Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1984, Blaðsíða 14
14 DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. APRIL1984. A uður Bjarnadóttir. Katrín dansaði áður. Mér fannst þessir dansar bæði vanþakklátir og ljótir á frumsýningu og er enn á sömu skoðun. Vonandi fá þær eitthvað skemmtilegra að fást við næst. Það er synd að fara svona með góða dansara. Alltof langur tími hefur liðiö á milli sýninga og því hefur flutningur verksins ekki tekið þeim framförum sem eðlilegar hefðu mátt teljast. Á frumsýningu hefði margt betur mátt fara, enda virtist tími til æfinga vera skorinn við nögl, eins og oft vill verða hér, þegar útlendir gestir koma til samstarfs við dansflokkinn. Ef sýning- ar hefðu verið með eðlilegu millibili hefðu vissir gallar á sýningunni átt að hverfa um leið og dansaramir náðu betra valdi á verkinu í heild. En með þeim löngu hléum sem oröiö hafa á milli sýninga hefur þetta ekki gerst. Þvert á móti hefur sýningin fengið dá- lítið losaralegan blæ eins og ekki hafi verið æft nægilega stíft á milli sýninga. Nú munu aöeins vera ráðgerðar þrjár sýningar í viðbót, á annan í páskum og næstu tvo daga þar á eftir. Auður Bjarnadóttir mun eiga að dansa aðalhlutverkið á þriöjudagssýn- ingunni, en Ásdís Magnúsdóttir á hinum sýningunum tveimur. Þær hafa báðar staðið sig afbragösvel og það er sannarlega ástæöa til þess að óska Islenska dansflokknum til hamingju meö öskubuskurnar sínar tvær. Vonandi verður aðsókn á þeim sýningum sem eftir eru betri en síöasta fimmtudag, þá var húsið hálf- tómt. Hefur verkið verið auglýst sem skyldi? Þaö hefur ekki þótt taka því aö setja auglýsingamyndir í út- stillingakassa Þjóöleikhússins. E.t.v. hefði mátt taka til athugunar að sýningin er vel viö hæfi bama og þess vegna hefði ekki verið úr vegi að hafa nokkrar eftirmiðdagssýningar á verk- inu og jafnvel skólasýningar. Það er grátlegt til þess að hugsa að öll sú vinna sem lögð hefur verið í þetta verk skuli ekki koma þeim til góöa sem e.t.v. kynnu best að meta það, þ.e.a.s. bömunum. Oskubuska er nú einu sinni ævintýri. Menning Menning Menning Menning AUÐUR — NÝ ÖSKU- BUSKA Fimmtudaginn 12. apríl tók Auöur Bjamadóttir við hlutverki Öskubusku í sýningu Þjóðleikhússins á Öskubusku eftir Yelko Juresha við tónlist Prokofievs. Auöur var mjög ung þegar henni vom falin stór hlutverk á fyrstu árum Islenska dansflokksins, til dæmis hlutverk SvanhUdar í Coppelíu sem Alan Carter setti upp. Nokkur undanfarin ár hefur hún dansað erlendis og aðeins komið hér fram sem gestur stöku sinnum. Það er vissulega fengur fyrir dansflokkinn aö fá hana heim til starfa aftur, enda brást hún sannarlega ekki vonum manna í Oskubusku. Auöur er einstaklega músUtalskur, hlýr og lifandi dansari, einlæg og sönn í aUri túlkun og nær beint tU áhorfenda eins og aðeins er á færi þeirra dansara sem hlotiö hafa í vöggugjöf einstaka gáfu. TæknUega er hún góður og traustur dansari þótt vissulega sjáist á stöku stað að dansar Oskubusku eru samdir meö Asdisi Magnúsdóttur í huga. Auður hefur haft lítinn tíma tU þess að æfa með mót- dansara sínum, franska dansaranum Jean-Ives Lormeau, þar sem hann BALLETT Kristín Bjarnadóttir hefur þurft að sinna störfum sínum við Parísaróperuna á miUi sýninga hér. Þess vegna eru tvídansar þeirra ekki hnökralausir, en þau eru bæði reyndir dansarar og halda sínu striki þrátt fyrir slikt. Dramatískt er Auður mun sterkari persónuleiki á sviöinu en mót- dansari hennar, enda er hlutverk prinsins fremur litlaust frá höfund- arins hendi. Öskubuska sjálf veröur að bera sýninguna uppi og það gerir Auð- ur með heiðri og sóma. Nokkrar óhjákvæmilegar breyting- ar urðu á hlutverkaskipun um leið og Auöur tók við hlutverki Öskubusku, þar sem aðrír dansarar hafa oröið aö taka við þeim dönsum sem hún dansaði áður. I fyrsta þætti dansar Katrín Hall nú hlutverk Auðar, en Lára Stefánsdóttir dansar sólóna sem VONDUR MATUR Sjónvarpiö: MATREIÐSLUNÁMSKEIÐID eftir Kjartan Ragnarsson. Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson. Leikmynd: Snorri Svoinn Friðriksson. Myndataka: Ómar Magnússon. Tónlist: Siguröur Rúnar Jónsson. Stjórn upptöku: Viðar Víkingsson. Osköp var þetta dapurlegt! Um hvað f jallaöi leikþáttur Kjart- ans Ragnarssonar fyrir stúdíó, sex karlmenn og konu? Átök á milli fólks? Hverra þá? Hannesar og hinna karlanna, sonar og föður, Magneu og Hannesar? I fljótu bragði rennir fátt stoðum undir að nokkuð af þessu geti talist meginefni í mynd- inni frá í gærkvöldi. Þá er Hannes einn eftir, hans einmanalega líf — var það eitt sér efni myndarinnar? Onei, við vissum líka harla fátt um þennan kall, sem var dæmigerður sjónvarpssjómaður, augljóslega hafði hann aldrei migið í saltan sjó. Upphafið á sögunni er þegar konan er gengin út frá Hannesi. Þar Iiggur grundvöllurinn að endurskoðun hans á rótgrónum íhaldssömum sjónar- miöum, sem ég held — það var afar óskýrt — aö séu breytt viö lok verks- ins. Eöa læröi hann einungis að mat- búa, en var eftir sem áður karlpung- ur af gamla skólanum? Spyr sá sem ekki veit. Hvers vegna sáum við aldrei þá ágætu konu sem kvaddi potta og pönnur á sextugsaldri og skildi kallinn eftir yfir mauksoöinni fiskpíku? (Kona Hjörleifs smiðs kom viö sögu algerlega að tilefnislausu.) Og þannig má lengi halda áfram — öll hugsun: þráður, átök, persónu- sköpun í látæöi og tali, og svo starf- semi leikstjórans með þetta efni var dæmalaust lágkúruleg, og lítið skemmtileg aöauki. Hvar er pottur brotinn? Auðveldast er að skella sökinni á Leiklist Páll B. Baldvinsson Kjartan — hvers vegna eru vinnu- brögð margreynds höfundar svona slöpp, persónur hans óljóst dregnar — hugsið til dæmis um Magneu — hún varö í túlkun Guðrúnar Ás- mundsdóttur pabbadúkka með falsk- an góm. Gat nokkur trúað því aö kona i sh'krí stöðu gæti ekki höndlað einn uppivöðslusegg, kona sem hefur eytt ævi sinni innan um unglinga á baldnasta aldri. Og hvað er leik- hstarráðunautur að hugsa — tvö verk hafa komið fyrir augu okkar með stuttu mihibili, þetta og atriðiö langa eftir Andrés Indriðason, sem voru ekki boðleg sem handrit, hvað þá heldur sem kvikmynd, sjónvarps- leikrit, vilji menn nota það orð. Ef sjónvarpið fær ekki almennileg handrit, þá á ekki að vaða í úrkastið og skeUa þvi í vinnslu. Eru starfs- menn sjónvarpsins kannski á því að þessi mynd í gærkvöld hafi verið „lítið, nett verk” eins og einn aö- standandi atriðis Andrésar Indriða- sonar kallaði þau ósköp ? Léleg uppskrift Kvikmyndatöku vU ég víkja að fá- um orðum og taka dæmi af síðasta atriðinu, heimsókn sjónvarpsins í sali Magneu og hennar manna. Þá sýndist mér mestu skipta að sýna þrælsótta kallanna og hennar við miöUinn, tækin og Hafþór frétta- mann. Og hvað þurfum við að sjá tU að skynja slikan ótta? — Framan í fólkið, ekki bara fígúrur í bakgrunni, sem sjást af og tU miUi þess að statistar í hlutverkum sjónvarps- manna reka breið bök að auga kvUi- myndavélarinnar svo skermurinn fyUist. Það er ekki einu sinni farið yfir í nærmynd af Magneu í viðtalinu sjálfu, er það birtist á skerminum, sem gat þó orðið snyrtUeg eftir- herma á feimnum gesti. Eg verð að segja eins og er: undrunin ein situr eftir — hvers vegna þarf þetta að fara svona — mynd eftir mynd? Og þaö hjá virtu fólki? Er enginn gagnrýnandi máls- aöUi á svæöinu, eru alUr sjálfkrafa viðhlæjendur og hrósendur þess sem unnið er? Eða skortir máski grundvöUinn, gagnrýninn hug á verkið á skrifborði höfundarins? Stórkostleg verðlækkun á öli og gosdrykkjum frá Sanitas hf 16% lækkun á öllu ölí og gosí. Pepsi, diet pepsi, seven up, appelsín, sykurlaust appelsín, mix, polo, sódavatn, gingerale, sykurlítið maltöl, lageröl og pilsner. Sanitas iii.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.