vísaði á bug því sem stæði í bréfi Leifs Sveins- sonar um stofnunina og starfsmenn hennar. Féllst byggingamefnd á erindiö um leyfi til að byggja parhús á umræddri lóð en vísaöi því til borgarráðs vegna breytinga á skilmálum. jfiittif ntís Aðalvinningur ársins er fullgerð vernduð þjónustu- íbúð á einni hæð að Boðahlein 15, Garðabæ. í húsinu er fullkomið viðvörunarkerfi, sem tengt er þjónustu- og öryggismiðstöð í Hrafnistu Hafnarfirði. Húsið er 83,5 fermetrar með garðhýsi. Gangstéttar upphitaðar. Söluverðmæti 2,5 milljónir króna Auk þess ellefu toppvinningar til íbúðakaupa á 500 þúsund krónur, 100 bílavinningar, 480 utanlandsferðir og fjöldi húsbúnaðarvinninga. MIÐIER MÖGULEIKI Sala á lausum miðum og endurnýjun ársmiða og flokksmiða stendur yfir §daeí DARA /V .rf/m Happdrættí 84- 85 <<_________t með §ölda stórra vínnínga Tónlist er mikið notuð við kennslu kinverskra barna. Skólabörn i borginni Xian syngja, klappa og dansa og gera alls kyns likamsæfingar í tengslum við kennsluna. YF,R 9000 BÍLAR ERUMEÐ Lumenition Eina transistorkveikjan sem slegið hefur í gegn á íslandi. íí" POSTSENDUM. fSBm ttoS «a, hábebchit Skeifunni 5a — Simi 8*47*88 dv. tíÖibj‘ODÁGÍj'á'24: !Áí>Kn: ísiáí! íslenskir skólamenn fóru í mikla kynnisför: TÓNUST í HÁ VEGUM HÖFÐ í SKÓLUM í KÍNA Hópur íslenskra skólamanna er nýkominn úr kynnisf ör til Kína. „Þetta var algjört ævintýri, allan tímann,” sagði Áslaug Brynjólfs- dóttir, fræðslustjóri í Reykjavík, en hún átti fmmkvæðið að f erðinni. „Þetta var alveg ógleymanleg ferð. Við sáum svo mikið. Þetta var nýr heimur,” sagði Áslaug og hrifningin leyndi sér ekki. Þátttakendur voru alls 22 talsins, aðallega skólastjórar. Fimmtán voru úr Reykjavík en sjö utan af landi, úr hverju fræðsluumdæmi. Lagt var af stað frá Islandi 15. mars og komiö heim aftur 30. mars. „Ferðin var skipulögö af Kinversk-íslenska menningarfélag- inu. Hún var á mjög hagstæðum kjörum, öll ferðin, kostaöi 53 þúsund krónur á hvern mann,” sagði Aslaug. Kostnaðinn greiddu þátttakendur að mestu úr eigin vasa. Sveitarfélög veittu þeim þó styrk. Reykvísku skólamennimir fengu til dæmis tíu þúsund króna styrk hver frá borg- inni. „Eg fékk áhugann eftir aö hafa séö kvikmynd frá kínverska sendiráðinu frá skólastarfi í Kína. Ég vildi sjá með eigin augum skóla í Kína,” sagðiÁslaug. Hópurinn flaug fyrst til London og gisti þar eina nótt áður en flogið var til Hong Kong með millilendingu á Indlandi. Dvalið var í Hong Kong í tvo daga en síöan fjórar stórar borg- ir í Kína heimsóttar; Kanton, Shanghai, Zian og Peking. Leiðsögumaður fylgdi hópnum allan tímann. Skólar fyrir alla aldurshópa voru skoðaöir en einnig var farið í verksmiðjur, söfn, í óperu og á danssýningu, svo eitthvað sé nefnt. „Það sem mér fannst einna athyglisveröast við kínverska skóla er hvaö tónlist er í hávegum höfö í tengslum við kennsluna,” sagði Aslaug. Má búast við að kynni íslenskra skólamanna af kínverskum skólum hafi áhrif á íslenska skóla? „Við yfirfærum ekkert af þessu beint. En það kvikna ýmsar hug- myndir við að sjá eitthvaö allt ann- að,”sagði Áslaug. Auk hennar fóm til Kína Jón Áma- son, Árbæjarskóla, Þorvaldur Oskarsson, Breiðholtsskóla, Karen Vilhjálmsdóttir, Breiðholtsskóla, Áslaug Friðriksdóttir, öldusels- skóla, Árni Magnússon, Hlíöaskóla, Guðbjöm Björgúlfsson, Fjölbrauta- skólanum Breiðholti, Valgerður Selma Guðmundsdóttir, Hólabrekku- skóla, Pétur Orri Þórðarson, Hlíða- skóla, eiginkona hans, Kristín Bem- höft, Ingibjörg Þorkelsdóttir, Breiðageröisskóla, Hrefna Sigvalda- dóttir, Breiöageröisskóla, Anton Sigurðsson, Isaksskóla, Karl Kristjánsson, Ármúlaskóla, Jenna Jensdóttir rithöfundur, Indriði Ulfs- son, Akureyri, eiginkona hans, Helga Þórólfsdóttir, Guðmundur Magnús- son, fræðslustjóri Austurlands, Þuríður Pétursdóttir, Isafirði, Hjör- dís Guðbjömsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Heiöarskóla, og Bjami Sigurðsson, Þorlákshöfn.-KMU. Hópurinn sem fór tilKína. Myndavélar voru á lofti og filmur ekki sparaðar þegar litið var inn i kinverskar kennslustofur. Aðalfundur Hagtryggingar hf. árið 1984 verður haldinn í Domus Medica við Egilsgötu laugar- daginn 28. apríl og hefst kl. 14.00. Dagskrá: Aðalfundarstörf skv. 15. gr. samþykkta félagsins. Aðgöngumiðar að fundinum og atkvæðaseðlar verða afhentir hluthöfum eða öörum með skriflegt umboð frá þeim í skrif- stofu félagsins að Suðurlandsbraut 10, Reykjavík dagana 24.— 28. apríl á venjulegum skrifstofutíma. STJÓRN HAGTR Y GGINGAR HF. snmymnH siiiiiBnn ...vöruverð í lágmarki vn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.