Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1984, Side 38
38
DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL1984.
Útboð
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboöum i byggingu að-
veitustöðvar við Skagaströnd. Útboðið nær til byggingarhluta
stöðvarinnar, þ.e. jarðvinnu, byggingar stöðvarhúss, endur-
nýjunar öryggisgirðingar, fjárgirðingar og annarra tengdra
liða.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins,
Laugavegi 118 Reykjavík, og Ægisbraut 3, Blönduósi, frá og
með 25. apríl nk. og kostar kr. 300,- hvert eintak.
Tilboðum skal skila til skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins,
Laugavegi 118,105 Reykjavík, fyrir kl. 14 þriðjudaginn 8. maí
nk., og veröa þau þá opnuð.
Tilboð sé í lokuðu umslagi merkt „Rarik-84006”. Verki skal
vera lokið 23. ágúst nk.
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
innkaupadeild.
Tilboösverö
Svalahuröir úr oregonpine meö
p' lœsingu, húnum og þéttilistum.
Verö írá kr. 5.654,-
Útihuröir úr oregonpine.
Verö írá kr. 6.390,-
Bílskúrshuröir,
|| 111 j | gluggar og gluggaíög.
'IJMI II|1 Gildir til 1.05.84.
TRESMIÐJAN MOSFELL H.F
HAMRATÚN 1 MOSFELLSSVEIT SÍMI 6 66 06
Gjöf Jóns
Sigurðssonar
Samkvæmt reglum skal veita fé úr sjóönum Gjöf Jóns
Sigurössonar „til verðlauna fyrir vel samin vísindaleg rit og
annars kostar til þess að styrkja útgáfur merkilegra heimilda-
rita”. Heimilt er og aö „verja fé til viðurkenningar á viðfangs-
efnum og störfum höfunda, sem hafa vísindarit í smíðum”. Öll
skulu rit þessi „lúta aö sögu Islands, bókmenntum þess,
lögum, stjórn og framförum.”
Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar auglýsir hér meo
eftir umsóknum um fjárveitingar úr sjóðnum. Skulu þær
stílaöar til verölaunanefndarinnar, en sendar forsætisráðu-
neytinu, Stjórnarráðshúsi, 101 Reykjavík, fyrir 15. maí nk.
Umsóknum skulu fylgja rit, ritgerðir eða greinargerðir um rit
í smíðum.
Reykjavík, 15. apríl 1984.
VERÐLAUNANEFND GJAFAR JÓNS SIGURÐSSONAR
BJARNIGUÐNASON
MAGNÚS MAR LÁRUSSON
SIGURÐUR LÍNDAL.
Tilkyuning
um lóðahreinsun í Reykjavík
vorið 1984
Samkvæmt ákvæöum heilbrigðisreglugerðar er
lóðareigendum skylt að halda lóðum sínum
hreinum og þrifalegum og að sjá um að lok séu á
sorpílátum.
Umráðamenn lóða eru hér með minntir á að flytja
nú þegar brott af lóöum sínum allt sem veldur
óþrifnaði og óprýði og hafa lokiö því eigi síðar en
14. maí nk.
Að þessum fresti liðnum verða lóðirnar skoðaðar
og þar sem hreinsun er ábótavant verður hún
framkvæmd á kostnað og ábyrgð húseigenda, án
frekari viðvörunar.
Þeir, sem kynnu að óska eftir sorptunnum og
lokum, hreinsun eða brottflutningi á rusli á sinn
kostnað, tilkynni það í síma 18000.
Eigendur og umráðamenn óskráðra um-
hirðulausra bílgarma, sem eru til óþrifnaðar á
götum, bílastæðum, lóðum og opnum svæðum í
borginni, eru minntir á að fjarlægja þá hið fyrsta.
Búast. má við, að slíkir bílgarmar verði teknir til
geymslu um takmarkaðan tíma, en síðan fluttir á
sorphauga.
Úrgang og rusl skal flytja á sorphauga við
Gufunes á þeim tíma, sem hér segir:
Mánudaga—föstudaga kl. 08—20.
laugardaga kl. 08—18,
sunnudaga kl. 10—18.
Rusl, sem flutt er á sorphauga, skal vera í
umbúðum eða bundið.
Ekki má kveikja í rusli á sorphaugunum og hafa
ber samráð við starfsmennina um losun.
Sérstök athygli skal vakin á því, að óheimilt er að
flytja úrgang á aðra staði í borgarlandinu. Veröa
þeir látnir sæta ábyrgð, sem gerast brotlegir í
þeim efnum.
GATNAMÁLASTJÓRINN í REYKJAVÍK.
HREINSUNARDEILD.
Vegna vinsælda þáttarins VIKAN OG TILVERAN, sem hóf göngu sína með 1. tbl. VIKUNNAR
þessa árgangs, hefur verið ákveðið að efna til samkeppni um frásagnir af þessu tagi. Heitið er
þrennum verðlaunum: 1. verðlaun kr. 10.000,- 2. verðlaun kr. 7.500,- og 3. verðlaun kr. 5.000,-
VIKAN áskilur sér birtingarrétt að þessum frásögnum án frekari greiðslu og að velja úr öðrum
frásögnum sem berast kunna og verða þá greiddar kr. 2.000 fyrir hverja birta frásögn.
Eins og lesendum VIKUNNAR er kunnugt er hér um að ræða lifsreynslufrásagnir af ýmsu tagi
og eru þær birtar nafnlausar. Þær geta verið af basli i daglegu lífi, mannraunum, merkilegri
heppni, gleðilegum atburðum og raunalegum eða nánast hverju því sem hægt er að segja frá af
persónulegri reynslu á læsilegan og eftirtektarverðan hátt. Heimilt er að breyta staðarnöfnum
°g mannanöfnum og öðru þvi sem nauðsynlegt er til að Ijóstra ekki upp um hver skrifar frá-
sögnina eða þá sem í henni koma við sögu. Æskileg lengd er 5—8 vélritaðar siður, miðað við ca
30 línur á hverri síðu.
Handrit þurfa að hafa borist VIKUNNI, pósthólf 533,121 Reykjavik, auðkennd VIKAN OG TIL-
VERAN, eigi siðar en 1. mai 1984. Handrit skulu merkt með dulnefni en rétt nafn fylgi i lokuðu
umslagi merktu með heiti frásagnarinnar og dulnefni höfundar. Dómnefnd mun gæta nafn-
leyndar höfundanna.
Dómnefnd skipa: Guðrún Birgisdóttir fjölmiðlafræðingur, sr. Jón Helgi Þórarinsson, frí-
kirkjuprestur i Hafnarfirði, Sigurður Hreiðar, ritstjóri Vikunnar.
Handritin verða metin á grundvelli atburðar og frásagnar en ekki sem bókmenntaverk