Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1984, Blaðsíða 14
14 DV. MÁNUDAGUR18. JUNÍ1984. Hvað stoðar það manninn? ólafur Gunnarsson: Gaga. Iðunn 1984. Einstaklingurinn í samfélaginu, möguleikar hans til aö hafa áhrif ó þaö, hugsun hans andspænis hugsun þess — þetta er eilíft viðfangsefni bók- menntanna. Eitt af því sem einkennir það félagslega raunsæi sem Gestur Pálsson iökaöi og sumir iöka enn er aö einstaklingurinn þokar fyrir þjóöfélagslögmálunum; látæði hans er einungis ein af birtingarmyndum þess- ara lögmála; sálarástand hans til- komiö aö miklu leyti vegna þeirra: maður stelur kæfubelg og verður rugl- aöur — þetta eru þjóðfélagslögmál. Stefnur rísa og þær hníga. Þetta félagslega raunsæi með sínum gáfu- legu samræöum og úrræöalitlu skynsemi veröur ævinlega ögn þreyt- andi til lengdar og þá koma upp nýjar stefnur. A fyrri hluta aldarinnar komu upp hinir og þessir ismar sem áttu þaö flestir sameiginlegt aö þar var hinn ytri veruleiki — umhverfi, náttúra — brotinn undir innri veruleika manns- ins: náttúra, stræti og torg tóku á sig kynjamyndir vegna þess að umhverfið endurspeglaöi sálarástand per- sónanna í það og þaö sinnið. Þetta má m.a. sjá í fyrstu smásögum Halldórs Stefánssonar sem voru skrifaöar undir áhrifum frá expressjónisma. Olafur Gunnarsson hefur haft nokkra sérstööu meöal höfunda af sinni kynslóö, og ég held aö mér sé óhætt aö segja aö bækur hans hafi ekki fengið sérlega fagnandi viötökur meöan félagsraunsæiö var í sem mestum metum — hann hefur meiri áhuga á einstaklingnum en margir hinna. Og sá einstaklingur er ekki þessi altýpíski sem býr í Breiöholti og er ógurlega firrtur, heldur hinn sem sker sig úr fjöldanum; sá sem hefur óvenjulegt sálarlíf, hvort heldur hann er drykkjusjúkur stórgrósseri, ungur kraftaidjót eða geimfarinn sem hér segir af — Valdi í sjoppunni sem ákveöur dag nokkurn að hann sé stadd- ur á Mars í miöri vísindaskáldsögu eftir Edgar Rice Burroughs, en ekki í Reykjavík eins og allir reyna aö telja honumtrúum. Hugsun og veruleiki Hann ákveöur sem sé aö umhverfi hans sé annaö en það sýnist. Þetta er Bókmenntir Andri Thorsson þannig tvítog, ósættanleg andstæöa. Innra lif Valda, hugarstarf hans, neit- ar aö hlýönast hinum ytri veruleika — en tekst hins vegar ekki aö brjóta hann undir sig. Þetta er stríö einstaklings og umhverfis og þaö tapa bóöir í lokin: Valdi veröur að hörfa til Reykjavíkur á Terra, en honum hefur jafnframt tek- ist að þröngva meintum marsbúunum til aö fella íslensku dulargervin. Hann hefur beygt umhverfiö undir vilja sinn og skiptir ekki máli í því sambandi hvort um ofskynjanir er að ræða. Stríð- iö eilífa milli hugsunar og veruleika er óútkljáö. Valdi þessi á sér raunar ýmsa frænd- ur. Hann er fjarskyldur ættingi Gagaríns, Hvell-Geira og þeirra bræöra, þótt flest famist honum óhönduglegar en þeim eins og titill bók- arinnar ber meö sér: hann er ekki Gagarín geimfari heldur gaga geim- fari. Og fleiri eru venslamennimir: likt og Gregor Samsa hjá Kafka vaknar hann einn morguninn viö nokkra nýlundu — hann hefur að vísu ekki tekið hamskiptum, en hann reynir hins vegar að hafa hamskipti á um- hverfi sínu; líkt og Raskolnikof Dostó- évskís og sögumaður Sults eftir Hamsun æöir hann sóttheitur og gæfu- snauöur um ömurleg stræti og torg — einfarinn sjúki; líkt og hjá don Kikóta er ný túlkun hans á veruleikanum sprottin af lestri reyfara — hann reynir að láta fráleita platveröld æsi- sagnanna ríma viö umhverfiö og segir sig þá jafnframt úr lögum við aöra menn og samfélag þeirra. Smásaga — skáldsaga Þetta er stutt saga og hefur á sér bæöi einkenni skáldsagna og smá- sagna. Hún h'kist smásögum í því að innri tími sögunnar er stuttur og þaö er fariö fremur hratt yfir sögu, um- hverfið rissaö upp meö grófum og öruggum dráttum. Frásögnin er knöpp og stundum er hlaupiö yfir töluveröan tíma. Þá er Valdi að bauka eitthvað sem skiptir ekki meginmáh — meö einni mikhvægri undantekningu þó — annars staöar er hægt á frásögninni og dvaliö við um stund, en aldrei mjög lengi. Frásögnin rennur þannig hratt og greiðlega áfram og þaö er ákveðin stígandi í henni: hún verður rughngs- legri og gloppóttari þegar á höur og æöi geimfarans ágerist. Sagan hefur á sér þaö megineinkenni smásagna — og raunar sumra skáldsagna hka — að fylgt er einstaklingi og sjónarhorn er bundið viö hann. Aðrar persónur koma og fara til þess aö varpa ljósi á þennan einstakling; við sjáum þeim bregöa fyrir og heyrum þær segja nokkur orö, en viö kynnumst þeim aldrei sem einstakhngum, heldur er þetta einhvers konar úrtak þjóðarinnar, týp- ískasta fólk sem hugsast getur. Bygging sögunnar er meira af ætt skáldsögunnar: upphaf — hápunktur — endir; en í smásögum er algengara aö lýst sé kyrru ástandi og kyrrum k jörum homrekunnar í samfélaginu. Frásagnaraöferðin er hlutlæg. Höfundur heldur sig utan viö frá- sögnina í anda hins menntaða einveldis og togar í spotta og spotta einhvers staöar á bakvið. Hann stihir sig um allar hugleiöingar frá eigin brjósti og setur flest gildishlaöin orö í hausinn á geimfaranum. Ólafur Gunnarsson. Stíhinn virkar framan af ofurhtiö þurrlegur og blátt áfram. Höfundur er gjam á aö raöa saman mörgum setningum sem byrja á „Þaö var...” en þegar hUUngarnar ná valdi á geim- faranum verður stíUinn myndríkari, en þó áfram tempraöur. Geimfarinn er staddur í þvottahúsi í kjallara. Þaö er þögn. Hann festir buxnaskálm í pedala á hjóh. Hjóliö dettur á gólfið: „Skarkalinn var hkastur sprengingu sem kastaðist upp stigann, skall á veggjunum, fór hæö af hæö og braust loks upp um skorsteininn og breiddi þar úr sér eins og furðulegt blóm og stóö kyrrt og steinrunnið.” Hvað stoðar það mann- inn...? Það má hæglega lesa þessa sögu sem ádeUu, og þá einkum meö hliösjón af ódæöi geimfarans: út um allan heim er verið að fremja viöhka verknaði fýrir áhka gáfulegar hugmyndir og hann hefur; þaö er ævinlega níðst á því sak- lausa og fallega. Hugsjónamenn eru ahtaf aö túlka veruleikann vitlaust — hér túlkar geimfarinn Ljúflingsljóð sem einhverja prívatögrun við sig. Sem er reyndar alveg lógískt eftir þeim forsendum sem hann hefur gefið sér í upphafi. Hvaö stoöar þaö mann- inn aö hafa lógík — ef hann beitir henni rangt? En hér eru hka á sveimi aldagamlar spurningar um ásýnd og veruleika, hvernig ber aö túlka heiminn. Og enn sjáum viö í sögunni ráðvilltan nútíma- manninn aö reyna aö hafa stjórn á lífi sínu; aö streitast viö aö beygja náttúr- una; aö færast þaö í fang sem hann ræöurekkiviö.. . Þessi bók er fín í sumarleyfið: hæfi- lega stutt fyrir þá lötu, hæfilega spennandi fyrir þá aksjónsjúku og hæfilega umhugsunarverö fyrir þá djúphyglu. Hæfilega. En kannski ekki alveg nógu. Olafur kann mjög vel að byggja upp sögu og hann hefur gott næmi fyrir fyrir því almenna og því sérstaka. En ég hef á tilfinningunni aö hann eigi eft- ir að gera enn kröftugri og meira af- gerandibók. IGÓDU SKAPI Tíkin Lúsí. Ekki veit ég hversvegna fjöl- miölar nefna tíkina hans Alberts ahtaf Lucy nema vera kynni að ís- lenskri hundar megi bera útlend nöfn en t.d. ekki þeir ágætu útlendingar sem setjast aö hér á landí. Svo er allt eins hklegt aö tíkin hafi einfaldlega verið lúsug þegar Alvert eignaöist hana og því hafi hann skírt dýriö Lúsí og líklega eru fjölmiðlamenn bara svona kurteisir viö Albert að stafsetja nafniö meö þessum hætti. Gleðifréttirnar í tíkarmáhnu eru þær aö einhverjir góöir menn hafa skotið saman fé til þess að greiða sektina hans Alberts sem jafnvel var aö hugsa um aö sitja hana af sér á Skólavörðustíg 9. Illkvittinn skaut því aö mér um daginn aö Albert hafi tahð víst aö Geir myndi hring ja í Jón Helgason og segja honum aö sér þætti leiöinlegt aö vita af honum Albert þarna á Skólavörðustígnum og þá heföi Jón vitanlega sleppt Albert út án þess aö sektin væri greidd. Þaö er óskaplega gaman aö vita þaö aö réttarkerfiö okkar sé svona góömannlegt aö þaö er nóg að hringja í dómsmálaráöherrann og segja honum að manni þyki leiðin- legt að vita af einhverjum sem situr inni á skólavörðustígnum að sitja af sér sekt og þá er honum bara sleppt, punktur basta og búið. Lyfjakostnaður. Einn stórgalh viö aö hafa of KRISTINN SNÆLAIMD RAFVIRKI mikið af peningum er sá að þá hættir fólki að til aö fara iha meö þá.I nú- verandi ríkisstjórn eru menn gætnir og aðsjálir í peningamálum og geröu sér fljótt ljóst aö aögeröa var þörf. Koma yrði þeirri skipan á að almenningur heföi ekki of mikið af peningum þá kæmi af sjálfu sér aö alhr færu aö fara vel meö. Sérstakar áhyggjur haföi ríkisstjórnin af lág- launafólkinu og auövitaö sjúkhngum og elh- eöa örorkulaunþegum. Til þess aö að draga nú enn úr þeirri hættu aö þetta fólk færi illa meö fé sitt lagði ríkisstjórnin 185 milljóna króna skatt á lyf og læknis- hjálp. Um hversu vel virkur þessi skattur er má geta þess aö smyrjari á kaupskipi með um 20 þús.kr. laun á mánuöi fékk 406 kr. launahækkun um síöustu mánaöamót. Lyfja- skammtur sem hann sótti sér kostaði fyrir mánaðamótin 450 kr. en eítir- mánaöamótin kr. 868. Hluti sjúklings í þessum lyfjaskammti hækkaöi m.ö.o. um 418 kr. en mánaöarlaunin um 406 kr. Þama hefir ríkisstjóminni tekist vel til. Þaö er ekki aöeins búiö aö koma í veg fyrir aö smyrjarinn eyöi launahækkuninni í vitleysu heldur samtímis kroppaö smávegis í það sem hann hafði fyrir. Þessi maður hefur jafnframt látið ógert aö reikna út hvaö aðrar veröhækkanir hafa aö undanförnu dregið mikið úr óþarfaeyðslu hans. Þaö skal skýrt, tekið fram að lyf hafa ekki hækkað í verði, sú viðbótarupphæð sem fólk greiöir nú fyrir lyf er aöeins skatt- greiðsla til ríkisins, til þess gerð aö við fömm betur meö fé. Kartöflurnar. Mikið veöur var gert vegna lélegra eöa skemmdra kartaflna frá Finnlandi á dögunum. Sumir voru jafnvel svo heppnir að Sambandið haföi útvegað þessa vöm. Reynsla mín var sú þessa hörmungardaga kartöfluneytenda aö ég fékk ávallt góðar finnskar kartöflur í Græn- metisversluninni ( Vissulega hafa ekki alhr tækifæri til þess að ná í þær bangað ) og smám saman er mér fariö aö skiljast aö vondu kart- öflumar hafið veriö vondar vegna þess aö vondir kaupmenn geymdu þær á vondum stööum ( Ijótt ef satt er ). Kílóið af þeim kostaöi um Í1 kr. Hin vonda einkasala var knésett, kaupmenn sögöust geta útvegaö ætar kartöflur fyrir sama verö og einokunarverslunin og hka betri kartöflur. Ríkisstjóminni fannst sjálfsagt að leyfa kaupmönnum að selja ódýrar og góðar kartöflur og núna fást ágætar kartöflur á 31 kr. kílóið í versluninni hjá kaup- manninum mínum á horninu. Þó svo að nýju kartöflumar séu dýrari en lofað var má þó fagna því aö enn minnkar hættan á því aö almenn- ingur eyöi fé í óþarfa. Þess vegna ættu ahir aö vera glaöir í góöa veörinu. Kristinn Snæland

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.