Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1984, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1984, Síða 11
DV.ÞÍÚÐJÚDAGÚR 15.MAÍ 1984. nr 11 LANSABYRGÐIR TIL SMÁFYRIRTÆKJA Allt frá því Schumacher gaf út bókina ,,Smátt er fagurt” árið 1973 hefur vegur smáfyrirtækja farið sífellt vaxandi. I auknum mæli snúa Vesturlönd baki við framleiðsluað- feröum stóriðjunnar, m.a. vegna orkuþarfar, mengunar og hinna miklu fjárfestinga, sem atvinnutæki hennar þarfnast. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt, að smáfyrirtæki í OECD löndunum virðast hafa staðið sig betur í kreppu undanfarinna ára en þau stóru og hlutur þeirra í heildaratvinnu í fram- leiðsluiðnaði hefur aukist víða. Talið er að Islendingar muni þurfa 20—30 þúsund ný störf til alda- -móta. Ekki er talið að landbúnaður og sjávarútvegur bæti við sig að ráði og því er nauðsyn að leita úrræða. Smáfyrirtæki, uppspretta atvinnu Bandariskir vísindamenn, sem athuguðu þarlend fyrirtæki á lárunum 1969—1976, komust að raun um, að næstum 2/3 allra nýrra starfa mynduðust hjá fyrirtækjum, sem höfðu 20 starfsmenn eða færri. Önnur bandarísk rannsókn frá sama tíma sýndi, að ný fyrirtæki í nýtæknigreinunum svökölluöu, þ.e. rafeindaiðnaöi, upplýsingaiðnaði o.þ.h., f jölguðu starfsfólki um 40% að meöaltali á meðan gömul, gróin, stærri fyrirtæki bættu við sig 1%. Rannsókn, sem gerð var árin 1977 og 1978 í minni OECD löndunum, svo sem Sviss, Danmörku og Belgíu, benti til að lítil og meðalstór fyrir- tæki hefðu lagt til allt að 70% af allri atvinnu í iðnaði. Framleiðsluhlutur þessara fyrir- tækja var minni en hlutur þeirra í at- vinnutækifærunum, sem sýnir, að þau kröfðust tiltölulega meira vinnu- afls en stóru fyrirtækin. Smáfyrirtæki, uppspretta nýsköpunar Smáfyrirtæki sýna yfirleitt liflegri merki nýsköpunar og framtakssemi en þau stóru. Frægustu dæmi síðari ára eru líklega úr örtölvu- byltingunni. Forystumenn hennar rissuðu upp hugmyndimar á eldhús- bekknum og hófu framleiðsluna í kjallarakompum og bílskúrum. Ur slíkum jarðvegi innblásturs og framtakssemi óx iðnaöur í likingu við Apple tölvufyrirtækið. Dæmin af þessu tagi eru ótal mörg. Á Vesturlöndum er vaxtar- broddurinn í atvinnulífinu á sviði ný- tæknigreinanna, svo sem í rafeinda- iðnaði, hugbúnaðargerð, líftækni, fjarskipta- og geimtækni. Þessar greinar þriðju iðnbyltingarinnar hafa þegar valdið stórkostlegum breytingum á þjóðfélagsgerð Vestur- landa og munu veröa undirstaða at- vinnulífs á nýrri öld. Einkenni þriðju iðnbyltingarinnar eru hugvit og þekking einstaklinga, sem nýtist meö framtaki þeirra og atorku í fyrirtækjum, sem flesteru lítil hvað varðar fólk og fjármagns- þarfir. Þar er fjárfesting í heilu fyrirtæki e.t.v. svipuð f járfestingu að baki einum starfsmanni i stór- iðjunni. örvum stofnun smáfyrir- tækja Víða erlendis, s.s. á Norðurlöndum og í Bretlandi, hafa stjórnvöld í frammi öflugar aðgerðir til að hvetja til stofnunar smáfyrirtækja. Þessar aðgerðir geta verið af ýmsu tagi. Má nefna fræðslu fyrir almenning um stofnun og rekstur smáfyrir- tækja, m.a. með samningu fræðsluefnis, útgáfu handbóka og námskeiðahaldi. Breska sjónvarpiö BBC hefur t.d. útbúið sjónvarpsþætti um smáfyrirtækjarekstur. Einnig mætti halda námskeið um þessa þætti atvinnulífs og ýmsa fleiri, í skólum, starfsmannafélögum og verkalýðsfélögum. Einnig hefur ýmiss konar sérfræði- þjónusta verið veitt þeim, sem hyggja á fyrirtækjarekstur. Mó nefna t.d. aðstoö við lögfræði- og bókhaldsleg atriði. Einnig hafa verið settar á fót tæknismiðjur, þar sem hugvitsmenn geta unnið að útfærslu hugmynda sinna með aðstoö sér- fróðra manna. Hérlendis hefur komist á fót vísir að þessu starfi með starfsemi iðn- ráðgjafa. Þeir vinna þarft verk, sem bráönauðsynlegt er að efla. Sem dæmi má nefna námskeið á vegum iðnráðgjafans á Suðumesjum í vetur, sem fjölluðu um stofnun og rekstur fyrirtækja. Þau voru fjölsótt og tókust vel. Lánsábyrgðir til smáfyrir- tækja Þingmenn Bandalags jafnaðar- manna fluttu í vetur tillögu á þingi um eflingu atvinnulífs með stuðningi við stofnun smáfyrirtækja. Auk fræðslu og sérfræðiþjónustu, eins og lýst var hér að framan, lögðu þeir til lánsábyrgðarkerfi smáfyrirtækja til að auðvelda öflun áhættufjár til fyrirtækjastofnunar. Samkvæmt þessu kerfi yrðu ríkis- ábyrgðir veittar á stofnlánum til smáfyrirtækja. Lánanna yrðu menn að afla í bönkum, en bankinn gæti Kjallarinn 1 GUÐMUNDUR EINARSSON ALÞIIMGISMAÐUR Í BANDALAGI JAFNAÐARMANNA siðan sótt um ríkisábyrgð á allt að helmingi lánsupphæðarinnar. Til að mæta skakkaföllum er lagt til að ríkissjóður taki sérstaka áhættuvexti, er myndu bætast ofan á venjulega útlánsvexti bankanna. Þannig væri leitast við að tryggja hallalausan rekstur kerfisins. Að auki er sérstaklega lagt til aö lífeyrissjóðlr landsmanna verði virkjaðir til þátttöku í uppbyggingu á atvinnulífi. Þeir ættu aö lána til fleiri hluta en steinsteypuhlunka. Undirstaða framfara er hugvit, þekking og rannsóknir. Við höfum vanist því að telja þekkingu nauösyn- lega til að nýta auölindir. Nú er runninn upp sá tími, að þekkingin sjálf er aiiðlind. Við verðum að fara að huga að at-. vinnuháttum morgundagsins. Við höfum gefið framtiöinni litinn gaum, én bömin okkar munu þó alltént þurfa á henni aö halda. FELAGSLEGARIBUÐABYGGINGAR: Hver er raunveruleg af- staða Sjálfstæðisflokksins ? Sú undarlega — að ég ekki segi 'hallærislega — staða er nú komin upp á Alþingi Islendinga, að annar stjórnarflokkanna hefur samþykkt ákveðna grein stjórnarfrumvarps við nafnakall við aðra umræðu í neðri deild til þess eins að allt í einu, við nánari eftirþanka, snúast gegn þessum eina lið við þriðju umræðu. Eftir að hafa greitt fyrst atkvæði með c-lið 33. gr. húsnæöisfrúmvarps ríkisstjómarinnar við aðra umræðu hefur þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins sem sé algerlega kúvent og vill nú ekki samþykkja frumvarpið, sé nefndur c-liður þar með! Af þessu tilefni vil ég benda hér á viss atriði er snerta húsnæðissam- vinnufélög, félagslegar íbúða- byggingar og einnig rif ja upp nokkra punkta úr sögu stærsta stjórnmála- flokks landsins. Vinsælasta form félags- legra íbúðabygginga I öllum nálægum löndum em hús- næðissamvinnufélög með búseturétt- arsniði vinsælt og virt eignarform húsnasðis. Búseturétturinn tryggir fólki fullan umráðarétt yfir íbúðum sínum og gerir þaö jafnframt í mjög ríkum mæli ábyrgt fyrir umgengni um hús- næðiö, þannig að húsnæðissamvinnu- félög em yfirleitt þekkt fyrir það hversu íbúðir á þeirra vegum eru vel með farnar, jafnvel þótt um áratuga gamalt húsnæði sé að ræða. Okkar náskyldasta frændþjóð, Norðmenn, valdi þá leið á ámnum 1945—1950 er hún mótaði húsnæðis- stefnu eftirstríðsáranna að veita nánast öllum félagslegum íbúða- byggingum þar í landi í farveg hús- næðissamvinnunnar. Reynsla Norðmanna er ótvírætt sú að einmitt húsnæðissamvinnuformið er miklu farsælli leiö en t.d. einhliða áhersla á byggingar leiguibúa á vegum sveitarfélaganna. Vinsældir húsnæðissamvinnu- formsins við félagslegar íbúðabygg- ingar eru óumdeilanlegar. Þetta sést af því að í nágrannalöndum okkar skrá ráðdeildarsamir foreldrar börn sín I slík félög þegar á fermingar- aldri. I Noregi eru um 700.000 félags- menn í um 3500 búseturéttarfé- lögum. Undanfarin ár hefur aðstreymið til þeirra farið sívaxandi og hefur félagsmönnum fjölgaö um meira en 40.000 manns árlega und- anfarin ár, sem nemur um 2/3 hlutum af heildarfólksfjölgun í Nor- egiásamatíma! Félagsleg húsnæðisstefna Sjálfstæðisflokksins Sem kunnugt er hefur Sjálfstæöis- flokkurinn frá upphafi einkennst af alveg sérstöku tvíeðli. Annars vegar stendur flokkurinn á íhaldssömum meiði en aö hinu leytinu er að finna í flokknum sterkt ívaf frjálslyndis og mannúðarstefnu enda er flokkurinn til orðinn viö samruna Ihalds- flokksins og Frjálslynda flokksins árið 1929. Þessa tvíeðlis sér mjög stað í af- skiptum flokksins af húsnæðis- málum. Eina stundina vinnur flokkurinn að því með öörum að þoka sjálfsögðum umbótamálum áfram, hina stundina er hann hinn viðskota- versti sé bryddað upp á nýjungum er til umbóta horfa í þessu lífshags- munamáli okkarallra. Hörð andstaða gegn verka- mannabústöðunum Sama ár og fyrrgreindur samruni flokkanna tveggja átti sér stað voru afgreidd á Alþingi Islendinga fyrstu lögin um verkamannabústaöi. Menn sem síðar áttu eftir að sitja á Alþingi fyrir hinn nýja flokk um ára- tuga skeið fundu lagafrumvarpinu um verkamannabústaði allt til for- áttu, m.a. það að því væri beinlínis beint gegn þeim sem minnst mættu sín, þar sem verkamannabústaða- byggingar drægju svo mjög úr byggingarvilja athafnamanna að kjör alþýðu manna yrðu til muna þrengri. Útrýming bragganna Ljótasti bletturinn í félagsmála- sögu okkar á þessari öld er bragga- húsnæði það sem þúsundir Reyk- víkinga uröu að gera sér að góðu um tveggja áratuga skeið. A árunum 1955-1965 stóð Sjálfstæðisflokk- urinn, undir forystu þáverandi borg- arstjóra, fyrst Gunnars Thoroddsens og síðar Geirs Hallgrímssonar, að skipulögðu átaki til útrýmingar bröggunum, með þeim árangri að er leið á sjöunda áratuginn voru þeir að mestu úr sögunni. Framkvæmdanefnd byggingaráætlunar Árið 1965 geröi „viðreisnar- stjórnin”, undir forsæti Bjama Benediktssonar, samkomulag við verkalýðshreyfinguna um stærsta átak í húsnæðismálum í sögu þjóðarinnar. A næstu árum voru JÓN RÚNAR SVEINSSON, FORMAÐUR BÚSETA, REYKJAVlK. byggðar 1250 félagslegar íbúðir í Breiðholtshverfi í Reykjavík á vegum sérstakrar framkvæmda- nefndar. Innan Sjálfstæðisflokksins var hins vegar ætið fyrir hendi hörð andstaða gegn Breiðholtsframkvæmdunum. M.a. beitti það blað sem þá var mál- svari höröustu andfélagshyggju- aflanna innan flokksins, Vísir, sér af mikilli hörku gegn Framkvæmda- nefnd byggingaráætlunar. Sjálfstæðisflokkurinn bæði með og á móti leigu- íbúðum félagasamtaka Svo sem ég lýsti í grein hér í blaðinu í síðustu viku þá gengu sjálf- stæðismenn á Alþingi í fyrravetur fram fyrir skjöldu við tillöguflutning sem gekk lengra en frumvarp Svavars Gestssonar í þá átt að gera félagasamtökum á borð við Leigjendasamtökin og Búseta kleift að byggja leiguíbúðir fyrir félags- mennsína. Mér er sömuleiöis tjáð aö Halldór Blöndal alþingismaður hafi sjálfur starfað baki brotnu í allt fyrrasumar í húsnæðisnefnd félagsmálaráðherra ,án þess að uppgötva þann ægilega c- lið 33. gr. sem samkvæmt áliti samnefndarmanns hans og flokks- 'bróður, Gunnars S. Björnssonar, opnar ótvírætt á lán til Búseta! Nú er hins vegar svo komið að arf- taki Olafs, Bjarna og Geirs á hinum kalda hefðartindi valdsins, Þor- steinn Pálsson, snýst af algerri hörku gegn húsnæðissamvinnu- hreyfingunni. Heitar vonir nær þriggja þúsunda ungra manna og kvenna sem gengið hafa í Búseta- félögin megna líklega ekki að bræða hiö jökulkalda f ormannshjarta. Eg er hins vegar sannfærður um að hin skammsýna og skammarlega andstaða þeirra afla sem nú um stundir virðast ráða ferðinni í stærsta stjómmálaflokki þjóðarinnar við húsnæðisform sem alls staðar í nálægum löndum þykir jafnsjálfsagt ogt.a.m. hinnalmenni kosningaréttur mun ekki megna að loka hinni nýju húsnæðisleið. Eg er þess einnig fullviss að er fram líða stundir munu sjálfstæðis- menn reyna að gleyma andstöðu sinni við Búseta, alveg eins og þeir í dag vilja engan veginn kannast við að hafa nokkru sinni verið andvígir by ggingum verkamannabústaöa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.