Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1984, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1984, Blaðsíða 32
32 DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. JUNI1984. Andlát Vigfús Slgurgeirsson ljósmyndari lést 16. júni sl. Hann fæddist 6. janúar áriö 1900 á Stóruvöllum i Bárðardal, sonur hjónanna Friðriku Tómasdóttur og Sigurgeirs Jónssonar. Vigfús lærði ljósmyndaiðn og stofnaði síðan eigin ljósmyndastofu á Akureyri árið 1923 og rak hana til 1935. Þá fór hann utan til framhaldsnáms. Þegar heim kom, tveimur árum seinna, setti hann upp ljósmyndastofu í Reykjavík og rak hana til æviloka. Vigfús var tvíkvæntur. Fyrri konu sína, Bertu Þórhallsdóttur, missti hann árið 1932 eftir tæplega eins árs hjónaband. Síöari kona hans var Valgerður Magnúsdóttir en hún lést fyrir tæplega tveimur árum. Böm þeirra eru tvö. Ut- för Vigfúsar verður gerð frá Dóm- kirkjunni i dag kl. 13.30. Guörún Pálína Magnúsdóttlr lést 17. júní sl. Hún fæddist 16. febrúar 1899, dóttir hjónanna Magnúsar Magnús- sonar og Ingibjargar Jónsdóttur. Guðrún giftist Arna Gíslasyni. Þau hjónin eignuðust fimm börn. Utför Guðrúnar verður gerð frá Dóm- kirkjunniídagkl. 15. Katrin Bergrós Sigurgeirsdóttir, Aðallandi 1 Reykjavík (áöur Hólmgaröi 37), lést í Landspítalanum 24. júní. Jeanne Barthelmess, Furugerði 1, lést í Landspitalanum sunnudaginn 24. júní. Systir María Cölescine andaöist í St. Jósefsspítaia Hafnarfirði laug- ardaginn 23. júní. Jarðarförin fer fram fimmtudaginn 28. júní frá Kristskirkju í Landakoti kl. 10.30 f .h. Eyþór Ingibergsson múrarameistari, Sólvallagötu 43, lést í Borgar- spítalanum24. júní. Kristján Mattbias Rögnvaldsson verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkjufimmtudaginn28. júnikl. 13.30. Hans J. Hansen, Fífumýri 1 Garðabæ, er andaðist á Elli- og hjúkrunarheim- ilinu Gnmd þann 22. þ.m., verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju f immtudaginn 28. júni kl. 15. Ferðalög Sumarferð Fríkirkjunnar verður farin sunnudaginn 1. júií kl. 9.00 frá Fríkirkjunni upp í Borgarfjörð og komið heim að kvöldi. Miðar í versluninni Brynju við Laugaveg. iaOfS', ') i ulrX’.í! Langholtssöfnuður Sumarferð 84 Sunnudaginn 1 júlí kl. 9.00 árdegis veröur ekið frá safnaðarheimilinu. Farið um Njáluslóðir og niður í Landeyjar. Helgistund i Breiðaból- staðarkirkju, kvöldverður á Hvolsvelli. Miðar seldir í safnaðarheimilinu þriðjudaginn 26. júníki. 17.00—21.00. Ailar upplýsingar í síma 35750. Safnaðarfélögin. Ferðavasabókin, uppsláttar- rit ætlað ferðamönnum, er komin út Bókin inniheldur margskonar hagkvæmar upplýsingar fyrú- ferðafólk jafnt innanlands sem utan. Þetta er fyrsta tilraun til að gefa út slíkt rit hérlendis en vasabækur sem þessar haf a öðlast miklar vinsældir erlendis. Meðal efnis í bókinni eru 48 Utprentuð kort, vegalengdatöflur, upplýsingar um gististaði og aðra ferðamannaþjónustu, um sendiráö og ræðismenn erlendis, vegaþjónustu, veðurfar á ýmsum stöðum og margt fleira. Fjölvís sem gefur bókina út annast sér- ágyUingu framan á kápu án endurgjalds fyrir stofnanir, fyrirtæki eða félög sem kaupa 20 eintök eða fleiri af bókinni. Útivistarferðir Þriðjudag 26. júni. Opið hús kl. 17—22 að Lækjargötu 6a (Gisiabúð). Kynning á sumar- leyfisferðum, sérstaklega Vestfjarða- og Hornstrandaferöum. Heitt á könnunni. Sjá- umst. Otivist. Helgarferðir 29.6.—1.7. 1. Þórsmörk. Gönguferðir fyrir alia. Tjaldað í hlýlegu umhverfi í Básum. Uppselt í Útivist- arskálann. 2. Skógar — Flmmvörðuháls — Básar. Létt bakpokaferð. Gist í Básum og í skála á Fimm- vörðuhálsi. Fararstjóri Kristinn Kristjáns- son. 3. Skarfanes — Hraunteigur. Nýtt áhugavert svæði í nágrenni Heklu og Þjórsár. Tjaldað í fallegri gróðurvin. 4. tsklifurnámskeið í Gígjökli. Uppl. og far- miðará skrifstofunni Lækjargötu 6a. Útivistarferðir, símar 14606 og 23732 Miðvikudagur 27. júní ki. 20 Sandfellsklofi — Fjailið eina. Létt kvöldganga í Reykjanes- fólkvangi. Verð kr. 200, frítt fyrir börn. Brott- för frá BSI, bensínsölu. Flmmtudagur 28. júní kl. 8.00 Þórsmörk. Tilvalið að lengja helgarfríið og eyða sumar- leyfinu í Básum. Skráning á skrifstofunni. tsklifurnámskeið verður haldiö i Gigjökli helgina 29.6,—1.7. Leiðbeinendur frá Björgun- arskóla LHS. Tilkynnið þátttöku fyrir mið- vikudagskvöld 27. júní. Uppl. á skrifstofunni Lækjargötu 6a. Sjáumst. Utivist. Sumarbúðir fyrir börn Sumarbúðir Þjóðkirkjunnar, sem eiga sífellt auknum vinsældum að fagna, eru nú starf- ræktar á fimm stöðum á landinu. I sumar bættist fimmti staðurinn við, Laugagerðis- skóli í Eyjahreppi á Snæfellsnesi. Þar eru að- stæður hinar ákjósanlegustu í fallegu um hverfi. Næstu búðir í Laugagerðisskóia eru ætlaðar 9—12 ára bömum og brottfarir 2/7, 16/7 og 30/7. Ennþá geta nokkur böm komist að og era allar upplýsingar veittar á skrif- stofu æskulýðsfulltrúa þjóðkirkjunnar i síma 12445 miili kl. 14 og 16 virka daga. Nessókn: 7. júlí verður efnt til fjögurra daga ferðar til merkra sögustaöa „undir Jökli” á Snæfells- nesi og í Dölum. Siglrng um Breiðafjarðar- eyjar. Gistrng og matur á hóteium. Allar nán- ari upplýsingar veitir kh-kjuvörður kl. 5—6, simi 16783. Tapað -fundið Tommi er týndur Hann heitir Tommi og er týndur. Tommi er með gult hálsband með plötu á sem geymir nafn hans og heimilisfang sem er að Hraun- braut 42, Kópavogi, og þaðan fór Tommi sl. fimmtudagskvöld og hefur ekki komið heim síðan. Finnandi eða þeir sem hafa orðið varæ viö Tomma vinsamlegast hringi i súna 44256 eöa 42505. Golf Unglingameistaramót íslands í golfi 1984 Unglingameistaramótið í golfi fer fram helg- ina 30. júní og 1. júh'. Leiknar verða 36 holur hvorn dag. Mótið fer fram a Hvaleyrarholts- veUi í Hafnarfiröi sem er að komast í mjög gott sumarástand þrátt fyrir miklar fram- kvæmdir vegna stækkunar vallarins úr 12 holum í 18 holur. Leikið verður í fjórum flokk- um: Stúlkur 15 ára og yngri drengir 15 ára og yngri stúlkurl6ára —21árs drengir 16 ára — 21 árs .‘/w'oi.i'in/.iji '- ' •••..si'.iií í gærkvöldi____ í gærkvöldi Jón Olafsson hjá Skífunni: Þarf að lengja dagskrá rásar 2 ,,Eg var aö heiman í gærkvöldi og fylgdist ekkert með útvarpi eða sjón- varpi. Það sem ég ber mig helst eftir er rás 2, ég hlusta mikiö á hana. Eg er ánægður með þessa stöð þó að enn séu nokkrir vankantar á henni. Er þá helst aö nefna hve útsendingartím- inn er stuttur, það mætti byrja að út- varpa fyrr og hætta seinna. Utvarp á kvöldin er einnig æskilegt en um- fram allt þó helgarútvarp. Það sem er þó óskiljanlegast við þetta allt saman er samtenging rásanna á milli kl. 12 og 14. Fólk sem hlustar á rás 2 hefur lítið upp úr að hlusta á til- kynningar á þessum tíma. Það er afskaplega takmarkað sem ég hlusta á rás 1.1 bítið á morgnana er ágætis þáttur, svipaöur og Á virk- um degi en ekki nærri eins fastmót- aöur. Annað er þaö ekki, nema f réttirnar, sem ég er ánægöur með. Fréttir sjónvarpsins reyni ég oft- ast að sjá og er einnig ánægður með þær, en að öðru leyti á ég ansi erfitt meö að skilja dagskrármat forráða- manna stofnunarinnar. Dæmið með Dallas er gott, fólk virðist vilja fá þættina sýnda en yfirmenn sjón- varpsins ekki. Þó að Dallas séu ekki þættir fyrir mig þá finnst mér að ætti að sýna þá. Ég held að svona einangruö eyþjóð eins og Islendingar eigi kröfu á því að fá betra útvarp og sjónvarp og tel að afnema eigi einokunina. Reikna má meö mjög spennandi og skemmtilegri keppni þar sem margir af okk- ar meistaraflokksmönnum leika í eldri flokkunum. Vitað er að viö munum eignast nýja meistara í öilum fiokkum, því núverandi titilhafar færast upp úr sínum aldurshópi. Hvetjum við því áhugamenn og aöra til að koma og fyigjast með okkar efnilegustu kylf- mgurn á Hvaleyrarholtsvelli helgma 30. júní — l.júlí. íþróttir Meistaramót Islands í frjálsum iþróttum, aðalhluti, verður haldið dagana 30. júní til 2. júlí í Laugardalnum í Reykjavík. Ekki er enn ljóst á hvorum vellinum verður keppt þar sem viðgerð stendur enn yfir á gerviefnisbrautun- um. Keppt verður í öllum meistaramótsgreUi- um nema þeim sem fram fóru 4. og 5. júní sl. Landsliðsnefnd FRl hefur ákveöiö að láta úrslit á mótinu vega þungt við val á landsliði því sem tekur þátt í Kalottkeppninni (17. — 18.JÚ1Í). Skráningar þurfa að hafa borist til Haf- steins Oskarssonar, Mosgerði 23, 108 R., föstudaginn 22. júní á þar til gerðum spjöldum. Siglingar Áætlun Akraborgar Frá Akranesi kl. 8.30 kl. 11.30 kl. 14.30 kl. 17.30 Frá Reykjavík kl. 10.00 kl. 13.00 kl. 16.00 kl. 19.00 Kvöldferðir 20.30 og 22.00. A sunnudögum í apríl, maí, september og október. Á föstudögum og sunnudögum í júní, júlí og ágúst. Ferðir Herjólfs A virkum dögum eru ferðir Herjólfs sem hér segU-: Kl. 7.30 frá Vestmannaeyjum. Kl. 12.30 frá Þorlákshöfn. Á föstudögum: Kl. 7.30 og 17.00 frá Vestmannaeyjum. Kl. 12.30 og 21.00 frá Þorlákshöfn. Á laugardögum. Kl. 10.00 frá Vestmannaeyjum. Kl. 14.00 frá Þorlákshöfn. Á sunnudögum. Kl. 14.00 frá Vestmannaeyjum. Kl. 18.00 frá Þoriákshöfn. Siglingarklúbburinn Kópanes, við Vesturvör í Kópavogi, er oprn fyrfi frjálsar siglUigar sem hér segir: Þriðjudagakl. 16—22, miðvikudaga kl. 16—20, fUnmtudagakl. 16—22, laugardaga kl. 13—16. Næsta sigUnganámskeið hefst þriðjudaginn 26. júní. Skráning á afgreiðslutíma í súna 40145. Tilkynningar Frá íslandsdeild Guðspekifélagsins Staddur er hér á iandi alþjóöaforseti Guðspekifélagsins, frú Radha Burnicr, sem um þessar mundir er á fyrirlestraferð um Evrópu. Frú Burnier er annar forseti félagsms sem heimsækir Islandsdeild þess. Hún mun halda nokkra fyrU-lestra í sumarskóla deildarinnar og sá fyrsti og eini, sem haldrnn er í Reykja- vík, verður í húsi félagsins að IngóUsstræti 22 miövikudaginn 27. júní kl. 21. Fyrirlesturinn verður þýddur jafnóðum. Húsmæðravika Sambandsins og kaupfélaganna Hin árlega húsmæðravika Sambandsms og kaupfélaganna var haldin að Bifröst í Borgar- fU-öi dagana 3.-8. júní sl. Þátttakendur voru 56 frá 17 kaupfélögum víðs vegar um landið. Forstöðumaður vikunnar var Guðmundur Guðmundsson, fræðslufulltrúi Sambandsins. Húsmæðravikan er fræðslu-, skemmti- og hvíldarvika og voru á dagskrá hennar að þessu smni fræðsluerindi, vörukynningar, ferö um Borgarfjörð, kvöldvökur o.fl. Þátttakendur lýstu mikilli ánægju með húsmæðravikuna pg var forstöðumanni henn- ar og starfsfólki hótelsins að Bifröst færðar sérstakar þakkir í lok vikunnar. Sambandið og kaupfélögin hafa staðið f yrir slíkri húsmæðraviku allt frá árinu 1960 og var þessi vika því sú 25. í röðinni. Myndlistarsýning í Jóns- húsi í Kaupmannahöfn 28. júní—22. júlí stendur yfir sýning í Jónshúsi í Kaupmannahöfn á verkum FUinans Lauri Dammert. Sýninguna kallar Lauri „Noget som har med fotografi at gore” (Eitthvað í sambandi við ljósmyndun) en tæknin sem hann notar er m.a. gummidichromat, járn- cyanid og litadar ljósmyndU'. Auk mynda sýnir hann skartgripi undir heitrnu „eitthvað sem engrnn vill”. Lauri Dammert er fæddur í FUinlandi 1952, en hefur verið búsettur í Svíþjóð sl. 12 ár. Hann hefur m.a. hannaö plötuumslög og plaköt fyrir rokkhljómsveitir, leikhópa o. fl. Hann hefur haldið sýningar í Helsinki, Gauta- borg, Stokkhólmi og Kaupmanahöfn. SýningUi er opin á venjulegum opnunar- tímaJónshúss enhanner: virkadagakl. 17—22, þriðjudagalokað, laugardaga kl. 14—22, sunnudagkl. 14—20. Jónshús er í Ustervoldgade 12, 1350 Kabenhavn K. MS-félag íslands heldur skemmtifund fUnmtudagUm 28. júní kl. 20.30 í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Góð aðstaða fyrir h jólastóla. Frá Rauða kross deildum á Vestfjörðum Orlofsdvöl aldraðra Vestfirðinga verður að Laugum í Sælingsdal 9.-14. ágúst nk. Að Laugum er öll aðstaða til hvíldar og skemmtunar mjög góð. Eins og áður verða Harðurárekstur — á mótum Lauga- og Laugarnesvegar Allharður árekstur varð á mótum Laugavegar og Laugarnesvegar í gær. Escort bifreiö, sem ekið var upp Laugaveg og Buick sem ók vestur Laugarnesveg skullu saman. Buickinn snerist á veginum, fór yfir á hina ak- reinina og staðnæmdist á ljósastaur. Engin meiðsli urðu á mönnum en bif- reiðirnar eru mikið skemmdar. Það var hin mesta mildi að ekki skyldi vera nein bifreið á leið austur Laugames- veg er slysið átti sér stað. -ás. Græjur í umf erð I fréttum DV í gær var frá því skýrt að brotist hefði verið inn í húsnæði Osta- og smjörsölunnar við Snorra- braut og engu stolið. Nú er annað kom- ið á daginn því h já fyrirtækinu Skyggni hf. sem er þar til húsa hurfu videotæki, sjónvarp, stúdíómyndavélar og linsur og slides-myndavélar. Einnig voru unnar verulegar skemmdir á húsnæð- inu, t.d. f jölmargar hurðir jafnaðar við gólf. —EIR haldnar kvöldvökur og stiginn dans. Farið verður í dagsferð um Borgarfjörð og Stykkis- hólmur heimsóttur. Dvalargestir geta ekki orðið fleiri en 45 og er þátttökugjald 5000 kr. Þeir sem áhuga hafa, láti skrá sig hjá Sigrúnu Gísladóttur í síma 94-7770 eftir kl. 17 fráog með 25. júní. Kvennaráðgjöfin iokuð vegna sumarieyfa Kvennaráðgjöfin hefur starfað sl. 5 mánuði. Ráðgjöfin er rekin að frumkvæði kvenna sem stunda eða hafa lokið námi í félagsráðgjöf, hjúkrunarfræði og lögfræði. Ráðgjöfin hefur verið opin eitt kvöld í viku. Margar konur hafa leitað til Kvennaráðgjaf- arinnar en næstu tvo mánuði, júlí og ágúst, verður hún lokuð vegna sumarieyfa starfs- kvenna. Kvennaráðgjöfin opnar aftur fyrsta þriðju- dag í sept. og er opin milli kl. 20 og 22. Ráðgjöfin er til húsa í Kvennahúsinu Hótel Vík.pósthólf 836. Kvennaráðgjöfin. 70 ára afmæli. Óli Guðmundsson, sklp- stjórl, Bræðraborgarstíg 13, hér i Reykjavík, verður sjötugur nk. föstu- dag, 29. þ.m. A afmælisdaginn milli kl. 19 og 21 ætlar hann aö taka á móti gest- um í Oddfellowhúsinu. 60 ára afmæll á í dag, 26. júni, Frlðrik Ingólfsson, Laugarhvammi i Lýtings- staðahreppi í Skagafirði. Kona hans er Sigríður Magnúsdóttir. Hann er að heiman í dag. 70 ára afmæli á i dag, 26. júní, frú Þor- gerður Þóröardóttir, Túngötu 16, Húsavík. Hún var lengi formaður Verkakvennafélagsins Vonar þar í bænum. Hefur hún starfað mikið að verkalýðs- og velferðarmálum heima- byggðar sinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.