Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1984, Blaðsíða 4
4 DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. JUNl 1984. Hún er ekki nema 16 ára gömul en sár samt um fískehfísstöðina að Tungu i Landbroti i sumar. Hún heitir Jóhanna Guðmundsdóttir og er frá Eystra-HrauniiLandbroti. DV-myndir: GVA. AÐEINS16 ÁRA EN STJÓRNAR FISKELDISSTÖD — Jóhanna Guðmundsdóttir úr Landbroti lærði fiskeldi í Kirkjubæjarskóla í vetur Jóhanna Guömundsdóttir frá Eystra-Hrauni í Landbroti er á- reiðanlega yngsti stjórnandi fisk- eldisstöðvar á Islandi. Hún er ekki nema sextán ára gömul en hefur samt það ábyrgöarmikla starf að sjá um fiskeldisstöðina að Tungu í sumar. Þar elur hún upp lax, bleikju pgsjóbirting. Tunga er skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Eldisstööin þar eríeigu Kristins Guðbrandssonar í Björgun. Kirkjubæjarskóli hefur í vetur haft stöðina að láni og kennt nemendum níunda bekkjar fiskeldi. Nemendumir voru fjórtán talsins. Hin sextán ára gamla Jóhanna, sem í sveitinni er alltaf kölluð Bíbí, var einmitt i Kirkjubæjarskóla í vetur. „Þetta er mjög góð tilbreyting,” sagði Bíbf um fiskeidisnámið. „Við byrjuðum um mánaðamótin september-október á því að draga á. Svo kreistum við þegar fiskurínn var tilbúinn. Svo önnuðumst við upp- eldið. Við iærðum að umgangast og hirða um fiskinn. Þetta er mjög viökvæmt líf, að minnsta kosti til að byrja með. Viö rannsökuðum einnig h'friki Tunguvatns og lífsferil fiskanna. Kennslan var í fiskeldisstöðinni, úti i náttúrunni og inni í skólastofu. Við vorum yfirleitt einn dag í viku í fiskeldisstöðinni. Stundum var þetta leiðinlegt. Það Versta var að tína dauðu hrognin úr með töng. Þessi dauöu verða ööruvisi á lit en hin. Þau veröa hvít en þessi lifandi eru appelsínugul. Það er nauösynlegt að taka dauðu hrognin frá vegna þess að það kemur sveppur í þau og þannig geta þau drepið frá sér,” sagði Bíbí. Hún er eini starfsmaöur eldis- stöðvarinnar í sumar. öðrum nemendum níunda bekkjar Kirkjubæjarskóla bauðst einnig að vinna við stöðina en Bíbí var sá eini sem þáði. „Ég fæ tólf þúsund krónur fyrir tvo mánuði. Eg er yfirleitt f jóra tíma á dag. Ég hreinsa af seiöunum, vel og vandlega, gef þeim, þvæ húsnæðið óg skúra gólf,” sagði þessi yngsti fiskeldisstjóri landsins. Jóhanna býr sem fyrr sagði á bænum Eystra-Hrauni sem er í um tíu kílómetra fjarlægð frá eldis- stöðínni. Það er því um töluverðan spotta fyrir hana að fara í vinnuna. „Eg hjóla,” sagði hún. -KMU. Jóhanna synir Ijósmyndara nokkur bleikjuseiði. Leigubflar aka mönnum á Keflavíkurflugvöll fyrir450 krónur: SJÖ MANNA BÍLL GEFUR 3.150 KR. Leigubílstöðvarnar Hreyf ill og BSR bjóða farþegum akstur frá Reykjavík til Keflavíkurflugvallar fyrir 450 krónur á manninn. Nokkrir sjö manna bílar eru í þessum ferðum og kostar feröin þá í fullskipuöum bíl 3.150 krónur. „Þessar ferðir eru ódýrari fyrir farþega. I þeim er innifalið að hver er sóttur til síns heima og ekki er ekiö eftir gjaldmæli,” sagöi Guðmundur Valdimarsson, framkvæmdastjóri Frama, félags leigubifreiðastjóra, í samtali við DV. Guömundur Valdimarsson benti á að tæki maður bíl frá Reykjavík fyrir venjulegt gjald þyrfti viðkomandi að borga 950 krónur fyrir fariö til Kefla- víkur en 1000 krónur ef hann byggi t.d. í Breiðholti eða Selási. Að nóttu til yrði gjaldiö 1350 krónur. Guðmundur sagði að í nýlegum bæklingi stöðvanna um þessar ferðir væri fólki bent á þennan mismun. „Menn verða að una því að deila feröinni með öðrum. En við skuld- bindum okkur til að fara með einn far- þega. Meðalf jöldinn í ferðunum held ég að hafi verið um 2,7 hjá Hreyfli. Það er boðið upp á sams konar ferðir í Dan- mörku og Sviþjóö og þar er fjöldinn svipaður,'” sagði Guðmundur. Yfir 90% þessara feröa til Kefla- víkurflugvallar eru famar á nætur- vinnutaxta en það eru einkum farþeg- ar í sólarlandaferðir sem fara á dag- taxta, milli klukkan 8 og 17. Guðmundur Valdimarsson sagði að haft hafi verið samráð viö Verðlags- stofnun um gjaldskrá ferðanna í fyrra. Nokkur hækkun hefði orðið í ár en ekki mikil. Hér væri um að ræða leyfilegt verð. -pá. SJALDAN LAUNAR KÁLFUR OFELDIÐ Síðastliðinn sjómannadag strandaði bátur frá Vestmannaeyjum í f jörunni í Austur-Landeyjum og var vélarbilun um aö kenna. Sex menn voru um borð og gengu þeir nokkra kílómetra aö næsta bæ þar sem þeim var vel tekið. Einn bátsverja fékk til dæmis að láni sokka og buxur af bónda. Vandinn er sá að hann hefur ekki skilað þeim aftur. Gengur nú bóndi alltaf í spari- buxunum og er kona hans ill yfir því Hann starfar mikið í félagsmálum og þykir húsfreyju leitt að bóndi skyldi þurfa að sækja mannamót í vinnugallanum. Er þetta að verða að stórmáli milli hjónaiuia. Vonandi skilar sjómaðurinn buxun- um og sokkunum hið bráðasta. Sjaldan launar kálfur ofeldið. Regína/EA. Heimatilbúin verðbólga Frá Regínu Thorarensen fréttaritara DV á Selfossi: Sæmileg laxveiði er í ölfusa. Laxinn er stór og fallegur og óvenjulega feitur. En dýr er hann. 1 sneiðum kost- ar hann 390 krónur kílóið, og í heilu lagi kostar hann 350 kr. Ekki er langt að fara með laxinn úr ölfusá inn í Kaup- félag Árnesinga. Ekki er hægt aö segja að allt fari í milliliði. Eg álykta það að lax sé fljótveiddur og útgerðar- kostnaöur sé lítill sé hann veiddur í net. Eg hef ekki enn heyrt að ríkið sé farið að styrkja þessa útgerö. Og ekki þarf að fóðra laxinn á veturna eins og sauðkindina og kýrnar. Eg bara spyr: Hver ræður þessu óskaplega verði? Okkur neytendum er sagt þegar matur hækkar, ásamt öðrum nauðsynja- vörum, olíu og þess háttar, að þetta gerist vegna hækkunar flutnings- kostnaðar og svo margs annars sem komi inn í. Eg spyr að lokum hver hirðir þennan gróða af laxveiðum hér í Ölfusánni? Prestastefnan hefstídag Prestastefnan 1984 hófst í morgun með hátíöarguðsþjónustu í Skálholts- kirkju. Meginviðfangsefni stefnunnar eru Ár biblíunnar og starfsmanna- frumvarp kirkjunnar. Biskup Islands, herra Pétur Sigurgeirsson, mun setja Prestastefnuna klukkan 14. Er þeirri athöfn útvarpað að vanda. Um 100 prestar eru væntanlegir til stefnunnar sem er haldin á Laugarvatni og Skálholti. Prestastefnunni 1984 lýkur seintáfimmtudagskvöld. -EA. I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari í dag mælir Dagfari SPAÐIVEÐRIÐ SEM VAR Mönnum verður tiðrætt um veður- farið nú síðustu daga sem svo oft áð- ur. Mörgum þyklr lítlð tll sumarsins koma meðan ekki skin sól og hitlnn um eða yfir 20 stlg á degl hverjum. Okkur virðist seint lærast að slikt veður heyrir til hreinna undantekn- inga hér á landi, hvað svo sem þessir veðurmontarar á Akureyri segja. Þeir þarna fyrir norðan eru ekki seinir að koma fréttum á framfæri þegar veðrlð leikur við þá og láta i það skina að svona sé nú blíðan á Akureyri sumarlangt. Sannleikurinn er auðvitað sá, að það gerir norðan- átt á Akureyri eins og á öðrum stöðum á landinu og hitinn fer niður í fimm stig þótt mlður júli sé. En við verðum hrelnlega að sætta okkur við þá staðreynd, að meðalhiti hérlendis er liklega um 12 gráður á Celsius yfir hásumarið og gera okkur Ijósa greln fyrir legu landsins. Jafnframt skal tekið fram, að þeir sem eru iðnastir við að benda á að enginn fær stjórnað veðrinu, eru oftar en ekki sí- nöldrandi við sina nánustu út af kaldri og votviðrasamri veðráttu. Við erum ekki alltaf með hýrri brá þegar horft og hlustað er á veður- fregnir í sjónvarpinu. Þar hafa veðurfræðlngar tamið sér þann ljóta sið eða öllu heldur óslð, að kjamsa á veðurfréttum lengur en góðu hófu gegnlr. Þessir ágætu menn virðast svo hrifnir af sjálfum sér á skermin- um, að jafnvel sauðmeinlaust veður verður þehn tilefni til hinna ótrúleg- ustu málalenginga um hvemig veðriö var í dag. Þetta væri kannski i lagi ef svo vildl ekki til að þeim sem fylgjast með veðurfréttunum er fullljóst hvernig veðrið hefur verið daginn þann. Það sem menn vilja hins vegar fá að vita er hvernig veðrið verður á morgun og helst nokkra daga fram í tímann. Það þyklr góður siður í blaða- og fréttamennsku að nefna fyrst hvað er fréttnæmt i hverju máli í stað þess að byrja á þvi að rif ja upp forsögu þess að f réttln varð til. Lokslns hafa yfirmenn sjónvarps tekið af skarið og gefið veðurfræð- ingum fyrirmæli um að byrja á að gefa stutt yfirlit um veðurhorfur næsta sólarhring. Enn virðast sumlr veðurfræðingar þó ekki hafa náð því að fara eftir þessum fyrirmælum og þvaðra mínútum saman um veðrið sem var. Einu skiptin sem veður- fræðingar eru fáorðir og gagnorðir um veður dagsins er þegar veður- —— spáin kvöldlð áður hefur brugðist gjörsamlega. Það liggur við að maður óski þess að slfkt komi fyrir oftar, nema því aðeins að fræðing- ÍIWfBHfRWfWfSBWWW arair taki sig á og byrjl á fréttunum en láti sagnfræðina bíða. Veðurfræðlngar erlendra sjón- varpsjitöðva segja okkur það á einni mfnútu sem tekur hérlenda starfs- bræður þelrra fimm mfnútur. Auk þess eru mörg ár sfðan farið var að gefa út spár nokkra daga fram í tfm- ann, bteði austan hafs og vestan. Slfkum langtímaspám er stundum slett fram f veðurf réttatíma útvarps- ins hér, en þær sjást yfirleitt ekki í sjónvarpinu. Raunar gæti sjónvarplð veitt okkur mun betri þjónustu hvað veðurfréttir varðar án þess að eyða f það meiri tfma en nú er gert. Til dæmis ætti hiklaust að ljúka dagskrá á föstudagskvöldum með frétt um veðurútlit helgarinnar. Þegar út- sending hefst síðdegis á laugardag á að byrja með veðurútliti sunnudags- ins. Um helgar fara marglr f skemmri eða lengri ferðlr og þetta er ekki nema sjálfsögð þjónusta. Það er hins vegar rétt að undir- strika, að veðriö verður ekkert betra þótt flutningur veðurfrétta verði bættur. En kannski maður sætti sig betur við rigninguna og kuldann ef þessum óþverra er spáð á hraðan og leikandi hátt og nokkur huggunarorð látin fylgja með. Það sakar ekki að reyna. Pagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.