Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1984, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1984, Síða 21
DV. LAUGARDAGUR19. MAl 1984. 21 Nikku- spllá Klelfa- balll Um mánaðamótin er væntanleg á markaöinn harmoníkuplata með Jóni Ámasyni frá Syðriá í Olafs- firði. Kleifaball á platan að heita og skýrir Jón nafnið með því að í gömlu skólahúsi á svokölluðum Kleifum í Olafsfirði hafi, þegar hann var unglingur, verið haldin mikil og merkileg böll. Talað hafi verið um Kleifaböllin. Þau séu nú ekki lengur til en plátan fái nafnið. ,,Eg byrjaði að spila 12 ára gamall og eignaðist þá fyrstu harmoníkuna. Fljótlega fór ég að spila einn en síðan með öðrum og það var snemma byrjað á að reyna að koma saman hljómsveit. Eg er svo búinn að spila af og til í rúm 40 ár en þó lítið annars staðar en heima. Það hefur verið svona nokkuð jöfnum höndum spilað á nikkuna og hljómborð. Síðasta hljómsveitin hét Landátt og em um tvö ár síðan viö hættum.” Á Kleifaballi verður boðið upp á bæði íslenskt og erlent efni, valsa, skottísa, ræla, marsúka og hvað þetta allt heitir. Tvö laganna eru eftir Jón sjálfan. Hann sagði aö platan væri þverskurður af því sem hann hefði verið að gera gegnum árin. Músíkmenntun sagðist Jón enga hafa. „Eg tel sjálfan mig nótna- blindan mann, það er að segja að ég spila ekki eftir nótum.” En hvemig skyldi manni sem ekki er vanur stúdíóvinnu líka að vinna við nýjar aöstæður. Því svaraði hann þannig að taugamar hefðu bilað svolítið fyrst. Það gerðist þrátt fyrir aö hann heföi spilað á hundruðum dansleikja fyrir þúsundir fólks og ekki fundið til neins. En hann var ánægður með aðstöðuna og aðstoðarmenn- ina, Grím Sigurðsson á bassa, Ingvar Grétarsson á gítar og Einar G. Jónsson á trommur. Jón var spurður um áhuga hans á þessu hljóðfæri og gömlu dönsunum. Hann sagðist fagna því heilshugar að harmoníkan væri að sækja sig í vinsældum. „Hún er talin erfitt hljóðfæri en skemmti- legt og ég hef alltaf haft gaman af gömludansalögum. Maður væri ekki búinn að vera í þessu allan þennan tíma ef maður hefði ékki haft gaman af því Einhverjir uppáhalds- harmoníkuleikarar? ,,Já, já, maður átti sér guð. Það var Toralf Tollefsen. Maður dáði hann óskap- lega mikið og hann spilar víst ennþá. Og það er svo sem fjöldi uppáhaldsharmoníkuleikara. Þeir eru of margir til að telja upp, bæði erlendir og íslenskir, menn sem maður getur litið upp til. Eg held að sá maður hlyti að vera erkilyg- ari sem neitaði að viðurkenna að hann reyndi að tileinka sér það semþeir hafa gert.” JBH/Akureyri L5 VIKW MISSTU EKKI VIKU ÚR LÍFI ÞÍNU ASKRIHARSIMINN ER 27022 íTíES, Platan hans Jóns Árnasonar var tekin upp um páskana. Myndin af Jóni var tekin í Stúdíó Bimbo nokkrum dögum síðar þegar verið var að Ijúka við að hljóðblanda upptökurnar. JBH/Akureyri NOACK liT-rem'iM:! FYRIR ALLA BÍLA OG TÆKI Sænsku btlaliamleiðendurnir VOLVO, SAAB og SCANIA nota NOACK ralgeyma vegna kosta þeirra. Flugleiðir oaSAS opna nýjarleiðii fyrir landkönnuði! Framhaldsflug frá Kaupmannahöfn tækniundrinu, standa á Rauöa to'rginu, kynnast könnun, sjá Flugleiðir um að flytia ykkur til Ef þú ert landkönnuöur sem stefnir i frumbyggjum Amazon-landsins eöa telja bjór- Kaupmannahafnar, á almennu ferðamanna- fjarlæga heimshluta er bæöi fljótlegt og nota- krárnar í Munchen? - Pegar félög eins og gjaldi, eða á ,SAGA CLASS", ef þú vilt lifa lúxuslífi legt aö fljúga með Flugleiðum til Kaupmanna- Flugleiöir og SAS leggjast á eitt, áttu visa þægi- á leiðinni. Síöan getur þú verslaö í frihöfninni á hafnar. Þar býður SAS þér framhaldsflug til lega og ógleymanlega ferð. Kastrup, áöur en þú heldur áfram út í heim, í áfangastaöa um víöa veröld. Ekkert flugfélag Enn á ný er borgin viö sundiö orðin dyr hinu bekkta EUROCLASS-farrými SAS-flugfélags- flýgur til eins margra'' áfangastaöa frá Kaup- íslendinga aö umheiminum. ins eöa „First Business Class" farrými, t.d. til mannahöfn og einmitt SAS. Þaö er næstum Singapore eöa Tokyo. sama hvaö þig langar að kanna, Flugleiöir og „EUROCLASS" og „SACA CLASS": SAS gera þér þaö fært. Langar þig aö Ijúka upp Vellíðan á ferðalögum Flugleiðlr og SAS veita þér óteljandi ferða- leyndardómum Austurlanda, átta þig ájapanska Þegar þú og þínir halda af staö í land- tækifæri! FLUGLEIÐIR Gott fólk hjá traustu félagi / S4S „Airllne of the year"

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.