Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1984, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1984, Blaðsíða 26
26 DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. APRIL1984. Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðslustofan Klapparstíg Tímapantanir 13010 Stýrímannaskóliiiii í Reykjavík Endurmenntunarnámskeið íyrir skipstjórnarmenn verður haldið í lok maí: I sundköfun frá 21. maí — 2. júní, í öðrum greinum frá 25. maí — 2. júní. Þátttaka tilkynnist til Stýri- mannaskólans fyrir 7. maí nk. bréflega eða í síma 13194 virka daga frá kl. 8—12. SKÓLASTJÓRI. Tilkynning frá Heilsugæslustöð Miðbæjar Heilsugæslustöð Miðbæjar er starfrækt í húsnæöi Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur, Barónsstíg 47 Reykjavík. Inn- gangur frá Egilsgötu. Verkefni stöðvarinnar er heimilislækningar, hjúkrun og heilsuvernd, fyrir íbúa svæðisins, frá Lækjargötu að Snorra- braut. Þeim sem vilja notfæra sér þjónustu stöövarinnar er vinsam- lega bent á að láta skrá sig sem fyrst. Skráning fer fram frá kl. 9—17 alla virka daga. Heilbrigðisráð Reykjavíkurborgar. ÍGabriejjf STÝRISDEMPARAR BRONCO RANGE ROVER BLAZER LAND-ROVER WAGONEER TOYOTA HILUX PÓSTSENDUM eœ&***& —, haberchf. Skeifunni 5a — Simi 8*47*88 Við fíjúgum án tafar- innanlands sem utan ’'!ss*Sss LEIGUFLUG Sverrir Þóroddsson REYKJAVlKURFLUGVELU 28011 Nauðungaruppboð sem auglýst var í 131., 137. og 140. tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni Lyngási 8, austurenda, 2. hæð, Garðakaupstað, þingl. eign Fagplasts hf., fer fram eftir kröfu innheimtu rikissjóðs, bæjarfógetans í Kópavogi, Gjaldheimtunnar i Reykjavík, Iðnaðarbanka íslands hf., Jóhanns H. Níelssonar hrl., Ásgeirs Thoroddsen hdl., Jóns Halldórs- sonar hdl., Útvegsbanka íslands, Ólafs Ragnarssonar, hri., Gests Jónssonar hrl., og Hauks Bjarnasonar hdl. á eigninni sjáifri miðviku- daginn 25. aprfl 1984 kl. 15.45. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. íþróttir íþróttir Iþróttir Tony væru Schumacher átti snilldarleik í Strasbourg þrátt fyrir að áhorfendur ámótihonum. Malcolm MacDonald, fyrrum I Imarkaskorari Newcastle og I Arsenal, sagði starfi sínu, sem1 Iframkvæmdastjóri Fulham, lausu I á föstudaginn langa af persónu- . I iegum ástæðum. MacDonald er að | ' skilja við eiginkonu sína. ■ | Talað hefur verið um að þessi I Ifyrrum markvarðahreflir verði I næsti framkvæmdastjóri Arsenal * Iog einnig hefur hann verið orðaður I viðNewcastle. Tony Schumacher og Rummenigge fengu morðhótun fyrir landsleik Frakka og V-Þjóðverja sem Frakkar unnu 1:0 — Frá Hilmar Oddssyni — frétta- manni DV í V-Þýskalandi: — Tveir af bestu knattspyraumönn- um V-Þýskalands, þeir Tony Schu- macher og Karl-Heinz Rummenigge, fengu morðhótun fyrir vináttulands- leik Frakka og V-Þjóðverja í Stras- bourg á síðasta vetrardag. Öflugur lögregluvörður bafði gætur á þeim félögum, án þeirra vitundar, á meðan v-þýska landsUðið dvaldist í Frakk- landi. Eins og menn muna ientu þeir Schu- macher og Frakkinn Battison í sam- stuði í HM-keppninni á Spáni með þeim afleiðingum að Battison meiddist. Á meðan á landsleiknum stóð bauluðu áhorfendur stöðugt á Schumacher sem lét það þó ekki á sig fá — hann varði sniUdarlega og átti stórleik. V-Þjóðverjar máttu þola tap 0—1 og það var Bernard Genghini sem skoraði sigurmark Frakka á 79. mín. Frakkar halda sigurgöngu sinni því áfram. V-Þjóðverjar náðu sér aldrei á strik ,Frakkargeta unnið Evrópu- keppnina’ — segir Hidalgo, lands- iiðsþjátfari Frakklands — Við eigum að geta hampað Evrópubikarnum í sumar þar sem við erum ná með mjög sterkan landsUðs- hóp og þar að auki leikum við á heima- veUi, sagði Michel Hidalgo, landsUðs- þjáUari Frakka, eftir sigurinn 1—0 yfir Evrópumeisturum V-Þjóðverja. — Við verðum að varast að vera of sigurvissir því að knattspyman er óútreiknanleg. Þó að við höfum leikið án margra sterkra leikmanna gegn V- Þýskalandi lékum við mjög vel og leik- menn mínir eru ákveðnir í að berjast fyrir sæti sínu í liðinu því að það er mikið í húfi. Frakkar eru orðnir lang- eygir eftir meistaratitli. Nú er hann í sjónmáli, sagði Hidalgo. -SOS. gegn ákveðnum Frökkum sem léku án margra sinna bestu knattspyrnu- manna — eins og Michel Platini, Jean Tigana og Alain Giresse. Frakkar náðu góðum tökum á miðjunni og réðu gangi leiksins. Fimm leikmenn frá Monaco léku í franska liðinu og stóðu þeir sig mjög vel — voru lykilmenn- imir í sigrinum. Það vora aðeins tveir ieikmenn V- Þjóðverja sem léku vel — þeir Karl- Heinz Rummenigge og Tony Schu- macher sem varði mjög vel. Liftin sem léku, voru þannig skipuft: Frakkland: Bats, Battison, Le Roux, Bossis (Domevere), Amoros (Ferreri), Femandez, Six, Bravo, Genghine, Rocheteau (Anzani) og Bellone. V-Þýskaland: Schumacher, Bruns, Bemd Förster, Karl-Heinz Förster, Briegel, Matthaus,Meier (Herget), Rolff (Littbarski), | Brehme, Rummenigge og Völler. -HO/-SOS. Kari-Heinz Rummenigge og Jupp Derwall, þjálfari V-Þýskalands. Jupp Derwall er valtur i sessi og allt bendir til að hann verði látinn hætta með landslið V-Þjóðverja eftir EM Frá Hilmari Oddssyni — frétta- manni DV í V-Þýskalandi: — V-Þjóðverjar eru afar óhressir með landsleikinn gegn Frðkkum og segja að aðeins einn ljós punktur hafi verið í leiknum — það hafi verið mark- varsla Tony Schumacher, sem hefði leikið stórkostlega þrátt fyrir morð- hótun og áhorfendur hafi sífelit verið að baula á bann. V-Þjóðverjar vilja að Jupp Derwall landsliðseinvaldur veröi rekinn eftir EM í Frakklandi og bendir aflt til að hann veröi látinn hætta. Það verður aðeins stórgóður árangur V-Þjóðverja sem getur bjargað honum. Það er mikið talað um það hvað mikið óöryggi sé hjá v-þýska landslið- inu. Liðið leikur óskipuiega og leik- menn liðsins eru óöraggir með sætin sín sem hef ur slæm áhrif á leik þeirra. Jupp Derwall, landsliðseinvaldur, er ekki enn búinn að gera það upp við sig hvemig v-þýska liðið eigi að leika í Evrópukeppninni í Frakklandi — hvort það eigi að leika svæðisvöm eða maöur á mann leikaöferðina. Það virðist engin heildarstefna hafa verið tekin með v-þýska landsliöiö og eru menn sammála um að það lofi ekki góðu. -HO/-SOS. Stefán tapaði íMoskvu Stefán Konráðsson úr Víkingi tapaði í fyrstu umferð einliðaleiks á Evrópu- meistaramótinu í borðtennis sem fór fram í Moskvu. Stefán tapaði fyrir Rússanum Igor Podnosov, 6—21, 6—21 og 14—21. íþróttir íþróttir Iþróttir k 4 4> A*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.