Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1984, Blaðsíða 6
/ po r Tt.tt't t or rprnrn A nrt tt/t * M \fft DV. MÁNUDAGUR18. JUNI1984. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur ÞatJ er eftirsóknarvert að komast i sói og ferðamönnum gefast margir vaikostir til að komast í sólskinið. Sólarferðir: Eru erlendar ferða- skrifstofur ódýrari? Mönnum hefur oröið nokkuö tíð- rætt um verð á sólarlandaferöum eftir að fréttastofa sjónvarpsins birti frétt um mismunandi verð slíkra ferða. Þar var greint frá því að sama ferð til Mallorca kostaði mun meira frá Is- landi en frá Bretlandi. Munurinn var einnig mikill þegar reiknað var meö að Islendingur pantaöi sér far í Bretlandi og færi þangaö með svokölluðum rauðum apex-miða. Viðbrögöin hjá ferðaskrifstofum hérlendis hafa verið neikvæð gagnvart þessari frétt sjón- varpsins og er nú verið að kanna þetta mál niður í kjölinn og búist viö svari frá forráðamönnum íslenskra ferða- skrifstofa á næstunni. Ódýrari ferðir erlendis Það er vissum erfiðleikum háð að bera saman ferðir þær sem feröaskrif- stofur bjóða upp á hér á Islandi og er- lendis. Það eru ýmis atriði sem þarf að taka tillit til. Nefna má að þegar farið er héöan er um beint flug að ræða en ef ferðin er farin með erlendri ferðaskrif- stofu þarf fyrst að fara með flugvél héöan á viðkomandi brottfararstað. Einnig býðst íslenskum ferðamönnum leiðsögn íslenskra leiðsögumanna í þessum ferðum en verða að sætti sig við erlenda leiðsögumenn ella. En eitt er nokkum veginn á hreinu og það er að erlendar ferðaskrifstofur geta boðiö upp á ódýrari ferðir. Þetta stafar af því að flestar þessar ferðaskrifstofur eru mun stærri en okkar íslensku ferðaskrifstofur. Vegna stærðar sinnar geta þær leigt hótel og leiguflugvélar árið um kring og af þeim sökum gert hagstæðari samn- inga. Þá er einnig vert að minnast þess að yfirleitt er flugtími til sólar- landanna mun skemmri frá megin- landi Evrópu en frá Islandi. Geta íslendingar nýtt sér þessar ferðir? Nú er það svo að flestar íslenskar ferðaskrifstofur selja fargjöld í gegnum erlendar ferðaskrifstofur. Ferðaskrifstofan Utsýn hefur t.d. einkaleyfi fyrir ferðaskrifstofuna Tjæreborg hér á landi og gefur árlega út verðskrá frá þeirri ferðaskrifstofu. Svo sá • möguleiki er fyrir- hendi aö kaupa ferðir hjá erlendum ferðaskrif- stofum hér á landi í gegnum þær ís- lensku. I slíkum tilvikum sér ferða- skrifstofan um að útvega flugferð frá Islandi. Annar möguleiki er fyrir hendi og er hann sá aö viðkomandi sjái sjálfur um að kaupa ferð til erlendu ferðaskrifstofunnar. Odýrustu far- gjöldin, sem völ er á, eru rauðir apex- miðar. Til Kaupmannahafnar, London og Amsterdam kosta þessir miðar tæpar 10 þúsund krónur. Þessi far- gjöld eru mjög eftirsótt og seljast yfir- leitt upp á skömmum tíma. Hlutur apex-fargjalda af öðrum fargjöldum getur verið mismunandi mikill eftir því hvert er farið. Algengt er að hlut- fallið sé frá 30 — 50 prósent. Þessa miða verður aö panta með minnst hálfs mánaðar fyrirvara og gilda þeir jafnan í einn mánuð. Það eru ýmis önnur skilyrði sem þarf að uppfylla viö pöntun þessara miða, m.a. þarf að ákveða brottfarardag og heimkomu- dag viðpöntun. Mismunandi verð erlendis. Verð á ferðum til sólarlanda getur verið nokkuð mismunandi eftir árs- tímum. I Bretlandi eru ferðir seldar á mjög lágu verði á þeim tíma sem eftir- spumin er minnst og er verðiö þá jafn- vel undir kostnaðarverði. Hins vegar hækka þessi fargjöld mikiö þegar kemur að mesta annatímanum í júlí og ágúst. I Danmörku er verð þessara feröa einnig mismunandi eftir árstímum. Þar er einnig algengt aö boðið er upp á óselda miöa rétt fyrir brottför á niöur- settu verði. I þeim tilfellum er jafnan um verulega lækkun að ræða. Möguleikarnir margir Möguleikamir eru sem sagt margir og ekkert sem einskorðar Is- lendinga við að kaupa sér fargjöld hjá íslenskum ferðaskrifstofum sem þær skipuleggja. Það er því ekkert í vegi fyrir því aö íslenskir ferðamenn kanni alla möguleika sem þeim standa til boða. Þetta geta þeir gert með því að fá upplýsingar um fargjöld erlendis hjá íslenskum ferðaskrifstofum eða aflað sér upplýsinga upp á eigin spýtur. Ef viðkomandi ferðamaður hefur hug á að nýta sér rauðan apex í þessum efnum verður hann að panta fargjaldið með löngum fyrirvara. Þá er sá möguleiki fyrir hendi aö stefna t.d. til Kaup- mannahafnar, nýta sér þann mögu- leika að kaupa fargjöld, sem seld eru á niðursettu verði rétt fyrir brott- för. Viss áhætta er fólgin í þessum ferðamáta og getur viðkomandi átt á hættu að verða strandaglópur í Kaup- mannahöfn. Þessi ferðamáti passar vel þeim sem hafa á annað borð hug á að stoppa í Kaupmannahöfn og eiga möguleika á ódýrri gistingu þar. Það er einmitt hluti af þessu dæmi þegar rauður apex er notaöur hvort viö- komandi verður að borga hótelkostnaö á millistaðnum og jafnvel dvelja þar í nokkra daga. Rauður apex-miði er með þeim kvööum að einungis er hægt að nota þá á ákveðnum dögum sem passa e.t.v. ekki nákvæmlega við brottfarardag sólarlandaferðarinnar frá London, Amsterdam eða Kaup- mannahöfn. í mörg horn að líta En það er í mörg horn að lita þegar þessi samanburður er gerður. Best er aö huga að þessum málum tímanlega, en því miöur viröast íslendingar ákveða sólarlandaferðina í seinna lagi. Þá verða ferðamenn að hafa í huga hvaö þeir eru að kaupa og taka það með í reikninginn þegar saman- burðurinn er gerður. Odýrasta feröin er ekki alltaf sú besta og að sögn forráðamanna íslenskra ferðaskrif- stofa eru íslenskir ferðamenn mjög vandlátir og láta ekki bjóða sér hvað semer. APH Húsaleiga og fyrirframgreiðsla Nýlega voru samþykktir nýir húsaleigusamningar. Þar kemur m.a. skýrt fram að fýrirfram- greiðsla gefur rétt til fjórfalds leigu- réttar fyrir það tímabil sem greitt er fyrir. Sá sem greiöir eins árs leigu fyrirfram hefur rétt á að sitja í hús- næðinuí4ár. Væntanlegur leigusali hringdi til okkar og langaöi að fá svar við einni spumingu. Þessi leigusali ætlar að leigja húsnæöi til eins árs en telur sig ............................ ■■■■ i.i1111 þurfa fyrirframgreiðslu fyrir allt þaötímabil. Spurningin er á þessa leið: Getur leigusali, sem ætlar að leigja hús- næði i eitt ár og óskar eftir eins árs fyrirlramgreiðslu, gert þannig samning við lelgjandann að tryggt sé að hann fari úr húsnæðinu eftir eitt ár? Jón frá Pálmholti, formaður Leigjendasamtakanna, svarar: „Lögum samkvæmt getur leigu- saii ekki farið fram á meiri fyrir- Eramgreiöslu en sem nemur 1/4 af umsömdum leigutíma. Þetta ákvæði laganna er gert með það fýrir augum aö takmarka þær fyrirfram- greiðslur sem hafa viðgengist hér árum saman. Leiguaðilar geta að sjálfsögðu gert sérsamning. I lögum um húsaieigusamninga er sérstakt ákvæði er fjallar um slíka samninga. Ef ákvæði í slíkum sérsamningi brjóta í bága við hin almennu lög verður siíkum samningsatriðum aldrei beitt gegn leigutaka. Þetta þýðir að ef í hart fer eru slíkir samn- ingar marklausir og að hinir al- mennu leigusamningar skera úr um ágreiningsefni sem kunna að koma upp. APH „Það er enginn uppgjafartónn í okkur og samstaðan er góö meðal þeirra 50 til 60 verslana sem nú eru í K- samtökunum,” sagði Daníel Bjömsson, framkvæmdastjóri K—samtakanna, er við spurðum hann hvemig ástandið væri hjá K—kaupmönnum. Eins og flestum er liklega kunnugt um þá vom K—samtökin stofnuö í fyrra. Ástæðan fyrir stofnun þeirra var að samkeppni verslana á milli var mikil og í þeirri samkeppni leit út fyrir að stór- markaðamir hefðu betur gegn hinum smærri verslunum. Margir hinna smærri kaupmanna voru svartsýnir og sáu ekki annað f ramundan en uppgjöf. Rekstrargrundvöllur smáverslana var enginn. Með stofnun K—samtakanna var reynt að snúa þessari þróun við og bjóða aðilar í þessum samtökum stór- mörkuðunum byrginn óhræddir. „Við teljum að fólk geti gert jafn góö og betri innkaup hjá okkur og við bjóðum einnig upp á persónulega þjón- ustu sem margir viðskiptavinir kunna vel að meta. Markmiö okkar er að fólk noti hverfaverslanimar og sleppi við- að leita uppi stórmarkaði sem yfirleitt eru f jarri heimilum þeirra.” K—kaupmenn em með mörg jám í eldinum. Það fyrsta sem k—kaupmenn komu með var hið svokallaða k—til- boð. Það felst í því að hverju sinni eru' ákveðnar vörur á tilboði í ákveðinn tíma. Daníel sagöi aö sala á þessum vönun hefði í mörgum tilfellum sex- faldast á meðan á þessum tilboðum stóð. K—vörur Það nýjasta nýtt hjá k—kaup- mönnum eru svokallaðar k—vörur, sem framleiddar eru sérstaklega fyrir verslanir innan K—samtakanna. Ný- verið komu á markaðinn niöursoðnar grænar baunir og rauðkál. Á næstunni eru væntanlegar fleiri niðursuðuvörur, gular baunir og gulrætur. Og nú fyrir helgi komu svo brauö sem framleidd eru undir k—merkinu. Fyrst um sinn er um eina brauðtegund að ræða sem bæði er hægt aö kaupa i heilu lagi ogi niðurskoma. Brauðin nefnast k—orku- brauö. ,dC—vörurnar hafa gefist vel og mælst vel fyrir hjá viðskiptavinum okkar. Á næstunni kemur kaffi sem verður í k—umbúðum. Verðið á k— vörunum er lægra en á öðrum sam- bærilegum vörum og áhersla lögð á að vera með gæðavöru,” sagði Daníel. Daníel sagði einnig að þessa stundina væri verið að vinna að samningum bæði við innlenda og er- lenda aðila um að pakka vörum í k— pakkningar, sem síðan verða seldar í verslunum K—samtakanna. „Reynslan hefur verið góð af K— samtökunum og hefur mælst vel fyrir hjá viðskiptavinum okkar. K—kaup- menn hafa nú vegna stærðar sinnar náð hagstæðari innkaupum og geta því boðið upp á ódýrar vörur og góðar vörur,” sagði Daníel Bjömsson, fram- kvæmdastjóri K—samtakanna og eigandi verslunarinnar Arnarhrauns í Hafnarfirði. APH „Enginn upDSiafar- lonn í K-kaup- ■ ■ monnum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.