Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1984, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1984, Blaðsíða 34
34 DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNl 1984. Verslunarstjóri Viljum ráöa verslunarstjóra í matvöru- og búsáhaldaverslun Hvolsvelli. Upplýsingar gefur kaupfélagsstjóri. Kaupfélag Rangæinga. Umsóknir um framlög úr Fram- kvæmdasjóði aldraðra 1985 Sjóðsstjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra auglýsir eftir um- sóknum um framlög úr sjóðnum árið 1985. 1 umsókn skal vera ítarleg lýsing á húsnæði, fjölda vist- rýma, sameiginlegu rými, byggingarkostnaði, fjármögnun og verkstöðu. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. Umsóknir skulu hafa borist sjóðsstjóminni fyrir 15. september nk., Laugavegi 116,105 Reykjavík. 22. júní 1984 Stjóm Framkvæmdasjóðs aldraðra. >')pAsf0 % IS"1'’ Sjúkrahús á ísafirði Tilboð óskast í innanhússfrágang í hluta sjúkrahússins. Um er að ræða um 2.500 m2 gólfflöt í kjallara, 1. og 2. hæð, þar sem m.a. eru skurðstofur, legudeild, þvottahús og eldhús. Verktaki skal setja upp innveggi, hurðir og hengiloft, mála, ganga frá gólfum og smíða innréttingar. Auk þess skal hann leggja loftræsi-, gas-, raf-, vatns-, kæli- og skolplagnir. Verkinu skal að fullu lokið 1. apríl 1987. Utboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík, og hjá Sigurði Jóhannssyni á Isafirði gegn 20.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð hjá Innkaupastofnun ríkisins þriðjudaginn 24. júlí 1984 kl. 11.00. INHKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Y Lesið úr skrift, lófa, talnalogy og lögð Tarotspil Tek að mér að lesa úr skrift með aðstoð handritunargreiningar (Graphoanalysis based on Graphology). Hef stúderað þetta meira og minna í 12 ár og skrifast á við skóla í Illinois í Bandaríkjunum sem greint hefur skrift mína og meðal annars mælt með hæfni minni á þessu sviði. Tilvalið fyrir atvinnurekendur við manna- ráðningar, skóla, varðandi inntökur og út- skriftir, úrskurði varðandi skjala-, ávísana- eða hvers konar falsanir og fyrir ýmsar stofnanir og félagasamtök sem þurfa að úr- skurða geðheilsu eða grafast fyrir um vanda- mál ýmiskonar. Einnig mjög áhugavert fyrir fólk almennt sem viU athuga persónuleika og hæfileika, leynda og ljósa, tilhneigingar og fá ráðleggingar til að breyta og bæta því sem við verður komið og tilsögn til að geta greint gróf- lega skriftir nákominna og þar sem það gæti komið að gagni í lífinu. Einnig les ég úr líkamanum og þá aðallega úr lófum o. fl. er því tengist og ráðlegg varðandi svæðameðferð ef með þarf hjá við- komandi (zone-terapy). Ég styðst aðallega við speki Cheiros varðandi lófalestur og nota einnig numerology hans, meðal annars tU að lesa úr nöfnum og fæðingardögum til að finna persónuleikatölur, lífstölur o. fl. Þá legg ég fyrir fólk TGarot-spáspil, hinar ýmsu spár eftir samkomulagi. Þetta allt hefur verið stúderað einni og stundað meira og minna í 12 ár. Hringið og meldió ykkur tíma í síma 31811 eða skrifið: MYNDMÁL Austurbrún 2 2. hæð nr. 3, Rvík. GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA. ÖKULEIKNIN Á HELLU: NÆSTBESTIARANGUR YFIR ALLT LANDIÐ Hér er Garðar Ólafsson á ferð á jeppanum sínum. Hann náði öðrum besta árangri yfir landið. METÞÁTTTAKA Á ESKIFIRDI: SPENNANDI0G JÖFN KEPPNI Sigurvegarinn Gisli Kristinsson náði þriðja til fjórða besta árangri yfir landið til þessa. Metþátttaka var í ökuleikni Bindindisfélags ökumanna og DV á Eskifirði þann 20. júní sl. Keppendur voru 17 talsins og hafa því alls 55 ökumenn tekið þátt í ökuleikni sumarsins. Þrír keppendur voru í kvenna- riðU og sigraði þar Inga Krist- insdóttir á Daihatsu Charade með 258 refsistig. önnurvarð. nafna hennar, Inga Ivarsdóttir á Colt, með 272 refsistig. I þriðja sæti varð Guðrún Ragnarsdóttir á Austin Allegro með 360 refsi- stig. Keppnin í karlariöli var mjög spennandi og jöfn. Til marks um það skildu aðeins 4 sekúndur fyrsta og annan keppanda og og stundum var munurinn aðeins 1 sekúnda. Einn keppenda var á stórum Scania vörubíl. Honum gekk mjög vel í keppninni þar til komið var að síðustu þrautinni en hún var fólgin í aö leggja í bílastæði. Þar fékk hann 90 refsi- stig. Ef honum hefði tekist að leggja í stæðið án þess að fá refsistig hefði hann unnið. keppnina. Sigurvegari var hins vegar Gísli Kristinsson á Daihatsu Charade með 152 refsi- stig. Annar varð Jósep Snæ- bjömsson á Mazda 818 með 156 refsistig. I þriðja sæti hafnaði Stefán Kristinsson á Datsun King Cap með 181 refsistig. Alls náðu 4 keppendur árangri undir 200refsistigum. Þegar 55 keppendur hafa tekið þátt í ökuleikni er efst í kvenna- riðli Kristín Bima Garðarsdóttir úr Reykjavík með 223 refsistig. önnur er Kamilla Björk Garðarsdóttir, einnig úr Reykja- vík, með 228 refsistig. Þriðja er Sigríður Bergsdóttir frá Hellu með 230 refsistig. I karlariðli er efstur yfir landið Sveinn Jóhannesson frá Reykjavík með 95 refsistig. Annar er Garðar Ölafsson frá Hellu með 131 refsi- stig. 13—4 sæti eru jafnir ömar Grétarsson frá Reykjavík og Gísli Kristinsson frá Eskifirði með 152 refsistig. Gefandi verðlauna var Bmna- bótafélag Islands á Eskifirði. EG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.