Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1984, Side 14
14
DV. LAUGÁRDAGUR19. MAl 1984.
ROKKSPILPAN ROKKSPILDAIM ROKKSPILDAN
Errokktón-
leikamenn-
ingindauð?
.. .eða hafa pöbbarnir tekið
við sama hlutverki hjá þeim
sem nota tónleikana sem af-
sökun fyrir því að fá sér í glas?
Tímabærar spurningar nú í
upphafi sumarsins þegar
aöeins einn staður heldur úti
„lifandi” tónlist reglulega og
fær svona svipaöa aösókn og
fótboltaleikur í 4. deildinni.
Jafnvel hljómsveitir á borð
viö KIKK fá ekki nema ca 50
manns á tónleika hjá sér, eins
og sl. fimmtudagskvöld í Saf-
ari, og þó heföi maður taliö að
sú hljómsveit höfðaði til breiðs
hóps fólks með poppuðum
melódíum sínum, sumum á
þýsku línunni, sem tókust vel.
Svo við afgreiðui í þessa tón-
leika í hvelli má í stuttu máli
segja að gestir fengu meira en
150 kr. út úr miða sinum þetta
kvöld.
Svo við komum aftur að upp-
haflegu spurningunni er
kannski best aö láta seinni
hluta hennar liggja alveg á
milli hluta þar sem hætta er á
við þær umræður að fá allt
Kirkjubóls-„slagverkið” á
heröablöðin, en snúa sér að
meginefninu.
Ljóst er aö aukin video-væð-
ing borgarbúa á mikinn hlut að
máli hvað varðar minnkandi
aðsókn að tónleikum hérlendis,
það er miklu auðveldara fyrir
„liðið” að stinga spólu í tækið
og fá „gæsahúðina” eða
„uppáferðirnar” beint í æö í
staö þess að vera að þvælast
innanum meira og minna
skuggalegar persónur í „út-
fjólubláum” sölum úti í bæ og
þurfa þar að auki að pæla
aðeins í því sem er að gerast.
Lítum bara á nokkrar stað-
reyndir í þessu; er ekki mun
þægilegra að hafa Koo Stark
allsbera inni í stofu hjá sér í
„Cruel passion” í stað þess að
sjá úfinn Einar örn hoppandi
um sviðið einhvers staðar úti í
bæ. (Ekkert illt meint, Einar).
Svona líkingar eru óteljandi en
jafnframt kannski kjarni máls-
ins, því minna sem viðkomandi
þarf að leggja á sig í útvegun
og neyslu skemmtiefnis því
meiri líkur eru á aö það sé vin-
sælt.
En hver eru ráðin sem ís-
lenskar hljómsveitir geta grip-
ið til, fyrir utan að fara yfir í
þungarokkið sem virðist vera
hið eina sem blífur eitthvaö að
ráði hérlendis þessa dagana?
Spurningu þessari er vand-
svarað, sennilega eru svörin
jafnmörg og þeir sem spurðir
eru. Einfaldasta lausnín er
flestum ef ekki öllum óvið-
ráöanleg af fjárhagsástæöum,
þ.e. að gefa einfaldlega út
videospólur með tónlist sinni
og þá tilheyrandi húllumhæi í
„thriller” stílnum eða ein-
hverju álíka. önnur lausn, sem
fellur fáum öðrum í geö en
þeim sem stunda hana, er að
gera út á sveitaballamarkað-
inn en þá er frumsamin tónlist
fokin út í veður og vind um leið
þar sem „liðið” krefst þess að
fá sinn Boy George eða sinn
Jackson meðan safinn úr
grænu flöskunum rennur ljúft
um vélindað.
Horfur eru sem sagt vægast
sagt dökkar en kannski var
jetta kjaftæði ótímabært, próf
íafa verið í gangi að undan-
förnu, sem gæti verið ástæða
slæmraraðsóknar. -FRI
KOMU FYRST FRAM A
„EPLAKVÖLDINU”
Kvennaskólinn hefur einkum
getið sér orð fyrir að útskrifa
dyggðuin prýdda kvenmenn sem
góð skil kunna á sleif og pottum en
tímarnir breytast og mennirnir
með og nú er til rokkhljómsveit
sem upprunninn er úr Kvennó,
nefnilega Djelly-systur.
Þær stelpúrnar munu hafa
stigið sín fyrstu spor í „brans-
anum” á „Eplakvöldinu” í
Kvennó, heljarmiklu húllumhæi
sem haldið er árlega fyrir hver jól
svo engin af hinum dyggðugu fari í
jólaköttinn.
Rokkspildan brá sér í heimsókn
í bílskúrinn á Rauðalæk 32 þar
sem Djelly-systur hafa æfingaað-
stöðu, í félagi með Landshorna-
rokkurum, svona ca 9 fm pláss,
eða svo lítið að maður ímyndar
sér varla að annað lið komist þar
fyrir en tríó samsett úr Dverg-
unum sjö.
Djelly-systur skipa þær Edda K.
Reynis, Steinunn Baldursdóttir,
Sigurbjörg Níelsdóttir, Nína M.
Morávek og Katrín Jónsdóttir.
„Þetta byrjaði sem skemmti-
atriði hjá okkur á „Eplakvöldinu”
fyrir tveimur árum en aðeins tvær
af þeim eru eftir í núverandi
Djelly-systrum. Segja má að
Djelly-systur sem rokkhljómsveit
hafi oröiö til í fyrrahaust,” segja
þær „systurnar” í samtali viö
Rokkspilduna.
En hvað kom til að nokkrar
„kvennaskólapíur” fóru út í
þennan „bransa”??
„Áttu við að það samræmist
ekki línunum „Dóttirin er í
kvennó/lætur ekki drátt”, eöa
hvað.”
Hmmm, þetta gætu orðið
athyglisverðar pælingar en hætt
við að stór hluti viðtalsins yrði
óprenthæfur. Umorðum spurning-
una í hver sé aðalmunurinn á að
vera í Kvennó og rokksveit?
„Hann er svona svipaður og
munurinn á því aö borða fisk og
hamborgara, maöur er ekki að
leika sér í Kvennaskólanum en
hljómsveitin-er aftur á móti mest
skemmtun í okkar augum.”
Hver voru viðbrögð skólasystra
við hljómsveitinni?
„Þeim fannst þetta skemmti-
legt fyrst þegar við komum fram
eins og hvert annað skemmtiatriði
en þegar þær sáu að alvara var í
þessu hjá okkur fannst þeim
hljómsveitin lítið sniðug. Það var
til dæmis meiriháttar mál að fá að
koma fram á síöasta „Epla-
kvöldi” okkar en það tókst og eftir
það höldum viö að þeim finnist
þetta kannski allt í lagi hjá
okkur.”
I máli Djelly-systra kemur fram
að þær hafa hingað til lítið getað
æft. . . ” við höfum sennilega
spilað oftar en við höfum æft,”
segja þær. Kemur ýmislegt til,
„græju”-leysi, fyrrverandi
trommuleikari varð ólétt og fleira
en þetta stendur nú til bóta með
tilkomu bílskúrsins á Rauðalæk.
En lítið þið á ykkur sem kvenna-
sveit eða eins og hverja aðra rokk-
sveit?
„Hið síðarnefnda væri nærri
lagi, okkur finnst allt í lagi að hafa
stráka í hljómsveitinni. . . ” Hér á
eftir fylgja nokkrar umræður um
þessa staðhæfingu og greinilegt er
að skiptar skoðanir eru innan
hljómsveitarinnar um þetta
atriöi. Ein nefnir sem dæmi strák-
inn sem var vitlaus í að verða
trommuleikari hjá þeim en var
hafnað vegna kynferðis.
„Við erum nú að taka upp plötu í
Stúdíó Axels og það kemur vel til
greina aö fá strák til að leika með
okkur á saxófón í einu laginu og ef
ekki væri um annað aö ræða en
taka strák inn í hljómsveitina
mundum við taka hann,” ljúka
þær umræðunni um þessa
spurningu.
Leggið þið mikið upp úr
útlitinu?
„Já, við leggjum mikið upp úr
því, teljum aö við eigum að vera
fyrir augað líka, enda lítum við
hálft í hvoru á okkur sem
skemmtiatriði. Við komumst í
stuö við að mála okkur og klæða
fyrir tónleika, þetta „tjúnar”
okkur upp.”.
Hafið þið orðið fyrir áreitni
gesta á þeim stöðum sem þið hatið
troðið upp á?
„Já, sérstaklega frá stelpum.
Þær hafa sagt okkur að við ættum
aö loka okkur inni og hætta að
spila. Ein var alveg brjáluð er við
lékum á Selfossi og öskraði á
okkur. Strákarnir virðast aftur á
móti meira frjálslyndir í fram-
komu gagnvart okkur.”
Djelly-systur eru nú að taka upp
plötu í samkrulli meö Lands-
hornarokkurum en þessar tvær
hljómsveitir munu ferðast um
landið undir yfirskriftinni „Rokk-
gengið” í sumar. Eiga Djelly-
systur 3 lög á plötunni, þar á
meðal lagið „Marilyn Monroe”,
en það lag varö einmitt til þess að
samstarf þetta komst á. Axel
Einarsson, eigandi Stúdíó Axels,
bauö þeim að taka „demó” af því
lagi og í framhaldi af því bauð
hann þeim svo hlut í „Rokkgeng-
inu”. Auk annarra laga á plötu
þessari með þeim má nefna lagið
„Húsið á sléttunni” en í því
segjast þær ætla að reyna aö fá
fólkið sem grætur yfir sjónvarps-
þættinum að brosa yfir laginu.
-FRI.
Kynning á
Cirkus
Modern
A næstu vikum munum við
kynna þær norrænu rokkhljóm-
sveitir sem taka þátt í norrænu
rokkhátíðinni hér í sumar. Sú
fyrsta þeirra er Cirkus Modern
frá Noregi.
Cirkus Modern er 4 manna
hljómsveit, sem stofnuð var í
nóvember síðastliðnum og hefur
á skömmum tíma skotist upp á
toppinn í norsku rokktónlistar-
lífi.
Það eru engir viðvaningar
sem standa að hljómsveitinni
því þeir hafa verið leiöandi í
norskri rokktónlist um árabil.
Jern Christensen gítarleikari
og Ola Snortheim trommari
koma úr hljómsveitinni DePress
sem á sínum tíma var ein helsta
nýbylgju/pönk hljómsveit í Nor-
egi. Helge Gaarder söngvari,
sem var aðaldriffjöður í hljóm-
sveitinni Kjett, og Mari Wendel-
bo hljómborðsleikari, sem starf-
að hefur með fjölmörgum rokk-
og jasshljómsveitum.
Árið 1981 fengu Jorn og Ola hin
eftirsóttu Spellemanns verðlaun
fyrir framlag sitt með DePress
og sama ár þótti tíöindum sæta
að Helge Gaarder var látin sitja
hjá við úthlutun verðlaunanna
fyrir stórverk hljómsveitarinnar
Kjott „Op”.
Helge hefur í gegnum árin
verið geysiafkastamikill texta-
höfundur og hefur sýnt og
sannað að hægt er að semja á
norsku þannig að það verði
spennandi og kryfjandi textar.
Hann hefur auk þess verið
stjórnandi í upptökum margra
hljómsveita svo sem Raga Rock-
ers, Hiss og fleiri. Hann hefur
ennfremur verið óþreytandi við
að skrifa í blöð og virkja aðra
fjölmiðla í baráttunni við for-
dóma og menningarsnobb gegn
rokkinu.
Fyrsta plata hljómsveitar-
innar leit dagsins ljós í mars og
heitir einfaldlega Cirkus Mod-
ern. Allt efni plötunnar er eftir
hljómsveitarmeðlimi og hefur
platan fengið góða dóma og
viðtökur í Noregi.
Auk þessa hefur hljómsveitin
þeyst landshorna á milli til
hljómleikahalds og troðið upp í
öllum stærstu borgum Noregs.
I síðasta mánuði var svo
hljómsveitinni boðið að koma
fram í sjónvarpsþættinum Zikk
Zakk, sem er nokkurs konar
Skonrokk þeirra Norðmanna.