Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1984, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1984, Blaðsíða 42
42 DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. APRIL1984, DÆGRADVÖL DÆGRADVOL DÆGRADVÖL VÉLSLEÐAR „Gleðilegan þriðja i páskum," eru hátiðarorð Dvalarinnar nú á ný- byrjuðu sumri. Fréttir herma að sumarið verði þrælgott sem þessi þriðjudagur og þvi er það auðvitað: „Komiði sælir, félagar og vinir góðir." Þar sem við höfum nýlega kvatt vetur fjöllum við um vélsleðaferðir að þessu sinni. Það er óhætt að segja að fáar ferðir hafa vakið eins mikla athygli og Nýjadatsferðin sem farin var nýlega. Hún fær sina um- fjöllun. Við ræðum við þrjó kunna vélsleðagarpa. Þá Þorstein Baldursson, Ágúst Hátfdánarson og Hrafn Sveinbjamarson. Sé siðastnefndi er sjötugur að aldri og gerði „stormandi" lukku i Nýjadalnum. Kyntí vel undir fjörið. Þá er það punkturinn okkar sivinsæli. Hann segist lika vilja fá sina vélsleðaferð, þvi nægur sé enn snjórinn. Við ferðbúumst með hann og komum honum á sinn stað. Þrykkjum honum á prent og þar fær hann fyrir ferðina. Texti: lón G. Hauksson Myndir: Bjarnleifur Bjamleifsson GÓÐURÚT- BÚNAÐUR OGRÉTT VIÐBRÖGÐ — segir Ágúst Hálf dánarson sem hef ur ekki aðeins ekið um á vélsleðum og mótorhjólum til fjalla, hann hefur líka smíðað vélsleða Agúst Hálfdánarson, 36 ára tækni- fræðingur og fjallagarpur með meiru, hefur ekki aðeins feröast um á vélsleð- um. hann hefur einnig smiöaö vélsleða. „Eg hætti því er beltaverksmiðjan og mótorverksmiðjan fóru á hausinn,” sagði Ágúst er Dægradvölin ræddi viö hann uppi á Mosfellsheiði á sunnudag- inn í síðustu viku. Hann var þá að fara í „vélsleöaskrepp” upp að Hengli. Það var fyrir um tíu árum sem Agúst fékk vélsleðadelluna. „Eg haföi lengi haft áhuga á f jallaferöalögum og kann vel við mig til fjalla. Utsýniö er víða stórkostlegt.” Á mótorhjólum á fjöllum Farartækin hjá kappanum hafa oft verið hin merkilegustu. Þannig átti hann mótorhjól á sínum tíma og það fékk að kynnast fjöllunum. Þá smíðaði hann sér eitt sinn bát, sem knúinn var áfram með vélsleðamótor og flug- vélarhreyfli. Á honum sigldi hann meðal annars upp Tungnaá. Það þarf því víst fáum að koma á óvart að Agúst er einn af þeim vél- sleðamönnum sem hélt í Nýjadal fyrir skömmu á mót vélsleðamanna. Við spurðum hann hvort vélsleöamennska Skemmtileg mynd hjá Bjarnleifi uppi á Mosfellsheiði fyrir stuttu. Ágúst var þá að leggja i hann upp að Hengli. Aðeins nokkurra stunda ferð i þetta sinnið. Myndin sýnir hins vegar vel þann nauðsynlegasta búnað sem menn verða að hafa með sér. Varahlutir i vélsleðann, skófla, kikir, áttaviti, kort, lukt, auka- klæðnaður, tjald, svefnpoki, álpoki og margt, margt fleira. að leita skjóls og halda kyrru fyrir. Þá kemur fyrst verulega til kasta þess út- búnaöar sem menn þurfa að hafa með sér. Eg get nefnt búnað eins og skóflu, kaöal, kort, áttavita, hitunartæki, vasaljós, tjald, svefnpoka, vatnshelda yfirbreiðslu, álpoka og góðan klæðnað, samanber klæðnað sem ver gegn kulda og bleytu. Og þá er mikilvægt að hafa aukaföt með sér. Síöast en ekki síst er þekking á sleðanum nauðsynleg. Sleöinn þarf að vera í góðu ásigkomulagi. En enginn sleöamaöur ætti aö fara í feröalag án þess, að hafa varahluti og verkfæri meðíferðina. A þetta allt saman var mikil áhersla lögö á námskeiðunum. Og með þennan búnaö og að sýna rétta hegðun eru menn ekki í þeirri hættu sem al- menningur heldur eftir þetta mót okkar.” Vélsleðarnir hafa opnað öræfin — En hvers konar fólk stundar þetta sport, Agúst? „Þetta er útivistarfólk sem hefur uppgötvað að hægt er að ferðast um öræfin á vetuma. Það hefur uppgötvað þennan ferðamöguleika á meðan aðrir möguleikar eru takmarkaðir. Vél- sleðamir hafa opnað öræfin, þann hluta landsins sem er hvað fallegast- ur” -JGH Á árum áður er Ágúst stundaði fjallaferðir á mótorhjólum. Myndin er tekin uppi i Hengli. D V-myndir Bjarnleifur Bjarnleifsson. væri glæfrasport. „Það eru margir sem halda því fram eftir þetta mót okkar í Nýjadal. En ferðin sýndi það einmitt og sannaði að séu menn með góöan útbúnað og sýni þeir rétt viöbrögð þá er ekki hættulegt að feröast um á vélsleðum á hálendinu. Það mikilvægasta er að ferðast vel. Þá á ég við að það er ekki nóg að háfa alls kyns útbúnað. Viss þekking og það að geta brugðist rétt við er líka nauðsynlegt. Og ég held að sjaldan hafi jafnmarg- ir vélsleðamenn fengiö eins mikla reynslu í að ferðast og í þessari ferð uppíNýjadal.” Viss þekking og rétt hegðun — Nú hélduö þið námskeiö í ferða- mennsku í Nýjadal. — Og þú talar um vissa þekkingu og rétt viðbrögð? „Já, það sem ég á við með réttum viðbrögðum er að sýna rétta hegðun. Að menn velji sér ferðahraða miðað við færi og áryggni. Að menn forðist vatn og krap og sýni varúö við til dæmis gil, kletta, hengjur og þar sem hugsanleg snjóflóðahætta er. Þá er mikilvægt að hópurinn sé ekki of stór og að menn fylgist hver með öörum. Og útbúnaðurinn tengist þessu á þá leið aö skelli vont veður á er mikilvægt FER ÖRUGGLEGA AFTUR — segir Hrafn Sveinbjamarson, sjötugur vélsleöamaður, sem þeysti yfir endilangan Vatnajökid á leið sinni í Nýjadal Sjötugur og hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kemur. Og eftir að hafa þeyst yfir endilangan Vatnajökul á vél- sleða brá hann ekki út af venju er hann kom á mót vélsleðamanna í Nýjadal. Hann mætti í blússandi góðu skapi, ólíkt veðurguðunum. „Sú einstaka náttúrufegurð, sem maður veröur aðnjótandi, er þaö skemmtilegasta við vélsleöaferöirn- ar,” sagði Hrafn er við slógum á þráð- inn til hans á Hallormsstað, þar sem hann hefur búið frá árinu 1932. Hann er sannur austanmaður. Hrafn sagðist ekki muna svo ná- kvæmlega hvenær hann hefði fengið áhuga á að ferðast um á vélsleðum. „Hef verið í þessu um tíma,” sagði hann hógvær. — Nú varstu aldursforsetinn í Nýja- dal, ekki satt? „Ja, svo sögðu þeir þarna innfrá.” — Og hvernig var ferðin? „Mjög skemmtileg. Eg hafði Sjónvarpsmenn voru með i ferðinni og mynduðu grimmt i skálanum. Skálalifið gott það var; fyrir sjónvarpsmenn þar margtbar. reglulega gaman af henni. Kynntist mörgum.” — En skemmtilegasta vélsleða- ferðin frá upphafi? „Eg held að ferðin í Nýjadal og skömmu áður á Hveravelli séu þær skemmtiiegustu. Þær eru jafnframt með þeim lengstu sem ég hef farið.” Það var á fimmtudag sem Hrafn lagði í hann frá Héraði viö annan mann. Síðar slógust þeir í för meö 9 Austfiröingum. Jökulferðin var ævin- týri. Hópurinn fór upp á jökulinn frá Snæ- felli. Ferðin yfir jökulinn var hvorki meira né minna en um 100 kílómetrar. Komið var niður við Vonarskarð. Þaöan var haldið í Jökuldalina, skál- ann í Nýjadal. „Þetta voru um 200 kílómetrar í það heila og síðan aftur til baka.” — HvaðumHveravaliaferðina? „ Já, ég fór í hana um þremur vikum fyrir Nýjadalsferðina. Hún var mjög skemmtileg. Þar var meðal annars farið yfir Hofsjökul, nú og Vatnajökul líka. I þessari ferð vorum við veður- tepptir í tvo daga í skála Baldurs Sig- urðssonar í Gæsavötnum. ” Hrafn kvaðst hafa gert nokkuö að því að ferðast á sumrin um á jeppum. Þá væri hann í hestamennskunni. „Á f jóra hesta og fer nú með vorinu aö snúa mér meira að þeim.” Því má skjóta hér inn í að Hrafn starfar hjá Kaupfélagi Héraðsbúa á vetuma. Er í bókhaldinu. A sumrin vinnur hann hjá Vegagerðinni. I gegnum tíðina hefur hann þó tekið sér ýmislegt fyrir hendur, unnið við búskap og ekiö vörubíl svo eitthvaö sénefnt. — EnhvaðumNýjadalsferðaðári? „ Jú, ég fer örugglega aftur.” -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.