Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1984, Blaðsíða 35
DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNl 1984.
35
Bindindisfélag ökumanna og DV
héldu keppni í ökuleikni á Hellu að
kvöldi mánudagsins 18. júní.
Keppendur voru átta talsins og
þar af 2 úr kvennariðli. Keppt var
við Grillskálann á Hellu.
Sigurvegarinn í karlariðli náði
mjög góðum árangri í keppninni.
Það þykir gott að fara niður fyrir
200 refsistig og enn betra ef farið
er niður fyrir 150 refsistig. En
sigurvegaranum tókst það. Hann
var með 131 refsistig og er það
næstbesti árangur yfir landið eins
og er. Þessi keppandi er Garðar
Olafsson og ók hann Broncojeppa.
I öðru sæti í karlariðli var Grétar
Olafsson, einnig á Bronco, hann
fékk 195 refsistig.
Tveir keppendur skildu jafnir í
3.-4. sæti með 199 refsistig og
voru það Kristinn Bergsson og
Sigurjón Eiríksson. Urðu þeir að
keppa aftur um 3. sætið og vegnaði
Kristni betur og hafnaði hann því í
3. sæti. Hann ók á Chevrolet
Blazer jeppa. 1 kvennariðli sigraði
systir Kristins, Sigríður Bergs-
dóttir með 230 refsistig. önnur
varð systir hennar, Eygló, með
251 refsistig. Þær óku báðar sama
bílnum, sem er Mazda 323. Gef-
andi verðlauna á Hellu var Búnað-
arbankinn á Hellu.
EG
OKU'
LEIKM
ÖKULEIKNIN A HÖFN:
GÓDUR ÁRANGUR
í KVENNARIÐU
Hér sést Erla Guðrún Einarsdóttir fara gegnum þrautaplanið. Hún hefur náð besta árangri í kvennariðli á
þrautaplaninu, er aðeins með 20 refsistig eða 2 villur.
Sæmileg þátttaka var í öku-
leikni Bindindisfélagas ökumanna
og DV á Höfn þriðjudagskvöldið
19. júní. Keppendur voru 14 tals-
ins, þar af kepptu 5 á vélhjólum og
9 á bílum.
Tveir keppendur náðu niður
fyrir 200 refsistig. Sigurvegarinn í
karlariðli, Ragnar Pétursson, ók
Daihatsu Charade og fékk 186
refsistig. Annar varð Bjami
Sævar Gestsson á Sapporo með
193 refsistig. 13. sæti varð Gunnar
Pálmi Pétursson á Saab 99 með
207 refsistig.
Fjórir keppendur voru í kvenna-
riðli og virðist þátttaka kvenna
fara vaxandi, enda keppnin ekki
síður ætluð konum en körlum.
Sigurvegari í kvennariðli var
Heiða Jónsdóttir á Saab 99 með
312 refsistig og önnur varð Sonja
Ásbjömsdóttir á Volkswagen 1300
með 377 refsistig. 1 þriðja sæti
varð Gunnhildur Baldvinsdóttir á
Land-Rover jeppa með 410 refsi-
stig. Fjórði keppandinn í kvenna-
riðli náði besta árangri hingað til
út úr þrautaplaninu í kvennariðli.
Það var Erla Guðrún Einars-
dóttir. Hún ók Volvo 244 og gerði
aðeins 2 villur. En hún áttaði sig
ekki á að tekinn er tími í brautinni
og féll á því.
1 vélhjólakeppninni varð efstur
Ragnar Pétursson, sá hinn sami
og sigraði á bílunum. Hann fékk
235 refsistig. Annar varð Gunnar
Pálmi Pétursson með 327 refsi-
stig. Hann ók á Suzuki TS 50.
Davíð Sveinsson lenti í þriðja sæti
með 345 refsistig. Hann ók á sama
hjóli og Ragnar. Vélhjólakeppnin
er nokkurs konar torfærukeppni
og eru ýmsar þrautir settar í
brautina er reyna á hæfni og leikni
ökumanns.
Gefandi verðlauna á Höfn var
Vélsmiðja Homafjarðar.
EG
KJARAKAUP