Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1984, Blaðsíða 1
Nærrt lá að afllt færi úr böndunum við Höllina í nótt: Flöskur f lugu um loft- ið eins og skæðadrífa þjóðhátíðardagurinn með rólegra móti úti á landi „Þetta er geggjun. Hér eru milli fimm og sex þúsund manns. Ég man aldrei eftir slíkum fjölda hér inni,” sagöi starfsmaður Laugardalshallar á öðrum tímanum í nótt, í samtali við DV. Um tíma var allt að fara úr böndun- um vlð Höllina. Þá var hætt að hleypa þangað inn og utan dyra voru jafnmargir og inni. Fjölda manns sem haföi keypt sér aðgöngumiða var ekki hleypt inn. Fólkið sem var utandyra var orðið allæst og víða kom til stimpinga. Ölvun var töluverð. Flöskur flugu um loftið eins og skæðadrífa. Vart mátti drepa niður fæti fyrir glerbrotum. En upp úr klukkan eitt varöllumhieyptinn. Troðningurinn var mikill enda létu gluggar í anddyrinu undan þrýstingnum og mölbrotnuöu. Einhverjir urðu undir í öllum látunum. Meiðsl voru þó öli minni háttar. Fyrr um kvöldiö var dansleikur á Lækjartorgi. „ölvxmin er í hámarki. Hún er ótrúlega mikil miðað við það að það er sunnudagur og vinnudagur á morgun,” sagði lögreglumaöur í Reykjavik í samtali við DV um miðnætti í gærkvöldi. „Þaö hefur verið þó nokkuö um pústra og minni háttar meiðsl en ekkert alvarlegt,” bætti hann við. Hann sagði að í miðbænum hefðu verið milli þrjú og fjögur þúsund manns þegar mest var, einkum unglingar, og um miðnætti fóru þeir að streyma inn í LaugardalshöU þar sem dansinn dunaði til klukkan þr jú. Annað hljóð var í strokknum úti á landi. Lögreglumenn þar voru sam- mála um að gleðskapur vegna þjóðhátíöarinnar hefði verið meö minnsta móti. „Ég man ekki eftir öðrum eins rólegheitum sautjánda júní. Varla sést vin á nokkrum manni,” sagði lögreglumaður úti á landi. Hinir tóku í sama streng. -KÞ. — sjá einnig bls.2ogbaksíðu Mikill mannfjöldi var samankominn í Laugardalshöll í gœr, nálægt sex þúsund manns. Var mikill trodningur og urðu einhverjir undir í látunum, öll meiðsl voru þó minni háttar. Hér er ein borin af hólmi. Á minni mgndinni er önnur aðstoðuð brott. -DV-myndir Bj. Bj. Hátíðarhöldin íKópavogi: Pallurinn hrundiundan karlakómum Það slys varð við hátíöarhöldin 17. júní í Kópavogi að sérsmíðaður pallur sem notaður var undir skemmtiatriði, hrundi er Karlakór Reykjavíkur var í miöju prógrammi sínu. Enginn af kór- meðlimunum slasaðist viö þetta og eftir að þeir höfðu jafnað sig á óhappinu héldu þeir áfram söng sínum eins og ekkert hefði í skorist. -FRI. Vinnuslys á Sauðárkróki: Féll 5,5 metra af vinnupalli Vinnuslys varð á Sauðárkróki á föstudaginn er 17 ára piltur féll þar af vinnupalli, í 5,5 metra hæð. Pallurinn stóð viö nýbyggingu heimavistar fjöl- brautaskólans. Pilturinn slasaðist mikið, er m.a. mjaðmargrindarbrotinn á eftir. -FRI. Skagamenn átoppnum -bls.23 Maöursetur Eruerlendar sálinaíþetta ferðaskrif- - segir Jón íLárósi, stofuródýrari? bls. 18 1 — sjáneytendamál jS ■ bls.6 Heimsókn SvoWtiðþreyttur Seölabankinn keyptilO DVá áatvinnu- milljónir Kvíabryggju mennskunni? ríkisvíxla — bls. 11 — bls.ll ■ - bls. 3 HeppSnleiö- indaskjóöa? -bls.10

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.