Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1984, Síða 43
.MmrTAM ftí HITOAQÍIAOTTA,. T vn
DV. LAUGARDAGUR19. MAI1984.
43
i
skífan meö laginu: Is She Really
Going Out With Him? og fyrsta
breiðskífan í janúar 1979: Look
Sharp.
Breiöskífan var hljóðrituö á hálfri
annarri viku og fékk dágóða dóma.
Nýbylgjan var þá að koma fram á
sjónarsviðið og gagnrýnendur líktu
Jackson einkanlega við Elvis Cost-
ello eða Graham Parker. Smáskífan
gekk furðuvel og hafnaði í fimmt-
ánda sæti breska listans. Og stóra
platan gerði lukku í Bandaríkjunum.
Hálfu ári seinna var Joe Jackson
aftur á feröinni, að þessu sinni með
nýja breiðskífu: I’m the Man, og
rokkiö var öllu kraftmeira en á fyrri
plötunni. Enn tóku Bretar vel á móti
tónlist Jacksons, platan fór ofarlega
á breska breiðskífuhstann en það
sem vakti mesta athygli voru samt
viðtökurnaríBandaríkjunum: báðar
þessar fyrstu plötur hans náðu þar
gullplötum og Joe Jackson var einn
fyrsti breski nýbylgjurokkarinn sem
slóígegnvestra.
Hafi menn ætlað að Joe héldi
áfram á sömu braut og fyrstu
plöturnar gáfu til kynna varð
reyndin alltént önnur. Þriðja breiö-
skífan, Beat Crazy, frá árinu 1980
hafði að geyma tónlist samda undir
sterkum raggíáhrifum. Jói stjórnaði
upptökum sjáifur og í fyrsta sinn var
hljómsveitin skrifuö á hans nafn:
Joe Jackson Band. I henni voru:
Graham Maby, bassaleikari, Gary
Sanford, gítarleikari, og trymbillinn
Dave Houghton. Platan fékk verri
viðtökur en hinar fyrri bæði í Bret-
landi og Bandaríkjunum og ekkert
lag af henni náði vinsældum, ekki
einu sinni útfærslan á lagi Jimmy
Cliff: The Harder They Come. Hins
vegar fengu raggímenn mikinn
áhuga á Jackson og til dæmis var
hann fenginn til þess að stjórna upp-
tökum á plötu Lincoln Thompson. Og
um sumariö 1980 mátti sjá nafn Joe
Jackson á hljómleikum Bob Marleys
sem „Guest Star”.
I árslok 1980 tilheyrði Joe Jackson
Band liðinni tíð. Hljómsveitarstjór-
inn fékkst við upptökustjórn hjá
Ungri, óþekktri hljómsveit, The
Keys, í upphafi ársins 1981, en þegar
sól fór að hækka á lofti braust sveifl-
an fram í dagsljósið og Joe Jackson
tók ákvöröun um að endurvekja
gamla djömp og djævið í sinni upp-
haflegu mynd eins og þaö kom fyrir
hjá mönnum á borð við Louis Jordan
og Cab Calloway. Swingtónlist frá
árunum milli 1940 og 50 var sumsé á
næsta matseðli Joe Jacksons á plöt-
unni: Jumpin’ Jive. Og Joe fylgdi
uppákomunni eftir með stórsveit, big
bandi, og tróð upp á hljómleikum
bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum.
Eftir ferðina settist Joe Jackson að í
Bandaríkjunum enda höfðu menn
vestra sýnt honum meiri skilning en
landar hans. Hann lét swingið lönd
og leið og hljóöritaði plötuna: Night
And Day. Hún var að sönnu með
djassívafi en miklu afslappaðri en
fyrri plötur hans og þar mátti
greina áhrif úr fönki og salsatónlist.
Það var um sumarið 1982 sem platan
kom út og Joe Jackson var ekki
lengur líkt við Costello þó þeir eigi
það sameiginlegt að vera í hópi gáfu-
legustu lagasmiða okkar tíma. Plat-
an gerði stormandi lukku í Banda-
ríkjunum og lagiö Steppin Out fór í
eitt af efstu sætum bandaríska list-
ans; löngu síðar létu Bretar svo lítið
að hampa laginu og höfundi þess.
Breiöskífan var meira en ár á Bill-
board-listanum og meðan vel gekk
samdi Jói kvikmyndatónlist við
mynd að nafni: Mike’s Murder.
Plata með tónlistinni kom út síðast-
liöið ár en myndin lá óhreyfð bjá
framleiðendum í meira en ár og þar
með var dómur um kvikmynda-
tónlistina uppkveðinn.
Og nú er Joe Jackson aftur kominn
til leiks. Að þessu sinni í sparifötun-
um og tilbúinn í slaginn. Nýja platan
hans heitir Body And Soul, sögð rök-
rétt framhald af Night And Day, þó
ekki eins aðgengileg, en þrælgóð og
mjög New York-leg aö því er Bretum
finnst. Hjálparkokkarnir staðföstu
eru enn til reiðu: Kershenbaum og
Maby og sá síðamefndi hefur fylgt
Jackson frá blautu barnsbeini svo að
segja.
Þar með lýkur pistli um Joe Jack-
son. Platan biöur hlustanda sins á
fóninum og hlustandinn spenntur að
kynnast henni nánar. -Gsal
Þaö er víðar en í stjómmála-
flokkunum sem setja þyrfti menn á
þann stall/stað sem þeim ber. Við
nefnum rokkið. Auðvitað er afstætt
hvað mönnum ber og gildir þá einu
hvar í flokki þeir standa og jafnvel
mætti segja að í rokkinu kæmu bestu
tónlistarmennirnir sér í „ráðherra-
stólana” á eigin vegum. En er það
svo? Eru ekki einmitt nokkrir af-
burða rokktónlistarmenn sem hafa
ekki komist á þann stali sem þeim
ber, ekki fengið þá athygli, umfjöll-
un, f jölmiðlafrægð að ekki sé minnst
á virðingu sem þeir ættu skilið;
menn sem standa upp úr í gæðalegu
tilliti og hafa stórkostleg áhrif á alla í
kringum sig en eru einatt flokkaöir
með lærisveinunum. Eg nefni þrjá
menn: Elvis Costello, Bruce Spring-
stecn, Joe Jackson. Eru þeir metnir
að verðleikum? Svarið: nei.
Joe Jackson er okkar maður í
Helgarpoppi dagsins og viö leyfum
okkur að fara að dæmi bresku popp-
pressunnar sem gerir sér annaö veif-
ið til gamans að tengja saman bók-
stafi og hugtök: a fyrir atorku, b fyr-
ir bros og svo framvegis.
Fyrsti bókstafurinn sem kemur í
hlut Joe Jacksons er v fyrir vanmet-
inn. Þaö þarf tæpast aö fjölyrða um
þessa úthlutun. A fimm árum hefur
fram aö fríöleiki sé hans stóra tromp
þá geislar af manninum hvar sem
hann kemur. Jafnvel í hópi úrvals-
manna er auðvelt að greina Joe
Jackson; útlitið, röddin, framkoman
er öll á einn veg og persónutöfrar er
rétta orðið.
F gildir fyrir fjölhæfni. Að þessu
leyti er auðvelt að líkja Joe Jackson
viö David Bowie. Báðir eru svo ótrú-
lega fjölhæfir aö engu tali tekur. I
tónlistinni hafa þeir einlægt leitað á
ný mið með hverri plötu; hæfileik-
anna vegna geta þeir nýtt sér þann
munaö sem hjá miðlungsJónum yrði
kallað flakk og enn-að-leita-fyrir-sér
stefnan. Utkoman hjá þeim báðum
er alltaf fyrsta flokks (hér er ekki
miðað við finnskar kartöflur í flokk-
un!) og leitin er ekki leit að sjálfum
sér heldur leit að fullkomnun.
Jói fær g fyrir greind og s fyrir
• skop en þessir þættir í fari hans eru
nátengdir. Einfaldast er aö fletta
upp í textum hans til þess aö finna
þessum staðhæfingum stað.
Hann fær ö fyrir að vera öðruvísi. I
raun og sann er Joe Jackson engum
líkur. Hann er einlægt ööruvísi, frá
einni plötu til annarrar, frá einu lagi
til annars og almennt ööruvísi en
annað fólk.
Herfyrirhugrekki. JoeJacksoner
Spólurnar með lögunum fóru víða,
frá United Artists yfir til Albion
Music og loks til A&M sem gerði
hljómplötusamning við Joe Jackson.
Það var upptökustjóri A&M, David
Kershenbaum, sem stuðlaði að
þessum samningi og færum við
honum héðan úr Helgarpoppi bestu
þakkir.
Hjá Arms & Legs bar það helst til
tíðinda að eftir þrjár misheppnaðar
smáskífur geispaöi hljómsveitin gol-
unni. En Joe Jackson hóf að standa
við sinn hluta samningsins við A&M
og í lok ársins 1978 kom fyrsta smá-
Joe sent frá sér sjö breiðskífur sem
heföu með réttu átt að skipa honum í
flokk þeirra allra stærstu í rokkinu;
samt er Jói ekki nema svona
miðlungsþekktur. Hann hefur samið
lög sem ættu að vera nefnd gullkorn
rokksins, til dæmis What’s Different
For Girls, en ég efast um að helming-
ur lesenda kannist við lagið. Hæfi-
leikarnir hafa engan veginn verið
metnir að veröleikum; einn besti
lagasmiður rokksins, einn besti út-
setjari rokksins.
Hann fær p fyrir persónutöfra. Þó
ekki sé beinlínis hægt að halda því
einn fárra manna í tónlist sem þorir.
Flestir rokkarar sem hafa náð sæmi-
legri athygli taka enga áhættu; Joe
Jackson þorir og þó hann ætti á hættu
aö klúðra ferli sínum gaf hann út
swingplötuna Jump And Jive og
plötu með lögum úr mynd sem aldrei
hefurveriðsýnd; Mike’s Murder.
T er fyrir tónleika. Hann hefur síð-
ustu vikurnar verið að troöa upp í
Bretlandi og sumir gagnrýnenda
fullyrða að þó enn sé hálft ár til ára-
móta séu hljómleikar Joe Jacksons:
hljómleikarársins!
Að lokum fær hann ó fyrir ósk: það
væri vonandi að sú ósk mín rættist að
rokkáhugafólk færi aö sperra eyrun
við tónlist Joe Jacksons. Eg á líka þá
ósk að hann yrði fenginn hingað á
hljómleika, til dæmis opnunartón-
leika nýja tónhstarhússins. Það væri
verðugt!
Þar meö hættum við þessum bók-
stafaleik og rennum yfir í ættfræöina
og ævisöguna. Islendingar hafa aUt-
af verið sólgnir í ævisögur!
Joe Jackson fæddist í Burton-on-
Trend á Englandi 11. ágúst árið 1955.
Hann ólst upp í Portsmouth og
byrjaði að læra á fiðlu eUefu ára
gamall. Skömmu síðar tókst honum
með lempni að snúa á foreldra sína
og fá þá til aö kaupa píanó svo hann
fengi útrás fyrir sköpunargleöhia.
Hann vildi sumsé semja á píanó!
Fremur en að vinna valdi Joe að
nema tónsmíðar við konunglegu
tónUstarakademíuna á árunum 1971
til 1974. Eftir útskrift úr skólanum lá
leiðm í Playboy klúbbinn í Ports-
mouth þar sem honum bauðst staða
tónstjóra. Starfinu fylgdi nokkur
þóknun í peningum og fyrir aurana
keypti Jói sér tíma í fínu hljóðveri og
tók upp tylft söngva á segulband. Um
svipað leyti var hann með hljómsveit
í sinni umsjá: Arms And Legs.