Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1984, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1984, Side 4
DV. ÞRIÐJUDAGUR15. MAl 1984. Litill pallbill rann út i Reykjavikurhöfn i gærmorgun, i rennunni, fyrir framan Hafskipsskálann. Billinn var mannlaus er óhappið varö og er talið að hann hafi hrokkið úrgir. Lögreglan sentfi eftir kafara og með hans hjáip og krana var bíinum náð aftur upp úr höfninni. FRHD V-mynd. Sveitarstjórnarmenn og f lutningamenn á Norðurlandi: Stjörnuspekimiðstöðin, nýtt fyrirtæki við Laugaveginn: „ÆTLUM AÐ HJÁLPA FÓLKI TIL AÐ FIKNA SJÁLFT SIG” — segir Guðlaugur Bergmann, kaupmaður og annar eigenda Stjörnuspekimiðstöðvarinnar „Þetta er fyrst og fremst af hugsjón. Eg hef lengi haft mikinn áhuga á stjörnuspeki, auk þess er nauðsynlegt aö koma upp fyrirtæki af þessu tagi þar sem fólki er hjálpað til aö finna sjálft sig og ná sambandi við annaö fólk,” sagöi Guðlaugur Bergmann, kaupmaöur og annar eigenda fyrir- tækisins Stjömuspekimiöstööv- arinnar, í samtali við DV. Hinn eig- andinn er Gunnlaugur Guömundsson. Veröur fyrirtækiö til húsa að Lauga- vegi G6 og opnað í júníbyrjun. „Við veröum þama með tölvu sem býr til kort af afstööu stjarnanna viö fæðingu viökomandi einstaklings. Gunnlaugur mun svo túlka kortiö fyrir þá sem þess óska. Þá verðum við meö til sölu ýmiss konar bækur varöandi þetta.” — Hver er tilgangurinn meö fyrirtæki þessu? „Þjónusta sem þessi er tilvalin fyrir starfsmenn fyrirtækja og fjölskyldur til aö hjálpa þessu fólki að skilja sjálft sig og aðra. Um leið nær þaö betra sambandi hvort við annaö og öll sam- skipti veröa auðveldari.” Guölaugur sagöi aö hann hefði lengi haft áhuga á málefni þessu og sótt mörg námskeiö varöandi þetta. „Eg á von á aö fólk hafi áhuga á þessu og leiti til okkar. ” — Hvaö kostar þessi þjónusta? „Þaö hefur ekki veriö ákveðið ennþá. Eins og ég sagði er fyrirtækiö opnaö af hugsjón en ekki til aö græða á því,” sagöi GuðlaugurBergmann. -KÞ. Það má með nokkrum sanni segja að hjói og hjólreiðar hafi sett svip sinn á bæjarlifið i Reykjavík á iaugardaginn. Hinn árlegi hjóireiðadagur var haldinn og hjóluðu galvaskir krakkar niður að Lœkjartorgi frá öllum helstu hverfum og bæjarfálögum höfuðborgarsvæðisins. Á Lœkjar- torgi var haldin skemmtun og boðið upp á vertingar. Takmarkið með hjólareiðadeginum var að safha peningum til styrktar lömuðum og fötluðum. Á meðan krakkarnir hjóluðu hófst hið árlega uppboð borgarfógeta á óskilamun- um. Að venju var mikið afhjólum á uppboðinu og runnu þau út eins og heitar lummur. -APH. HUNDSA FRAM- KVÆMDASTOFNUN Vinna í Framkvæmdastofnun ríkis- ins aö skipulagi samgöngumála á Noröurlandi er komin i strand. Sveitarstjórnarmenn og flutninga- menn fyrir norðan sinna ekki beiðnum um umsagnir og hugmyndir. Sérstök nefnd á snærum samgöngu- ráöherra vann aö úttekt á þessum málum og skilaði ítarlegrí skýrslu í október 1982. Áætlanadeild Framkvæmdastofnunar hefur síðan reynt aö fá inn umsagnir um skýrsl- una, sem taldar eru forsenda þess aö nefndin geti gert tillögur um samgöng uskipulagiö. Um síðustu áramót höföu aðeins 20% sveitarstjóma skilað umsögnum og 17% flutningamanna. Síðan í fyrrasumar hefur svo starfaö önnur nefnd um skipulag samgangna á Austuriandi. Er búist við aö hún skili áfangaskýrslu í árslok. Reynir þá einnig á umsagnir aö austan. HERB Náttúruvemdarráös til feröalaga um svæöiö. Samkvæmt lögum um Landhelgis- gæslu er eitt af hlutverkum hennar aö aðstoða viö framkvæmd almennrar löggæslu. Aðstæður á Homströndum eru þess eölis aö Landhelgisgæslan er í raun eini löggæsluaödinn sem haft getur eftirlit með því svæði. Slíkt eftirlit veröur vart framkvæmt meö öðm tækienþyrlu. I framhaldi af handtöku fálkaeggja- fálkanum, og eggjum á Vestfjöröum,” Ætla má að þyrlur gætu víöar komiö þjófáhérlendis hafa starfsmenn Land- segir meöal annars í texta minnisblaðs að notum við eftirlit í þágu náttúm- helgisgæslunnar verið minntir á að sem lögmaður Landhelgisgæslunnar, vemdar. Þyrla væri ekki lengi að þeim beri, eftir þvi sem aöstæöur Jón Magnússon, sendi varöskipum og skjótast um hálendiö til aö kanna til leyfa, aö aöstoöa meöal annars viö aö flugdeild. dæmis óbyggöaferöir erlendra tor- framfylgt sé lögum um náttúravemd. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar fæmtrukka eða til aö koma fálka- „Grunur hefur leikiö á því að eru sérstaklega minntir á friðlandiö á þjófum aö óvörum eöa hreinlega elta erlendir og/eða innlendir menn sækist Homströndum en á tímabilinu frá 15. þá uppi. eftir friöuöum fuglum, einkum apríl til 15. júní ár hvert þarf leyfi -KMU. Gæslan fylgist með fálkaþjófum I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari BJÚTIKEPPNIR Á AÐ BANNA Eins og allir vita hefur mikill og góður árangur náðst í jafnréttisbar- áttunni. Sú barátta hefur þaö háieita markmið, aö gera öllum jafnhátt undir höfði. Kemur sennilega að því, aö jafnréttið verði ákveöið meö lög- um, sem banni fólki aö vera öðmvisi en aðrir. Konur hafa gengið fram fyrir skjöldu i baráttunni fyrir stööu sinni í þjóðfélaginu, enda búa þær við það böl, að vera öðmvisi en karlar. Þær em jafnvel ólikar sjálfar, sem auövitað nær ekki nokkurri átt, ef jafnréttið á að standa undir nafni. Staða konunnar og jafnréttisbar- áttan befur verið vinsælasta póli- tiska réttlætismálið allan síðasta áratug. Konur hafa komist á þing með þá stefnuskrá að jafna metin við karlana og hefur árangur þeirra veriö undraverður. Ekki er að minnsta kosti aö sjá, að nokkur um- talsverður munur sé lengur á þing- mönnum, hvors kyns sem þeir em. Allir era þeir eins, þingmennirnir okkar, þegar kemur aö málatilbún- aði, ræöuhöldum og því elenduga kjaftæöi, sem þjóðinni er sagt frá i þingfréttum. Smám saman er þetta jafnræði að breiðast út i þjóðfélag- inu, og sjálfsagt er kvenfólkiö fariö að pissa standandi. Um þaö getur Dagfari þó ekkert fullyrt aö sinni, meðan sú mismunun er enn við lýði, að hafa aðskilin salemi fyrír konur og karla. Þetta em sem sagt breyttir timar, sem við lifum. Á undanföraum öldum hefur það nefnilega komið fyrir að einstaklingar, og þá sér í lagi konur, hafa notið nokkurra forrétt- inda i krafti fegurðar og glæsileika. Hefur það gjaraan þótt einhvers virði að líta sæmilega út, og karl- menn hafa jafnvel fallið í þá gryfju að vélja sér kvonfang með hliðsjón af smekk og f egurðarskyni. Allir sjá, að slikt mat stangast gjörsamlega á við það jafnrétti, sem nú tíðkast, enda nær þaö vitaskuld engri átt, að karlar geri upp á milli kvenna í makavali sinu út frá svo sið- lausri afstöðu að telja eina konu betri en aöra. Nóg er nú samt að konur standi höilum fæti gaguvart karl- peningnum þótt ekki sé einnig verið að viðhalda rangiætinu og misréttinu þeirra i milli innbyrðis. Hefur það farið eftir á seinni árum, að konur hafa tekið sig á í þessum efnum, og vinna skipulega að þvi, að eyða þokka sinum og dylja fegurð sina með rytjulegum klæðaburði og heldur ósjálegu útliti. Að vísu hafa karlar ennþá laumast til að leita sér að ektakvinnum i samræmi við smekk og smag, en þvilík misþyrm- ing á jafnréttinu líður vonandi undir lok, eftir því sem herskáum valkyrj- um vex ásmegin. Utlit og kynþokki hljóta að vera bannorð í hinni heiiögu baráttu fyrir stöðu og jafnrétti kvenna, og þess vegna eru karl- rembusvin að gera hosur sinar grænar fyrir kvenfólki á röngum forsendum, þegar þeir gera upp á mlili þelrra, af þvi þeim finnst ein vera fallegri en önnur. Það verður þvi að teijast hin mesta ósvinna í miðri jafnréttisbaráttunni, þegar ungar og saklausar stúlkur era dregnar fram á Broadway á baöfötunum einum saman i þeim dæmalausa tilgangi að velja þá fal- legustu. Bjútíkeppni af þessu tagi, hiýtur að vera dauðasynd gagnvart þvi réttlætismati að gera alla eins. Verður ekki betur séð en að svo gamaldags kroppasýning varði við jafnréttislög, og liggur beint við að draga feguröardrottninguna, hver sem hún verður, fyrir dómstóla og láta hana svara til saka um það axarskaft aö vera fallegri en hinar. Bjútíkeppnir á að banna, ef menn meina eitthvað með jafnréttinu. Það hljóta allir að sjá. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.