Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1984, Blaðsíða 5
DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNl 1984. 5 ; : ;L: : - Hæstiréttur ómerkti síöastliðinn fimmtudag sex mánaöa fangelsis- dóm sem fyrir tveimur árum var kveöinn upp af sýslumannsemb- ættinu í Arnessýslu yfir fyrrverandi sveitarstjóra á Stokkseyri. Hæsti- réttur vísaði málinu heim í héraö „til löglegrar meöferðar og dóms- álagningaraðnýju”. Sveitarstjórinn hafði í undirrétti verið fundinn sekur um að hafa svikiö út olíustyrki með því að gefa upp fleiri styrkþega í Stokkseyrar- hreppi en rétt áttu á olíustyrk. Sveit- arstjórinn var dæmdur fyrir að hafa svikiö út um 2,7 miUjónir gamaiia króna á tímabiUnu frá 1975 til 1978. 1 nýfóllnum dómi hæstaréttar segir: „Akæröi hefur staðfastlega neitað að hafa misfarið með fé það, sem hann er ákærður út af. f máU þessu eru ýmis vafaatriði um fjölda þeirra manna, sem áttu rétt á olíustyrk á þeim tíma er á- kærði gegndi starfi sveitarstjóra í Stokkseyrarhreppi, frá 1. júU 1975 þar til í júnibyrjun 1978. Að vísu Uggur fyrir skýrsla um þetta unnin af þeim Steingrími Jónssyni og Einari Svefnbjörnssyni, er tóku við störfum ákærða á vegum Stokkseyr- arhrepps. Skýrsla þessi er hvorki nægilega rækileg og getur heldur ekki talist unnin af óvilhöllum mönnum, eins og mannasktpti þessi urðu á vegum hreppsins og lýst er í héraðsdómi, og er því ekki fært að byggja á henni í refsimáU á hendur ákærða. Þá verður að telja að hina tölfræðilegu þætti ákæruefnis þessa hefði átt að rannsaka ítarlega af óvUhöllum mönnum sérfróðum á sviöi tölf ræði og endurskoðunar. Þeir sérfræðingar hefðu átt aö semja rækilega skýrsíu, þar sem fram kvæmi ítarlega og í einstökum atriðum, hvemig háttað var mannfjölda í Stokkseyrarhreppi á því tímabUi, sem ákæran tekur tU. Þar þarf einnig að koma glöggt fram, hve margir fluttust úr hreppnum og hve margir í hann, hve margir fæddust og hve margir létust og hvenær, enda skipta timamörk, höfuömáli við mat á, hverjir eigi rétt á olíustyrk sam- kvæmt þeim reglugerðum, er gUt hafa á starfstíma ákærða sem sveit- arstjóra, sbr. 4. grein reglugerða númer 1974 frá 1974 og númer 219 frá 1977. Ennfremur þarf í þessari skýrslu að koma fram, hvernig hafi verið háttað fjölda vistmanna á Kumbaravogi og dvalartima á hverjum ársfjórðungi á þessu tíma- bUi. Þar sem þess háttar könnun, sem nú hefur verið lýst, hefur ekki fariö fram í málinu, teljum við þaö ekki hafa veriö rannsakað með þeim hætti, sem nauösyn ber til svo að unnt sé að leggja efnisdóm á saka- mál þetta. Þar af Leiðandi er óhjá- kvæmUegt að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og visa málinu heim i hérað tU löglegrar meöferðar og dóms- álagningar að nýju. Eftir þessum málalokum verður allur kostnaður sakarinnar lagður á ríkissjóð, þar með talin mál- flutningslaun skipaðs verjanda ákærða, HUmars Ingimundarsónar hæstaréttarlögmanns, er ákveöst 25 þúsund krónur samtals bæði í héraði ogfyrirHæstarétti.” Að þessum dómi stóð meirihluti réttarins, hæstaréttardómararnir Guðmundur Jónsson, Magnús Thoroddsen og Sigurgeir Jónsson. Dómararnir Björn Sveinbjömsson og Magnús Þ. Torfason sldluðu sér- atkvæði. Þeir telja engin rök hníga tU þess að ómerkja hinn áfrýjaða dóm vegna óviöhlítandi rannsóknar- hátta, enda ætti ákærði við efnisdóm í máUnu að njóta góðs af vafa um sönnun fyrir ákæruatriðum. 1 sérat- kvæði sínu tjá þeir Björn og Magnús sig hins vegar ekki um sekt eða sýknu ákærða. Af ákæruvaidsins hálfu sótti málið Jónatan Sveinsson saksóknarl -KMU. Nýtt f élag alif uglabænda: ÆTLUM AÐ DREIFA FRAMLEIÐSLU OKKAR SJÁLFIR „Við ætlum að standa saman gegn því stirðnaöa kerfi sem er í kringum landbúnáöinn og munum nota ÖU tiitæk ráð tU að losa okkur undan oki þess. Fyrsta verkefni okkar verður að reyna að breyta því óréttláta kerfi sem er í sambandi við kjamfóðursjóð sem notaður hefur verið fyrst og fremst til að viðhalda hinum hefðbundnu land- búnaðargreinum. Við erum alfarið á móti aUri miðstýringu á afurðum okkar og ætlum sjálfir að sjá um að dreifa þeim. Við höfum ekki þörf fyrir eggja- dreifingarmiðstöð sem nú þegar hefur verið sóað í ómældu fé,” segja stjómarmenn í nýstofnuöu félagi aii- fuglabænda. En fyrir nokkm stofriuðu bændur sem standa aö 20 aUfuglabúum nýtt félag, sem nefnt hefur verið Félag ali- fuglabænda. Megintilgangur félagsins er að gæta sameiginlegra hagsmuna félaga sinna og vinna að atvinnufrelsi á sviði aUfugla- og eggjaframleiðslu. Félagið er öUum opið sem stunda þess- ar atvinnugreinar. Eins og flestum er líklega kunnugt hafa verið nokkuð skiptar skoðanir um stofnun eggjadreifingarmiðstöðvar og önnur mál í sambandi við eggjafram- leiðslu. Miklar deUur hafa staðið á miUi eggjaframleiðenda innbyrðis og leiddu þær til þess að stór hópur þeirra sagði sig úr Sambandi eggjafram- leiðenda. Það er m.a. þessi hópur sem stendur að stofnun hins nýja f élags. Að sögn þeirra er ekki um uppgjör stóm og smáu framleiðendanna að ræða, eins og sumir hafa haldiö fram, því í félaginu eru bæði smáir og stórir framleiðendur. AUir félagar hafa sama atkvæðisrétt. Félagarnir í hinu nýja félagi eiga það sameiginlegt að vera á móti því kerfi sem ræður ríkjum í landbúnaðar- málum hér á landi. Þeir treysta ekki lengur þeim mönnum er þar sitja við stjórn til að fara með þeirra mál, enda hefur stjómin reynt að gera þeim aUt til bölvunar. Með stofnun eggja- dreifingarstöðvarinnar er verið að færa sölumál eggja í sama form og er i öðrum landbúnaðargreinum. 1 þessa stöð er þegar búið að sóa miklu fé, sem verður að lokum greitt af neytendum í hækkuðu eggjaverði. Um leið verður ÖU frjáls samkeppni drepin niður og einokun eggjasölunnar tekur við. Félagið ætlar að beita áhrifum sínum tU að aUir aUfugla- og eggja- framleiðendur njóti sömu réttinda gagnvart stjómvöldum og hinum ýmsu sjóðum og stofiiunum í land- búnaði án tiUits til rekstrarforms eða þess hvort framleiðsla telst eiga sér stað á s vonefndu lögbýU eða ekki. Félagið mun sömuleiöis miðla upplýsingum til félaga um markaði og efla þekkingu þeirra á atvinnu- greininni. -APH. Hitaveitan á Suðureyri brann: ..Álög á þessu þorpi” „Hitaveitan var komin aftur í gagniö kl. átta á laugardags- kvöldið og nú eru öU hús hér orðin hlý aftur,” sagöi Guðjón Jónsson, slökkviUðsstjóri á Suöureyri við Súg- andafjörð- i gær um brunann í hita- veitu Suðureyrar síðastUðið fimmtudagskvöld. Brunmn i hitaveitunni hafði það í för með sér að þorpið varð hita- veitulaust. Mjög hráslagalegt varð þvi í húsunum, sérstaklega er sólar nautekkivið. „Ég held svei mér þá að það séu álög á þessu þorpi,” sagði einn íbúi Suðureyrar í samtaU við DV iaust eftir miðnættiö á fimmtudagskvöld, greinilega óhress meðgang mála. Slökkvibíll flugvallarins á Suðureyri var notaður við slökkvistarfið. Það hófst fljótlega eftir að eldurinn kom upp. Ástæðan var sú að kona í sumarbústað varð eldsins vör og lét strax vita. Hitaveitan er um 4 kUómetra inn af Suðureyri. Eldsupptök eru talin frá neistaflugi, sem varð, er öxultenging bilaði. -JGH. Stjórn Fó/ags alifuglabænda. I fremríröð til vinstri: Einar Eiríksson formaður Miklaholtshelli, Ingimundur Bergmann Vatnsenda, Sigurður Sigurðsson Nesbúi, Bjami Ásgeir Jónsson Reykjahtið, Jón Jóhannsson Ásmundarstöðum og t.d. aftarí röð Geir Gunnar Geirsson Valló, og Guðmundur Kolbeinn Finnbogason Hjalla. DV-myndBj. Bi. TAKIÐ EFTIR Höfum tekið að okkur sölu á ofnum fyrir PANELOFNA hf.r Kópavogi. Gerum tilboð samkvæmt teikningum yður að kostnaðarlausu. Sími sölumanns er 28693. Einstakir greiðsluskilmálar á öllum byggingarvörum. Allt niður i 20% útborgun og lánstími allt að sex f mánuðum. D □I PMfflMl Hf. BYGGlMGflVORURl Byggingpvörur. 28—600 Harðviðarsala. 28-604 Sölustjóri. 28-693 Gólfteppi.28-603 Málningarvörur og verkfæri. 28 - 605 Skrifstofa. 28-620 Flísar- og hreinlætistæki. . . 28-430 HRINGBRAUT 120 (Aökeyrsla frá Sólvallagötu)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.