Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1984, Blaðsíða 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR15. MAl 1984. 13 Menning Menning Menning I miklum listhræringum veröa ýmiss konar flokkadrættir ósjaldan tilviljunarkenndir, byggjast á henti- semi, frændsemi og annarri semi sem ekki kemur listinni alltaf beint viö. Oft kostar þaö listfræðinga margra ára starf og ánægju aö greiða úr hinum margvíslegu tengslum ólíkra listamanna. Eftir skoðun sýningar Jóhönnu K. Yngvadóttur í Listmunahúsinu sýnist mér t.d. deginum ljósara, aö hún á alls ekki heima meöal hinna „nýju málara”, en í því samhengi hafa verk hennar nokkrum sinnum verið sýnd, e.t.v. til að fá kvenlega víddíhreyfinguna. Táknræna Meðan verk „nýju málaranna” eru úthverf, harösoöin og ágeng, bæði aö efnivið og inntaki, eru mál- verk Jóhönnu innhverf, nánast einkamál á striga, og þrátt fyrir skrumskælingar hennar á mannslík- amanum, eru þau aö mestu saman- sett meö ríkri tilfinningu fyrir and- rúmslofti, blæbrigöum lita og sveigjanleika linunnar. Allt eru þetta dyggöir sem haföar hafa verið í hávegum í hlutbundnum módemisma á tuttugustu öld. I myrkri lífssýn sinni og táknrænum skírskotunum sverja verk Jóhönnu sig ennfremur í ætt viö þann norræna expressjónisma sem hófst og reis hvað hæst í list Edvards Munch. Hvort sem Jóhanna f jallar um eina manneskju eða samskipti tveggja, þá oftast manns og konu, þá er það litrófið, ekki umhverfi eöa önnur undirbygging, sem gefur til kynna aöstæður. Upp á Irf og dauða I flestum tilfellum er um aö ræöa eintal sálar eöa einsemd, jafnvel þótt tveir eigi í hlut. Faðmlög eru krampakennd, meir í ætt viö átök en hughreystingu. Venjuleg mannleg samskipti, svo sem í samkvæmum, eru annaöhvort túlkuö eins og bar- dagar upp á líf og dauöa, eöa sam- Einka- málá striga SÝNING JÓHÖNNU K. YNGVADÓTTUR Myndlist Aðalsteinn Ingótfsson særi (Tangó, nr. 21, Mr. Jekyil & Mr. Hyde,nr.3). Og þar sem manneskjur sitja í ein- rúmi, af stellingum aö dæma í sátt viö sjálfar sig, eru andlit þeirra rúnum rist eða afmynduð. Upp í hugann koma myndir eftir Kokoschka eöa Ensor. Ekki hlifir listakonan heldur sjálfri sér, eins og best kemur fram í .JSjálfsmynd” (nr. 23) og „Málarinn” (nr. 16), þar sem ásjónur markaðar nær yfir- þyrmandi angist birtast í móöu lit- anna. Inn að kjarna Þó er þetta ekki sýning til aö draga úr manni móö og lífsgleði. Ekki bara vegna þess að á henni eru einnig myndir uppfullar innilegum þokka, t.a.m. „Lísa” (nr. 1), heldur fyrst og fremst vegna þess hve sannfærandi listakonan er. Aöeins þeir sem eru í stakk búnir til þess, geta opinberað, „artikúlerað”, tilfinningar sínar, hverjar sem þær eru, af slíku öryggi. Og þegar þaö tekst, verður maður glaöiu-, hvað svo sem gerist í mynd- verkunum. Að vísu hefði aö ósekju mátt grisja sýninguna. I nokkrum verkum er Jóhanna ekki alveg viss í sinni sök, og vinnur sig inn aö kjama myndar í gegnum fyrirfram gefnar og ansi stífar forsendur, sjá „Nóbelskáldið” (nr. 24) og „Mjóik” (nr. 15) — í stað þess aö láta fígúrur sínar marka umfang flatar og fram- vindu, innan frá. Eins og er uppi á teningnum í mörgum bestu myndum hennar. -AI. TIL SÖLU Tilboö óskast í húseignina Hvanneyrarbraut 21 Siglufirði. Húsiö er kjallari, hæö og ris ásamt stórum bílskúr. Upplýsingar í síma 41018 eöa 96- 71813, Siglufirði. KERTAÞRÆÐIR Leiðari úr stálblöndu. Sterkur og þolir að leggjast i kröppum beygjum. Við- nám aðeins 1/10 af viðnámi kolþráða. Margföld neistagæði. Kápa sem deyfir truflandi rafbylgjur. 7mm & 8mm MONO-MAG'" Nú fáanlegir í passandi settum fyrir flestar tegundir bíla. gpBjjB ^ HÁBERO HF. Skeifunni $a — Simi 8*47*88 Síðumúla 32. Sími 86544. ASTRA ÁL- OG STÁLHURÐIR | Standard eða með polyurethane einangrun. Verðhugmynd: I Hurð, 3x3 m, frá kr. 20-600, komplett með | öllum | járnum. ■ Stuttur afgreiðslufrestur. AUGLÝSENDUR VINSAMLEGAST ATHUGIÐ Vegna siaukinnar eftirspurnar eftir auglýsingarými í DV verðum við að fara akveðið fram á það við ykkur að panta og skila til okkar auglýsingum fyrr en nú er. LOKASK/L FYRIR STÆRRIA UGL ÝS/NGAR: Nemendasýning Nýja tónlistar- skólans þarft framtak oggott Nemondasýning Nýja tónlistarskólans 7. maí, undir stjórn Ragnars Björnssonar, leikstjórn Sigrúnar Björnsdóttur, viö loikmynd Gylffa Gíslasonar, Ijósahönnun og búnað Lórusar Björnssonar og Bjama Jónatanssonar. Næstum daglega eru á dagskrá vortónleikar hinna ólíkustu skóla, sumir hverjir með hágæöaefni eins og lokaprófstónleikar ýmissa ungra listamanna, sem þegar hafa átt þátt í listviðburöum sem atvinnumenn. En próf og skólatónleikar eru annars eölis en tónleikar á hinum almenna markaöi, jafnvel þótt þeir í sumum tilvikum gætu talist í efra flokki almennra tónleika. Stundum eru próf og nemendatónleikar aöeins haldnir af skyldu en í öörum tilvikum af knýjandi þörf og brennandi áhuga. Ein slík uppákoma var nemenda- sýning Nýja tónlistarskólans á Brott- náminu úr kvennabúrinu, þeirri vinsælu Mozartóperu. Tími var til kominn má meö sanni segja og verður raunar að teljast furðulegt aö í öllum þeim mikla uppgangi söng- menntanna hér á landi á und- anfömum árum hafi slíkir atburðir ekki veriö árvissir. Brottnámið er Tónlist Eyjótfur Melsted býsna hentug ópera til að leyfa nemum að spreyta sig á. Skemmti- legur söguþráður, viöráöanleg mús- ík, sem þó er krefjandi eins og allt eftir Mozart. Sjálfur minnist ég meö ánægju þátttöku i skólauppfærslu þar sem hljóöfæraeftirgeröir tilsvar- andi tímabils voru notaöar og á æfingu aö hafa sett ranga baulu á lúðurinn svo að í fyrstu innkomu komu trompetarnir inn i lítilli sjöund í stað áttundar. Og kannski eru það minningar um mjög svo stílekta skólasýningu á litlu rókókósviöi viö kertaljós, sem ollu aö mér fannst stílkraðaki á sýningunni í Hvassa- leitisskóla einum um of. En hafa veröur einnig í huga að tæpast er mikill afgangur af léttum sjóöum eins skóla til aö fara út í stór- framkvæmdir í búningum, sviös- og ljósahönnun. I staö gleypinna tjalda heföi samt ugglaust fyrir svipaö verö mátt smiöa endur- varpandi spjöld og að minnka sviðið heföi ekki kostaö neitt, en liklega lyft undir með þeim söngvurum sem ekki bjuggu yfir miklum raddstyrk. Hljómsveitin tók fullt tillit til radd- magns söngvaranna án þess að láta þaö koma niöur á blæ og ákveðni í leik. Þaö er full ástæða til aö sam- gleöjast meö því ötula fólki sem á bak viö nemendasýningu Nýja tón- listarskólans stóö og óska því til hamingju, og um leiö vænta þess að slíkir atburðir veröi fastir á skrá. -EM. Vegnamánudaga: FYRIR KL. 17 FIMMTUDAGA Vegna þriðjudaga: FYRIR KL. 17 FÖSTUDAGA Vegna miðvikudaga: FYRIR KL. 17 MANUDAGA Vegna fimmtudaga: FYRIR KL. 17 ÞRIDJUDAGA Vegna föstudaga: FYRIR KL. 17 MIDVIKUDAGA Vegna Helgarblaðs 1: FYRIR KL. 17 FIMMTUDAGA Vegna Helgarblaðs II: (SEM ER EINA FJORLITABLAÐIÐ) FYRIR KL. 17 FÖSTUDAGA NÆSTU VIKU A UNDAN AUKALITIR ERU DAGBUNDNIR OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-17.30. A uglýsingadeild Ji...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.