Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1984, Qupperneq 40
DV. LAUGARDAGUR19. MAl 1984.
Sérstæð sakamál Sérstæð sakamál
„ Vandræðamenn " þótti ekki nógu sterkt hugtak tii að lýsa Champion og Ross, sem báðir höfðu frá unga
aldri átt i alvarlegum útistöðum við lögregluna. Champion starfaði með mörgum glæpagengjum og hér
sést hann með einu þeirra.
„Þeir myrtu ekki fórnarlömb sín
til aö hylma yfir aöra glæpi heldur í
ábataskyni og vegna þess einkum og
sér í lagi að þeir voru haldnir kvala-
losta. Þeim fannst slíkt óhæfuverk
óhemju spennandi. Þeir nutu þess að
myröa.”
Þessa sérkennilegu lýsingu gaf
Jeff Semow, aöstoöarríkissaksókn-
ari í Los Angeles. Lýsingin á viö tvo
unga íbúa Los Angelesborgar, annan
18 ára og hinn 22 ára, sem sviptu
fjórar saklausar manneskjur lífi á
tveimur mánuðum.
Semow er enginn viövaningur í því
sem fram fer á götum Los Angeles og
þeirri grimmd sem þar viðgengst í
samskiptum manna. Skrifstofa hans
á 18. hæð í byggingu lögreglunnar í
Los Angeles er þakin skjölum um
þessa atburöi alveg frá gólfi og upp í
loft. Þar er margt aö finna sem getur
fengiö hárin á venjulegu fólki til að
rísa af hryllingi. En sú slátrun sem
átti sér staö á tímabilinu frá 15.
nóvember til 27. desember 1980 gat
jafnvel fengiö svo harögeröan mann
sem Semow til að hrylla sig af við-
bjóöi.
Hafa sagt skilið
við mannlegt eðii
Þaö var því engin furöa að hann
skyldi leggja það til við kviödóminn
aö kveöa upp þann dóm sem einn
hæfði slíkum glæpum, — dauðarefs-
ing. „Hinir ákæröu hafa sagt skiliö
viö allt sem heitir mannlegt eöli og
þess vegna er sú skylda lögð ykkur á
herðar að kveða upp dauöarefsingu
yfir þeim,” sagöi hann í réttinum.
Kviðdómendurnir horfðu íhugandi
á þá ákæröu í stúku sinni. Mikiö
stækkaðar myndir sem sýndu þá
ákæröu meö 38 kalibera skamm-
byssu í höndunum voru lagðar fram í
réttinum. Hinir ákærðu voru þar
brosandi meö vopnin i höndunum og
augu þeirra ljómuöu.
En þaö brosti enginn í réttinum.
Kviödómendur töluðu stöku sinnum
hver viö annan í lágum hljóðum.
Yfirheyrslunum lauk þann 27. októ-
ber 1982. Kviödómurinn tók sér tvo
daga til að ráögast um málið.
Ummælin sem talsmaöur kviödóms-
ins lét eftir sér hafa þann dag var
heldurekkert tilaðbrosaaö.
Teheran Jefferson, 32 ára gamall,
bjó i lítilli tveggja herbergja íbúö í
suöurhluta Los Angeles, ekki fjarri
Helen Keller-garöinum. Lífiö haföi
ekki dekraö við Jefferson en hann
komst af meö því aö taka þá vinnu
sem hann gat snapaö hér og þar.
Jefferson var sparsamur og tókst aö
láta enda ná saman meö litlu. En
hann bætti einnig upp þær tekj ur sem
hann fékk meö vinnu með þvi að
selja marijuana. Þaö er ólögleg iöja
en nokkuð mikið stunduö í suöur-
hluta Los Angeles þar sem sveimur-
inn af eiturlyfjasölum er jafn þykkur
og sótmökkurinn sem umlykur
borgina. En þessi iðja kallar líka
stundum yfir menn nokkuö haröa
refsingu. Jefferson komst aö því full-
keyptu.
Þann 15. nóvember 1980 var Bill
Leader, rannsóknarlögreglumaöur í
lögregluliði Los Angelesborgar,
kvaddur að heimili Teheran Jeffer-
sons. Þegar hann kom á staöinn var
þar fyrir fjöldi lögreglumanna. A
rúmi sínu inni í íbúðinni lá Teheran
Jefferson látinn. Hann hafði verið
bundinn, stunginn og skotinn í
höfuöið með einu skoti eins og um
aftöku heföi verið aö ræða. Öllu haföi
verið snúiö við i íbúðinni í leit aö
verömætum og þaö sem verömætt
var talið hafði verið hirt. Leader
þaulleitaöi íbúöina í von um
einhverjar vísbendingar, en einu
sönnunargögnin sem höfðu einhverja
þýöingu voru leifar af marijuana og
plastpokar sem fundust í ruslakörfu.
Skammbyssuskot
eru og algeng
Jefferson haföi veriö skotinn meö
skammbyssu sem annaðhvort var 38
eöa 357-magnum. Skotiö haföi riðiö
af rétt ofan við höfuð hans og leitt
hann til dauöa á augabragði. Þaö
reyndist erfitt að draga upp heillega
mynd af því sem gerst hafði. Nokkrir
nágrannar kváöust hafa heyrt skot
um klukkustund áöur en lík Jeffer-
sons fannst en enginn haföi þó veitt
því þá athygli aö hann heföi haft
rænu á að kalla til lögreglu.
,,Skammbyssuskot eru of algeng á
þessum slóöum til þess aö þeim sé
veitt sérstök athygli,” sagöi einn
nágrannanna.
Það var hugsanlegt aö Jefferson
heföi verið myrtur af eiturlyfjakaup-
anda sem taldi sig hafa veriö svik-
inn. En eftirgrennslan lögreglunnar
leiddi í ljós aö Jefferson var ekki tal-
inn líklegur tii aö standa að svikum í
sínum viðskiptum. „Það hefur
enginn haft ástæðu til aö skjóta á
hann fyrir þær sakir,” sagöi einn
þeirra sem þekkti til þessara
viðskipta.
Lögreglan komst ekkert lengra
meö þetta mál að sinni. Engar vis-
bendingar fundust sem leiddu til
gruns ákveðinna manna eða hand-
töku.
Það var síðan þann 12. desember
sama ár aö rannsóknarlögreglu-
menn voru kallaðir að húsi við 112.
götu til rannsóknar á moröi 32 ára
gamals manns og 13 ára gamals
fatlaðs sonar hans. Hann hét Bobby
Hassan og bjó meö konu sinni og
syninum Eric í lítilli íbúö viö götuna.
Hassan gætti sonar sins á meðan
eiginkona hans vann úti. Hann
helgaöi h'f sitt þessum fatlaöa syni
sínum og fylgdi honum á hverjum
degiíogfráskóla.
Samkvæmt þeirri mynd sem
lögreglunni tókst aö draga upp af at-
burðum þessa dags yfirgáfu þeir
feðgarnir skólabygginguna laust
fyrir klukkan 3 þennan dag. Þegar
þeir komu heim hringdi Hassan í
konu sina og spjallaöi viö hana í
nokkrar mínútur. Það var þaö
síðasta sem hún heyröi frá honum í
lifanda lífi. Um klukkan hálffjögur
Ross kemur til yfirheyrslu i fylgd lögreglumanns. Hann er ekki sakbitinn á svipinn.