Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1984, Blaðsíða 27
DV. LAUGARDAGUR19. MAl 1984.. 27
hann fór að skjálfa um leið og hann var
settur í uppvaskiö og úr því að vaskur-
inn hafði þessi áhrif á hann hlökkuðu
allir til að sjá hvernig honum yrði við
þegar hann sæi laugina en fyrsta
daginn vorum viö látnir synda uppi á
borðum og þá stóð sá vatnshræddi sig
alveg skínandi vel.
Hann stóð sig einnig prýðilega á
fyrirlestrinum þar sem okkur var sagt
aö þaö væri mun hollara að detta i sjó-
inn syndur en ósyndur og ef við lentum
í því aö bjarga einhverjum sem dottið
hefði í Atlantshafið væri viðbúið að
hann yrði viti sínu fjær þegar við kæm-
um að honum og þess vegna myndi
hann hér um bil örugglega grípa svo
fast um hálsinn á okkur að við neydd-
umst til aö br jóta á honum f ingur til aö
koma í veg fyrir að hann kyrkti okkur
af einskærri gleöi yfir því að við
værum að bjarga honum.
Að fyrirlestrinum loknum var okkur
kennt aö lifga menn úr dauðadái en
loks rann upp hinn langþráði laugar-
dagur og sá vatnshræddi afklæddi sig
og fór í sundskýluna sína jafnákafur og
við hinir en þegar hann sá allt vatnið í
lauginni hljóp hann alveg ógurlega
hratt til baka og læsti sig inni í skáp.
Okkur fannst það dálítið gott hjá
honum að geta troðið sér inn í skápinn
en hann fékk ekki aö vera lengi í
skápnum því að sundkennarinn opnaði
hann og þegar hann dró strák út úr
honum skalf hann svo mikið aö það
hefði sjálfsagt mælst sjö komma fimm
á Richter og þegar kennarinn dró hann
að lauginni öskraði hann svo hátt að
viö vonuðum að sundkennarinn drekkti
honum sem allra fyrst svo að við
losnuðum við óhljóðin.
Okkur til hinnar mestu furðu drekkti
kennarinn þeim vatnshrædda alls ekki
heldur stökk með hann út í grunnu
laugina og sagði honum að ríghalda
sér í bakkann og það gerði hann svika-
laust í hálfan mánuð á meðan við hinir
vorum að læra að synda í kafi og æfa
tuttugu og fimm metra björgunarsund
sem gekk svo illa hjá flestum að það
munaði ekki nema hársbreidd að menn
þyrftu aö fara að rifja upp kunnáttu
sína í lífgun úr dauöadái.
Holl hreyfing
— Þú hefðir bara gott af því að fá
þér smásundsprett, sagði konan mín í
sama tóni og hún segir mér hvað ég
hafi gott af því að ryksuga.
— En ef ég drukkna? sagði ég.
— Þá neyðist ég til aö ryksuga sjálf,
sagði konan mín af slíku miskunnar-
leysi aö ég ákvað á stundinni að fara
með kunningja mínum í Vesturbæjar-
laugina og drekkja mér eins fljótt og
ég gæti en þegar viö komum þangað
hætti ég við það vegna þess að þar var
svo mikið af fallegu kvenfólki. Eg fékk
mér þvi sæti á bekk og virti það fyrir
mér en kunningi minn stakk sér um-
svifalaust út í laugina.
Hann synti með glæsilegum tilburð-
um út í miðja laug en þegar þangað
var komið hætti hann að synda og fór
að pata með höndunum út í loftið.
— Guð minn góður, hugsaði ég, —
hann er aö drukkna. I fyrstu datt mér í
hug að hringja í varnariiðið eða
hjálparsveit skáta en svo ákvaö ég að
bjarga honum sjálfur. Eg tók alveg
gífurlega langt tilhlaup og þegar ég
kom að laugarbarminum var ég orðinn
svo móður aö það munaöi minnstu að
ég hefði ekki þrek til að kasta mér út í
laugina.
Mér tókst það þó og af einhverjum
óskiljanlegum ástæðum tókst mér
einnig aö synda til vinar mins og ná
góöu taki á kjammanum á honum, eins
og mér hafði veriö kennt á nám-
skeiðinu forðum daga, og aö því búnu
öskraði ég upp í eyrað á honum að ei
hann reyndi að brjótast um myndi ég
brjóta á honum alla fingurna og suma
tvisvar ef á þyrfti að halda.
Auðvitað var þetta ekki alveg sam-
kvæmt bókinni en mér fannst vissara
að hafa vaðið fyrir neðan mig i þessum
efnum. Eg hafði hins vegar ekki fyrr
náð góðu taki á kunningja mínum en
hann öskraði eins hátt og hann gat,
sem var ekki mjög hátt því að ég hélt
fyrir munninn á honum; slepptu mér,
helvítis fíflið þitt.
Þetta fannst mér ekki kurteislega
sagt af manni sem verið var aö bjarga
úr lífsháska og þess vegna sagði ég
þessum vini mínum aö ef hann yrði
ekki sallarólegur á meðan ég væri aö
bjarga honum frá drukknun hætti ég
einfaldlega við það og færi heim að
sofa.
— Láttu mig í friði, bölvaöur asninn
þinn, skrækti kunningi minn, — þú ert
ekkert að bjarga lífi mínu, þú ert aö
kæfa mig.
— Víst er ég að bjarga lífi þínu,
öskraði ég eins hátt og ég gat inn í eyr-
að á honum, — og ef þú verður ekki til
friðs meðan ég er að því skaltu hafa
verra af.
— Andskotans beinið þitt, skrækti
kunningi minn, — ætlarðu að drekkja
okkur báðum?
Þessi spurning vinar míns vakti mig
til umhugsunar og ég komst sam-
stundis að þeirri niðurstöðu að það
væri algjör óþarfi aö við drukknuöum
báöir, það væri alveg nóg að hann
gerði það, svo að ég sleppti tökunum á
honum og synti að bakkanum.
Mér til undrunar kom kunningi minn
syndandi á eftir mér, móður og más-
andi, og spurði hvað þessi fíflalæti ættu
aðþýða.
— Kallarðu það fíflalæti að bjarga
lífi þínu? spurði ég.
— Þú varst ekkert að bjarga lífi
mínu, — sagði kunningi minn og var
reiður, — ég var að troða marvaðann
þarna úti í lauginni þegar þú komst
aðvífandi og ætlaöir aö kæfa mig.
— Þú varst sko ekki að troða neinn
andskotann, sagöi ég og var líka
reiður, — þú varst að drukkna, viöur-
kenndu það bara.
Kunningi minn viðurkenndi ekki að
hann hefði verið að drukkna og
þakkaði mér þvi ekki lífgjöfina en þótt
við skildum sæmilega sáttir efast ég
um að hann bjóði mér í sund á næst-
unni.
Kveðja
Ben.Ax.
með 32. Del Hg8 o.s.frv. Nú strandar
32. -Dxc4 á 33. He8+ Kg7 34. Hxc8.
Kortsnoj var nú alveg að falla á
tíma.
32. -Bg7 33. Dd3 Dd4 34. Dxf5 Dxc4 35.
He7!
Hrókur á 7. reitaröðinni er að
verða eitt af aðalsmerkjum heims-
meistarans.
35. -Hb8 36. Kg2 Db3 37. Dxg4 Hg8??
Hann varð að reyna 37. -Dc3.
38. Rg6+
abcdefqh
Lokastaðan verðskuldar stöðu-
mynd. Um leið og Kortsnoj gafst upp
fór hann yfir tímamörkin. Hann er
mátíöðrum leik.
Hvítt: J.Mestel
Svart: A. Miles
Enskur leikur (!)
1. Rf3 Rf6 2. c4 c5 3. Rc3 b6 4. e4
Bb7 5.e5Rg8
Furðubyrjanir af þessu tagi eru
einkennandi fyrir Miles. Ekki er 5.
—Rg4 mikið betra eins óg Ftacnik'
lék gegn Mestel í Hastings um ára-
mótin.
6. d4 cxd4 7. Rxd4 g6 8. Bf4 Bg7 9. De2
Rc610. Rf3!
Yfirvaldar e5-reitinn í anda
Nimzowitsch sáluga!
10. -Rh6 11. h4! Rf512. h5 0-0 13.0-0-0
Dc814. Rd5
Ekki 14. g4 vegna 14. -Rcd4! og
hrókurinn á hl er í uppnámi. Hvíta
staðan ermunbetri.
14. -d6 15. g4! dxe5 16. gxf5 exf4 17.
fxg6
Eftir skákina taldi Mestel aö 17.
hxg6 Dxf5 18. gxf7+ væri jafnvel enn
sterkara, því að ef 18. -Hxf7? þá 19.
Bh3-e6. Annars stendur textaleikur-
inn fyrir sínu. Eini varnarmöguleiki
svarts er 17. -f5! en eftir 18. h6 Bf619.
g7 stendur hvítur mun betur
(Keene).
17. -Bh618. gxf7+ Kh819. Bh3 Db8
20. Rxe7! Hxf7
Eftir 20. -Rxe7 21. Dxe7 Bxf3 22.
Hhgl virðist svartur í fyrstu bjarga
sér með 22. -Bg2! - T.d. 23. Bxg2 f3+
24. Kbl fxg2 25. Hxg2 Df4! o.s.frv.
Hins vegar leikur hvítur 23. f3!! og
vinnur. Ef 23. -Bg7, þá 24. h6! (24.
Hxg2 De5) Bxh6 25. Hxg2 og gegn
hótuninni 26. Df6+ er engin vöm (ef
26. -Bg7, þá auðvitaö 27. Hxg7).
21. Rc8!
Lokardrottningarvænginninni! Ef
nú 21. -Dc7, þá 22. Hd7! Hxd7 23.
De8+ og mátar.
21. -Bxc8 22. De8+ Hf8 23. Dxc6 Bxh3
24. Hxh3 Dc8
Eða 24. -Bg7 25. h6 Bf6 26. Hd6 og
vinnur.
25. Dxh6! Dxc4+
Eftir 25. -Dxh3 26. Hgl Hf7 (eða 26.
-Dd7) kemur 27. Re5 með leikvinn-
ingi og hvítur vinnur vegna hótunar-
innar 28. Rg6+.
26. Kbl Hac8 27. Rd4 f3 28. Hg3 Hf7
29. Dcl Da6 30. Dg5 He8 31. Rb5 Da4
32. De5+!
Lokahnykkurinn. Svartur gaf því
að hann er fljótlega mát eftir 32.
-Hxe533.Hd8+.
JLA
Spilað er í Gerðubergi kl. 19.30 stund-
víslega.
Athugasemd
viðvalá
unglmga-
laildslidi
Til landsliðsnefndar
Bridgesambands íslands
Við undirritaðir Islandsmeistarar
yngri spilara í bridge 1984 viljum hér
með láta koma fram athugasemd við
val unglingalandsliðs BSI.
Það hefur tíökast aö þeir er .Islands-
meistaratitla hljóti keppi fyrir Islands' “
hönd á erlendri grund. Það hefur
einnig verið viö val landsliös, yngri
spilara, hjá landsliðsnefnd BSI hingaö
til.
Spurningin er því sú, til hvers eru
íþróttamenn að heyja keppni um titla
þegar titlarnir hafa enga merkingu?
Sök'un þess að nú hefur orðið breyting
á og við yfirlýstir óverðugir að þessum
titli sjáum við okkur ekki fært að taka
við Islandsmeistaratitlinum sem gildir
ekkert fýrir okkur eins og á málum
hefur verið tekið hjá landsliðsnefnd
BSI.
Það er súrt epliö sem fylgir Islands-
meistaratitlinum, er engan rétt gef ur.
Anton R. Gunnarsson.
Guðmundur Auðunsson.
Stefán O. Oddsson.
Ragnar Ragnarsson.
10 ára
AFMÆLISHÁTÍÐ
Samtaka gegn astma og ofnæmi
Skemmtun
fyrir atta fjölskylduna
Hótel Sögu, Súlnasal
sunnudag kl. 14
Laddi, Tóti trúður,
Break-bræður,
Kamma Karlsson og Árni Gunnlaugsson
Hittumst
á
Sögu