Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1984, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1984, Blaðsíða 45
 sljósiö Harmi sleginn gölturinn gat ekki dulið tilfinningar sínar er hin válegu tiðindi bárust. Sviðsljóssð Sá válegi atburður átti sór stað fyrir skömmu að gris nokkur var soðinn i hel í bænum Newport á Wrighteyju. Slátrari nokkur, Stephen Kidger, var ákærður fyrir að hafa framið þennan viðurstyggilega glæp en hann hefur staðfastlega haldið því fram að hann só saklaus. Vitni staðhæfðu hins vegar að þau hefðu heyrt skrækina í grisnum er slátraraillfyglið stakk honum oni pott með sjóðandi vatni og lót hunn veltast þar um þangað til hann var al/ur. Þetta ógeðslega mál fór fyrir rótt og sagði slátrarinn með tár i auga að hann hefði haldið að litli grisinn hefði þegar verið dauður úr raflostí. Kviðdómurinn sá að slátr- arinn grót krókódilstárum og var honum gert að greiða 100 pund i sekt fyrir ómannúðlega meðferð á grisnum. Ekki er vitað tíl þess að sektarfóð hafi verið látíð renna tíl ættíngja hins látna. Jógakennarinn, hann Paul Gril- ey, i afslappaðri stellingu með elskunni sinni, henni Pattí Davis Reagan. Stormur í tebolla Á flestum heimilum geisa viö og við fjölskylduerjur og er Hvfta húsiö í Washington þar engin undantekning. Forsetahjónin, þau Nancy og Ronald, eiga dóttur sem heitir Patti. Eins og venja er þarna vesturfrá ætti hún aö bera eftirnafnið Reagan en hún tók þann kostinn, eftir aö pabbi hennar varö forseti og hún sjálf vel þekkt, aö nota eftimafnið Davis. Var það sjálf- sagt gert til aö villa um fyrir mönnum hver hún væri en kom aö tak- mörkuðum notum sem skiljanlegt er. Þaö er ekki út af þessu sem stormurinn geisar. Þannig er mál meö vexti að hún Patti Davies Reagan ætlar aö gifta sig. Flestir heföu búist viö að engin meðal- jón veldist í makastöðuna en svo virðist sem svo hafi orðið raunin á. Þegar stúlkan kynnti mannsefnið sitt, simleiðis, hváöu við brak og brestir sem mátti skilja sem svo að foreldr- arnir væru ekki beint hlynntir þessum ráöahag. Til að byrja með er hann of ungur, hann 25 ára, en hún 31 árs. Svo er hann jógakennari að atvinnu, hvaða framtiö er eiginlega í því? Einnig ætti það að liggja í augum uppi að stráksi er bara ekki nógu „fínn” fyrir hana, en samkvæmt áreiðanlegum heimildum var það ekki skilgreint nánar. Hættu þá ailar fortölur og var parinu boðið að gifta sig í Hvíta húsinu. Því boði var snarlega hafnað og mætti því álykta af öllu sem á undan er gengið að allir væru þar með komnir í fýlu og þar við situr. Árin marka sfn spor „Yesterday, ail my troubles seemed so far away”... þetta fræga lag söng bítillinn fyrrverandi hér á árum áður. Paul var helst frægur fyrir strákslegt útlit sitt en nú virðist það fyrir bi. Þessi mynd var tekin af þeim hjónum á heimili þeirra í Sussex í Englandi og sýnir hún heldur betur að elli kerling er loksins búin að ná i skottlð á honum. Paul er orðinn 41 árs gamall en kona hans Linda er 42. DV. MÁNUDAGUR18. JUNI1984. Paul McCartney og konan hans Linda á efri árum. SVÍNSLEGUR DAUÐDAGI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.