Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1984, Blaðsíða 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. JUNI1984.
Bretland:
Slagsmál í
konungshöll
Lögregluþjónar voru sendir til
Windsor kastala, eins bústaöa bresku
konungsfjölskyldunnar, til þess að
rannsaka slagsmál sem urðu milli
tveggja starfsmanna á föstudag.
Annar þeirra liggur nú á spítala vegna
meiösla sem hann hlaut i átökunum.
Samkvæmt frásögnum breskra
blaða kom til slagsmálanna í herbergi
eigi allfjarri sal þar sem breska
konungsfjölskyldan var saman komin
að halda upp á góðan árangur Ed-
wards prins í prófum í Oxford háskóla.
Þar var Elísabet drottning í forsæti.
Lögregluþjónar frá Scotland Yard
rannsökuöu tildrög slagsmálanna en
enginn hefur verið handtekinn.
Elísabet Bretadrottning virðist hafa
verið óheppin með þjóna.
Útlönd
írak:
Kúrdarræna
ferðamönnum
Kúrdískir skæruliðar í Irak hafa tekið
tvo ferðamenn höndum og halda þeim
nú í gíslingu í mótmælaskyni við kúgun
íraskra stjórnvalda á þjóðernisminni-
hlutahópi Kúrda. Ferðamennimir
voru Austurríkisbúinn Peter Stakner
og Þjóðverjinn Klaus Ecker en skæru-
liðar handtóku þá 15. júní.
I yfirlýsingu sem skæruliðar sendu
austurrísku f réttastofunni APA mót-
mæla Kúrdar meðferð stjómarinnar í
Bagdad á sér. Austurríska utanríkis-
ráðuneytið hefur staðfest að Austur-
ríkisbúa hefði verið rænt og að
ráðuneytið væri nú að reyna að f á hann
látinn lausan.
Kanada:
ERTUMEÐ
ATVINNUREKSTUR?
ÞÁ ÞARFT ÞÚ
AÐ SETJA NIÐUR
FYRJR1JÚÚ
UPPSKERAN VERÐUR RÍKULEG
FYRSTA
JAKÝRIN
FÆÐIST
Fyrsta „jakýrin” fæddist nýlega og
óvart í kanadískum dýragarði..
„Jakýr” er blendingur af jakuxa og
nautgrip af skosku hálandakyni.
Aödragandi málsins er sá aö gamalt
naut, ættað úr skosku hálöndunum,
fékk aö ganga laust, enda taliö sauð-
meinlaust og að auki talið getulaust
fyrir elli sakir. Boli ráfaði þá inn í
byggingu þar sem jak-uxar voru
geymdir og komst þar að kú sem var
til i tuskið. Meögöngutíminn var tæpt
ár, eins og tíðkast meðal jak-uxa.
Nú nýlega fæddist síðan „jakýrin”
og var skírð Rósa. Hún er loðin og
hárið rauðleitt og svipar þannig til
föður síns. Þá baular hún en jak-uxar,
að sögn sérfræðinga, frýsa yfirleitt en
baula ekki.
Skv. lögum frá Alþingi frá 29. mars sl. geta
fyrirtæki og einstaklingar sem hafa tekjur af
atvinnurekstri dregið 40% frá skattgjaldstekj-
um til að leggja í fjárfestingarsjóð.
Sé það gert fyrir 1. júlí nk. lækka skattar
af tekjum á árinu 1983.
Skylt er að leggja helming tillagsins inn á
sérstakan bankareikning.
Útvegsbankinn er reiðubúinn til að taka við
greiðslum inn á slíkan reikning og greiðir
hæstu vexti sem í boði eru á þessu sviði.
Ráðgjafinn í Útvegsbankanum segir þér
hvernig þú undirbýrð jarðveginn og setur
niður. Uppskeran lætur svo ekki á sér standa.
Spyrðu eftir Ráðgjafanum á næsta
afgreiðslustað bankans.
ÚTVEGSBANKINN
BNN BANKI • ÖU WÓHUÍTA
Eigandi dýragarðsins Alan Connel
heldur að Rósa sé eina „jakýrin” í
heiminum.
ifÐUofflihÖ fcöirÁiii
W-