Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1984, Blaðsíða 3
DV. 'f>RIÐ JUDAöUfí Í5. MÁ!'l9á4! 3 Aprílmánuður: ATVINNULEYSI EITT PRÓSENT Atvinnuleysi í landinu í aprilmánuði var eitt prósent. Það svarar til þess að tæplega 1.200 manns hati verið á at- vinnuleysisskrá allan mánuðinn, að því er fram kemur í frétt frá félags- málaráðuneyti. Atvinnulausum á skrá hefur fækkað um 600 manns frá fyrra mánuði. „Þegar á heildina er litið var at- vinnuástandið í apríl mjög svipað og í sama mánuði í fyrra,” segir í frétt ráðuneytisins. Af einstökum stöðum er at- vinnustigið lakast á Akureyri en þar voru í mánuðinum skráðir 4.500 at- vinnuleysisdagar eða sem næst jafn- margir og í marsmánuði. I Reykjavík fækkaði hins vegar atvinnuleysis- dögum um tæp f jögur þúsund frá fyrra mánuði en voru þó um tvö þúsund fleiri en í sama mánuði i fyrra. Atvinnuleysistölur frá Siglufirði, Sauðárkróki, Vopnafirði, Bakkagerði og Egilsstöðum eru einnig í hærri kant- inum. , -KMU. Óskalistar stjómarand stöðunnar Stjómarandstöðuflokkarnir hafa tekið saman lista yfir þau mál sem þeir leggja áherslu á að nái fram aö ganga fyrir þinglok. Enn sem komið er hafa stjórnarandstöðuflokkamir ekki samræmt vilja sinn í þessum efnum en það kynni að gerast er nær dregur þinglokum. Nú er miðað við aö ljúka þingi um næstu helgi en það gæti dreg- ist um nokkra daga. Alþýðuflokkurinn setur á lista sinn frumvarp um að hluti orkukostnaðar verði frádráttarbær frá skatti, um breytingu á lögum um Framleiðsluráð landbúnaðarins, um endurmat á störfum láglaunahópa og um afnám heimildar til að fella niður gjöld af bilum ráðherra, auk þingsályktunar- tillagna um afnám tekjuskatts af launatekjum og um afnám bilakaupa- friöinda embættismanna. Kvennalistinn hefur á lista sínum frumvarp um fæðingarorlof og þings- ályktunartiUögur um friðarfræðslu, um meðferð nauðgunarmála, kennslugagnamiðstöðvar á lands- byggðinni, um endurmat á störfum láglaunahópa og um afvopnunarmál. Bandalag jafnaðarmanna leggur áherslu á að ná fram þingsályktunar- tiUögu um líftækni, aöstoð við stofnun smáfyrirtækja, um öflun og dreifingu upplýsinga um húsbyggingar, um at- vinnumál á Norðurlandi og um húsa- leigustyrk tU láglaunafólks. Alþýðubandalagið er með á Usta sín- um frumvörp um fæðingarorlof, um heimiUshjálp í viðlögum, um niður- felUngu gjalda af öryrkjabUum og um niðurfeUingu söluskatts af verksmiðju- framleiddum húsum og fleiri byggingum. Þá eru á Ustanum þings- ályktunartiUögur um klak og eldi sjávar- og vatnadýra, kjamorku- vopnalaus Norðurlönd, skipulag ungmenna- og íþróttahreyfingar, gerð jarðganga um Olafsf jarðarmúla og um vamir vegna hættu af Skeiðarár- hlaupum. -OEF. Patreksfjörður: BÁTARNIR AÐ VERDA BÚNIR MEÐ KVÓTANN Frá Elínu Oddsdóttur, fréttaritara DV á Patreksfirði: — Togarinn Sigur- ey hafði aflaö alls 1067 tonna um síöustu mánaðamót af 2800 tonna kvóta en ætl- unin er að kvótinn endist út árið þannig að Hraðfrystihús Patreksfjarðar verður stopp af og tU það sem eftir er ársins. Bátur hússins, Þrymur, er búinn með sinn kvóta, utan 50 tonna af þorski sem bíða haustsins en von er til að bát- urinn komist á grálúðuveiöar. Hann er nú bundinn við bryggju og verið er að vinna viðhaldsstörf í honum. Jens Valdimarsson, forstjóri HP, sagði í samtali viö DV að allur linu- fiskur úr Þrymi hefði verið isaður í kassa um borð og hefði húsiö þannig fengið mörgum sinnum betra hráefni til vinnslu. Mikið hefur verið að gera hjá HP og vaktavinna alian sólarhringinn er ekki óalgeng en annars er unniö frá 4 á nætumar tU kl. 5 á daginn. Jón Magnússon hjá Fiskverkunar- stööinni Odda sagði í samtali við DV að báturinn Patrekur hefði verið búinn með sinn kvóta um páskana og væri hann nú í slipp þar sem verið væri að undirbúa hann undir úthafsrækju- veiðar, en Patrekur var upphaflega byggður með þær veiöar fyrir augum. Ætlunin er sú að ÖU stórrækjan verði unnin um borð í bátnum en sú minni fryst til vinnslu í landi. Báturinn Vestri hjá Odda fer að verða búinn með sinn kvóta en ætlunin er að geyma hluta kvótans tU síðari hluta ársins og verður bátnum því lagt í sumar. Verður því mun minni vinna h já Odda í sumar en verið hef ur undan- farin ár, aðallega verður unninn triUu- fiskur. Smærri bátarnir á staðnum, 12 tonn Qg undir, hafa fengið 3—5 tonn af fiski á dag og skakbátar þetta 770—1550 kg á dag sem telja verður mjög gott. -FRI. Prestskosningá Hólmavík Nýlega fóm fram prestskosningar á A kjörskrá voru 509. 344 kusu og Hólmavík. Einn var í framboöi, sr. fékk sr. Flóki 341 atkvæði. Þrir seðlar Flóki Kristinsson, settur prestur á vom auðir. Kosningin er lögmæt. Hólmavík. -SigA. Þaö er ekki aö sökum að spyrja þegar FIAT auglýsir nýjan bíl þá fer allt á annan endann Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77202.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.