Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1984, Blaðsíða 7
KQoitfv*/ í*TTr\isrrTTr\rr»
DV. ÞRIÐJUDAGUR15. MAI1984.
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Umsjón:
Gunnlaugur A. Jónsson
og
Guðmundur Pétursson
RÆNDU
HJÓNIN
ÓFUNDIN
Skæruliöasamtökin, sem talin voru
standa aö baki ráninu á nýgiftu
hjónunum bandarísku á Sri Lanka,
lýstu því yfir viö fréttastofur í gær aö
hjónunum mundi sleppt.
En þau hafa hvergi komið fram
ennþá og hefur þó lögregla og her Sri
Lanka hert mjög leitina að þeim.
Ræningjarnir höföu krafist 2 milljón
dollara lausnargjalds í gulli og aö 20 fé-
lagar samtakanna yröu látnir lausir úr
fangelsum. — Yfirvöld vilja ekki fall-
ast á þá kröfu.
Hartspáð
sigriídag
Forkosningar fara fram í Nebraska
og Oregon í dag. Gary Hart, öldungar-
deildarþingmanni frá Kólórado, er
spáö öruggum sigri í Oregon og er
einnig talinn standa betur að vígi í
Nebraska.
Ekki eru nema 67 kjörmenn í húfi í
kosningunum í dag en þaö breytir því
ekki aö Hart telur kosningamar mjög
mikilvægar sem undirbúning fyrir
lokaumferöina sem verður 5. júní er
fram fara forkosningar í alls fimm
ríkjum.
Samkvæmt óopinberum tölum hefur
Mondale nú tryggt sér 1501 kjörmann
af þeim 1967 sem hann þarf til aö ná
kjöri á landsfundi demókrataflokksins.
Hart hefur hlotiö 899 kjörmenn og
Jesse Jackson 297. Þá eru 334 óháöir
fulltrúar og loks 58 sem styðja aöra
frambjóöendur.
Fengu
stóra vinn-
inginn
Vélstjóri, gangastúlka á sjúkrahúsi
og handsnyrtir. hættu öll að vinna í gær,
eftir að þau uppgötvuðu, aö þau voru
oröin milljónamæringar. Fengu þau
stóru vinningana i stærsta happdrætti
sem nokkum tíma hefur veriö efnt til í
N-Ameríku.
Þau höfðu öll fengið 5,5 milljón
doliara vinning í New York-ríkishapp-
drættinu. Fá þau vinninginn greiddan
á 21 ári.
Gangastúikan er 64 ára gömul og á
níu börn og fimmtán barnabörn sem
öll byrjuöu strax aö jamna í henni að
gefa þeim reiðhjól.
Kókaínneysla
íV-Þýskalandi
eykst verulega
Fjöldi þeirra V-Þjóðverja sem nota
kókaín hefur aukist mjög vemlega,
samkvæmt tölum sem gerðar vom
opinberar um helgina.
Lögreglunni tókst aö hafa upp á 106
kílóum af kókaini á síðasta ári og var
þaö þrisvar sinnum meira heldur en
1982 og gæti það gefiö til kynna aö auk-
in framleiðsla í Suöur-Ameríku væri
tekin að segja vemlega til sín í V-
Þýskalandi.
Alls gerði lögreglan kókaín upptækt
716 sinnum á síðasta ári eöa næstum
þrisvar sinnum oftar en árið áður.
Sovétmenn hafa tilkynnt að þeir séu
aö setja upp fleiri kjamorkueldflaugar
í Austur-Þýskalandi og hafi sú
ákvörðun verið tekin sem svar við nýj-
um meðaldrægum eldflaugum Banda-
rík janna í Vestur-Evrópu.
Sovétmenn setja upp
nýjar eldflaugar
Sovéskar sveitir hafi þegar í janúar
hafist handa viö aö koma fyrir nýjum
eldflaugum í A-Þýskalandi og Tékkó-
slóvakíu.
Vestrænir hernaöarsérfræðingar
réðu þaö af frétt Tass-fréttastofunnar
um þetta efni í gær aö hér væri um aö
ræða eldflaugar af gerðinni SS-20
sem geta hæft í skotmark í allt aö eitt
þúsund kílómetra fjarlægð.
Tass fréttastofan sagöi að Varsjár-
bandalagiö heföi „neyöst til aö gripa til
gagnaðgerða” vegna aukinnar her-
væðingar Bandaríkjanna.
Ráðamenn í Moskvu hafa aldrei látið
uppi hversu margar eldflaugar Sovét-
ríkin hafi eöa hyggist setja upp í
ríkjum Vars járbandalagsins.
engaráhyggjur
Arsáfðxtun
Kynntu þér kjörin sem Iðnaðar
bankinn býður sparendum. Berðu
þau saman við það sem aðrir bank-
ar bjóða núna.
Við bjóðum 21,6% ársávöxtun á
BANKAREIKNINGI MEÐ BÓNUS.
Þú getur valið milli þess að hafa
slíka reikninga verðtn/ggða eða
óverðtn/ggða.
Þú mátt einnig færa á milli þessara
reikninga, án þess að það skerði
bónus eða lengi 6 mánaða bindi-
tíma.
í þessu fellst mikið öryggi - ef verðbólgan vex.
Mnaðarbankinn
Fer eigin leiðir - fyrir sparendur