Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1984, Blaðsíða 6
6 DV. ÞRIÐJUDAGUR15. MAI1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Úr kínverskri guðsþjónustu. DV-mynd: Magnús Karel. Kfnverskir kirkju- leiðtogar skilgreina syndina upp á nýtt Leiðtogar kaþólsku kirkjunnar í Kína, þeirrar kirkju sem sagöi skiliö viö Róm fyrir næstum þrjátíu árum, hafa skilgreint syndina sem and- stöðu við kommúnismann. Tu Shihua, biskup í Kína, lagöi til aö syndin yröi skilgreind upp á nýtt þar sem gott og illt yrði dæmt út frá hagsmunum meirihlutans, aö því er fréttastofan Nýja Kina hefur skýrt frá. Biskupinn sagði aö þar sem hin kommúnisku stjórnvöid i Kína þjón- uöu hagsmunum meirihlutans þá væri þaö syndsamlegt aö brjóta lög- in. Kínversku kirkjuleiðtogamir sögðu aö kennsluefni rómversk- kaþólsku kirkjunnar í Kína sem not- aö heföi veriö fyrir valdatöku kommúnista áriö 1949 væri gengiö 'sér til húöar og hefði miðað aö því aö tryggja „lénsstjóm páfans í Róm”. Talið er aö þaö séu um þrjár milljónir kaþólskra manna í Kina og um ein milljón mótmælenda. Sam- bandiö viö Vatíkanið er slæmt og þeir prestar sem hafa ekki viljaö neita trúfesti viö páfann hafa verið fangelsaðir. Pravda, málgagn sovéska Kommúnistaflokksins, minntist þess um helgina aö tuttugu ár vom þá liö- in frá því aö Aswan-stíflan í Egypta- landi var vigö. Stíflan var í eina tíö tákn um nána vináttu Sovétríkjanna og Egyptalands. Greinin í Pravda þykir vera til marks um batnandi sambúð ríkjanna tveggja. 1 greininni í Pravda sagöi meöal annars: „Endalaus straumur fólks aö minnismerkinu um vináttu Sovét- rikjanna og Araba nærri stíflunni er sönnun þess að þakklæti Egypta er viövarandi.” Sambandiö milli Kaíró og Moskvui versnaði mjög þegar Anwar Sadat. þáverandi forseti Egyptalands, rak 17 þúsund sovéska sérfræöinga heim frá Egyptalandi. Samskipti þjóö- anna hafa aftur á móti farið stöðugt Aswan-stiflan. batnandi eftir aö Hosni Mubarak tók við völdum í Egyptalandi 1981. PRAVDA VINGAST VIÐ EGYPTALAND Ekki ástæða til að óttast N-Kóreu — segirHuYaobang Hu Yaobang, formaöur kínverska Kommúnistaflokksins, segir að Norður-Kórea sé engin hernaöarógn- unviðSuöur-Kóreu. „Eg held að meint fyrirætlun Norður-Kóreu að gera innrás í Suður-Kóreu sé hugarburður einn,” sagði hann f samtali við fréttastofu Nýj a Kína eftir að hafa snúið heim úr heimsókn sinni til Norður-Kóreu. Hu ítrekaði stuðning Kínverja við tillögu ráðamanna í Pyongyang um þrihliöa viöræður um endursamein- ingu Kóreuskagans viö ráöamenn í Seoul og hina bandarísku banda- menn þeirra. Bandarík jastjórn hefur lýst því yfir að hún vilji að Kínverjar taki þátt í viðræðunum en ráðamenn í Seoul hafa hafnaö tillögu Noröur- Kóeru í núverandi formi hennar. Hu sagðist skilja þaö svo aö tak- mark viðræönanna væri friðsamleg sameining sem fæli í sér ríkjasam- band noröurs og suðurs þar sem rikj- andi þjóðfélagskerfi yröi áfram viö lýöi hjá báöum aöilum. Hu kvaöst vonast til aö unnt yrði aö leysa vandamáliö smám saman meö samningaviðræðum. Fjögu r olíuskí m 'P íljósi mlogui 71 á Persaflóanum Fjögur olíuskip eru nú í ljósum log- um eöa í háska stödd eftir eldflauga- árásir í gær en samtímis berast fréttir af aö stríösátökin milli Irans og Iraks hafi harðnað viö Persaflóann. Loftárásirnar á olíuskip á siglingu um Persaflóann hafa þegar haft þau áhrif aö tryggingariðgjöld kaupskipa sem nota hafnir í Persaflóanum hafa hækkaðverulega. Ráöist var á 18 þúsund smálesta olíu- skip, Bahrah, þótt þaö væri statt langt utan þess svæðis, sem lýst hefur veriö ófriöarsvæði. Eldur, sem kviknaði um borð, var fljótlega slökktur, en stórt gat er á stjórnborðssíðu. Þetta skip er í eigu Kuwait eins og 55 þúsund smálesta oliuskip sem ráðist var á fyrr. 41 þúsund lesta olíuskip Irana er brennandi rétt suöur af Kharg-eyju og flutningaskip frá Panama sem varö fyrir eldflaug í sömu árás er einnig brennandi. Hætt þykir viö því að olíuskipaeig- endur veröi tregir til þess aö láta skip sín sigla um Persaflóa og þá alveg sér- staklega til hafna í Iran. En á seinni árum hefur dregiö töluvert úr verkefn- um oh'uskipa og nóg framboð verið af olíuskipum. Af bardögunum á landi herma Irak- ar aö þyrlur þeirra og herliö hafi ráöist á stöövar íranshers austur af hafnar- bænum Basra og eyöilagt herbíla og vélbáta. Þeir segjast sömuleiöis hafa gert árás á stöövar Irana austan Misan. — Iranar segjast hafa haldiö uppi stórskotahríö á stöövar Irana vestan Shatt-al-arab-sundsins um helgina og hafa fellt fjölda Iraka og eyðilagt fyrir þeim fallbyssustæði. Rauff látinn SS-offurstinn fyrrverandi, Walter Rauff, sem talinn er hafa hannað „svörtu hrafnana”, flutningabílana ill- ræmdu er hundraö þúsund gyöingar voru myrtir í, andaðist á heimili sínu í Santiago í Chile í gær. Hann var 77 ára aðaldri. Itrekaö hafa yfirvöld Chile veriö krafin um að vísa Rauff úr landi en þau hafa aldrei oröiö viö því. Ríkisstjómir nokkurra landa, þar á meðal Banda- ríkjanna, hafa aö undanförnu lagt aö Chilestjórn að vísa Rauff úr landi. Þingkosningamar á Filippseyjum: Stjómarandstæðingar virðast hafa betur Oopinberar atkvæöatölur í þingkosn- ingunum á Filippseyjum í gær virtust benda til þess aö Marcos forseti ætti í vök aðverjast. Samkvæmt fréttum Namfrel-stofn- unarinnar, sem berst fyrir frjálsum kosningum, þá höföu stjórnarand- stæðingar forystuna í mörgum eöa flestum kjördæmum höfuðborgarinnar Manila þar sem Marcos haföi spáö yfirburðasigri flokks síns. Sömuleiöis voru stjórnarandstæöingar sagðir hafa forystuna í mörgum kjördæmum úti á landsbyggöinni. Formaður Namfrel-stofnunarinnar sagði í samtali viö Reuters-fréttastof- una aö svo kynni aö fara aö stjómar- flokkurinn tapaði meirihluta sínum í þjóöþinginu. Víða um landiö einkenndist kosningadagurinn af ofbeldi. Kjós- endur uröu víða fyrir aökasti og oft sló í brýnu á milli hersins og skæruliða kommúnista. Fréttir greina aö meira en fimmtíu manns hafi látið lífiö í átökum á Filippseyjum síöastliöna þrjá daga. Sex Pólverjar veröa leiddir fyrir rétt —ákærðir fyrir að vera valdir að dauða átján ára handtekins stúdents Réttarhöld yfir tveimur lögreglu- þjónum og fjórum öörum mönnum sem gefiö er aö sök aö vera valdir aó dauða pólsks stúdents í fyrra munu hefjast 31. maí næstkomandi, aö því er PAP, hin opinbera pólska frétta- stofa, hefurskýrt frá. Stúdentinn sem hér um ræöir hét Grzegorz Przemyk og var átján ára gamall er hann lést eftir innvortis meiösl 12. maí í fyrra. Hann lést eftir aö lögreglan haföi handtekiö hann og yfirheyrt. Mál hans vakti mikla reiði ásínumtíma. I síöastliöinni viku voru tveir lög- regluþjónar formlega ákæröir fyrir að hafa barið Przemyk á þann hátt og það hafi .teflt lífi hans í hættu. Tveir sjúkrabílstjórar voru ákæröir fyrir að hafa bætt um betur og lumbraö þannig á honum að þaö hafi oröiö hans bani. Tveir læknar voru og ákæröir fyrir aö hafa stuölaö aö dauöa hans meö vanrækslu. Fyrirhugað er aö halda minning- arguösþjónustu um Przemyk í kirkju heilags Stanisláss í Varsjá næstkom- andi föstudag en þá er nákvæmlega eitt ár liöiö frá Utför Przemyks, sem leystist upp í miklar mótmælaað- geröir til stuðnings Einingu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.