Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1984, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1984, Blaðsíða 21
DV. ÞRIÐJUDAGUR24. APBIL1984. 21 ^H 1 ^ Skíðalands- m* Nicholas B % já mótið á átti HbP ngpr jfflsijsffl | r£ Akureyri snilldarleik Frjálst,óháð dagblað £ — sjá bls. 22-23 Slgurður Jónsson. „Hættur hjá Mother- well — langar heim” —segir Jóhannes Eðvaldsson í Glasgow Frá Kjartani L. Pálssyni, blaða- manni DV í Glasgow. „Ég er hættur hjá Motherwell — hef ekki leikið með liðinu síðustu 2—3 leik- ina — og iangar nú mest heim til að þjálfa og leika. Það getur þó orðið erfitt vegna barsins sem ég á hér í Glasgow. Ég yrði þá sennilega að losa mlg við hann. Þetta stendur allt og feilur með því að maður sé á staðnum sjálfur,” sagði Jóhannes Éðvaldsson, fyrrum landsiiðsfyrirliði tslands i Sigurður bestur í Diisseldorf — þar sem hann lék með unglingaliði Glasgow Rangers Sigurður Jónsson, hinn efnilegi knattspyrnumaður frá Akranesi, gerði stormandi lukku þegar hann iék með unglingaliði Glasgow Rangers á mlklu móti í Dusseldorf um páskana. Sig- urður var kjörinn besti sóknarieik- maður mótsins og fékk hann glæsi- legan bikar fyrir. — ,,Sigurður er leikmaður sem á framtíðina fyrir sér. Við viljum fá hann til Glasgow Rangers — og ég myndi gera hann að stórleikmanni á þremur árum,” sagði Jock Wallace, framkvæmdastjóri Rangers, eftir mótið. Glasgow Rangers, sem var með skemmtilegasta lið mótsins og jafn- Sigurlás Þorleifsson. Sigurlás á skot- skónum Frá Éiríki Þorsteinssyni — frétta- manni DV í Svíþjóð: — Éyjamaðurinn Sigurlás Þorleifs- son hefur svo sannarlega tekið skot- skóna með sér til Svíþjóðar. Sigurlás skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik með 3. delldarliðinu Vasa-Lund, sem lagði Digerfoss að velli 2—0 í gær. Islensku stúlkumar Magnea Magnúsdóttir og Brynja Guðjónsdóttir áttu báðar mjög góðan leik með sænska meistaraliðinu Oxaback, sem vann sigur í sínum fyrsta leik — 2—1 gegn Karlsland. Þeim tókst þó ekki að skora. -EÞ/-SOS framt það yngsta, tapaði úrslitaleikn- um fyrir unglingalandsliöi Tyrklands 0—1 eftir að hafa ráðið gangi leiksins. Tyrkir voru með miklu eldri leikmenn heldur en Rangers — stráka sem voru vel yfir 20 ára. Sigurður skoraði glæsimark gegn Frankfurt í mótinu — einlék frá miðju og skoraði með þrumufleyg, þegar Rangers vann 2—0. Félagið vann síðan Kaiserslautern 2—1 í undanúrslitum og lék Sigurður mjög vel. Þjálfarar Bremen, Frankfurt og Diisseldorf hrifust mjög af leik Sig- urðar og má búast við að hann fái tilboö frá mörgum félögum á næstunni. -SOS. Amór óheppinn Frá Kristjáni Bemburg — frcttamauni DV í Belgiu: —Hcppnin er ekki með Araóri Guðjohnsen þessa dagana. Araór lék með varaliði Anderiecht á laugardaginn og skoraði þá gull- fallegt mark. Hann þurfti stðan að yfirgcfa leikvanginn eftir aðeins 30 minútur, þar sem hann fann til meiðsla i læri. —KB/—SOS knattspyrnunni, þegar ég heimsótti hann hér í Glasgow. Jóhannes lenti í deilum við fram- kvæmdastjóra Motherwell, liðsins sem hann hefur leikið með á Skotlandi síð- ustu tvö árin. ,,Ég var ekkert að þrefa við hann því í samningi mínum viö Motherwell var ákvæði þar sem ég gat Magnús Bergs skorar grímmt Magnús Bergs heldur sinu striki með Sant- ander á Spáni — hann skorar grimmt þessa .dagana. Magnús skoraði eitt mark þegar Santander lagði Castallon að velli 4—0 á heimaveUi á sunnudaginn og er Santander nú svo gott sem búið að tryggja sér 1. deUdarsæti — er í öðrn sæti í 2. deUd og þarf aðeins tvö stig úr síðustu fimm leikjum liðsins til að 1. deildarsætið sé öruggt. Magnús skoraði mark sitt af stuttu færi — sendi knöttinn upp í þak- netið á marki CastaUon. Magnús hefur skorað fimm mörk fyrir Santander að undanförnu. -SOS. hætt með liðinu hvenær sem ég vildi. Ég hætti til að vera ekki að standa í neinum deilum,” sagði Jóhannes. , ,Ég hef haldið mér í góðri æfingu, er alls ekki búinn sem knattspymu- maöur. Nú langar mig mest heim til að þjálfa og leika og draumurinn er auð- vitað að leika meö íslenska landsliðinu í riðlakeppni heimsmeistarakeppn- innar gegn Skotlandi á Hampden Park.” Það er þó ekki víst að Jóhannes komist til Islands — erfitt vegna veitingastaðarins sem hann rekur hér í Glasgow. „Það fer ekki saman að vera með slíkan bar og æfa og leika knatt- spymu. Ég þyrfti að losa mig við hann til að komast heim en það getur verið nokkrum vandkvæðum bundið,” sagði Jóhannes að lokum. Þess má geta að Jóhannes hefur verið nefndur sem þjálfari og leikmaður á Isafirði í sumar en ekkert hefur endanlega verið ákveðiðíþvímáli. -KLP/hsím. Jóhannes Eðvaldsson til tsafjarðar? fer hann Umsókn um vegabréf breytti öllu: Hélt sig skoskan en er íslendingur Paul Bjarnason valinn ískoskt unglingalandslið í körfuknattleik en í Ijós kom að hann var íslenskur ríkisborgari Frá Kjartani L. Pálssyni, blaða- manni DV í Glasgow. Islenskur piltur, sem vissi þó ekki að hann var islendingur, hefur verið mjög í sviðsljósinu í f jölmiðlum hér á Skot- landi að undanförau. Hann heitir Paul Bjaraason, 19 ára að aldri og einn besti körfuknattleiksmaður Murrey Inter- Tony Knapp íl Jusseldorf Oj gBrugge íslands í V-Þýskalandi og Belgíu Tony Knapp, landsllðsþjálfari í knattspyrnu, var í V-Þýskalandi og Belgíu um páskana — til að ræða við atvlnnumenn okkar í knattspyrnu sem leika í þessum löndum. Knapp ræddl við landsllðsmenn okkar um þau verk- efnl sem fram undan era og þá undir- búning fyrir undankeppni HM. — Viðræðumar voru mjög gagnleg- ar. Við skiptumst á skoðunum og rædd- um málin, sagði Atli Eðvaldsson eftir að Knapp, Gylfi Þórðarson, formaöur landsliðsnefndar KSI, og Þór Símon Ragnarsson landsliðsnefndarmaður höfðu átt viðræður við Atla, Pétur Ormslev, Ásgeir Sigurvinsson og Hafþór Svein jónsson í Diisseldorf. Knapp sá Atla leika með Dússeldorf gegn Frankfurt. Frá V-Þýskalandi hélt Knapp síðan til Belgíu og átti þar fund með Sævari Jónssyni, Pétri Péturs- syni, Lárusi Guðmundssyni og Amóri Guðjohnsen í Brugge. -SOS. national, sem er eitt besta iið Skot- lands í körfuknattleiknum. Fyrir skömmu var Paul Bjarnason valinn í unglingalandsliö Skotlands, sem nú leikur á Evrópumeistaramót- inu í Þýskalandi. Þegar Paul fór til að útvega sér vegabréf í ferðina kom heldur betur bakslag hjá honum. Þar kom í ljós að hann var ekki breskur ríkisborgari — heldur islenskur. Faðir hans er íslenskur en móðir skosk en nánari deili á þeim veit ég ekki. Paul hefur verið búsettur á Skotlandi frá fæðingu og hafði ekki hugmynd um að hann var Islendingur. Skoska körfuknattleikssambandiö fór strax í að reyna að fá undanþágu fyrir hann svo hann kæmist í Þýskalands- förina. Rætt var við Alex Flescher, þingmann Edinborgar, og hann ræddi við David Waddington, ráðherra innanríkismála Skotlands. Þar var algjör veggur. Ráðherrann neitaði að Paul Bjarnason fengi undanþágu og fjölmiðlar hér á Skotlandi gripu máliö á lofti. Mikil blaðaskrif urðu auk þess sem fjallað hefur verið um málið í útvarpi og sjónvarpi. Skotum finnst ekkert réttlæti í þessu eftir að Zola Budd, hlaupakona frá Suður-Afríku, fékk næstum strax breskan ríkisborgara- rétt eða 11 dögum eftir að hún sótti um hann. Skrítið mál þetta með Paul Bjamason og hann hefur verið mjög óhress með gang mála. Það gæti tekið hann 1—2 ár aö fá breskan ríkis- borgararétt. Skosk lið mega hafa tvo útlendinga í liðum sínum og þar sem Paul er nú talinn íslenskur gæti það orðið til þess að hann kæmist ekki í Murrey-liðið næsta leiktímabil. Þá hafa blöðin hér getið þess að skoska liðið í Þýskalandi hefði einmitt átt að leika gegn Islandi. -klp/hsím. Feyenoord vill fá Pétur aftur Frá Kristjáni Beraburg — frétta- manni DVíBelgiu: — Belgíska blaðið Laste News sagði frá þvi á laugardaginn að hollenska félagið Feyenoord vildi fá Pétur Pétursson aftur til sin og hefur félagið haft samband vlð Antwerpen. Antwerpen hefur sett háa upphæð á Pétur eins og fyrir ári þegar Benfica og Valencia vildu kaupa hann. For- ráðamenn Feyenoord sögðu í viðtali við blaðiö að þeir myndu ekki kaupa Pétur fyrir þá upphæð sem Antwerpen vildi fá — hún væri of há. Pétur Pétursson sagði í viðtali við blaðið að ef hann næði ekki að knýja fram sanngjarna sölu þá færi hann beint til Islands þegar samningur hans við Antwerpen rennur út í sumar og gerðist áhugamaður þannig að Antwerpen fengi enga peninga fyrir hann. Pétur hefur mikinn hug á að fara til síns gamla félags — þar sem hann hóf atvinnuknattspyrnuferil sinn. -KB/-SOS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.