Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1984, Blaðsíða 8
8 DV. MANUDAGUR18. JÚNl 1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Bandaríkin: Þing- maður dæmdur George Hansen, þingmaöur í full- trúadeild bandaríska þingsins, hefur veriö dæmdur í 15 mánaöa fangelsi og 40 þúsund dollara sekt fyrir að gefa ekki upp réttar tekjur sínar og eignir viö þingið. Lögfræðingar Hansen, sem er 53 ára gamall þingmaöur frá Idaho, sögðu aö dómnum yröi áfrýjaö. Hansen var dæmdur sekur fyrir aö hafa brotiö fjórfalt gegn lögum um siögæði í opinberu starfi. Hann haföi ekki gefiö upp 333.978 dollara sem hann skuldaöi og átti í ýmsum fram- kvæmdum. Meöal annars var hann flæktur í viöskipti milljónamæringsins Nelson Bunker sem er frægur fyrir viðskipti sín með silfur. Munu brot þingmannsins meöal annars hafa tengst viðskiptum meö silfur. Siöanefnd bandaríska þingsins mun halda fund um máliö á næstunni til aö íhuga refsingu þá sem þingið mun beita Hansen. Hansen var kjörinn á þing í áttunda sinn í maí á þessu ári. Pólland: STJÓRNVÖLD FAGNA SIGRIYFIR SAMSTÖDU Yflrvöld í Póllandi fógnuöu í gær sigri yfir Samstööu, hinni ólöglegu verkalýöshreyfingu landsins. Sögöu yfirvöld aö áskorun Samstööu um aö fólk tæki ekki þátt í sveitarstjómar- kosningunum sem fram fóru í gær, heföi ekki haft áhrif. Samkvæmt opinberum heimildum greiddu um 75 prósent kosningabærra Pólverja at- kvæði í kosningunum. Á kjörskrá voru 26 milljónir manna. Yfirvöld höföu áöur gefiö út þá yfirlýsingu að þau væru ánægö ef kosningaþátt- takan yrði 70 prósent. Þetta var í fyrsta skipti sem Pólverjar gengu aö kjörborðinu síöan herlög voru sett í landinu í desember 1981. 75 prósent kosningaþátttaka þykir ekki mikil kjörsókn í kommúnista- ríkL Sovétmenn og bandalagsþjóðir þeirra í Austur-Evrópu fullyröa á- vallt að kjörsóknin sé vel yfir 90 prósent. Jerzy Urban, talsmaður ríkis- stjórnar Póllands, sagði viö frétta- menn í gær að ekki væri nema eðlilegt aö kosningaþátttakan væri minni í Póllandi nú þar sem mikil stjórnmálaleg upplausn heföi ríkt i landinu á undanfömum árum. Hann sagði ennfremur aö kosningaþátt- takan nú sýndi aö mikill meirihluti Pólver ja vildi stööugleika og réttláta stjóm. Pólverjar vildu friö til aö byggja upp réttlátt framtíöarþjóö- félag. „Þjóðarhagur hefur ráöið hjá pólskum kjósendum,” sagöi Urban jafnframt. Pólska fréttastofan PAP sagði að þessi mikla kjörsókn væri mikilvæg fyrir framtíö Póllands. Kosning- amar væm mikilvægur liöur í þeirri áætlun að byggja upp sterkt og rétt- látt ríki. Jerzy Urban neitaöi að svara þeirri spumingu hvort stjórnvöld mundu veita þeim 600 Póiverjum sakaruppgjöf sem sitja í fangelsum vegna stjórnmálaskoöana sinna. Flestir fanganna hafa aldrei hlotið neinn dóm. Fyrir kosningarnar höfðu diplómatar getiö sér þess til aö ef kjörsóknin yröi viðunandi að mati stjórnvalda væri líklegt aö almenn sakaruppgjöf fylgdi í kjölfarið. I síðustu viku sögðu stjórnvöld í Póllandi aö fjórir kunnustu andófs- menn Póllands sem sitja i fangelsum yrðu dregnir fyrir rétt 13. júlí næst- komandi og sakaöir um samsæri til að steypa stjóminni. Meöal fang- anna er Jacek Kuron, rithöfundurinn kunni, en hann haföi krafist þess að fá réttláta dómsmeöferð en ella að sér yröi sleppt lausum. Sjö af leiðtogum Samstöðu hafa setið í fangelsi síðan í desember 1981 án þess aö mál þeirra hafi hlotið dóms- meöferö. RÁÐGJAFIREAGANS VITNI í MORÐMÁU Edwin Meese, ráögjafi Reagans Bandaríkjaforseta, hefur veriö kvaddur fyrir dómstól í Los Angeles til þess að bera vitni í morðmáli. Sagöi verjandi Marvin Paneoast, sem kæröur er fyrir aö hafa myrt Vicki Morgan, aö Meese gæti haft upplýsing- ar um máliö þar sem Morgan, sem hefði verið leikkona og fyrirsæta, hefði áöur verið hjákona milljóna- mæringsins Alfred Bloomingdale sem var náinn vinur Reagans. Morgan kæröi Bloomingdale og konu hans 1982 og hélt því fram að hann hefði lofaö að sjá henni fyrir lífs- viðurværi til dauðadags er þau slitu 12 ára ástarsambandi sínu. Blooming- dale dó skömmu eftir að málarekstur hófst og dómur féll aö lokum Morgan í óhag. Pancoast er kæröur fyrir aö hafa myrt Morgan fyrir ári en þau höfðu þá átt ástarsamband um skeiö. Lögfræðingur aö nafni Steinberg sagði eftir morðiö á Morgan, aö hann heföi séð klámmyndir þar sem Morgan hefði setið fyrir ásamt Bloomingdale og öörum háttsettum ríkisstarfsmönnum og a.m.k. einum þingmanni. Steinberg sagöi síöar aö filmunum heföi veriö stolið. Einnig hefur komiö fram viö réttarhöldin yfir Pancoast aö Morgan hafði verið að skrifa endurminningar um samband sitt viö Bloomingdale þegar hún var myrt. Sagði eitt vitnið að nafn Meese heföi veriö nefnt í því sambandi. Edwin Meese. Bretland: Skotárás rannsökuð Augusto Pinochet, forseti Chile. Chile: Breski innanríkismálaráöherrann Leon Brittan hefur fyrirskipað opin- bera rannsókn á skotárás lögreglu- þjóna á tvo óvopnaöa menn í pósthúsi í London. Sagöi ráðherrann í þingræðu að rannsóknin yrði í höndum háttsettra lögregluþjóna sem væru ótengdir þeirri lögreglusveit sem hafði með skotárásina að gera. Hann sagði einnig aö rannsóknin myndi beinast að því hvort lögregluþjónarnir hefðu varað mennina sem skotnir voru við, greini- lega og tímanlega. Brittan sagði aö lögregluþjón- amir hefðu fariö að pósthúsinu, ásamt starfsmanni þess, og búist viö aö þar væri um rán eöa annan glæp aö ræða. Þeir heföu skotiö og sært tvo menn er til átaka kom innandyra. Talsmaður spitalans, þar sem menn- irnir liggja, sagði að annar þeirra væri lamaður frá brjósti og ástand hans væri alvarlegt. Stjómarandstaöan á breska þinginu hefur mótmælt framferði lögreglu- þjónanna ákaflega. Breskir lögreglu- þjónar eiga ekki aö bera skotvopn nema í algerum undantekningartil- vikum. Hershöfðingi fyrirdómstól Herforingjastjómin í Chile hefur kært Gustavo Leigh, fyrrum yfirmann chileanska flughersins, fyrir meiðyrði. Leigh stjómaði flughemum og gaf fyrirskipanir um loftárásir á forseta- höllina í Santiago þegar Salvador All- ende var steypt af stóli 1973. Lögfræðingur chileanska innanríkis- ráðuneytisins, Ambrosio Rodriguez, sagði blaðamönnum að meiðyröamáliö væri höfðað vegna viðtals við Leigh sem birtist í tímaritinu Cauce en þar gagnrýndi hershöfðinginn fyrrverandi Pinochet forseta, Sergio Jarpa innan- ríkisráðherra og háttsettan dómara. Leigh var einn af hershöfðingjunum fjórum sem stjómuðu Chile eftir upp- reisnina gegn Allende. Pinochet losaði sig við hann 1978. Stjómarandstöðu- leiðtogar í Chile, sem muna haröa afstöðu Leigh gegn kommúnistum eftir 1973, telja að andstaöa hans við Pino- chet byggist frekar á persónulegri andúö en pólitískum ástæöum. Leigh sagði í viötalinu í Cauce að hann hefði alltaf verið andsnúinn því að gefa Pinochet of mikil völd. Sovétmenn óttuðust tap i Los Angeles — segir Peter Ueberroth Peter Ueberroth, framkvæmdastjóri ólympíuleikanna í Los Angeles, hefur lýst því yfir að Sovétmenn hafi ákveöiö að hunsa ólympíuleikana, m.a. vegna þess að þeir óttuöust aö frammistaða þeirra yrði slök. Ueberroth sagöi aö þó Sovétmenn og 13 aðrar þjóöir sem dregið hafa sig til baka kæmu ekki yrði hagnaöur af ólympíuleikunum, þó ekki yrði hann eins mikill og til var ætlast. Ueberroth sagði þetta á fundi með blaðamönnum frá Afríku og Evrópu. Hann sagöi að ákvöröun Sovétmanna um aö hunsa leikana heföi verið tekin á æöstu stööum og aö hluta til í hefndar- skyni fyrir fjarveru Bandaríkjamanna frá leikunum í Moskvu fyrir fjórum árum. En hann sagði einnig að Sovét- menn heföu óttast að íþróttamenn þeirra myndu ekki standa sig jafnvel ogoftáður. Peter Ueberroth, framkvæmdastjóri leikanna íLos Angeies. Ueberroth hefur haldiö uppi blaðamannafundinum sagði hann að harðnandi gagnrýni á Sovétmenn, allt afstaða Sovétmanna hefði tekið frá því þeir tilkynntu að þeir myndu miklum breytingum þegar Chernenko ekki mæta til leiks í Los Angeles. A tók viövöldum, eftirdauða Andropofs. Pakistan: BÖNKUM BANNAÐ AÐTAKA VEXTI Allir bankar í Pakistan, þar meö taldir erlendir bankar, munu hætta aö greiöa vexti til sparifjáreigenda á næsta ári. Ghulam Ishaq Khan, fjár- málaráðherra Pakistan, sagöi viö blaöamenn aö þetta væri gert í sam- ræmi viö íslömsk lög. Fjármála- ráöherrann sagði einnig að erlendir bankar sem rækju starfsemi í Pakistan heföu tjáð sig reiðubúna aö hlýða lögunum og halda áfram starfsemi sinni þar í landi. Samkvæmt Kóraninum er bannað að greiöa eöa heimta vexti af lánum. Hafa strangtrúaöir múslimir þess í staö búiö til kerfi lána þar sem hagnaöi eða tapi er deilt niöur milli lántaka og lánardrottins. Til þessa hafa bankar í Pakistan notaö bæöi kerfin. Ishaq Khan f jármálaráöherra sagði að Pakistanir væru brautryðjendur í vaxtalausri bankastarfsemi og að Pakistan væri eina landið í heiminum, þar sem færi saman heilbrigt og öflugt efnahagslif og bankastarfsemi í fullu samræmi við íslömsk lög. Fjármálaráðherrann sagði einnig að Pakistan myndi standa við skuld- bindingar sínar um vaxtagreiöslur af erlendum lánum, þar til samkomulag um vaxtalaust fyrirkomulag næðist. Venezuela: Maríjuanaakrar kæfðiríillgresi Vísindamenn í Venezuela hafa fundið upp nýja aðferð við að eyöi- leggja ólöglega marijuanaakra, að sögn Jose Rafael Cardazo Grimaldi hershöföingja, sem er æösta yfirvald Zulia-fylkis. Komust visindamenn að því aö jurt sem vex villt í frumskógum Venezuela þrífst vel, vex hratt og tekur alla næringu frá marijuanaplöntum. Þannig eyðileggjast akrar mjög fljótt og mjög erfitt er að koma þeim í rækt afturfyrirfyrriuppskeru. Sagði hershöfðinginn að tilraunir bentu til þess að virk lausn væri fundin á vandamáli sem lengi hefði plagaö yfirvöld. Marijuanaakrar spretta hratt og vel að nýju þó kveikt sé í þeim. Sagöi hershöföinginn einnig aö einn helsti kosturinn við þessa lausn væri sá aö henni fylgdi engin hætta fyrir um- hverfið sem óhjákvæmilega heföi fylgt eiturúöun áður. Yfirvöld í Venzuela hyggjast nú gera tilraunir í stórum stíl með hina nýju aöferð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.