Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1984, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1984, Side 24
DV. LAUGARDAGUR19. MAl 1984. UNDANFARNA DAGA HEFUR FARIÐ FRAM MIKIL UMRÆÐA UM NAUÐGANIR. ÞESSI UMRÆÐA KEMUR í KJÖLFAR AFBROTS SEM VAR FRAMIO UM SÍÐUSTU HELGI ÞAR SEM AFBROTAMAÐUR VIÐURKENNDI BROT SITT EN RANNSÓKNARLÖGREGLU VAR SYNJAÐ AF SAKADÓMI AÐ HNEPPA HANN I GÆSLUVARÐHALD. Á FIMMTUDAG DÆMDI HÆSTIRÉTT UR MANNINN HINSVEGAR í VARÐHALD. FYRIR ALÞINGI HEFUR LEGIÐ TILLAGA TIL ÞINGSÁLYKTUNAR UM KÖNNUN Á RANN SÓKN OG MEÐFERÐ NAUÐGUNARMÁLA OG ÚRBÆTUR I ÞEIM EFNUM LÖGÐ FRAM AF ÞINGMÖNNUM KVENNALISTA. LÍKUR ERU TALDAR Á AÐ HÚN HLJÓTI SAMÞYKKI. í ÞESSARI SAMANTEKT TÖLUM VIÐ VIÐ STÚLKU SEM HEFUR VERIÐ NAUÐGAÐ, RANN SÓKNARFERLIÐ HÉRLENDIS ER RAKIÐ OG VITNAÐ ER TIL KANNANA SEM FARA GEGN VIÐTEKNUM HUGMYNDUM UM FREMJENDUR OG FÓRNARLÖMB NAUÐGANA SEM BIRT AST MEÐAL ANNARS I BÓKUM OG KVIKMYNDUM. „Eg myndi ekki kæra aftur lenti ég í nauögun á nýjan leik. 011 meðferö málsins er svo ógeðfelld aö það liggur við að það sé betur látiö kyrrt liggja en að vera að rif ja atburðinn upp aftur og aftur. Samt hvet ég allar konur til að kæra nauðgara og til að fylgja málum sínum eftir, öðruvísi veröur því ófremdarástandi sem ríkir í þessum málum hér á landi í dag ekki breytt.” Stúlkan sem mælir þessi orð varð fyrir barðinu á nauögara fyrir tæpu ári síðan og enn er líf hennar ekki komið í samt lag. Frá því að yfirheyrslum í málinu lauk í fyrrahaust hefur hún ekkert heyrt frá dómsaöilum. Og með tilliti til reynslu annarra kvenna getur enn orðið löng bið á að málið verði tekið til dóms. Síbrotamaður Það alvarlegasta við mál þessarar stúlku er að maðurinn sem nauðgaði henni haföi tvívegis áður gert sig sekan um nauðgun en í bæði skiptin höfðu kærumar verið dregnar til baka. Alls hafði maður þessi verið kærður níu sinnum fyrir líkamsárásir, nauðg- anir, fjársvik og fleira þegar umrædd stúlka kærir hann fyrir nauögun. Engu að síður gengur hann glottandi út frá Rannsóknarlögreglunni að loknum yfirheyrslum og getur þess vegna hafa haldiö áfram uppteknum hætti síðan. Oþægilegar spurningar ég aldrei getað gengið í gegnum þetta.” Hún fór til Rannsóknarlögreglunnar ásamt stúlku frá Kvennaathvarfinu og skýrsla var tekin af henni. „Móttökumar voru hræðilegar hjá lögreglunni. Eg hafði það á tilfinning- unni að enginn tryði mér, þetta væri ekkert mál og tilgangslaust að kæra. Eg var yfirheyrð af konu en það varð aö biöja sérstaklega um að fá hana til að svo yrði. Spurningarnar vom margar hverjar afar óþægilegar og ég get ekki skilið hvað sumar þeirra hafa meö rannsókn málsins aö gera. Eins og til dæmis nákvæmar lýsingar á því hvernig maðurinn hafi klætt mig úr buxunum og í hvaða stellingum hann hafinauðgaðmér.” ,,Svo var farið með mig í læknis- skoðun og það var það versta sem ég gekk í gegnum. Læknirinn spurði mig alls kyns spurninga sem ég vissi ekki fyrr en eftir á að hann hefur engan rétt til að spyrja. Hann spurði til dæmis hvort ég hefði verið dmkkin þegar nauðgunin átti sér stað og eins hvort ég væri drukkin núna. Og þegar ég neitaöi að vera drukkin krafðist hann þess aö ég andaði framan í sig. Svo spurði hann mig hvort ég væri með kynsjúk- dóm, alveg eins og hann væri hræddur um að ég hefði ef til vill smitað nauðgarann.” Manninum sleppt Maðurinn sem nauðgaði stúlkunni Tortryggin Atburðir þessir höfðu að sjálfsögðu mikil áhrif á líf stúlkunnar. Hún lokaði sig. inni til að byrja með, hætti við að fara í skóla eins og hún hafði ráðgert og fór að lokum til útlanda um skeið til að komast burtu frá þessu. ,,Eg finn aö ég er tortryggnari gagn- vart fólki en ég var og þá litlu trú sem ég hafði á lögreglunni og dómskerfinu hef ég alveg misst. Og ég er bara nýlega farin að geta sofnað á kvöldin eins og venj ulegt fólk. ” Samkvæmt 194. grein almennra hegningarlaga er það nauðgun er kven- manni er þröngvað til holdlegs sam- ræðis með ofbeldi eða frelsissviptingu eða með því að vekja með henni ótta um líf, heilbrigði eöa velferö hennar sjálfrar eöa náinna vandamanna og ennfremur ef kvenmaður er sviptur sjálfræði sínu í þeim tilgangi að ná framsamræði. Refsingin fyrir ofangreint afbrot er samkvæmt sömu lagagrein fangelsi ekki skemur en eitt ár og allt aö 16 árum eöa ævilangt. Nauðgun telst því lögum samkvæmt til alvarlegustu brota á borð við manndráp og meiri- háttar likamsmeiöingar. Þrátt fyrir að nauðgun teljist til þessara alvarlegri brota hefur aðeins einu sinni á gildistíma núverandi hegningarlaga veriö felldur verulega þungur dómur fyrir nauðgun. Það var sem þátt í þessu og aðrir nefna aö karlmenn sjái undantekningarlaust um rannsókn þessara mála og sömu- leiðis séu það karlmenn sem oftast dæmi í þessum málum. Opinber gagnrýni Meðferð nauðgunarmála hjá rann- sóknaraðilum hefur oftsinnis veriö gagnrýnd opinberlega. I ræðu sem Kristín Halldórsdóttir flutti á Alþingi í vetur er hún fylgdi úr hlaöi tillögu til þingsályktunar um könnun á rannsókn og meðferð nauðgunarmála sagði hún meðalannars: „Margir eru þeirrar skoöunar aö sönnunarbyrði brotaþola í nauðgunar- málum sé ankannaleg, því það sé fyrst og fremst konunnar að sanna sakleysi sitt en ekki afbrotamannsins. Þá er at- ferli brotaþola i nauðgunarmálum basði í fortíö og á meðan á brotinu stóð dregið fram í dagsljósiö í ríkari mæli en við rannsókn annars konar brota. ” Það fýrsta sem gerist þegar kona kærir nauðgun er að af henni er tekin ýtarleg skýrsla um atburðinn. Sem stendur er ein kona starfandi hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins og að sögn þeirra Hallvarðs Einvarðssonar rannsóknarlögreglustjóra og Amars Guömundssonar, deildarstjóra þeirrar deildar RLR sem sér um nauðgunar- mál, er þessari konu falið að annast tó\Uo seir» h® rvíðtáívið Nauðgunin sjálf var hin hrottaleg- asta, stúlkan öll marin og lemstruö. Hún þekkti manninn ekki neitt, hafði séð hann einu sinni áður og þau voru stödd í sama húsi af tilviljun er nauðgunin átti sér stað. „Eg kærði ekki strax, var að sjálf- sögðu alveg í sjokki og vildi fá að vera í friöi. En mamma vinkonu minnar hvatti mig til að kæra og ég hafði sam- band við Kvennaathvarfið og fékk þeirra hjálp. An aðstoðar þeirra hefði Læknisskoðunin verst Að lokinni yfirheyrslu var farið með hana í myndasafn lögreglunnar ef ske kynni að nauðgarinn hefði komist í kast við lögin áður. „Þegar ég fann myndina af honum þar breyttist viðhorf lögreglumann- anna strax. Þá fyrst f annst mér að mér væritrúað.” Eftir þetta voru áverkarnir á líkama hennar myndaðir meö hennar sam- þykki enda voru þeir þess eölis að ekkert fór milli mála að hún hafði verið beitt grófasta ofbeldi. heyrslur neitaöi hann öllu. Síðan breytti hann framburði sínum og viðurkenndi að hafa haft samfarir við stúlkuna en þaö hefði verið með hennarvilja. Við samprófun hélt maöurinn sig við sömu sögu og þvertók fyrir að hún hefði verið andvíg því að hafa samfarir við sig. „Það var helst á honum að skilja að fyrst ég hefði ekki sparkað í hann og lamiö hann hefði ég þar með verið samþykk.” Vitnum í málinu bar því ekki saman og samprófun lokið. Engra sátta var leitað í málinu og manninum sleppt. Þannig stendur málið enn í dag. árum hefur verið á bilinu 12—18 mánaða fangelsi. I ritgerð sinni um afbrotið nauðgun frá 1979 segir Ásdís J. Rafnar lögfræðingur: „Ef mið er tekið af refsimörkum 194. greinar almennra hegningarlaga og þeirri refsingu, sem dæmd hefur verið í þeim dómum, sem gengið hafa til Hæstaréttar undanfarin ár, þá er óhætt að segja að meðalrefsingin fyrir nauðgun sé lág hér á landi.” Astæðurnar fyrir því að refsingar eru vægar eru eflaust margar og engin viðhlítandi skýring er á því hvernig á þessu stendur. Kristín Halldórsdóttir alþingismaður nefndi almenningsálitið ekki verði hjá því komist að yfirheyra viðkomandi kæranda mjög nákvæm- lega um atburðinn, á því geti framhald og hugsanleg niðurstaða málsins oltið. Þá nefna þeir einnig mikilvægi þess að sem stystur tími líði frá atburöinum þar til hann er kærður. Akærði er sömuleiðis yfirheyrður rækilega svo og vitni ef einhver eru, sem er sjaldnast. Að lokinni fyrstu yfirheyrslu eru áverkar kæranda, ef einhveijir eru, ljósmyndaðir ef þurfa þykir. Kærandi getur neitað að láta ljósmynda sig og að sögn Hallvarðs og Arnars er það ekki algengt að ljósmyndir séu teknar. Næsta stig er læknisskoðun og yfir- leitt er það sami læknirinn sem lögreglan leitar til með fórnarlömb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.