Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1984, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1984, Blaðsíða 26
DV. MÁNUDAGUR18. JUNI1984. íþróttir íþfóttir íþróttir íþróttir íþróttir — það er nú stóra spurningin hjá sérfræðingum ífrjáisum íþróttum lan Rush — markaskorarinn mikli. Það verður mikill viðburður í sögu frjálsra íþrótta þegar spjótið flýgur i fyrsta sinn yfir 100 metrana. Hver verður fyrstur til þess að kasta því yfir það mark? — Stór spurning og nokkrir koma til greina, jafnvel Einar okkar Vilhjálmsson. íslandsmet hans er 92,42 metrar. Tveir menn hafa kastaö rétt innan við 100 metra en Detlef Michel hefur verið jafnbesti spjótkastari heims. Fimm sinnum hefur hann kast- að yfir 94 metra í keppni. Sérfræðingar eru ekki í vafa um að þegar allt heppn- ast á hinu afgerandi augnabliki á hið 800 gramma spjót eftir að fljúga yfir 100 metra — jafnvel 104—105 metra og það fyrr en síðar. Austur-þýski spjótkastarinn Uwe Hohn — Evrópumeistari í Aþenu 1982 — hefur verið mjög í sviösljósinu aö undanfömu. Sigraöi Michel oftar en einu sinni og í Potsdam 25. maí sl. kast- aði hann 99,52 m. Annar besti heims- árangurinn frá upphafi og nýtt Evr- ópumet. Hann er kornungur. Verður 22ja ára 16. júlí næstkomandi. 99,72—Tom Petranoff, USA 83 99,52 —UweHohn, A-Þ. 84 96,72—Ferenc Paragi, Ung. 80 96,72—Detlef Michel, A-Þ. 83 96,20 — Paragi 80 96,08-Michel 83 95,80 — Robert Roggy, USA, 82 95,66 —Michel 83 94,88 — Petranoff 83 94,82-Hohn 84 94,62—Petranoff 83 94,58—Miklos Nemeth, Ung. 76 94,52 —Michel 82 94,46 — Roggy 82 94,26 —Michel 82 94,22 —M.Wessing,V-Þ. 78 94,20—Keino Puuste, Sov. 83 94,10—Nemeth 77 94,08 — Wolfermann, V-Þ. 73 -hsim. Rush fær gull- skó Adidas — varð markhæsti leikmaður Evrópu. Liverpool var útnef nt besta félagslið Evrópu hjá Adidas og „France Football” Ian Rush, markaskorarinn mikli hjá Liverpool, varð fyrsti knattspymu- maðurínn á Bretlandseyjum, til aö tryggja sér gullskó ADIDAS — hann varð markahæsti knattspymumaður Evrópu, skoraði 32 mörk í ensku 1. deildarkeppninni. Rush verða afhent verðlaunin við hátíðlegt tækifæri í París nú á næstu dögum. Þá mun Joe Fagan, fram- kvæmdastjóri Liverpool, taka við viðurkenningu, en Liverpool var kjörið besta knattspyrnufélag Evrópu 1984. Ian Rush tekur viö gullskó ADIDAS, en það kemur í hlut Hollendingsinsi Van Basten hjá Ajax, að taka við silfurskónum og Claesen hjá belgíska félaginu Seraing fær bronsskóinn. Van Basten skoraði 28 mörk, Claesen 27. Karl-Heinz Rummenigge skoraði 26 mörk í V—Þýskalandi. Liverpool fékk 21 stig í keppninni um nafnbótina besta félagslið Evrópu. Juventus varð í ööru sæti með 18 stig, Aberdeen 17, Stuttgart 16, Hamburger 14, Bilbao 14, Féyenoord 13, Porto 13 og Anderlecht 13. —sos Svíinn Erik Lundquist var fyrstur til að kasta spjóti yfir 70 m. Það var 1928 og Svíinn kastaði 71,01 m. Banda- ríkjamaðurinn Franklin Held kastaöi fyrstur yfir 80 metra. 1953 kastaöi hann 80,41 m. Norðmaðurinn Terje Pedersen varð fyrstur til að kasta yfir 90 m. Þaö var 2. september 1964 og spjótið flaug vel yfir 90 metrana, 91,72 m. Það var mesta bæting á heimsmeti í spjótkasti sem um getur. Eldra heims- met hans var 87,12 m, sett tveimur mánuðum áður á sama stað, Bislett- leikvanginum í Osló. Nítján sinnum hefur spjóti veriö kastað yfir 94 metra í keppni og níu spjótkastarar hafa leikið það. Listinn er þannig — árangur, nöfn og ár: Jón Leó Ríkharðsson. Jón Leó í gifsi — og gat ekki leikið með Skagamönnum gegn KR Jón Leó Ríkharðsson, hinn efnilegi leikmaður Skagamanna, getur ekki leikið með Islandsmeisturunum gegn KR á laugardaginn. Jón Leó varð fyrir því óhappi í leik gegn KA í sl. viku, að hann fékk slæmt spark og bólgnaði stóra tá hægri fótar upp. Læknar á Akranesi ákváðu að setja Jón Leó í gifsumbúðir til aö verja tána og var hann í þeim þar til í gær. — Þetta eru smávægileg meiðsli. Eg verð mættur á æfingu á mánudags- kvöldið, sagöi Jón Leó í stuttu spjalli við DV og hann bætti því viö að það hefði verið gaman að leika gegn KR — gömlu keppinautum Skagamanna. | Norð- i maður !yfir8000 ! stigin | — ítugþrautarkeppni íMarylandí Bandaríkjunum I I 17 rond Skramstad, útkcyrftur en ánægftur I cftir 1500 m hlaupið, síðustu grein | tugþrautarinnar. Norski tugþrautarmaðurinn | I kunni, Trond Skramstad, bætti _ ■ Noregsmet sitt í tugþraut um 133 | J stig á móti í Emmitsburg í Mary- ■ I land í Bandaríkjunum um síðustu I ■ helgi. Hlaut 8132 stig og náði þar | ■ með lágmarksárangri norsku. | ólympíunefndariunar fyrir ólym-1 piulcikana i Los Angeles. Skramstad stundar nám í Mary-1 Iland og þegar hann setti norska I metið náði hann sínum besta " Iárangri í fimm greinum. Hljóp 100 I m á 10,94 sek. Stökk 7,33 m í lang- I stökki, varpaði kúlu 14,62 m. Hljóp | J 110 m grindahlaup á 14,52 sek. og ■ Ikastaði spjóti 61,08 m. I hinum | Ifimm greinunum varárangurhans ■ þessi: Tveir metrar í hástökki, I Ihljóp 400 m á 49,22 sek. Kastaði I kringlu 41,12 m. Stökk 4,50 m í * Istangarstökki og hljóp Í500 m á I 4:21,5 min. Litlu munaöi að Norðmaöurinn | _ nasði Norðurlandameti Svíans ■ I Raimo Pihls en þaö er 8218 stig. I_________________________isíflJ Uwe Hohn, þegar hann setti Evrópumetið. Hann verður 22ja ára eftir mánuð. „Þetta er of löng og þreyt- andiferð” — segir Ásgeir Sigurvinsson um ferð Stuttgart um Bandaríkin Ásgeir Sigurvinssyni og félögum hans hjá Stuttgart hefur ekki gengið vel á keppnisferð sinni um Bandarikin. Að visu unnu þeir ólympiulið Banda- rikjanna 3:2 í fyrsta leiknum en hafa tapað fyrir Tampa, Vancover Whitecaps og San Jose. Ásgeir skoraði úr vítaspyrnu gegn San Jose og Karl AUgöwer bætti við marki en heima- menn svöruðu með f jórum mörkum — 4:2. — Þetta er of löng og erfiö ferð, strax aö loknu eríiðu keppnistímabiU í V—Þýskalandi. Það vantar allan kraft í leik okkar og við leikum aðeins á hálfri ferð, sagði Ásgeir í viðtali við eitt af v-þýsku blöðunum fyrir helgina. Benthaus, þjálfari Stuttgart, sagöi að leikmenn sínir væru orðnir þreyttir og áhuginn væri ekki fyrir hendi. Bandarisk knattspyma er í sama gæðaflokki og áhugamannaknatt- spyma í V—Þýskalandi, sagði Bent- haus. —SOS Fær Þorsteinn gullúrið? Ef Þorsteinn Bjarnason markvörður úr Keflavík leikur með íslenska landsUðinu í lciknum gegn Norðmönnum á miðvikudag verður það hans 25. landsleikur. Þorsteinn fær því afhent gullúr fari svo að hann leiki í mark- inu. • Janus Guðlaugsson er Ieikjahæstur þeirra | leUunanna sem vaidir bafa verið í lcikinn. ^Janus hefur leikið 28 leiki. -SK- Þorsteinn Bjarnason. Hver kastar fyrstur spjótinu 100 metra? (þróttir (þrótti (þróttir íþróttir (þróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.