Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1984, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1984, Qupperneq 4
I Á TJÁN ÍSLENDINGAR SÆMD/R FÁLKAORÐU 1 gær, á þjóðhátíðardegmum, voru 18 Islendingar sæmdir heiðursmerki íslensku fálkaorðunnar fyrir störf sín. Þeir sem fengu orðu voru: Bjarki Elíasson yfirlögregluþjónn, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf að lögreglumálum og fangahjálp. Bjami Rafnar yfirlæknir, Akureyri, riddarakrossi fyrir störf að heilbrigðis- málum. Bjöm Bjarnason magister, Reykjavík, riddarakrossi fyrir kennslustörf. Guöjón Ingimundarson kennari, Sauöárkróki, riddarakrossi fyrir félagsmáiastörf. Guðmund Kjæmested, fv. skipherra, Reykjavík, stórriddarakrossi fyrir landhelgisstörf. Hannes Þ. Hafstein framkvæmda- stjóri, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf að slysavarnamálum. Haukur Guðlaugsson, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, Akranesi, riddara- krossi fyrir störf aðsöngmálum. Ingibjörg Jóhannsdóttir, Blesastööum, Skeiöum, riddarakrossi fyrir störf að félags- og líknarmálum. Jón Sveinsson rafvirkjameistari, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf að fiskirækt. Kristinn Olsen flugstjóri, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf að flug- málum. Olafur Bjömsson prófessor, Reykjavík, stjörnu stórriddara fyrir embættis- og fræðistörf. Sigurbjörn Þorbjömsson ríkisskatt- stjóri, Reykjavík, riddarakrossi fyrir embættisstörf. Soffia E. Jónsdóttir, Kópavogi, riddarakrossi fyrir störf að félags- málum aldraðra. Stefán Jasonarson bóndi, Vorsabæ, Flóa, riddarakrossi fyrir félagsmála- störf. Dr. phil. Sverrir Magnússon lyfsali, Garðabæ, riddarakrossi fyrir framlag til menningarmála. Þórarinn Kristjánsson bóndi, Holti í Þistilfirði, riddarakrossi fyrir félags- málastörf. Þóröur Björnsson ríkissaksóknari, Reykjavik, stjörnu stórriddara fyrir embættisstörf. Dr. Þórir Kr. Þórðarson prófessor, Reykjavík, riddarakrossi fyrir embættis- og fræðistörf. Reykjavík, 17. júní 1984. DV. MANUDAGUR18. JUNI1984. Steingrímur Hormannsson forsætisrádherra viröir fyrir sór hluta af þeim skipakosti sem á sýningunni er. SÝNING ÁSÖGU SKIPANNA „Aðaluppistaöan í þessari sýningu eru skipslikön af ýmsu tagi sem lýsa þróun í skipasmíöum frá upphafi. Alls em þetta um 80 líkön,” sagði Jón Kr. Gunnarsson, forstjóri Sædýra- safnsins, í viðtali við DV. En það er Sædýrasafnið sem stendur fyrir sýningu í Háholti í Hafnarfiröi. Agóðanum af sýningunni verður síðan varið til uppby ggingar Sædýra- safnsins. Meðal þess sem er á sýningunni er víkingaskip sem fengiö var að láni frá Noregi. Skipið er nefnt Ásubergs- skip og er talið vera merkur gripur er fomleifafræðingar í Noregi gáfu upp þar í landi. Sýningin er opin alla daga og stendur f ram til 8. j úlí. -APH. Þrennt á slysadeild eftir hörkuárekstur: Við vitum ekki hvort dúfan sem vann i brófdúfnakeppninni var eins og þessiá myndinni. Hraði vinningsdúfunnar mældist 43 km. Bréfdúfnakappflug Laugardaginn 16. júní fór fram kappflug bréfdúfna frá Vestmanna- eyjum á vegum BFS. Þrettán bréf- dúfumenn tóku þátt í keppninni með alls 44 dúfur. Dúfunum var sleppt kl. 14 og skiluðu 13 þeirra sér heim á keppnistíma. Fyrstu tvær dúfumar áttu feðg- amir Þorkell St. Ellertsson og Teitur Þorkelsson. Hraði fyrstu dúfu var 715 m/mín. sem er 43 km á klukku- stund. Þriðju dúfu átti Einar Þór Guömundsson. Lengsta vegalengd í þessari keppni var 126 km sem er í Innri-Njarðvík og flaug fyrsta dúfa þangað á 189 m/mín. Ingvi ögmundsson í Vestmanna- eyjum sá um að sleppa dúfunum. Klemmdist fastur í bílnum Hörkuárekstur varð á Skúlagötunni skömmu eftir miðnætti aðfaranótt laugardagsins er tveir bilar skullu þar saman en þrennt var flutt á slysadeild. öll vakt slökkviliðsins var kölluð út á staðinn, þrír sjúkrabilar og einn slökkviliðsbíll sem sérstaklega er útbúinn rifverkfærum til að ná fólki sem er klemmt í bílum sínum eftir svona árekstra. Ökumaður annars bílsins var illa klemmdur í honum. „Það liðu um 9 mínútur frá því að við komum á staðinn og þar til maðurinn var laus úr bílnum,” sagði Karl Olsen, varðstjóri í slökkviliðinu, í samtali við DV. „Við mættum með alla vaktina, 11 menn, en 3—4 þarf til að vinna með þessi verkfæri sem við höfum en þau hafa margsannaö gildi sitt,” sagði hann. -FRI. M/K/Ð MALB/KAÐIREYKJA VIK Meöal malbikunarframkvæmda hjá Reykjavíkurborg á þessu ári eru Gullinbrú í Grafarvogi, Bústaöavegur austan Kringlumýrarbrautar, Reykja- nesbraut norðan Stekkjarbakka. I íbúðarhverfum eru það helst Grafarvogur, Artúnshöfði, Selás og Stigahlíð. Alls eru þetta framkvæmdir fyrir um 146,5 milljónir króna. Framkvæmdir á gangstéttum og stígum verða meðal annars á þessu ári á Eiðsgranda, Borgartúni, Höfða- bakka og í Breiðholtshverfi. Heildar- kostnaður þess er um 14. milljónir. Kantar verða lagðir á ýmsum stööum í bænum og heildarlengd þeirra um 18 km. Ræktun meðfram vegum og götum verður aðallega í Breiðholti og Arbæ. _KF. Unnið að teppalagningu iÁrtúnsbrekku. I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari Átök á aðaKundi Kompanísins Þeir hrukku svolítið við, SÍS herr- amir, á aðalfundi Sambandsins. Mál tóku þá óvæntu stefnu, að sauðsvart- ir aöalfundarfulltrúar fóru að fetta fingur út í ákvarðanir fámennisklik- unnar sem hefur tekið að sér að reka SÍS stórveldið sem væri það þeirra eigið fjölskyldufyrirtæki. í samræmi við það höfðu f jölskyldurnar ákveðið að auka völd guðföðurins og hans nánustu aðstoðarmanna. Höfðu glöggir menn komiö auga á, að það vora Iöngu úreltar reglur og aðeins til trafala að bera undir óbreytta liðsmenn ákvarðanir fjölskyldufeðr- anna, sem safnast saman til fundar með reglulegu mUlibili og ákveða helstu hreyfingar Kompanísins. Nú Iítur hins vegar út fyrir að ein- hvers staðar hafi gleymst að smyrja. Þegar guðfaðirinn og höfuð fjöl- skyldunnar kynntu þær skipulags- breytingar sem ákveðnar höfðu verið stóð þingheimur upp og mót- mælti harðlega. Fór svo, að fjöl- skyldufeðurair ákváðu að leggja málið á ís í eitt ár meðan verið væri að smyr ja á réttum stöðum og hóta á öðrum. Má því gera ráð fyrir að breytingar á skipulagi Kompanísins verði samþykktar á næsta aðalfundi og framvegis þurfi þá ekki að bera eitt né neitt undir þessi lík í lestinni sem Kompaniið neyðist til að dragn- ast með eitthvað lengur áður en þeim verður fleygt fyrir borð um leið og síðasta lífsmarkið hefur verið þurrkað út. Á aðalfundinum fengu undirsátar „blod pá tanden” eftir að hafa skákað f jölskyldunni í skipulagsmál- inu og samþykktu að harma aðild Kompanísins að ísfilm. Þegar guðfaðirinn var spurður um þessa samþykkt í útvarpi taldi hann ein- sýnt að þaraa hefði ráðið andúð á skrifum DV og Moggans um málefni Kompanísins. Þau skrif hefðu verið ósönn, rætin og öll beinst að því að ófrægja það merka hugsjónastarf sem unnið væri á vettvangi fjölda- hreyfingar bænda og launþega í þágu lands og þjóðar. i viðtaii við Mogg- ann sagði guðfaðirinn, að ef einhvera timann yrði traðkað á hagsmunum Kompanísins í samstarfinu í isfilm, þá muni Kompaníið hætta þátttöku sinni. Sjálfur hefur guðfaðirinn látið einkafyrirtæki sitt fyrir norðan ganga til samstarfs við verkalýðs- félög staðarins um fjölmiðlunar- fyrirtæki og er það í fyrsta sinn sem það fyrirtæki telur sig og verkalýð- inn eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta. En þetta fjas guðföðurins um ill skrif DV um málefni bónda féll um sjálft slg, litið er á hinn nýja tón í landbúnaðarmálum er gefinn var á umræddum aðalfundi. Þá kom í ljós, að þeir sem árum og áratugum saman hafa reynt að fá því fram- gengt að einhverju viti verði beitt við mótun landbúnaðarstefnu hérlendis eru loksins að sjá árangur erfiðis sins. Þeir sem ráða Kompaníinu og útibúum þess geta ekki, lengur barið sér á brjóst fyrir framan undirsát- ana og sagt: Látið okkur sjá um öll ykkar mál. Við tryggjum ykkur bestu kjörin. Þessi slagorð duga ekki lengur. Nú hefur það loks síast inn í þykk höfuð þeirra er Iandbúnað stunda hérlendis, að það verður að taka tillit til markaðarins og haga framleiðslunni með þarfir hans fyrir augum. Þetta var sigur fyrir þá stefnu sem rekin hefur verið af háliu DV og ann- arra er hafa viljað koma viti í land- búnaðarmálin. Að visu bara áfanga- sigur, því óbreyttir liðsmenn Kompanísins vilja ekki hrófla við niðurgreiðslunum alræmdu, en sigur engu að síður. Ef lýðræðið nær að skjóta frekari rótum innan Kompanísins gæti svo farið að í framtiðinni verði ákveðið að það greiði sömu skatta og skyldur og annar atvinnurekstur i landinu. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.