Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1984, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1984, Blaðsíða 7
DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. JUNI1984. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Viö hér á Islandi borgum 43 prósent meira fyrir bensmiö þó svo að miðað sé við svokallað super-bensín sem hefur hærri oktantölu en bensínið sem selt er hér. Bensínverð: Islandmeð bronsverðlaun I norsku dagblaði birtist nýlega listi yfir verö á bensíni 1 17 löndum í Evrópu. Þar fullyrtu Norðmenn að þeir borguðu mest fyrir bensínið af öllum löndum í Norður-Evrópu. En því miður virðist þetta ekki vera rétt. I Noregi kostar lítrinn „bara” 19,49 krónur en við hér á landi borgum 22,30 krónur. Verðið á bensíninu frá Noregi er reyndar á svokölluðu super-bensíni sem er þó nokkuð dýrara en það bensín sem selt er hér á landi og nefnist normal-bensín. I yfirlitinu yfir bensínverð Evrópu- landanna er gefið upp verö á super- bensíni. Þó svo að hér sé selt normal- bensín sem alltaf er ódýrara en super- bensín, þar sem báðar tegundir eru seldar, sjáum við að við lendum í þriðja sæti. Italía og Portúgal standa okkur framar í þessum efnum. Verðlistinn lítur svona út: 1. Ítalía 24,16 kr. 2. Portúgal 23,18 kr. 3. ísland 22,30 kr. 4. irland 21,01 kr. 5. Spánn 19,79 kr. 6. Noregur 7. Finnland 8. Danmörk 9. Frakkland 10. Holland 11. Belgía 12. Austurríki 13. Grikkland 14. Bretland 15. Sviss 16. Svíþjóð 17. V-Þýskaland 18. Lúxemborg 19.49 kr. 19,41 kr. 18,88 kr. 18.50 kr. 17,97 kr. 17,70 kr. 17,48 kr. 17,32 kr. 16,83 kr. 15,96 kr. 15,58 kr. 15.50 kr. 14,36 kr. Við erum sem sagt með brons á þessum lista. Ef við gerum ráð fyrir því að bíleigandi noti 12000 lítra á ári f bensín þarf hann að borga fyrir það 26.760 krónur. Bíleigandinn sem býr í Svíþjóð og notar sama magn af bensíni á bílinn sinn á ári borgar aðeins 18.696 krónur. Þetta þýðir að bíleigandinn hér uppi á Islandi borgar 8.064 krónum meira en sænski bíleigandinn, með öðrum orðum, Islendingurinn borgar 43 prósent meira en vinur hans í Svíþ jóð. APH. Bensíneyðsla: Var aðeins 3,28 lítrar Fleiri og fleiri bílar nota nú minna bensín en áður og er það að sjálfsögðu jákvæð þróun. Bílakaupendur eru einnig orðnir meðvitaðir um að bensín- eyðsla bílsins sé mikilvægur þáttur er ráðist er út í bílakaup. Nýlega gerði félag bifreiðaeigenda könnun á bensíneyðslu nokkurra bifreiða. Tankurinn var fylltur og bílarnir síðan látnir aka sömu vegalengd sem var nákvæmlega 82 km. Að því loknu tankurinn fylltur að nýju og það magn sem komst á hann þá mælt nákvæm- lega. Alls voru það 11 bílar sem tóku þátt í þessari könnun og voru þeir allir af meðalstærð. Það var Fiat Regata 85 C sem sýndi fram á minnstu bensín- eyðsluna. Meðalhraðinn sem bílarnir keyrðu á þessa leið var 60 km/t og að meðaltali notuðu þessir 11 bílar 5,2 lítra á hverja hundraö kílómetra. Eyðsla Fiatbifreiðarinnar er talin vera met í Noregi og voru niður- stöðurnar á þessa leiö. L/100 km 1. Fiat Regata 85 C 3,28 2. Nissan Sunny California 4,22 3. Citroen BX16 TRS 4.25 4. VW Jetta CL 1.8 4,88 5. BMW 320i 5,17 6. Audi 80 CL 1.8 5,29 7. Mitsubishi Tredia GLS 5,52 8. Volvo 260 DL 2.0 5,92 9. Toyota Carina 11 6,04 10. Opel Ascona SR 1.8 E 6,23 11. Mazda626 2.0 LX 6,47 Þetta er reyndar könnun er gerð var í Noregi en samt sem áður ætti út- koman að vera svipuð hér á landi. Svo það er greinilegt að það er mögulegt að borga minna til olíufélaganna og ríkisins en það sem allflestir bifreiða- eigendur gera. .......... .4?» Fyrirframgreiðsla og réttur leigjandans Til okkar hringdi lesandi sem vill fá svar við eftirfarandi spurningu: Ibúðareigandi einn ætlar að leigja íbúðarhúsnæöi sitt í eitt ár en eingöngu ef hann fær leiguna greidda fyrirfram allt árið. Nú skilst mér að það sé ekkert sem geti hamlað leiguaðila í því að gera' sérsamninga. Ef íbúöareigandinn Árni Árnason gerir sérsamning við leigutaka, þau Jón Jónsson og Jónu Jónsdóttur, um að þau leigi íbúöina af sér í eitt ár, frá og með 1. ágúst 1984 til 1. ágúst 1985, vegna þess að eigandinn, Árni Arnason, þurfi að nota húsnæði sitt á þeim tíma. Nú skrifar leigutaki undir leigusamning þennan sem verður orðaður eins skýrt og hugsast getur. Þá sé það spumingin hvort leigu- taki geti beitt sér gegn leigusamn- ingi þegar hann ásamt maka sínum hefur lagt nafn sitt undir slíkan samning. Þó svo að lögin segi til um annaö og bæði leigutaki og leigusali séu sammála um að þetta séu sér- samningar og ekki sé farið eftir lögum um fyrirframgreiðslu. Jón frá Pálmholti, formaður Leigjendasamtakanna svarar: Samkvæmt lögum um húsaleigu- samninga nr. 44 frá 1979 má gera leigusamninga um íbúðarhúsnæði til ákveðins tíma eða ótímabundna, en sé samningurinn tímabundinn skal leigutaki hafa forgangsrétt að hinu leigða og framlengist þá leigumáli í jafnlangan tíma og hinn upphaflegi samningur gilti en þó ekki lengur en eitt ár hverju sinni. Skilmálar framlengds leigumála skulu vera hinir sömu og í upphaflegum leigumála, nema hvað leiguupphæð má fylgja leyfilegum verðbreytingum. Forgangsrétturinn fellur þá niður ef leigusali tekur leiguhúsnæði fyrir sjálfan sig eða fjölskyldu sína. Einnig, ef hið leigða húsnæði er í sama húsi og leigusali. Nú í vor samþykkti Alþingi breyt- ingar á þessum lögum. Þar segir m.a. „Nú greiðir leigutaki leigusala, samkvæmt samkomulagi þeirra, húsaleigu fyrirfram í upphafi leigu- tímans eöa síöar í meira en 3 mánuöi og hefur þá leigutaki rétt til leigu- afnota í fjórfaldan þann leigutíma sem hann greiöir fyrir með þeim kjörum sem um var samið milli aðila.” Hér er kveðið ótvírætt á um rétt leigjandans til lengdar leigutímans í samræmi við fyrirframgreiðslu og ekki um neinar undantekningar að ræða. önnur grein laga um húsaleigu- samningahefstsvo: „Ákvæði í leigu- mála, sem fer í bága við ákvæði laga þessara verður ekki beitt gegn leigu- taka.” Mér er ómögulegt að sjá hvernig leigusali getur komist framhjá þess- | um lagaákvæðum ef leigjandinn vill neyta réttar síns. (Samanber 1. gr. lagannahérá undan.) I því ástandi sem samfélagið hefur skapað leigjendum tel ég líklegt að dómstólar tækju tillit til þess þrýstings sem leigjandinn hlýtur að verða fyrir af hendi leigusala til að gefa eftir áunninn rétt sinn ef mál af þessu tagi kæmi til kasta þeirra. -APH L’Oréal 4 hárvaske Nýr tónn í þeim háralit sem fer best þínum eigin PARIS Nuance er nýtt efni, sem fegrar þinn eðlilega háralit. Mildur freyðitónn sem virkar eins og hárnæring eftir hárþvott. Það er svo auðvelt að fríska háralit- inn upp og gefa honum djúpan lýs- andi glans með Nuance. • Hártð fær fyllingu og silkiáferð. Veldu nýtt Nuance þegar þú vilt og snúðu tilþíns eigin háralitar. • Nuance býður 12 nýja tóna 'oq gljáa frí L'ORÉAL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.