Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1984, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1984, Blaðsíða 18
18 DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. APRIL1984. Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í byggingu að- veitustöðvar við Hellu, Rang. Útboöið nær til byggingarhluta stöðvarinnar, þ.e. jarðvinnu og byggingar stöðvarhúss. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, Reykjavík, og Austurvegi 4, Hvolsvelli, frá og meö 25. apríl nk. og kosta kr. 300,- hvert eintak. Tilboðum skal skila til skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir kl. 14 þriðjudaginn 8. maí nk., og verða þau þá opnuð. Tilboð sé í lokuðu umslagi merkt „Rarik-84005”. Verki skal vera lokið 23. ágúst nk. RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS innkaupadeild. BIFREIÐAEIGENDUR Eigum á lager margar stærðir af Atlas sumardekkjum á hagstæðu verói. ^ BIFREIDADEILD SAMBANDSINS HJÓLBARÐASALA HÖFÐABAKKA 9-SÍMI 83490 mmm GÆÐAEFTIRLIT MEÐ GÆÐAVÖRUM STÓRÚTSALA ¥ STÓRÚTSALAN Á PRJÓNAGARNI STENDUR ÚT ÞESSAVIKU. Af því tilefni veitum við 10% afslátt af öllum útsaumsvörum SJÓ/V ER SÖGU RÍKARI POSTSENDUM DA GLEGA HOF vtsa i I iMOCARU I INGÓLFSSTRÆT11 Simi 16764 Luigi Carrera, söiustjóri Fiat á Noröuriöndum It.h.), ásamt Sveinbirni M. Tryggvasyni, forstjóra Egiis Viihjáimssonar hf. Fiat: Mesta sala í Evrópu utan heimalandsins —ef heldur f ram sem horf ir ef tir fyrstu þrja manuðina í ár, segir Carrera, sölustjóri Fiat á Norðurlöndum „Ef heldur fram sem horfir þá verður ísland hæst í Evrópu hvað varðar sölu á Fiatbilum utan ítalíu,” segir Luigi Carrera, sölustjóri Fiat á Norðurlöndum, sem hingað kom gagn- gert vegua alþjóðlegu bíiasýningarinn-. ar Auto 84. 1 Fyrstu þrjá mánuði þessa árs hefur Fiat-umboöið Egill Vilhjálmsson hf. afhent 220 bila, eöa fleiri bila en allt áriö í fyrra. Þetta svarar til 16% af inn- fluttum bilum á þessu tímabili, aö sögn forráöamanna fyrirtækisins, þótt opinberar tölur þar að lútandi liggi ekki enn fyrir. Með þessu hefur Fiat skipað sér í hóp þeirra sem afhent hafa flesta bíla á þessum fyrsta árs- f jórðungi, ef ekki skotið sér á toppinn. Carrera sölustjóri sagði söluna hér á landi koma vel út miðað við hin Norðurlöndin. I fyrra hefði Fiat haft 6% markaöshlutdeild í Finnlandi, 6% í Danmörku, 5% í Noregi og um fjogur og hálft hér á landi, en nú heföi salan hér tekið þvílíkan kipp að það ætti sér engan líka. Heima á Italíu væri markaðshluturinn 54%. Fiat Uno, sem kosinn var bíll ársins 1984 í Evrópu, ætti hér mikinn þátt í aukinni sölu eins og annars staöar. Alls hefðu verið framleiddir yfir 400 þúsund Uno-bílar frá því að hann kom fyrst á markaö í janúar 1983. Hér á landi væri búið að afhenda á þeim tíma yfir 250 bíla af gerðinni Uno og þessa dagana væri verið að afhenda um fimmtíu bíla til viöbótar. Síöustu árin hefur Fiat gert breytingu á framleiðslulínu sinni. Fyrr á árum framleiddu verk- smiðjurnar 10—12 mismunandi gerð- ir en einbeittu sér að því í dag að framleiða sex megintegundir sem gerði al!a þjónustu auðveldari. Á Auto 84 mátti sjá meginlínu Fiat, því þar voru sýndar gamli góöi 127 billinn, nú í stationútgáfu; Panda, búinn fjórhjóla- drifi; Argenta, sem er glæsilegasti val- kosturinn; og loks Regata, sem er nýjasti meðlimur Fiatfjölskyldunnar, millistór framhjóladrifinn fjölskyldu- bíll. „Við viljum halda því að vera þekktir fyrir að selja ekki það ódýrasta sem völ er á heldur gæði og notagildi sem henta sem flestum,” sagði Carr- era. Carrera hefur nú um árabil stýrt sölu Fiat á Norðurlöndum og í Austur- ríki frá aðalstöövunum í Torino, en var í tíu ár með aðsetur í Eþíópíu sem sölu- stjóri þess svæðis í Afríku, en alls hefur hann starfað í 34 ár hjá Fiat, eða frá því hann var 16 ára, svo að hann hefur fylgst með miklum breytingum hjá fyrirtækinu á þeim tíma. Fjórða bindi af íslenskum smásögum Bókaklúbbur Almenna bóka- félagsins hefur sent frá sér 4. bindi smásagnaúrvals síns sem það nefnir Islenskar smásögur IV — þýðingar. Val smásagnanna og rit- stjórn verksins hefur Kristján Karlsson annast. I formálsorðum fyrir bókinni upplýsir hann að þýðingaúrvalið verði þrjú bindi. Verður þá smásagnaúrvaliö alls sex bindi, þar af þrjú bindi með sögum íslenskra höfunda. Smásögunum í þessu nýja bindi er raðað eftir aldri höfunda. Það hefst á Ævintýri af Eggerti Glóa eftir Ludwig Tieck( 1773—1853) sem þeir Jónas Hallgrímsson og Konráð Gíslason þýddu, og endar á sögunni Rétt eins og hver önnur fluga í meðaUagi stór eftir Knut Hamsun (1859-1952) í þýðingu Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðamesi. BYKO, Byggingavöruverslun Kópavogs opnaði nýlega nýja bygginga- vöruversiun að Oalshrauni 15 i Hafnarfirði. Starfsemin fer fram á 2000 m1 gólffleti auk útisvæðis fyrir timbur og grófarí byggingavörur. Verslunin starfar i tveimur deildum, annars vegar almennar bygginga- vörur og hins vegar allargrófari byggingavörur. Framkvæmdastjóri BYKO i Hafnarfirði er Bjarni Gunnarsson og verslunarstjórar eru Borgþór Sigurjónsson og Ingólfur Sigurðsson. Á meðfylgjandi myndgefur að líta hluta hinnar almennu byggingavöru- deildar. Sig.A. FRAMKÖLLUM PÁSKAMYNDIRNAR ÞÍNAR SAMDÆGURS Komdu með filmuna fyrir kl. 11 — myndirnar tilbúnar kl. 17. opnum kl. Lniimin rrrm cxm LJOSMYNDAÞJONUSTAN HF LAUGAVEG1178 - REYKJAVÍK. - SÍMI 85811. >■■■■■■ rrm KHLOIIKOHI tunocAot) n■■■■■!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.