Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1984, Blaðsíða 10
10 DV. ÞRIÐJUDAGUR15. MAl 1984. Frjálst.óhéð dagbl^ð Útgáfufálag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjórn: SÍDUM5ULA12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir,smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áskriftarverö á mánuöi 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarblað25 kr. Undanþágur—i hili „Grænmetisverzlunin veitir mjög góöa þjónustu,” sagöi Ingi Tryggvason, formaður Stéttarsambands bænda og Grænmetisverzlunar landbúnaöarins, á fundi með blaðamönnum fyrir helgina út af skemmdu kartöfl- unum frá Finnlandi. Og hann flissaöi ekki einu sinni á meðan. Ummæli formannsins skýra betur en flest annað, hvern- ig komið er fyrir einokunarkerfi landbúnaðarins. Ráða- menn þess halda fram, að þeir gæti í hvívetna hagsmuna neytenda. Þeir telja enga ástæðu til að láta í frjálsum inn- flutningi reyna á, hvort svo sé. „Við höfum engan áhuga á, að öörum verði gefið leyfi til að flytja inn kartöflur,” sagöi formaðurinn. Hann þyk- ist vita, hvað sé neytendum fyrir beztu. Hann vill ekki viðurkenna, að bezt sé, að neytendur ákveði sjálfir, hvað þeim sé fyrir beztu. Hann segist bara vilja vel. Ummælin, sem hér hefur verið vitnað í, endurspegla alla aðra röksemdafærslu til varnar hinu úrelta einokunarkerfi í sölu landbúnaðarafurða. Kerfisstjórarn- ir munu einbeita sér að því aö koma í veg fyrir, að fram- hald verði á þeim undanþágum, sem nú verða veittar. Hörð viðbrögð neytenda valda því, að Steingrími Her- mannssyni forsætisráðherra finnst ekki stætt á öðru en að veita einkaframtakinu undanþágur til innflutnings á nýj- um, ætum kartöflum, sem víða fást á hagstæðu verði. Þetta er stórt skarð í vamarmúrinn. Neytendur mega hins vegar ekki ímynda sér, að þeir geti látið við undirskriftasöfnunina sitja. Ef þeir sofna á verðinum, mun einokunin taka við á nýjan leik, þegar kerfisstjórar hennar telja, að mesta hættan sé liðin. Og þá fer allt í gamla farið aftur. Það er engan veginn einsdæmi, að Grænmetisverzlun landbúnaðarins veki hneykslun. Slíkt er að minnsta kosti árviss viðburður og ekki bara í kartöflunum, þótt þar sé ástandið verst. Grænmetiseinokunin í heild er í hróplegu ósamræmi við frelsi í innflutningi góðra ávaxta. Grænmetisverzlun landbúnaðarins hefur hvað eftir annað lent í vondum málum. En hún hefur alltaf haft meira úthald en neytendur. Og sigur neytenda í nýjustu orrustunni mun ekki sjálfkrafa leiða til sigurs þeirra í stríöinu. Til þess þarf meira en undirskriftir. Ef neytendur gætu hins vegar mannað sig upp í aö snið- ganga kartöflur Grænmetisverzlunar landbúnaðarins í varanlegan tíma, að minnsta kosti í eitt ár, er líklegt, að þeir gætu knúið stjórnendur einokunarkerfisins til upp- gjafar. Neytendur mundu þá fá kartöflubændur til að endurmeta stöðuna. Hið sama gætu neytendur raunar gert til að hrella einokunarkerfið á öðrum sviðum. Segja má, að núverandi ófremdarástand sé sumpart neytendum sjálfum að kenna. Þeir hafa þolað kúgunina, muldrandi í barm sér, en hafa ekki haft reisn eða mátt til að svara á sannfær- andi hátt. Varnarstríð einokunarinnar sjáum við í málgagni hennar, Nýja Tímanum. Þar var fyrst þagað þunnu hljóði. Síðan var skrifuð frétt um skemmd epli til að koma því inn hjá fólki, að slík vandamál fylgdu fremur hinum frjálsa innflutningi en einokunarkerfinu. Neytendur harma að vonum 1,5 milljón króna tjón sitt af skemmdum kartöflum frá Finnlandi. En hvað mega skattgreiðendur segja um 7 milljón króna tjónið af hinni hliðinni, útflutningsuppbótunum af kjötinu til Finnlands? Og allur þessi herkostnaður er til þess eins greiddur, að SÍS fái skitnar 0,7 milljón krónur í umboðslaun. Jónas Kristjánsson. 78227A mmm, m Islensk atvinna ogútgerð Tréö fyrir framan mig hefur veriö svart í vetur og í storminum hefur hvinurinn frá þvi minnt mig á hafið, á skip sem lensar á reiöanum. Aöra daga er þaö bara þama, svart, inn- þornað og ráðþrota, eins og stjómar- andstaöan, sem nú getur ekki einu sinni komið sér saman um þaö hvaöa mál hún vill láta fella fyrir sér í þinginu, sem ætlunin mun að ljúka fyrir kóngsbænadag. Það veröur naumast meö sanni sagt, aö þaö sé sérlega uppörvandi fyrír ríthöfund aö hafa svona átakan- legt tré fyrir utan gluggann sinn alla daga. Sjá þaö kreppa bera hnefana 1 norðan, sjá dropana falla af þvi eins og tár í sunnan og hlusta svo á þaö væla meö storminum, sem fer hljóð- andi af sársauka um húsasund og garða, meöan lægðimar ganga yfir. — Og auövitaö var það partur af angist þessa trés að hafa skotiö rótum á Islandi. I útlöndum eru tré bein, tággrönn, rétt eins og almættiö hefði skapað þau fyrst og fremst fyrir skreiðarhjalla, eöa sem bryggjustólpa. Hér em trén hins vegar bogin af þeirri eymd er því gjaman fylgir aö eiga heima noröan viö heiminn, þar sem engin tré ná . umtalsverðum vexti, eða réttri sköpun, nema ef þaö væri þá peningatréð, sem heitir nú víst mongó, ef rétt er haft eftir mönnum sem fara innan í fisk. Þetta leiöir svo aftur hugann aö þvi, aö á Islandi veröur aö því er virðist allt aö koma aö utan, eftir aö menn slepptu orfi og ljá, hættu aö setjast undir árar og aö aka seglum. Ekki veit ég hvort teinæringar vorir, eöa hin tólfrónu skip vóm af mongótré gjörö. Mikiö var þó notast viö rekaviö, nema varla mun þaö tré í hákarlaskipið Ofeig hafa komiö, því í formum þess og plönkum er ráð- deildin í fyrirrúmi, ásamt saumi og tjöru. En nóg um þaö. Þetta er liðin tíð; en í tvílyftu timburhúsi má trúa hver ju sem er, eins og skáldið sagði. íslensk vara / erlendur kostnaður Það var Suöumesjamaöurinn, sem eiginlega benti mér á þaö hversu ósjálfbjarga viö Islendingar í raun og eruerumorðnir: — Allt er erlent, sem við erum með. Fiskiskipin okkar, veiöarfærin, vélamar, sagöi hann og varö dapur. — En Hampiðjan, skipasmíða- stöövarnar og landbúnaðurinn, maldaði ég í móinn? — Já, ég vanmet þaö ekki, svaraði hann. En samt. Flest skipin em smiðuö erlendis og tækin koma frá útlöndum, efniö í veiöarfærin, eöa þau koma tilbúin. Þaö er þess vegna, sem þetta er allt svona öröugt. Og við nánari athugun verður maöur aö játa, aö hann hefur rétt fyrir sér. Járniðnaður okkar er þegar í molum. Skip eru yfirleitt keypt erlendis. Jafnvel óvart, eins og þessi pólsku, sem allir voru búnir aö gleyma. Skip em send utan til viö- gerða, á sama tima og verið er aö reyna aö skera upp menn á Islandi, frekar en aö senda þá til útlanda i aðgerö. Hér áður, á dögum skóflumeistar- anna, áttum við þó svo færa jám- iönaðarmenn, eins og hann Guð- mund á Þingeyri, að ekkert gat i rauninni brotnaö í trollaranum, án þess aö hann gæti steypt nýtt, ellegar látið renna þaö eöa sjóöa. Og hiö reimdrifna verkstæöi hans, haföi hlotið Evrópufrægö, þegar ég var bam. Þú var Guömundur talinn Eftir helgina JÓNAS GUÐMUNDSSON RITHÖFUNDUR göldróttur. Ekki svona upp á sannkristinn máta fyrri alda, þótt vísast heföi hann getaö átt eldinn yfir sér, ef hann heföi fæðst tvö hundruö ámm fyrr, eöa 1594, en ekki 1894, því sum verk hans i jám- og eldsmíöi, virtust ofan við hiö mögulega, eöa hin skiljanlegu mörk. Nú hins vegar, flytjum viö allt inn frá útlöndum, jafnvel einföldustu hluti, iðnaöar- vömr, bæði til heimilanna, sem og atvinnuveganna. Og ja&ivel fóðrið í búpeninginn því grasið eitt tryggir víst enga offramleiöslu á búvörum. Tökum skipið sem dæmi. Þaö er oftast erient. Keypt fyrir gjaldeyri, vélin, siglingatækin, fiskileitartækin, olían, sem knýr þaö, veiðarfærin og vindurnar. Auðvitaö meö eftir- breytnisveröum undantekningum þó. Þaö em skip sem eru smíðuö hér heima og hluti af búnaöi þeirra einnig, jafnvel þótt flest tækin og efniö til smíöanna sé innflutt. Þau skip þykja okkur betri, því viö vitum að í handverki skiptast efni og vinna oftast til helminga, eöa því sem næst. Um landbúnaðinn gildir það sama. Viö sjáum oft einfalda smíöisgripi eins og mykjudreifara standa tugum sarnan á hafnarbakkanum. Lika margt annaö. Allt smíðaö erlendis og málaö í hinum skæra lit tækninnar og þeirrar hamingju sem greidd er i dollurum. Og þrátt fyrir grashöfin í sveit- unum, flytjum við inn núna um 65.000 tonn af fóöurbæti á ári, fyrir um 700 milljónir íslenskra króna. Þar af fara aö vísu 25—30 þúsund tonn í kjúkiinga, hænsn og svín. Annað fer í kýrnar, og mér er sagt að aöeins eitt höfuöból á Islandi noti ekki fóöur- bæti, en það er Grund í Eyjafirði. Þar eru kýr f óöraöar með töðu. Aö vísu munu þær mjólka eitthvaö minna, en þær hafa betri heilsu, lifa lengur, og þegar upp er staðiö þá skila þær sama mjólkurmagni og iönaöarkýrnar, en aðeins á dálitiö lengri tíma. Þannig aö bara í kúa- búskap gætum við ef til vill sparað um 400 milljónir króna í gjaldeyri með töðu, en Guð einn veit hvað unnt væri aö spara með saumaskap og járnsmiði af erlendum peningum, ef það væri haft í huga, að ekki sé nú talaö um fiskafurðir okkar, sem yfir- leitt eru aö veröa hráefni fyrir erlendar fiskvinnslustöövar, eins og afuröir landbúnaöarins. Er þar átt viö fiskblokk, saltaöar og fúavaröar gærur, ull og ket. Lika blautan fisk og margt annaö. En þaö sem mestu skiptir, er þó þaö að þjóö sem lætur sauma á sig allt úti, smiöa fyrir sig allt erlendis og færir jafnvel heyannir útfyrir landsteinana. Hún er ekki sjálfstæö, nema ef þaö væri i góöum ræðum á þeim dögum þegar mikiö er flaggað. Og þaö sorglega er, aö við höfum, ennþá aö minnsta kosti, næga þekk- ingu hér heima, til þess aö gjöra svo mikiö sjálf. Þaö er aöeins þetta, aö handverkið nýtur engrar virðingar lengur. Fræðin ein njóta hennar, þótt lítiö geti þau nú unnið í askana, eins og um hnútana er búiö. Hér er þó ekki verið að hvetja til einangrunarstefnu, hafta, eöa tortryggni á erlenda vinnu. Heldur var þaö hitt, að á Islandi vinna hugur og hönd ekki lengur saman og afuröir landsins heyra fremur undir sóöaskap í erlendum höfnum, en út- flutning eins og maðurinn sagöi. Handverk þarf því aö færa til virö- ingar og búmenn verða aö gera út á grashöfin, fremur en á gjaldeyris- deildir bankanna. Helgin leiö með regni og súld á samlagssvæðinu og svarta tréð er að þyrja aö lifna aftur eftir öröugan vetur. Það er tekið aö laufgast, eins og trén í kirkjugaröinum, sem yfir- leitt vakna viö fuglasöng fyrst, og merkja aö það er komið vor; og að í tvílyftu timburhúsi, má trúa hverju semer. Jónas Guðmundsson, rithöfundur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.