Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1984, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1984, Blaðsíða 19
.tm ívtö L.3S HunAautaiHfi. va DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. JUNl 1984. Vargurinn við Mývatn óvenju ágengur: Bitmýið kom aftur en þá fór rykmýið Bitmýiö viö Mývatn er nú aftur í essinu sínu eftir að hafa litiö látiö á sér kræla siðustu árin. Hafa sumir Mývetningar kvartað yfir aö vargur- inn sé óvenju ágengur viö menn og skepnur. Gísli Már Gíslason, dósent í vatna- líffræði viö Háskóla Islands, hefur stundaö víðtækar rannsóknir á mý- inu. Hánn sagði í samtali við DV aö ólíklegt væri aö vargurinn væri nokkuö aögangsharðari en einu sinni hefði verið. Líklegri skýring væri aö menn væru famir aö ryðga í hvemig hann var fyrir 1978 þegar bit- mýsstofninn í Laxá hrundi. Hrunið stafaöi af minni þörungafram- leiöslu í Mývatni en lirfur bitmýsins biða á botninum i Laxá og veiða agn- ir sem fara framhjá. Þessar agnir minnkuðu um helming og þar með fæða bitmýsins líka. Afleiðing þessa hefur verið sú, sagði Gísli Már, að bændur við Mý- vatn hafa orðið lítið varir við varg síöustu ár. Stofninn fór að rétta við áriö 1982 og lirfustofninn í Laxá er nú oröinn svipaður og hann var 1977. Fyrstu vikuna í júní hefur verið að klekjast vorganga bitmýsins og sagði Gísli Már að í efri hluta Laxár ætti allt mý að vera flogið upp. Senni- lega væri þetta mý að verpa nú í ann- aö skipti fyrst þaö sækti svona á fólk og fénað. Vargurinn þurfi að sjúga blóö tilaöfá orku tO að verpa í annaö skipti. Bjóst hann við að þessi ganga yrði farin eftir nokkra daga. Þá komi nýjar lirfur aftur i ána og fari að fljúga í ágúst. 1 Laxárdal gerist þetta allt seinna og kemur ein stór ganga sem Gísli Már bjóst við að færi að fljúga eftir nokkra daga. Hrun bitmýsins 1978 hafði mikil áhrif á dýralíf á Mývatni. Afkoma straumandar varð til dæmis mjög slæm og húsandarstofninn minnkaöi. Húsöndin hrökklaðist þá reyndar af Laxá og upp á Mývatn. Hjá báðum þessum andartegundum varð betri afkoma í fyrra þegar bitmýið kom aftur og húsöndin flutti til baka á Laxá. Rykmýið fór I fyrra hrundi stofn rykmýsins við Mývatn og kunna vísindamenn ekki ennþá skýringar á þvi, sagði Gísli Már. Rykmýiö er samnefni yfir margar tegundir af tvívængja flug- um sem lifa í vatni. Vargurinn eða bitmýið er líka tvívængja tegund en af annarri ætt. Hér á landi eru f jórar tegundir bitmýs en sú sem er í Laxá er sú eina sem bítur spendýr. Ryk- mýið lætur nægja að troða sér inn í augu, eyru, nef og munn, sem getur verið nógu slæmt eins og margir þekkja. Þau árin sem bitmýið vantaði í ána var uppgangur á rykmýi í Mývatni Gisfí Már Gíslason: Ófíklegt að vargurinn sé nokkuð aðgangsharðari... DV-mynd AS. en í fyrra hvarf rykmýið svo að miklu leyti, eins og áður sagði. Gísli Már taldi þó að ekki væru tengsl þar á milli. Senniiega hefði vantað fæð- una fyrir rykmýið en nú stæðu yfir rannsóknir á þessu. Gera má ráð fyrir að endurkoma bitmýsins muni hafa góð áhrif á urriðastofninn í Laxá, að sögn Gísla Más. Það ætti að koma fram eftir 2— 3 ár. I Laxá er bitmýið ríkjandi skor- dýrategund og framleiðsla þess talin vera um eitt kíló á hvem fermetra í ánni. Af rykmýi eru hins vegar að- eins framleidd um 200 grömm. I Mý- vatni er rykmýið hins vegar ríkjandi og mikilvæg fæða fyrir silung og alla andarunga. Það segir sig því sjálft, sagði Gísli Már, að þegar það bregst hefur þaö mikil áhrif. Það komast fá- ir ungar upp, öndum hefur fækkað mikið á vatninu og bleikjuveiði á vatninu er sáralítil. Rannsóknimar núna beinast aö þvi hvað stjórnar rykmýsstofninum og hvað mýið étur. Þær rannsóknir er flóknar og tímafrekar. En við þær eru bundnar vonir um að hægt verði að skýra til hlítar þátt rykmýsins í h'friki Mý- vatns. JBH/Akureyri TÆKJALEIGA Fossháls 27 - sími 687160 Vibratorar Gólfslípivélar Jaróvogsþjöppur Hæðarmælar Háþrýstiþvottatæki Vatnsdælur Rafmagnsheflar Handfræsarar Stingsagir Vmkilskifur Pússibeltavélar Pússijuðarar Nagarar Hjólsagir Borðsagir Bútsagir Loftpressur Naglabyssur Heftibyssur Reigvélar Höggborvélar Vinnupallar Stigar Tröppur Álbúkkar Opið virka daga kl. 7.30-18.00, laugardaga kl. 7.30-12.00. VÉLA- og PALLALEIGAN. Kgntucky Fried Cbicken. OPNUMIDAG á nýjum stað í Hafnarfirði, á horni Hjallahrauns og Reykjanesbrautar (Keflavíkurvegurinn), einn glæsilegasta skyndibitastað sem þekkist hér á landi og þó viðar væri leitað. Þið getið setið inni í rólegheitum og snætt okkar gómsætu kjúklinga eða ekið upp að og fengið kjúklingana, gosið og franskar beint í bílinn. Komið og sjáið, sjón er sögu ríkari. KJÚKLINGASTAÐURINN HORNI HJALLAHRAUNS OG REYKJANESBRAUTAR HAFNARFIRÐI - SÍMI50828 Áður Reykjavíkurvegi 72, Hafnarfirði. NÆG BÍLASTÆÐI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.